Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1987, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987. 5 Fréttir Kristján Loftsson um aðgerðir hvalavina í Hval 9: „Sannfærður um að drengimir voru undir áhrifum lyfia“ „Það er auðséð að Helgi Kristbjöms- son, geðlæknir á Landspítalanum, stjómaði þessum aðgerðum. Hann hefur eitthvert tangarhald á þessum strákum,“ sagði Kristján Loftsson, for- stjóri Hvals hf., þegar hann var spurður um atburði helgarinnar en þá hlekkjuðu nokkrir hvalavinir sig fasta um borð í Hval 9. „Hann kom hér á laugardaginn og vildi fara um borð til að athuga heilsu- far þessara manna og leyfðum við það. Erindi hans var hins vegar það að finna út hvað þá vantaði og hann hvatti þá líka til dáða,“ sagði Kristján. „Læknirinn njósnaði um það hvað mennina vanhagaði um og þegar hann kom svo aftur hingað á sunnudaginn þá leyfðum við honum ekki að fara um borð. Þá komu hingað foreldrar eins piltsins og vildu fara út í skipið og fór faðirinn þangað til að reyna að tala drenginn til og fá hann til að hætta þessu. Það var ekki hlustað á hann og þeir hættu ekki fyrr en lækn- irinn fór aftur út í skipið og sagði þeim að hætta. Ég er sannfærður um að drengimir vom undir áhrifiun ör- vandi lyfja, menn halda þetta ekki út öðruvísi. Það er með ólíkindum hvað þeir gátu haldið þetta út og ég held að það sé ekki hægt öðmvísi en undir áhrifum einhverra lyfja. Eftir að hafa verið úti í skipinu í sólarhring í kulda og vosbúð skokkuðu þeir brosandi upp bryggjuna," sagði Kristján. „Það þyrfti að hafa hér her manns ef við ættum að geta varist svona heimsóknum," sagði Kristján þegar hann var spurður um það hvort gæsla við hvalstöðina og bátana væri ekki of lítil. „Við höfum ekki farið út í að girða svæðið af. Skipverjamir á Hval 9 vom búnir að ganga frá og þeir vom í mess- anum að fá sér kaffi þegar mennimir komu. Mínir menn stóðu ekki á dekk- inu með barefli til þess að gæta bátsins, það tíðkast ekki hér. Ef það ætti að koma í veg fyrir að svona geti gerst þyrfti vakt að vera við skipin og við hvem bragga sem hér er, en það er ekki hægt. Ef menn ætla sér að komast hingað þá komast þeir það fyrr eða síðar. Menn komast þangað sem þeir vilja,“ sagði Kristján. Spumingu um það hvort vaktmaður Hvals hf., hefði skorið á líflínu, sem einn hvalfriðunarmanna hékk í, svar- Næturvist í læstu skotti Maður nokkur vaknaði við vondan draum um hálftíuleytið á sunnu- dagsmorgun eftir að hafa farið út að skemmta sér á laugardagskvöld- ið. Hann var læstur inni í bílskotti og hafði gist þar um nóttina. Maðurinn man ekkert um atvik en svo virðist sem sé á þessa leið. Maðurinn hafði farið í skemmti- staðinn Evrópu. Er hann kom út af skemmtistaðnum virðist sem hann hafi verið orðinn móður mjög því hann virðist hafa opnað bílskott og sig illa. Er eigendur bílsins komu út af skemmtistaðnum tóku þeir bíl sinn og þeystu suður í Garðabæ og síðan upp í Hraunbæ. Af þeim segir ekki frekar. Um hálfb'uleytið um morguninn vaknar kauði og er ekki alveg með það á hreinu hvað hann sé að gera þama. Hann gat ekki opnaö skottið og braust því út í gegnum aftursæti bifreiðarinnar. Því neest gaf hann sig fram við lögregluna í Arbæ og bar Hvalfriðunarmenn i tunnunni. Til vinstri á myndinni má sjá vaktmann Hvals hf„ hátfhulinn af fána sem hann er að skera niður úr mastri bátsins. Mynd Magnús Skarphéðinsson aði Kristján að það væri ekki rétt. „Þetta er haugalygi. Þeir voru í tunn- unni að koma upp fána og vaktmaður- inn skar hann frá og einnig bakpoka með vistum sem datt niður á dekkið. Þeir ljúga því að skorið hafi verið á einhverja líflínu og er það í samræmi við annað sem þessir menn segja. Maðurinn var ekki í neinni hættu," sagði Kristján. „Þeir voru með bíla- síma frá bílaleigunni Geysi sem brotnaði þegar pokinn datt niður,“ sagði Kristján. Kristján sagðist aðspurður ekki bú- ast við því að kæra hvalfriðunarmenn- ina. „Þetta skipti engu máli, þeir töfðu okkur ekki og veiðamar hafa ekki verið í gangi núna vegna veðurs," sagði Kristján. Nú hafa veiðst alls 9 sandreyðar af þeim 20 sem heimilt er að veiða í ár. Hvalbátamir em nú í landi vegna veðurs en haugabræla er á miðunum. -ój Einar Farestveit &Co.hf. Borgartúni 28, símar 91-16995,91-622900. Hvalamótmælin: „Var aldrei nein hætta“ - ekkí lögreglumál, segir lögreglan í Borgamesi „Það var aldrei nein hætta þama. Þeir voru með máttarvöldin á móti sér, það var kuldi og trekkur og þama kom læknir til þess að athuga heilsu- far mannanna," sagði Þórður Sigurðs- son, yfirlögregluþjónn í Borgamesi, í samtali við DV þegar hann var spurð- ur um atburðina í hvalstöðinni í Hvalfirði um helgina þegar hvalavinir hlekkjuðu sig fasta um borð í Hval 9. Aðspurður kannaðist Þórður ekki við að hoggið hefði verið á líflínu eins hvalavinarins. „Það liggur stigi upp í tunnuna. Starfsmenn Hvals reyndu að vama þeim vegarins og skáru niður farangur þeirra. Mennimir vom út- búnir eins og fjallamenn," sagði Þórður. „Það fer enginn þama upp án þess að hafa hönd á stiga og það er ekki rétt að maðurinn hafi verið að því kominn að detta niður. Það er bara verið að gera meira úr þessu máli en efhi standa til. Við vorum þama álengdar en aðhöfðumst ekkert. Þetta var ekki lögreglumál og þetta mun engin aftirmál hafa af hálfu lögregl- unnar,“ sagði Þórður Sigurðsson yfirlögregluþjónn. -ój AMERISKUR PICK-UP JEEP COMANCHE Kraftmikill og sterkur pick-up en samt ótrúlega ódýr. Lítil eyðsla og afar þægilegur i akstri. JEEP COMANCHE 4x4, KR. 764.000 JEEP COMANCHE 2x4, KR. 592.000 STUTTUR AFGREIÐSLUFRESTUR. Sýningarbíll á staðnum. ri Jeep EGILL VILHJÁLMSSON HF. EINKAUWIBOÐ A ISLANDI Smiöjuvegi 4, Kópavogi, símar 77200 - 77202.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.