Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1987, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987. 15 Ustin á að vera víðsýn Eggert E. Laxdal skrifar: I DV fyrir nokkru var því haldið fram að það væri galli að fjölmiðlar hefðu enga stefnu í list. Það þýðir sjálf- sagt að koma eigi mönnum að sem hafa bara eina ákveðna stefhu og falli verk listamanna ekki undir hana þá eigi að útiloka þá frá umfjöllun í fjöl- miðlum. Ég álít að þetta sé röng stefha. Stefh- an í listum á að vera frjáls og víðsýn. Allir sem fást við list eiga að hafa sömu möguleika á að koma verkum sínum á framfæri í fjökniðlum og síðan á fólkið að velja og hafna eins og á flestum öðrum sviðum. Það á ekki að mata fólkið á einhæfu fæði í heimi andans, fremur en á öðr- um sviðum. Hvemig væri það ef einhver fyndi upp á því að þjóðin ætti að hafa einhverja stefhu i mataræði og þar sem slíkum manni þætti fiskur góður og borðaði ekki annað þá yrðu allir að fara að dæmi hans og eta bara fisk? Ég er hræddur um að mörgum þætti það fremur einhæft og kysu heldur meiri fjölbreytni. Listin á að vera víðsýn og listamenn- imir eiga að tjá sig hver eftir sinni sannfæringu og getu og njóta jafhrétt- is í fjölmiðlum. Beinamjöl til styrktar beinum Steingrímur Kristjónsson skrifar: Þar sem ég er í Náttúrulækningafé- laginu vil ég láta eftirfarandi frá mér fara með von um að það geti orðið einhverjum að liði. Fyrir stuttu mátti lesa um lögreglu- mann sem varð fyrir árás í starfi sínu og vil ég koma eftirfarandi á fram- færi. f slíkum tilfellum skal fara í Náttúrulækningafélagsbúðina eða aðrar heilsuvömbúðir og verða sér úti um beinamjöl. Það bæði styrkir og herðir beinin. Það er bæði til í duft- formi sem álitið er tryggara og fljótar að virka á líkamann heldur en þessar töflur sem einnig fást. Taka skal eina teskeið af duftinu og hræra því út í súrmjólkurdisk. Því miður em ekki allir sem þola duftið og verða fremur að taka inn töflumar. Þar sem ekki er víst að mjö- lið eða hylkin fáist úti á landi er ekkert annað hægara en að panta þetta í gegnum Náttúrulækningafé- lagið. Þetta er tilvalið fyrir vinnustaði o.fl. því aldrei veit maður fyrr en skað- inn er skeður og þá er gott að geta gripið fyrst til hylkjanna og er heim er komið til duftsins. Eflaust spuija sumir: Hvað er nú í þessu mjöli? Svarið er; kalsíum, fosfór, magnesíum, kalium, kísill, jám, zink, natríum, kopar og kalk og margt fleira. Við vitum að það er jú kalk í mjólkinni en beinamjölið inniheldur kalk ásamt svo mörgu, mörgu fleira. OLLUM ALDRI VANTARí EFTIRTALIN HVERFI AFGREIÐSLA Þverholti 11, simi 27022 Reykjávik Nesveg Sörlaskjól Asveg Dyngjuveg Kambsveg Langholtsveg 4-50 Aðalstræti Garðastræti Hávallagötu Siðumúla Suðurlandsbraut 14-16 Skólavörðustíg Óðinsgötu Bjarnarstig GRINDAVÍK Blaðbera vantar í Grindavík. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 92-68342. ínu eru nenKovac veiarnar toivustyroar (Microprocessor control), sem þýðir að öll stig Vacuum pökkunarinnar frá því vélinni er lokað og þar til hún opnast er stýrt sjálfvirkt af tölvu forriti. Með ,,Microprocessor“ stýringunni hefur Henkovac skotið öðrum framleiðendum „Vacuum pökkunarvéla“ langt aftur fyrir sig. Hja okkur a sjavarútvegssýningunni (milli kl. 16 og 18) sýnir EÐALFISKUR Borgarnesi vacuumpokkun á laxi HENKOVAC 5000 vél. 1_H A VACUUM POKKUNARVELAR ERU HAG/EÐA VELAR A HAGSTÍEÐU VERÐI FYRIR KJOT- OG FISKVINNSLUR HOTEL, VEITINGAHÚS OG KJÖRBÚÐIR HENKOVAC 5000 tveggja hólfa (2x830x970x21 Omm) vacuumpumpa, 2501 4x830mm. Löng suða. Henkovac byggir á 35 ára reynslu og er leiðandi framleið andi Vacuum pökkunarvéla með útflutning til 55 landa. Yfirburðir Henkovac véla endurspeglast best í því að á síð ustu árum hefur framleiðslan aukist um 600%. VIÐ HOFUM EINKAUMBOÐ FYRIR HENKOVAC Plastos lir KROKHALS 6 SIMI 671900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.