Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1987, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1987, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987. Stjómmál_____________________________________________________________________dv Alþingismenn: Meirihluti styður bjórinn - 36 slyðja bjór, 17 era andvígir og 10 gefa ekki upp skoðun sína Meirihluti þingmanna er fylgjandi því aö bjór veröi lögleyfður á íslandi og geröi DV könnun á afstöðu þing- manna til þessa máls síðastliðið vor. Kom þá í ljós að 34 þingmanna kváð- ust myndu styðja bjórfrumvarp, 17 voru andsnúnir og 10 þingmenn gáfu ekki upp afstöðu sína. í 2 þingmenn náðist ekki. í framhaldi af skoðanakönnun DV í síðustu viku, har sem kom í ljós að hartnær tveir þriðju hlutar aðspuröra voru fylgjandi bjór, en liðlega þriðj- ungur andsnúinn, var gerð athugun á afstöðu nokkurra þingmanna til þessa máls. Var leitað til þeirra sem ekki gáfu upp afstöðu sína síðastliðið vor og þeirra sem ekki náðist í. Þeir sem ekki svöruðu spumingunni um bjórinn beint síðastliðið vor voru Páll Pétursson og Alexander Stefáns- son, framsóknarmenn, Matthías Á. Mathiesen og Egill Jónsson, sjálfstæð- ismenn, Sighvatur Björgvinsson og Jón Sigurðsson, alþýðuflokksmenn, Steingrímur Sigfússon, alþýðubanda- lagsmaður, Óli Þ. Guðbjartsson og Hreggviður Jónsson, borgaraflokks- menn, og Þórhildur Þorleifsdóttir, kvennahstakona. Það er skemmst frá því að segja að þeir sem í náðist voru enn sama sinnis; að gefa ekki upp af- stöðu sína. Ekki náðist samband við Steingrím J. Sigfússon, Jón Sigurðs- son og Matthías Á. Mathiesen. Hins vegar sögðust bæði Danfríöur K. Skarphéðinsdóttir og Matthías Bjamason, en ekki náðist samband við þau síðastliðið vor, vera fylgjandi bjór. Því má segja að bjórinn hafi enn auk- ið fylgi sitt á Alþingi og er staðan þannig nú að 36 em fylgjandi, 17 and- vígir, en 10 gefa ekki upp skoðun sína. Þess mé geta að 3 af þeim 10 þing- mönnum sem ekki vilja gefa upp afstöðu sína nú vom á móti bjórfrum- varpi þegar það siðast kom til kasta AJþingis. Þetta em þeir Steingrímur J. Sigfússon, Alexander Stefánsson og Páli Pétursson. Matthías Á. Mathiesen var aldrei viðstaddur atkvæðagreiðsl- ur og Egill Jónsson studdi þjóðarat- kvæðagreiðslu. Taka verður fram að margir þingmenn hafa fýrirvara á af- Meiri hluti þingmanna er fylgjandi því að bjórinn verði leyfður. stöðu sinni til bjórfrumvarps og er algengast að menn vilji einskorða söl- una við Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Bjórfrumvarp 1984-1985 Þegar bjórfrumvarp var síðast flutt á Alþingi var það veturinn 1984 til 1985. Þá var flutningsmaður Jón Bald- vin Hannibalsson, en meðflutnings- menn þau Ellert B. Schram, Guðmundur Einarsson, Guðrún Helgadóttir og Friðrik Sophusson. Með frumvarpinu var lagt til að leyfð yrði sala áfengs öls hér á landi. Svo sem vonlegt var vora miklar umræður um málið á Alþingi, en þær verða ekki raktar hér. Eftir að talað hafði verið fyrir málinu var því vísað til allsheriamefiidar sem klofnaði í afstöðu sinni til málsins. Vildi meiri- hlutinn samþykkja frumvarpið með breytingum, en minnihlutinn fella það. Meirihlutann skipuöu þau Pálmi Jónsson, Guðrún Helgadóttur, Guð- mundur Einarsson, Stefán Guð- mundsson og Gunnar G. Schram sem hafði fyrirvara á afstöðu sinni. Þær breytingar sem meirihlutinn gerði á frumvarpinu vom þær helstar að styrkleiki bjórsins yrði takmarkaður við það að vera 4-5% af rúmmáli, að bjórinn yrði aðeins seldur í verslunum ATVR og að öhð yrði selt í margnota umbúðum og merkingar á íslensku. Minnihluta nefiidarinnar skipuðu þeir Ólafur Þ. Þórðarson og Friðjón Þórð- arson, en minnihlutinn lagði til að málið yrði fellt. Breytingar samþykktar í atkvæðagreiðslu um breytingar- tillögur allsheriamefiidar sem að framan er greint frá, vom tillögumar samþykktar í neðri deild með 25 at- kvæðum gegn 14 aö viöhöfðu nafha- kalli. Eftirtaldir þingmenn greiddu at- kvæði með frumvarpinu: Stefán Guðmundsson, Steingrímur Hermannsson, Guðmundur H. Garð- arsson, Þorsteinn Pálsson. Eggert Haukdal, Ellert B. Schram, Friðrik Sophusson, Guðmundur Bjamason, Guðmundur Einarsson, Guðrún Helgadóttir, Gunnar G. Schram, Halldór Ásgrímsson, Halldór Blöndal, Hjörleifur Guttormsson, Jóhanna Sig- urðardóttir, Jón Baldvin Hannibals- son, Karvel Pálmason, Kristín Halldórsdóttir, Einar K. Guðfinnsson, Ólafur G. Einarsson, Pálmi Jónsson og Geir Hallgrímsson, Kristín H. Tryggvadóttir, Kristín S. Kvaran og Bragi Mikaelsson. Á móti vom: Stefán Valgeirsson, Steingrímur J. Sigfusson, Svavar Gestsson, Sverrir Hermannson, Þórarinn Sigurjónsson, Alexander Stefánsson, Friðjón Þórðar- son, Garðar Sigurðsson, Geir Gunn- arsson, Guðmundur J. Guðmundsson, Guðrún Agnarsdóttir, Ólafur Þ. Þórð- arson, Páll Pétursson og Ingvar Gíslason. Ragnhildur Helgadóttir var fjar- stödd. Þá var síðar á sama fundi neðri deildar felld tillaga Karvels Pálmason- ar um að lögin, verði frumvarpið samþykkt, komi ekki til fiamkvæmda fyrr en að aflokinni þjóðaratkvæða- greiðslu þar sem meirihlutinn hefði lýst sig samþykkan. I dag mælir Dagfari Sjötíu prósent kauphækkun Aln.enn laun í landinu hækka um liðlega sjö prósent frá og með degin- um í dag og var tími til kominn. Þaé ei nefnilega lenska hér að knýja fram launahækkanir með reglulegu millibili, hvað sem hver segir og hvernig sem árar. Ýmsir hafa áhyggjur af þessum launahækkun- um og segja þær leiða til hækkunar verðbólgu og þar með versnandi líf- skjara. En verkalýðsrekendur benda hins vegar á að verðbólgan hafi ein- mitt farið vaxandi og af þeim sökum beri brýna nauðsyn til að hækka launin. Almenningi finnst lítið til þessarar hækkunar koma ef marka má raddir fólks á götunni, enda telja allir sig hafa alltof lág laun eins og fyrri daginn. Hins vegár virðist það mjög á huldu hver raunveruleg laun em hjá þorra fólks. Það er alltaf verið að vitna í taxtakaup en af ýmsum sporslum fara fáar sögur. Sumar stéttir iðnaðarmanna hafa til dæmis komið sér svo vel fyrir í kerf- inu að þar fá menn greitt aukalega nokkur hundmð krónur á dag fyrir það sem kallast mætingarskylda. Næst fá menn sennilega auka- greiðslu fyrir það eitt að fást til að lyfta hönd að verki eftir að hafa feng- ið aukagreiðslu fyrir að drattast þó á vinnustað. Á meðan situr hins l vegar litill liiuti verkafólks enn á i ’ootninum og árum saman hafa allir verið sammála um aö þessu fólki þurfi aö lyfta í launum með þeim afleiðingum að kjör þess versna stöðugt. En þessi sjö prósent hækk- un núna þykir ekki rrúkið á Austurl- andi. Þar hafa verkalýðsrekendur heldur betur bragðið brandi og heimta nú 70 prósent launahækkun. Þetta era menn sem hugsa stórt, enda út í hött að mjatla verðbólg- unni upp í einhveijum smáskömmt- um. Miklu nær að taka myndarlega á þessum málum svo lífskjörin geti nú versnað svo um munar í hvelli. Vai L'. geta Vestfirðingar verið minni menn og því má alveg eins reikna með að þeir heimti svona 170 prósent hækkun fyrir sitt fólk og þá fer nú að veröa gaman að lifa. Nú væri í sjálfu sér hægur vandi að verða við öllum þessum kröfum á stundinni ef ekki vildi svo illa til að Jón Bald- vin vxU takmarka mjög umsvif okkar á erlendum lánamörkuðum. Þetta er auðvitað tóm firra í manninum á þessum síðustu og bestu tímum því allir hljóta að sjá að einhvers staöar að verða peningamir að koma svo við getum lifaö af hér norður á hjara. Ekki er endalaust hægt að kreista fé út úr fyrirtækjum hér innanlands en peningana verðum við að fá og meðan útlendingar vilja lána okkur peninga til aö kaupa af þeim varning er það gott. Og hvaðan eiga pening- amir að koma til að kaupa lúxu- skermr forstjóra nema frá fyrirtækjum sem hafa með ærinni fyrirhöfn sérhæft sig í að leigja fjár- magn erlendis frá til nýsköpunar atvinnuveganna. Það sjá allir heil- vita menn að þessi stefna fjármála- ráðherra fær ekki staðist nema þá hann ætli að fella gengið á mánaðar- fresti. Annars er auðvitað óþarfi aö gera sér rellu út af þessum deilum um kaup og kjör því hér hafa allir verið á hausnum frá stríðslokum og aldrei liðið betur. Og við skulum hafa það í huga sem haft var eftir hagfræð- ingi ríkisins á dögunum að þótt óvæntar kauphækkanir nú til ríkis- starfsmanna kostuðu nokkur hundmð milljónir þá breytti það engu um fjárlagageröina því þessir peningar skiluðu sér aftur í auknum tekjum. Með sama hætti má benda einkafyrirtækjum á að eftir því sem þau hækka launin meira þeim muri meira kaupir fólkið og eftir því sem kaupið hækkar þá hækkar vara sem framleidd er af þessu fólki og allir una glaðir við sitt. Við íslendingar erum framsækin þjóð, eins og allir vita, og þolum ekki kyrrstöðu af nokkm tagi. Hér þarf allt að vera á ferð, hvort sem það er niöur á við eða upp á við eða út og suður. Þeir þama á Austuriandi em bara komn- ir á meiri ferð en aðrir landsmenn og þess vegna draga þeir upp kröf- una um 70% prósent launahækkun og það strax. Miklir menn Austfirð- ingar ef Sverrir Hermannsson er undanskilinn því hann telur sjö pró- sent hækkun hrollvekju. En Sverrir er nú bara þingmaöur Austfirðinga og hefur því varla tillögurétt í mál- inu, enda Vestfirðingur að ætt. Það verður fróðlegt að fylgjast með samningaslagnum á næstunni því þar slást ekki aðeins atvinnurekend- ur og verkalýösrekendur heldur slást Verkamannasambandsmenn innbyrðis og ekki útséð hvemig þeim slag lyktar. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.