Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1987, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1987, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987. Útlönd J3V Síðasta flokksþing Fijálslynda flokksins? - við sameiningu við jafnaðarmenn lýkur 250 ára sögu Fijálslynda flokksins Jón Ormur Halldóissan, DV, Lcrndan: Allar líkur eru á því að Frjálslyndi flokkurinn í Bretlandi hafi haldið sitt síðasta flokksþing nú fyrir h'elg- ina. Flokksþingið samþykkti með öllum þorra atkvæða að ganga til viðræðna við Jafiiaðarmannaflokk- inn um sameiningu og stofnun nýs flokks. Frjálslyndi flokkurinn í Bretlandi á sér líklega lengri sögu en nokkuð annað núverandi stjómmálaafl í heiminum, nema ef vera kynni breski íhaldsflokkurinn. Það eru ein tvö hundruð og fimmtíu ár frá því að hópur manna í breska þinginu studdi ríkisstjóm þar f landi með þeim hætti sem líkja mætti við flokkaskipan en þessi hópur þróaðist með tímanum í Frjálslynda flokkinn sem varð til í þekkjanlegri mynd fyrir um hundrað og fimmtíu árum. Barn iðn- byltingarinnar A þessum hundrað og fimmtíu eða tvö hundmð og fimmtíu árum hefur frjálslyndi flokkurinn oftsinnis farið með völd í Bretlandi og þá sérstak- lega á seinni hluta síðustu aldar og fyrstu áratugum þessarar aldar þeg- ar menn á borð við Gladstone og Lloyd George stýrðu flokknum. Þegar forveri flokksins fór af stað hafði gufuvélin ekki verið fundin upp og iðnframleiðsla var því ekki hafin í heiminum í neinum mæli. Frjálslyndi flokkurinn varð síðan til sem bam iðnbyltingarinnar, heims- veldisins og yfirráða Breta yfir heimsversluninni á nítjándu öld. Á þeim tíma studdi flokkurinn verslun- arfrelsi í heimsviðskiptum og heima fyrir gegn einokunartilhneigingum Ihaldsflokksins. Flokkana greindi einnig á um utanríkismál þar sem Frjálslyndi flokkurinn var síður 1 : : : David Owen ásamt eiginkonu sinni Debbie eftir að úrslit bresku kosninganna í júní síðastliðnum voru gerð kunn. Owen hefur nú sagt af sér formennsku í Jafnaðarmannaflokknum þar sem hann er mótfallinn samein- ingu Frjálslynda flokksins og Jafnaðarmannaflokksins. Simamynd Reuter David Steel er formaður Frjálslynda flokksins sem þrásinnis hefur verið talinn af. Flokkurinn mun nú qanga til viðræðna við Jafnaðarmannaflokk- inn um stofnun nýs flokks til að komast til áhrifa í breskum stjórnrnálum. DV-mynd Ólafur Arnarson áhugasamur um breska stjóm á ír- landi og víðar í þáverandi nýlendum. Milli skips og bryggju 1 innanlandsmálum hefur flokkur- inn jafnan blandað saman baráttu sinni fyrir viðskiptafrelsi og baráttu fyrir réttindum hinna minnimáttar. Með uppgangi sósíalismans varð flokkurinn hins vegar milli skips og bryggju í breskum stjómmálum. Állt frá því skömmu eftir fyrri heimsstyijöldina, þegar Verka- mannaflokkurinn varð til sem íjöldaflokkur í Bretlandi, hefur Fijálslyndi flokkurinn verið utan stjómar og oftast án mikilla áhrifa á bresk stjómmál. Flokkurinn hefúr þrásinnis verið talinn af og í nokkur skipti hefur engu mátt muna að flokkurinn þurrkaðist gjörsamlega út á þingi. Þar sem einmennings- kjördæmaskipan ríkir í Bretlandi fá flokkar ekki þingmenn í beinu sam- ræmi við atkvæðaijölda og því hafa endalokin stundum blasað við flokknum þrátt fyrir að hann hafi að jafnaði fengið nokkrar milljónir atkvæða í kosningum. Klofningur í Verkamannaflokknum Nýir uppgangstímar hófúst fyrir flokkinn á tímum íhaldsstjómar Heaths í byrjun síðasta áratugar og í kosningunum 1974 fékk flokkurinn nær tuttugu prósent atkvæða en aðeins örfá þingsæti. Litlu mátti þó muna að flokkurinn kæmi sér þá í oddaaðstöðu á þingi. I kosningunum 1979 gekk flokknum aftur álíka vel undir forystu David Steel sem þá hafði tekið við leiðtogaembætti af Jeremy Thorde eftir að sá síðar- nefiidi hafði mátt víkja af persónu- legum ástæðum. Eftir klofninginn í Verkamanna- flokknum árið 1981, þegar fjórir fyrrverandi ráðherrar flokksins gengu úr honum til þess að stofha Jafhaðarmannaflokkinn, náðist samkomulag um kosningabandalag frjálslyndra og jafhaðarmanna. í síð- ustu kosningum fékk bandalagið tuttugu og þijú prósent atkvæða en einungis tuttugu og fimm þingsæti af sex hundmð og fimmtíu á breska þinginu. Sameining miðjuaflanna Síðustu kosningar þóttu leiða það skýrt í ljós að ekki væri unnt fyrir þessa tvo flokka að bijótast til áhrifa í breskum stjómmálum með því að hafa tvo leiðtoga og stefnuskrá sem greinilega var byggð á málamiðlun tveggja flokka. Orslit kosninganna sýndu að þó' flokkamir fengju sjö milljónir atkvæða þá dugði það eng- an veginn til að tryggja þeim hin minnstu áhrif á gang breskra stjóm- mála. Margir forystumanna þeirra komust að þeirri niðurstöðu eftir kosningamar, og kannski raunar fyrir þær, að miðjuöflin í breskum stjómmálum gætu- aðeins náð áhrif- um með því að sameinast í einn flokk og freista þess að ná meirihluta á þingi í stað þess að leita aðeins eftir styrk til þess að skapa sér oddaað- stöðu milli stóm flokkanna. Ólíkir að uppbyggingu Forysta Fijálslynda flokksins sam- einaðist að mestu um hugmyndir um nýjan flokk en hjá jafiiaðarmönnum kom upp mikill ágreiningur og leið- togi flokksins, David Owen, sagði af sér. Meirihluti flokksmanna sam- þykkti í almennri atkvæðagreiðslu að leita eftir sameiningu. Sem flokkar em Fijálslyndi flokk- urinn og Jafhaðarmannaflokkurinn eins ólíkir og framast má verða. Og það er ekki aðeins um að ræða af- leiðingar aldursmunar á þessum elsta flokki í heimi og hinum sem er sex ára gamall. Frjálslyndi flokkurinn er valda- dreifðastur breskra stjómmála- flokka og þó víðar væri leitað. Bæði flokksþing og flokksfélög í kjördæm- um hafa mikil áhrif og sjálfstæði, gagnstætt því sem er um aðra breska flokka þar sem flokksmenn og jafii- vel flokksþing ráða yfirleitt engu. Til hægri við frjálslynda Jalhaðarmannaflokkurinn er miklu miðstýrðari þó að flokkurinn sé ekki eins miðstýrður og íhalds- flokkurinn, þar sem öll völd em í höndum leiðtogans, eða Verka- mannaflokkurinn þar sem leiðtogi flokksins og leiðtogar nokkurra verkalýðsfélaga fara með öll völd. Hvað varðar stefnu em flokkamir ekki eins ólíkir og þeir em að upp- byggingu en engu að síður em á milli þeirra nokkur alvarleg ágrein- ingsmál. Þó að jafhaðarmenn hafi komið úr Verkamannaflokknum em þeir yfirleitt til hægri við Fijálslynda flokkinn. Þetta á bæði við í efna- hagsmálum þar sem þeir sætta sig frekar við þær breytingar á efhahag- skerfinu sem íhaldsmenn hafa gert á síðustu árum og eins í nokkrum þáttum félagsmála. Það er þó í vam- armálum sem ágreiningurinn hefur verið mestur. Ósammála um kjarnorkuvopn Hvað varðar efhahagsmál hafa frjálslyndir fylgt’ þeirri stefnu sem gerir ráð fyrir meiri opinberum út- gjöldum og opinberum afskiptum af atvinnulífinu en jafhaðarmenn hafa gert. Og hvað varðar atvinnumáf hafa fijálslyndir sýnt meiri áhuga á uppbyggingu bresks iðnaðar en jafh- aðarmenn sem virðast hafa frekar sætt sig við hrun iðnaðarins og upp- byggingu þjónustugreina. Þá vilja fijálslyndir hætta byggingu kjam- orkustöðva en jafhaðarmenn ekki. í vamarmálum hafa frjálslyndir frá fomu fari viljað fylgja friðar- stefiiu. Þeir hafa ekki krafist ein- hliða kjamorkuafvopnunar Bretlands en fylgi við þetta er þó mikið innan Frjálslynda flokksins. Þess í stað hafa fijálslyndir viljað setja bresku kjamorkuvopnin á samningaborðið, eins og þeir orða það, og fá Sovétmenn til að fækka sínum vopnum gegn kjamorkuaf- vopnun Breta. Jafhaðarmenn hafa hins vegar lagt áherslu á áfram- haldandi stöðu Bretlands sem kjamorkuveldis. Viðræður flokkanna munu hefjast næstu daga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.