Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1987, Blaðsíða 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987.
Spumingin
Hvað ætlarðu að verða
þegar þú ert orðin/n
stór?
Kjartan Víkfeld: Ég veit það ekki.
Ég er ekki búinn að ákveða það.
Hans Ingi Tryggvason: Ég ætla að
verða skipstjóri, slökkviliðsmaður
eða flugmaður. Ég held að það sé
gaman að stýra skipi.
Tumi Daðason: Slökkviliðsmaður,
það held ég að sé gaman.
Jóhannes Sigmarsson: Ég vil verða
alvörubílstjóri og keyra stóran flutn-
ingabíl.
Klara Hlífarsdóttir: Ég ætla að verða
mamma og eignast 10 börn, 9 stelpur
og einn strák. Ég ætla líka að hafa
sítt hár þá.
Emilía Sigurðardóttir: Ég ætla að
taka myndir eins og hann (ljósmynd-
ari DV).
Lesendur
Umframbligðir landbúnaðarafurða:
Ekki séríslenskt fyrirbrigði
„Þróunin hlýtur að verða á þá leið að hætt verði með öllu niðurgreiðslum
matvæla til fjarlægra landa en afkastageta búanna alfarið miðuð við neyslu
heimafyrir."
Konráð Friðfmnsson skrifar:
Landbúnaðargeirinn er mér afar
hugleikinn og svo hefur verið allar
götur síðan ég fór að hafa skoðun.
Vegsemd landbúnaðar vil ég vita
sem mesta og besta.
Um ágæti sveitavinnunnar fyrir
nútímaþjóðfélagið á Islandi er tölu-
verður ágreiningur eins og gengur.
Þó fyrrum hafi búpeningurinn hald-
ið lífi og hita á þjóðinni gilda aðrir
tímar nú. Dýralykt er ei lengur í
tísku, nýir siðir teknir við með nýju
fólki. Cherioos, Coco pufís og álíka
pakkarusl mun vera uppistöðufæða
ungmenna 1987.
Vissulega mætti margt betur gera
í landbúnaði sem og annars staðar
í þjóðfélaginu. Um slíkt er vart deilt.
Þrætueínið er hins vegar hve langt
skal ganga í að vemda framleiðslu
dreifbýlisins ellegar hvort yfir höfuð
slíkt eigi að viðgangast. Þeir menn
em einnig til er vilja allan íslenska
bústoíninn feigan og flytja hans verk
þess í stað inn frá niðurgreiddum
nágrönnum.
Eitt mikilvægt atriði gleymist
gjaman algerlega (máski vísvitandi)
í hita umræðnanna en það er að
umframbirgðir landbúnaðarafurða
em langt í frá að vera séríslenskt
fyrirbrigði. Við nefhdan vanda glím-
ir hinn vestræni heimur eins og hann
leggur sig. Hann leitar um þessar
mundir með logandi ljósi að leiðum
til úrbóta. Hvað varðar Hólmveija
um leit útlendinga? spyr kannski
einhver. Hugsanlega heilmikið, tel
ég. Þróunin í akuryrkju siðmennt-
aðrar veraldar hlýtur að verða á þá
leið á næstu árum eða áratugum að
hætt verði með öllu niðurgreiðslum
matvæla til fjarlægra landa (útflutn-
ingsbótum) en einblínt á að miða
afkastagetu búanna alfarið við
neyslu heimafyrir.
Góðir hálsar, hvort sem þegnum
líkar betur eða verr ber íslendingum
nauðsyn til að halda í sveitabúskap
sinn og áfram sem hingað til að vera
sjálfum sér nógir með saðningu.
Forðast á að hinu leytinu meiri
framleiðslu en sölusvæði vort gleyp-
ir sem sjálfsagðan hlut.
Vegarollur fá skammt af umijöllun
manna á millum. Mismunandi reiðir
pennar tjá sig opinberlega um efnið.
Þar er sem fyrr skuldinni skellt á
bændur, sagt að þeir hleypi kindun-
um á safaríkt grasið, er vex í
vegaköntunum, til að æmar nái
vambfylli. Hér er mikill misskilning-
ur á ferð. Féð sækir af sjálfedáðum
stíft í saltblönduna er Vegagerðin
eys á landsbyggðarvegi til rykbind-
ingar. (Gott ráð yrði að láta af
saltaustri. Annar sambærilegur efhi-
viður er vafalítið í umferð.)
Það sem verra er í málinu er að
einstaka skjátum heldur engin girð-
ing þótt vel sé vandað til verka. Hið
sama þekkja flestir er grasbítahald
hafa reyntrt.a.m. hestamenn. Vand-
ræðafé þetta er svo í nútímatali
kallað grjótbarin vegalömb og þykir
víst fyndið.
Búnaðarbankinn stendur fjár-
hagslega vel en Útvegsbankinn að
hinu leytinu illa. Hvað veldur? Við-
skiptavinir Búnaðarbankans (bænd-
ur) em skilamenn i hvívetna. Þessu
er öfugt farið er kemur að út-
vegsapparatinu. Útvegsbankinn
borgaði brúsann fyrir viðskipta-
mennina og datt að endingu hálf-
dauður niður af skiljanlegum
ástæðum.
Hví ekki að
selja inn í
■ ■>* mu___
Neytandi hringdi:
Nú er mikið verið að tala um
þessi blessuðu bílastæði í Kringl-
urrni. Þar á að fara að selja inn á
bílastæðin dýru verði.
Það er allt eins hér é landi. Það
er t.d. selt inn á auglýsingasýning-
ar. Fólk er platað til að borga sig
inn til að fá að sjá auglýsingar og
svo er jafhvel gróði af þessum sýn-
ingum.
Eg held þeir ættu bara að fara
að selja inn í búðimar, t.d. 30 kr.
fyrir klst í Kringlunni eða á Laug-
arveginum. Svo gæti farið á
endanum að verslanimar þyrftu
ekkert að selja vörur heldur gætu
bara selt inn á vörusýningar.
Þessi vitleysa er fáheyrt sérís-
lenskt fyrirbrigði sem þekkist
hvergi í heiminum. Ég er ansi
hræddur um að það yrði uppi fótur
og fit ef t.d. farið yrði selja inn á
Bella Center í Kaupmannahöfn.
„Svo gæti farið á endanum að
verslanimar þyrftu ekkert að selja
vörur heldur gætu bara selt inn á
vörusýningar.“
Hjólastuldimir
Strákahópur
sem stendur
að baki
Rósa Ólafsdóttir hringdi:
Sonur minn lenti í því fyrir
skömmu að nýlegu BMX-hjólinu
hans var stolíð úr hjólageymslu
að Furugerði 7. Hjólið var rautt
með gulum púðum en búið var að
taka af því brettin.
Ég veit til þess að það er stráka-
hópur í hverfinu sem er í því að
stela hjólum og „spreyja" þau jafri-
vel svo að þau þekkist ekki aftur.
Það er orðið ansi hart þegar farið
er inn í hjólageymslur og stolið
þaðan. Mér finnst skrítið að for-
eldrar skuli ekki fylgjast betur með
þessu framferði bama sinna.
„Það hefur verið ormur í fiski síðan ég man eftir mér og er ég þó að verða
75 ára gömul.“
Ormafár
Fiskikerling hringdi:
Ég skil ekki af hveiju veríð er að
gera þetta veður núna út af hringorm-
um í fiski. Það hefur verið ormur í
fiski siðan ég man eftir mér og er ég
þó að verða 75 ára gömul. Ég hef enga
tölu á því hve marga orma ég hef étið,
t.d. í saltfiski. Maður hellti bara
hamsatólg yfir og borðaði þetta og
varð aldrei misdægurt af.
En auðvitað þarf að pilla ormana
úr. Það er eins og sumir haldi að fisk-
urinn sé ormalaus þegar hann kemur
upp úr sjónum. Það er ekki mikill
ormur í úthafsfiski en aftur á móti er
meira af honum í fiski af heimamiðum
vegna þess að hann étur selskítinn.
Fiskur íslendinga er að mestu leyti
úthafsfiskur sem stóru skipin okkar
veiða og ekki held ég að það sé svo
mikill ormur í honum. Aldrei hef ég
þó heyrt um orma í síld fyrr en nú og
sjálfeagt er þar einungis átt við út-
lenska síld.
Ormur hefur alltaf verið til í öllum
nýjum fiski og þess vegna er hann
gegnumlýstur og ormahreinsaður.
Sennilega kunna Þjóðveijar bara ekki
að ormahreinsa fiskinn og þess vegna
eru þessi læti. Það þarf bara að kenna
þeim að meðhöndla fisk.
Myndavél tapaðist í Kópavogi
Silvía Gunnarsdóttir hringdi:
Fyrir rúmlega l'A viku varð sonur
minn fyrir því óhappi að tapa mynda-
vél í austurbæ Kópavogs, sennilega á
leiðinni frá Brekkuhvammi upp á
Nýbýlaveg. Þetta var alveg glæný al-
sjálfvirk Rickymyndavél sem var
keypt fyrir 8 þús. í fríhöfninni.
Þeir sem hafa fundið hana eru vin-
samlegast beðnir um að hafa samband
í síma 641424.
Ég vil einnig nota tækifærið og
þakka stúlkunum á hárgreiðslustof-
unni á Hótel Loftleiðum fyrir sérstaka
lipurð, almennilegheit og virkilega
góða þjónustu..
Pottþéttur plötusnúður
Ólafur Sigurðsson hringdi:
Ég má til með að hringja til að hrósa
plötusnúðnum í Casablanca. Ég veit
hann er kallaður Kiddi en meira veit
ég ekki nema að hann er rosalega
góður plötusnúður. Ég hef einnig
heyrt í honum á Bylgjunni á laugar-
dagsnæturvöktum og það er sama
hvar hann er, hann er alltaf jafngóð-
ur. Þetta er greinilega kunnáttumaður
sem veit hvað hann er að gera, lagava-
lið er pottþétt.
Samræmið
kaup
fýrir
pössun
Ein að norðan skrifar:
Þetta finnst raér alls ekki rétt-
læti. Margar stelpur og nokkrir
strákar passa á sumrin og ekki sé
ég neitt athugavert við það. En það
sem raér finnst athugavert er kaup-
ið.
- Ég og vinkona mín pössuðum
báðar krakka á avipuðum aldri,
við næstum sömu aðstæður, og
vinkonan fékk 50 kr. á tímann en
ég 100 kr.
Hvaða vit er í þessu þegar passað
er við sömu aðstæöur og við erum
á sama aldri? Hvers vegna kemur
ekki út bæklingur þegar krakk-
axnir íara að byija að passa á vorin
um það hvemig kaup skuli vera
yfir sumarið? Það kæmist sjálfeagt
best til skila þannig.
Katrín hringdi:
Ég er í hálfgerðum vandræðum
og datt í hug hvort einhver lesandi
gæti bent mér á hvar væri að
kaupa efid til að pússa píanó og
flygla. Ég hafði einhvem tíma
keypt efni sem hét „Wonder Lak
Polish" en nú fæst það hvergi.
Allar ábendingar væm því mjög
vel þegnar.
Hringið
í síma
27022
milli kl.
13 og 15,
eða skrifið.
......■ .....'......