Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1987, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987. 13 „Ég beini þeirri áskorun til íslenskra stjómvalda og Öryrkjabandalagsins að taka höndum saman og létta affjölmiðla- einangrun þessara minnihlutahópa. Starf- semin í Rovaniemi sýnir að sinna má brýnustu fréttaþörf blindra og heymar- skertra með tiltölulega ódýrum og einföld- um upptökum á fréttaefhi úr dagblöðum.“ Fréttir eru annað og meira en frá- sögn atburða. Fréttir eru saga samtímans. Gamlar fréttir: mann- kynssagan. Sá sem fer á mis við fréttir fer að einhverju leyti á mis við samtímann. Þessar hugsanir skrifaði ég niður á blað i Rovaniemi, nyrst í Finn- landi, í sumar þangað sem ég var kominn til þess að kynna mér tákn- málsfréttir fyrir heymardaufa en þar eru fréttir úr dagblaði teknar upp á myndband alla virka daga. Heym- leysingjar em líklega sá hópur í þjóðfélaginu sem hefur minnst tök á því að íylgjast með fréttum líðandi stundar. Málskilningur heymleys- ingja er yfirleitt það bágborinn að fréttir dagblaða em þeim ofviða og upplýsingagildi sjónvarpsfrétta gegnum myndmálið eitt ákaflega takmarkað. Um hljóðvarp þarf ekki að ræða. Mér svíður það misrétti sem heym- leysingjar þurfa að búa við á mörgum sviðum og ekki hvað síst það dugleysi opinberra aðila að af- létta ekki þeim hömlum sem tengjast fjölmiðlaeinangrun heymleysingja. Öllum þegnum ber að tryggja sem greiðastan aðgang að upplýsingum. Við lifum á upplýsingaöld, er oft sagt, fjölmiðlar spila æ stærra hlut- verk í þjóðfélögum samtímans - og það talið keppikefli hverrar þjóðar að einstaklingamir séu sem best upplýstir. Almenn þekking á þjóðfélaginu og þeirri veröld, sem við lifum í, er hveijum manni nauðsyn. Sá sem ekki aflar sér þessarar þekkingar verður einlægt utangarðs, lítils met- inn, ófróður og ófær um að draga ályktanir af atburðum og umræðum. Við því er ekkert að segja ef menn kjósa að vera ófróðir, hafa ekki nennu eða vilja til þess að bera sig eftir upplýsingunum. En öðm máli gegnir um þá sem fötlunar sinnar vegna er þröngvað til fáfræði. Heymleysingjum er víða, og þar á meðal á íslandi, haldið utan við upp- lýsingastreymi fjölmiðla. Eðlilega greindir einstaklingar, sem fæðst hafa með enga eða stórskerta heym, fá þann dóm frá samfélaginu að fjöl- miðlaefni komi þeim ekki við! Þetta er harður dómur, ómanneskjulegur, óskiljanlegur. Hér er daglega flutt ágrip af frétt- um á táknmáli í ríkissjónvarpi, fimm mínútna þáttur hveiju sinni og afar mikils virði fyrir heymleysingja þó upplýsingagildi sé lítilfjörlegt. Þátt- urinn er stöðug áminning til almennings um tilvist heymleys- KjáUarinn Gunnar Salvarsson skólastjóri ingja. Örfáar fyrirsagnir úr fréttum dagsins em þó aðeins til þess að vekja forvitni, veita hins vegar engin viðhlítandi svör. Eina ráðið til þess að aflétta fjölmiðlaeinangmn heym- leysingja er að flytja ítarlegar fréttir og fréttaskýringar á táknmáli. Svipt kosningarétti? Einn af homsteinum lýðræðisins er, eins og allir vita, kosningaréttur- inn. Að sjálfsögðu hafa heymleys- ingjar þennan rétt - í orði en tæpast í reynd. Rétturinn til þess að velja á milli stjómmálastefha og stjóm- málaflokka, milli manna og málefha, getur því aðeins talist raunverulegur réttur að einstaklingamir, sem sam- an mynda þjóðfélagið, hafi tök á því að kynnast skoðunum stjómmála- flokka og greina á milli þeirra. Heymleysingjar hafa ekki fengið það tækifæri. Pólitík er að miklu leyti rekin í fjölmiðlum og á fundum þar sem boðskapur og baráttumál flokkanna em kynnt á mæltu máli - án táknmálstúlks eða stuðnings- texta. Heymleysingjar á íslandi em sannanlega hinn þögli minnihluti. Kröfur þeirra um úrbætur sér til handa og barátta fyrir sínum rétti hafa farið hljótt. Þá skortir mál- svara. Tali þeir sjálfir máli sínu, táknmáli, við stjómmálamenn standa pólitíkusamir á gati: skilja ekkert. Milli þeirra og heymleys- ingja er málgjá sem þarf að brúa. Heymleysingi fer ekki bara á mis við pólitiskar skoðanir. Hann fer á mis við allar upplýsingar fjölmiðla. Hann er einlægt eins og gestur í framandi landi. Og þá er rétt að staðnæmast aftur við Rovaniemi. Finnska aðferðin Norðarlega í Finnlandi er höfuð- staður Lapplands, Rovaniemi, með rúmlega þrjátíu þúsund íbúa. Þar er að finna bestu þjónustu, að mím- um dómi, sem heymleysingjum stendur til boða hvað fjölmiðlaefni áhrærir. Á hverjum degi em fréttir og greinar úr óháðu fréttablaði, út- gefhu í Rovaniemi, teknar upp á myndband á táknmáli og dreift til heymleysingja, annars vegar gegn- um kapalkerfi og hins vegar í áskrift með pósti. Á hverjum degi fá heym- leysingjar, sem em svo' lánsamir að búa nyrst í Finnlandi, klukkutíma fréttaþátt á táknmáli með helstu fréttum dagsins! Þessi starísemi er til orðin fyrir samstarf tveggja aðila: OK-studie- centralen og háskólans i Rovaniemi. Starfsemin hófst fyrir tveimur árum og telst enn vera á tilraunastigi, enda framtíð stöðvarinnar ótrygg, a.m.k. fjárhagslega. Beðið er skýrslu um niðurstöður rannsókna á gildi starfseminnar frá háskólanum í Ro- vaniemi og sú skýrsla væntanleg í haust. Hljóðsnældur fyrir blinda Starfeemi OK-studiecentralen í Rovaniemi snýst ekki aðeins um þjónustu við heymleysingja. Blindir fá líka fréttir dagsins frambomar við sitt hæfi: á hljóðsnældum. Þó blindir hafi greiðari aðgang að fréttaefni en heymleysingjar, gegnum útvarp og sjónvarp, ná fréttir dagblaða ekki til þeirra. Með breyttu hlutverki fjöl- miðla á síðustu árum, þar sem dagblöð em < æ ríkari mæli vett- vangur fréttaskýringa, hefur það ótvírætt gildi fyrir blinda að geta gengið að fréttum úr dagblöðum á hljóðsnældum. Lesnar em inn á hljóðsnældu frétt- ir og greinar úr sama óháða frétta- blaðinu, snældumar fjölfaldaðar, sendar í pósti til viðtakenda og jafii- framt sendar út á sérstakri rás í hljóðvarpi, lokaðri rás, og snældan þar leikin samfellt þangað til önnur snælda berst næsta dag. Með öðrum orðum: blindir geta kveikt á útvarps- tækinu hvenær sólarhringsins sem er og heyrt fréttir dagsins. Til þess þurfa þeir reyndar sérstakan jap- anskan afmglara. Um 150 blindir njóta þessarar þjónustu frá OK-studiecentralen í Rovaniemi, um 120 fá snældu heim- senda í pósti og um 30 hlusta á læstu dagskrána í hljóðvarpinu. Öll þessi þjónusta, fyrir heymleys- ingja og blinda, er þeim að kostnað- arlausu. Þeir þurfa hins vegar að hafa fyrir því að senda snældumar til baka í pósti jafnóðum. Dagleg starfsemi Dagurinn hefet á því að starfsmenn líta í fréttablaðið Lapin Kansa upp úr klukkan átta á morgnana, velja 9-11 fréttir og greinar úr blaðinu, fara yfir strembin hugtök og ræða það sín á milli hvemig best sé að koma tiltekinni frétt yfir á táknmál. Aðeins tekst að túlka yfir á táknmál um 60% af efni blaðsins á klukku- stund en yfírleitt tekst að koma öllu fréttaefrii blaðsins á hljóðsnælduna. Blindir hafa óskað eftir því að fá auglýsingamar í blaðinu inn á snælduna, ennfremur tilkynningar um jarðarfarir, en við slíkum óskum hefúr ekki verið orðið enn sem kom- ið er. Þá em íþróttafréttir líka undanskildar. Val á fréttum á táknmálsmynd- böndin tekur mið af heimabyggðinni fremur en heimsbyggðinni, fréttir frá Rovaniemi og nágrenni hafa yfirleitt forgang fram yftr fréttir utan úr heimi enda dagblaðið Lapin Kansa mestan part "helgað málefnum byggðarlagsins. Vegvísir fyrir íslendinga Mín trú er sú að starfsemin í Rovani- emi geti verið vegvísir fyrir Islend- inga. Ég beini þeirri áskorun til íslenskra stjómvalda og Öryrkja- bandalagsins að taka höndum saman og létta affjölmiðlaeinangrun þessara minnihlutahópa. Starfeemin í Rovaniemi sýnir að sinna má biýn- ustu fréttaþörf blindra og heymar- skertra með tiltölulega ódýrum og einföldum upptökum á fréttaefni úr dagblöðum. Eg geri það að tillögu minni að komið verði á fót starfeemi á vegum íslenska ríkisins í samvinnu við Ör- yrkjabandalagið sem gæti heitið: Fjölmiðlaþjónusta fatlaðra. Ég tel að þetta þjónustufyrirtæki ætti eink- anlega að hafa með höndum þijá málaflokka: * daglegar fréttir á táknmáli á myndböndum fyrir heymleys- ingja, * daglegar lesnar fréttir fyrir blinda, * útgáfu á sameiginlegu tímariti um málefni fatlaðra sem út kæmi mánaðarlega. Ljóst er að um tvær leiðir er að velja ef farið verður af stað með starfeemi af þessu tagi: annars vegar að koma upp aðstöðu fyrir starfeem- ina á vegum þeirra sem að henni stæðu - eða - leita tilboða í afnot af stúdíóum og fjölföldun hjá einka- aðilum. Gera þyrfti könnun á því hvor leiðin teldist vera hagkvæmari frá fjárhagslegu sjónarmiði til langs tíma litið. Ástæðumar fyrir því að ég teldi rétt að auka starfesvið fréttaþjón- ustu frá því sem það er í Rovaniemi og bæta við útgáfu á sérriti um mál- efhi fatlaðra em nokkrar. Fyrst er að nefha að hugmynd hefur þegar komið fram innan stjómar Öryrkja- bandalagsins að gefa út slíkt tímarit það eð aðildarfélög þess, fjölmörg og fámenn, hafa ekki hvert og eitt getu til þess að gefa út tímarit eins og velflest systurfélög þeirra í ná- grannalöndunum. Ég teldi ennfrem- ur að útgáfa tímarits væri í það mörgum atriðum skyld daglegri fréttaþjónustu á myndböndum og hljóðsnældum að nýta mætti betur aðstöðu, starfefólk og tæki með því að víkka út starfssviðið. Tímariti um málefni fatlaðra yrði að sjálfeögðu líka dreift til heymleysingja og blindra á myndböndum og hljóð- snældum. Gunnar Salvarsson Bfll um bfl frá bfl til bfls Fyrirsögn greinarinnar mun eflaust vekja einhvem til umhugsunar. Það kemur daglega til umræðu hin aukna bifreiðaeign landsmanna. í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu almennt fjölgar bifreiðum jafhört og kanínunum í Ástralíu og þykir mörgum nóg um. Umferðarþunginn hefur aukist gifurlega og slysum fjölgað að mun. Ég lenti nýverið í umferðarstraumi frá Breiðholtinu einn morguninn auk þess sem ég lenti í því einu sinni að blandast inn í sams komar straum sunnan úr Hafnarfirði á leið til Reykjavíkur í morgunsárið. Hvílík tímasóun. Þessi þróun er ekki eðlileg og hana verður að stöðva. Margir em upp Undir klukkutíma á hveijum vinnudegi að silast í slíku umferðar- öngþveiti. Menn em stirðir, hálfsof- andi, sumir úrillir og verður hvert smáatvik að stórmáli í umferðar- teppunni. Á leiðinni úr Breiðholtinu til „Reykjavíkur" ók ég á svonefndum löglegum hraða en hann virðist ekki vera alveg viðurkennd staðreynd á vissum stöðum á þeirri leið því marg- ir litu mig homauga um leið og þegar brennt var fram úr á um 100 kílómetra hraða. Allir á leið „í bæ- inn“, allir á leið til vinnu eða að erindast eitthvað „niðri í bæ“. Þessu KjaUaiinn Friðrik Ásmundsson Brekkan kapphlaupi til miðborgarinnar hlýt- ur að ljúka með sprengingu ef ekki verður að gert núna. Ekki er hægt að banna bifreiða- innflutning, bifreiðar em þarfaþing. Einhveiju er lagt af bifreiðum á degi hveijum, en innflutningurinn er það mikill að lítið munar um bílana sem fara á haugana ásamt tómötunum, kartöflunum og öllu hinu sem ofauk- ið er í þjóðfélaginu. Hvað er þá til ráða? Banna akstur á einkabifreið- um inn í miðborg Reykjavíkur og stórauka strætisvagnaþjónustuna? Hvetja menn til þess að aka margir saman í bíl. Vinnufélagar gætu skipst á að sækja hver annan, sína vikuna hver. Nei, það gengur eflaust sjaldan, því yfirleitt vinnum við allt á síðustu stundu og erfitt er að halda fyrirfram ákveðinni stundaskrá. Að morgni til er einhver sem þarf að koma bömunum i pössun, aka kon- unni í vinnu eða öfugt áður en viðkomandi er tilbúinn í „ferðalag- ið“ inn til Reykjavíkur. Það hafa orðið nokkur skipu- lagsmistök að mínum dómi undan- farin ár í framtíðarspá. Gátum við ekki ímyndað okkur að með tolla- lækkun á bifreiðum myndi þeim fjölga? Ég held að við hefðum getað séð þróun þessa fyrir. Hvað gerum við nú þegar miðborg Reykjavíkur er að drukkna í bifreiðastraumnum? Hvað gerum við nú þegar ekki er lengur hægt að finna stæði inni í einhveiju skoti; einhvem leynistað þar sem alltaf var hægt að finna stæði „í gamla daga“? Það vita allir af þessum stæðum í dag og slagurinn um þau er i algleymingi. Var ekki einmitt fyrir nokkrum dögum bar- dagi einn mikill milli tveggja kvenna á bílastæði Kringlunnar? Lágu þær bláar og marðar eftir! Ef til vill ætt- um við sem búum í miðborginni að stofiia bardagasveitir til vamar „okkar" bílastæðum. Nei, ekki held ég að þurfi að ganga svo langt en það sem þyrfti að gera er að flytja einhverjar stórar stofh- anir úr miðborginni upp í úthverfin. 1 stað þess að kaupa nýtt skrifetofu- húsnæði undir opinberar stofnanir í miðborginni mætti byggja þær til dæmis efet í Breiðholtinu. Kanna mætti búsetu allra þeirra sem vinna í miðborg Reykjavíkur og spyrja þá hvort þeir myndu hafa áhuga á að vinna sams konar vinnu í stofhun, sem væri staðsett í göngufjarlægð frá heimili viðkomandi í stað þess að ana langa leið á hveijum degi? Nokkuð er gert af þessu, heilsu- gæslustöðvar, smáverslanir og ýmis þjónusta er komin í úthverfin, en það er ekki nóg, það verður að setja tvær til þijár mannfrekar einingar nokk- uð langt frá miðborginni. í dag kemur fjarlægð frá bönkum, höfnum og flugvöllum ekki að sök. 1 dag er allt unnið með tölvum og bankar eru flestir komnir á beina línu (on-line) þannig að ekki þarf mikið bákn í kringum bankaþjónustu sem áður krafðist þess að fyrirtækið væri stað- sett í miðborginni. Stór einkafyrir- tæki eru mörg á stöðum eins og Bíldshöfða og út með Vesturlands- vegi og er það vel, en ég held að það væri óvitlaust að flytja einnig nokkrar mannfrekar opinberar stofhanir í úthverftn. Menn verða að fá að eiga bifreiðir sínar á meðan þeir hafa efiú á, það er ekki hægt að banna það, en það má breyta vinnumynstrinu þannig að menn noti bifreiðir meira sér til ánægju, heldur en að hanga graut- fúlir í endalausum röðum marga klukkutima á dag á leið til og frá vinnu. Ef ekki skipulagsbreyting af þessu tagi á sér stað verður að huga að öðrum samgönguleiðum. Þá koma upp hugmyndir eins og tveggja hæða Miklabraut, alla leið í úthverfin. Bílferja milli Kópavogs og Reykja- víkur eða jafrivel rafinagnslest sem liggur til nokkurra stöðva á Stór- Reykjavíkursvæðinu og myndi einn teinninn liggja að flugstöðinni nýju í Keflavík. Þá mætti reisa nokkra þyrluflugvelli í Seljahverftnu og feija fólk með þyrlum niður í mið- borg. Viljum við svona öngþveiti að einum miðbæjarpunkti. Nei, ég held ekki og ef ekki á að verða öngþveiti með tilheyrandi slysum og sorg þá verðum við að hugsa umferðarmál okkar vandlega og huga að breyting- um. Friðrik Ásmundsson Brekkan !0?airg!f •(HfnliHtiliV I |.«U3f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.