Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1987, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987. Frjálst,óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr. Verð í lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Sjónhverfingar sameina Um helgina kom í ljós, að nýja stjórnarsamstarfið er traust. Ríkisstjórnin mun sitja langt fram eftir kjör- tímabilinu. Hún mun ekki láta innri ágreining á sig fá, heldur leita sátta í allra ódýrustu lausnum. Það sýnir sjónhverfinga-meðferð hennar á fjárlagahallanum. Um tíma leit svo út, að fjárlagasmíðin yrði ríkis- stjórninni að fótakefli. Fjármálaráðherra lagði þunga og leikræna áherzlu á alvöru málsins og setti fram skyn- samlegar hugmyndir um minnkun vandans. En síðan beygði hann sig fyrir svokallaðri pólitískri nauðsyn. í heimi stjórnmálanna þýðir ekki að tala mikið eða lengi um afnám niðurgreiðslna á forréttindavöxtum og landbúnaðarvörum. Þar hrista menn höfuðið yfir tillög- um um hægari ferð í ljúfum málum á borð við sjúkrahús og skóla eða heilögum málum á borð við vegi og risnu. Ríkisstjórnin hefur sætzt á að minnka hinn formlega fjárlagahalla niður í 1,2 milljarða króna, sem er 2% af fjárlögum. Það væri ágætis árangur, ef hann hefði eink- um náðst eftir öðrum leiðum en sjónhverfingum. Og hann segir ekki alla söguna um hallarekstur ríkisins. Tölurnar, sem sífellt hefur verið fjallað um, ná ein- göngu yfir A-hluta fjárlaga. Þær fela hvorki í sér B-hlutann, þar sem ríkisfyrirtækin eru, né C-hlutann eða lánsfjárlögin, þar sem hallarekstur ríkisins og fyrir- tækja þess hefur yfirleitt verið og er enn falinn. Opinber umfjöllun fjármálaráðherra og ríkisstjórnar ber ekki með sér neinn skilning á samhengi lánamark- aðarins í heild. I ríkisstjórninni er rætt um að miðstýra leigukaupum í þjóðfélaginu út af fyrir sig, án þess að fjallað sé um þau sem þátt í almennu lánahungri. Ríkisvaldið og aðrir aðilar keppast um að komast yfir lánsfé. Ríkið ber sjálft fulla ábyrgð á sínum hluta þess kapphlaups. Þegar aðrir aðilar nota erlenda pen- inga í leigukaupum, eru þeir sumpart að víkja fyrir þrýstingi af fyrirferð ríkisins á innlendum lánamarkaði. Ríkið ætti auðvitað að sjá lánahungrið í heild og stuðla að jafnvægi framboðs og eftirspurnar á pening- um, í stað þess að einblína á eina afleiðingu þess, leigukaupin. Og auðvitað ætti ríkið á þenslutímum að vega á móti þenslu með því að draga úr eigin lántökum. Dapurlegt er að horfa á fjármálaráðherra segja hæfi- lega vexti ríkisins til lífeyrissjóða vera 3-4% - á sama degi og hann sendir hréf til fólks, þar sem hann grát- biður það um að lána ríkinu fé á 8,5%. Þessi gífurlegi munur verður ekki skýrður með misjöfnum lánstíma. Eini sjáanlegi niðurskurðurinn á ráðgerðum útgjöld- um ríkisins á næsta ári er á niðurgreiðslum vaxta á húsnæðislánum, enda var áður búið að áætla þessi út- gjöld upp úr öllu valdi. Eftir niðurskurðinn verða þessi útgjöld í rauninni meiri á næsta ári en þessu ári. Dæmigert fyrir sjónhverfingar í niðurskurði fjárlaga- frumvarpsins er, að ríkisstjórnin hefur ákveðið að skera 600 milljónir jafnt á línuna. Gömul og ný reynsla segir, að þetta felur ekki í sér neinn niðurskurð áþreifanlegra verkefna, heldur meiri vanáætlun útgjalda. Grunsamlegt er, að ríkisstjórnin hefur skorið niður 800 milljónir með því að finna „skekkju“ í fyrri útreikn- ingum, þar af 200 milljónir í niðurgreiðslum landbúnað- arafurða og 600 milljónir í tekjuskatti. Tölvur ríkisins hafa líklega verið taugaveiklaðar eða timbraðar! Meginatriði þessara reikniæfinga er, að þær fela ekki í sér niðurskurð ríkisútgjalda, heldur eru þær sjón- hverfingar, sem ætlað er að sameina ríkisstjórnina. Jónas Kristjánsson ,SIS þarf í sjálfu sér ekki Útvegsbankann medan það hefur Albert. Borgaraflokkurinn: Stoðdeild í SÍS Mörgum hefur komið á óvart ákaf- ur stuðningur Alberts Guðmunds- sonar við yfirtöku SÍS á Útvegs- bankanum. Hefur Albert jafiivel gengið lengra í því að tala fyrir hags- munum Sambandsins en hörðustu framsóknarmenn. Framsókn fyrir SÍS Á valdatíma sínum hefur Fram- Kja]kiinn Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Verzlunarráös íslands vegi var röng gengisskráning og skömmtun á peningum og skipum. Fyrirtækjum í sjávarútvegi var gert ókleift að standa á eigin fótum held- ur voru þau sett í þá stöðu að þurfa sífellt að leita á náðir stjómvalda. Slíkt fyrirkomulag er óskastaða Framsóknar sem notaði það óspart til þess að hlaða undir SÍS. Það er t.d. athyglisvert að á árunum 1978 - 1986 hækkaði markaðshlutdeild SÍS í frystum íslenskum fiski á Banda- ríkjamarkaði úr 26% í 40% og þróunin á Bretlandsmarkaði er svip- uð. Þessi þróun er bein afleiðing af setu Framsóknar í sjávarútvegs- ráðuneytinu. Yfirtakan á Útvegsbankanum er hugsuð af hálfu SÍS og Framsóknar um aðila meirihluta í bankanum. En Albert heldur fast við niðursuðu- dósakenninguna sem framsóknar- menn sjálfir þora varla að viðra lengur nema í þröngum hópi sín á milli. Er greinilegt að „stoðdeildin" á eftir að reynast dijúg fyrir SIS í framtíðinni. Hliðarfrjálshyggja Sérstakt hliðarútspil Borgara- flokksins í Útvegsbankamálinu var uppástunga eins af þingmönnum flokksins þess efnis að senda öllum landsmönnum hlutabréf í bankanum fyrir ekki neitt. Þetta er hugmynd sem Hannes H. Gissurarson nefhir stundum þegar hann gefúr ímyndun- araflinu lausan tauminn. En það „Framsókn hefur með forræði sínu í sjáv- arútvegsmálum á undanförnum árum markvisst verið að efla SÍS á kostnað einkarekstursins. Forsendan fyrir upp- gangi SÍS í sjávarútvegi var röng gengis- skráning og skömmtun á peningum og skipum.“ sókn byggt upp mikið valda- og fyrirgreiðslukerfi á landsbyggðinni. Markmiðið hefur verið að þenja út veldi SÍS og samvinnuhreyfingar- innar. Aðgerðir Framsóknar í landbúnaðarmálum hafa fyrst og fremst miðast við hagsmuni SÍS og kerfisins en hagur bænda og neyt- enda verið settur neðst á forgangs- listann. Hið söluhamlandi sölukerfi hefur verið heilög kýr Framsóknar og nú á næstu misserum mun SÍS veldið gera harða atlögu að því að ná undir sig einkarekstri í slátrun, vinnslu og sölu sauðfjárafúrða. SÍS framsókn í sjávarútvegi Framsókn hefur með forrseði sínu í sjávarútvegsmálum á undanföm- um árum markvisst verið að efla SÍS á kostnað einkarekstursins. For- sendan fyrir uppgangi SÍS í sjávarút- sem skref til þess að ná yfirhöndinni í þeim sjávarútvegsplássum þar sem hringurinn hefur átt erfiðast upp- dráttar, þ.e. í Vestmannaeyjum, ísafirði og Siglufirði. Ný stoðdeild í SÍS Löngum hefur verið sagt að Fram- sóknarflokkurinn væri deild í SÍS vegna hlutverks flokksins í þessu valda- og fyrirgreiðslukerfi. En nú er greinilegt að Albert Guðmunds- son hyggst veita Framsókn lið og gera Borgaraflokkinn að stoðdeild í SÍS. Þessi fyrrverandi bankaráðs- formaður í Útvegsbankanum lítur nú á hlutabréf í bankanum svipuðum augum og niðursuðudósir í búðar- hillu sem SÍS sé heimilað að kaupa eins og hverja aðra vöm. Þegar hlutabréfin í bankanum vom boðin til sölu á sínum tíma var sleginn sá vamagli að neita mætti að selja ein- segir svo sína sögu um fjármálagáfu þingflokks Borgaraflokksins að þeir skuli vilja gefa það sem jafnvel SÍS vill borga meira en 700 milljónir fyr- ir. Á fullri ferð fyrir SÍS Útvegsbankamálið er nú i bið- stöðu. En Borgaraflokkurinn er greinilega ekki í neinni biðstöðu. Hann er á fullri ferð fyrir SÍS. Kannski er það framtíðarmarkmið flokksins að „stoðdeildin" verði að- aldeildin en að Framsóknarflokkur- inn fari f aukahlutverkið? Allavega kemst enginn framsóknarmaður með tæmar þar sem Albert Guðmunds- son hefur hælana í því að spila á kerfið og hlaða undir skjólstæðinga sína á kostnað skattgreiðenda. SÍS þarf í sjálfu sér ekki Útvegsbankann meðan það hefur Albert. Vilhjálmur Egilsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.