Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1987, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1987, Síða 7
ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987. 7 dv Viötalið Ólafur Þ. Stephensen. DV-mynd KAE „Á femar stuttbuxur“ „Ég hef alltaf haft áhuga á stjómmálum. Ég gekk í Heimdall fyrir fjórum árum eftir að hafa kynnt mér stefhuskrár allra flok- kanna og mér leist langbest á stefnu Sjálfstæðisflokksins," sagði Ólafur Þ. Stephensen en hann var kjörinn formaður Heimdallar á laugardaginn. Ólafur var varaformaður Heim- dallar á síðasta ári en þá var Þór Sigfusson formaður. í Heimdalli em um tvö þúsund ungir sjálfstæð- ismenn á aldrinum 15-35 ára. En hyggst harrn gangast fyrir ein- hverjum breytingum á störfum Heimdallar? „Það fer ekki hjá því að með nýjum formanni koma nýir straumar og að stjómmálaumræð- an breytist frá ári til árs. Ég hef til dæmis áhuga á að leggja áherslu á umhverfis- og neytendamál. I þessum málum tel ég að stefiia ungra sjálfstæðismanna hafi ekki komið nægilega vel fram. Heim- dellingar em til dæmis oft taldir vera kaldir fijálshyggjumenn í umhverfismálum þar sem hverjum leyfist að gera það sem hann vill. Ég tel hins vegar að höfða eigi til ábyrgðarkenndar einstaklinga um að fara vel með umhverfi sitt því íslensk náttúra er jú sameign allra borgaranna. Þannig ber stjóm- völdum að ganga á undan með góðri umgengni á landinu. Sama máli gegnir um neytendamálin að mínu viti. Neytendur eiga að stór- efla neytendasamtök og hreyfingar og veita þannig frjálsri verslun strangt en sanngjamt aðhald." Ólafúr var þá spurður hvort túlka mætti orð hans sem svo að hann væri ekki frjálshyggjumaður. „Ég hef ávallt kallað mig fijáls- hyggjumann og ég tel affarasælast fyrir þjóðarhag að fijáls sam- keppni fái að blómstra í landinu, svo framarlega sem hún skaðar engan“. Ólafur er 19 ára gamall, ókvænt- ur og bamlaus. Stjómmál em helstu áhugamál hans. Þar sem hann er nú formaður hinnar svo- kölluðu „stutthuxnadeildar" var hann spurður hvort hann ætti ekki stuttbuxur á lager. „Ég á örugglega þrennar eða femar stuttbuxur. Við klæðumst nú ekki slíkum klæðum á fundum en nafhgiftin fer ekkert í taugamar á okkur. Við gáfúm meira að segja eitt sinn út dreifirit sem við kölluð- um „Frá stuttbuxnadeildinni". Annars em helstu áhugamál mín fyrir utan stjómmál ljósmyndun og stjömuskoðun." Ólafur er nú blaðamaður á Morgunblaðinu. Hann lauk stúd- entsprófi frá MR í vor og hyggur á laganám næsta haust. -ATA Fréttir , -——K Á þessari mynd má sjá Bakkastæði en það rúmar alls 370 bila. DV-mynd GVA Með tilkomu Bakkastæðis: Um 1400 bílastæði verða í Kvosinni „Það er erfitt að reikna það út,“ sagði Þórarinn Hjaltason hjá umferð- ardeild gatnamálastjóra í samtali við DV, þegar hann var spurður að því hvort umferðarálag í Kvosinni hefði minnkað með tilkomu nýja bílastæðis- ins í gamla Hafskipsportinu, en stæði þetta er kallað Bakkastæði. Þórarinn sagði að verið gæti að hringsól bifreiða í leit að bílastæðum hefði minnkað með tilkomu hins nýja bílastæðis, en einnig væri mögulegt að fleiri legðu leið sína á bílum í Kvos- ina vegna bílastæðisins. Hins vegar sagði hann vandamál skapast á álagst- ímum þegar menn ækju út af Bakka- stæði út í Tryggvagötu því aðeins væri hægt að komast út af stæðinu þá leiöina. í Bakkastæði er pláss fyrir 370 bíla og er það að mestu hrein viðbót viö það sem áður var í miðborginni, en þar voru fyrir um það bil 1000 bíla- stæði. Því má gera ráð fyrir nær 1400 bílastæðum alls í Kvosinni og nokkru fleiri ef bílastæði í Gijótaþorpi eru reiknuð með. Þá má nefna aö á homi Vesturgötu og Garðastrætis er að rísa hús með um 100 bílastæðum, þar af eru um 50 stæði til almennra nota. Ekki er þó reiknað með að um hreina viðbót bíla- stæða veröi að ræða því byggingin rís á gömlu bílastæði. Því er í raun aðeins haldið í horfinu, að sögn Þórarins. Þá nefiidi Þórarinn að í hinu fyrirhugaða ráðhúsi Reykjavíkurborgar, sem rísa á á homi Vonarstrætis og Tjamar- götu, er gert ráð fyrir um 300 bílastæð- um í sérstakri bílageymslu í húsinu. Reiknað er með að ráðhúsið verði tek- ið í notkun árið 1990. Þá nefndi Þórarinn að ólögleg lagn- ing bifreiða væri vandamál í mið- borginni og gat þess að í fyrra, þegar sérstök talning var gerð á ólöglega lögðum bflum, hefði fimmta hvert ökutæki staðið ólöglega. -ój VANTAR ÞIG VOG? Brettavog Kranavogir Gólfvogir Hringdu þá til okkar. Gólfvogir Borðvogir Rannsóknarvogir Ef hún er ekki til á lager þá útvegum við hana fljótt. PlsiKÉfKB llF Krókhálsi 6 — sími 671900 kredít

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.