Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1987, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987.
11
Utlönd
Bátasmíðar
Innan um risaolíuskipin á Persaílóa sigla viðar-
bátar sem lítiö hafa breyst undanfarin tvö þúsund
ár. Þeir eru smíðaðir í íran með fomum aðferðum
þar sem helstu verkfærin era hamar og meitill.
Þeir kallast „dhow“ og komust fyrst á spjöld sög-
unnar þegar fomgríski landkönnuðurinn Peripl-
us skráði lýsingu á sjósetningu skammt frá þar
sem nú er Dubai. Fyrir þrem áratugum vora
'skip þessi enn mest áberandi allra á Persaílóa
og mikill fjöldi þeirra plægir þar enn öldur. Vélar
hafa að vísu komið í stað þríhymdra segla, eink-
um í bátum sem stunda lengri siglingar. Enn
vinnur íjöldi skipasmiða að gerð dhowa, án þess
að hafa af því minnstu áhyggjur að tæknin kunni
að gera Ust þeirra úrelta.
Kafliboð
Láðsforingjar NATO og Varsjárbandalagsins
hittast nú reglulega á „vígvöllum“ Evrópu til
skrafs og ráðagerða. Fyrir skemmstu hefði þaö
þótt draumórakennd hugmynd að herforingjar
þessara andstæðu afla ættu eftir að hittast, deila
með sér innihaldi kaflibrúsa og skiptast á upplýs-
ingum. Samkomulag það sem gert var í Stokk-
hólmi um gagnkvæmar heimildir til að fylgjast
með heræfingum hefur hins vegar gert drauminn
að veruleika. Fulltrúar NATO hafa fylgst með
mörgum heræfingum austan við jámtjald og
nýlega hafa fyrstu fulltrúar Austur-Evrópuþjóða
fylgst með æfingum NATO í Vestur-Þýskalandi.
Hellagrafir
Hauskúpur manna hanga við innganginn og
sagt er að sporaslóðir hverfi skyndilega og á dul-
arfullan hátt viö kalksteinshellana á Nýju-Kale-
dóníu. Kanakar, sem era frumbyggjar eyjanna,
halda sig fjarri hellunum, þar sem líkamar stríðs-
höfðingja þeirra hafa verið lagðir til hinstu
hvíldar.
Ferðamenn, kafarar og hellakönnunarfólk læt-
ur þó ekki gömul hindurvitni standa í vegi fyrir
sér. Hellamir á eyjunum skipta tugum, era flest-
ir fylltir vatni og bjóða upp á ótal ævintýri. Þeir
sem hætta sér niður í þá snúa flestir aftur fullir
aðdáunar. Vatnið í hellunum er ferskvatn, krist-
alstært og leikur ljóssins innan um dropasteins-
dijólana gefur þeim yfirbragð álfheima.
Ferðamannaiðnaður á Nýju-Kaledóníu varð
fyrir miklum áfollum í kjölfar átakanna milli
kanaka og franskra innflytjenda á eyjunum árin
1984 og 1985. Þeir sem hafa lifibrauð sitt af ferða-
mönnum vonast til þess að hellamir geti orðiö
aðdráttarafl og aðstoðað við endurappbyggingu
iðnaðarins. Þeir telja að aðeins lítill hluti hell-
anna hafi fundist enn, þótt kanakamir viti ef til
vill um þá flesta.
Blaðaúrval
Þótt íslendingar stæri sig gjama af þeim ótölu-
lega fjölda blaða og tímarita sem gefinn er út
hérlendis komumst við varla í hálfkvisti við íbúa
Suður-Ameríkuríkisins Perú. Þær sex milljónir
manna, sem byggja landið, geta vahð á milli sext-
án dagblaða, fjögurra vikulegra fréttarita og
ótölulegs fjölda annarra rita. Ritin era jafn-
margvísleg og þau era mörg. Allt frá örgustu
slúðurblöðum tU alvarlegra og virðulegra frétta-
blaða. Allt frá blöðum, sem sérhæfa sig í fregnum
af fljúgandi furðuhlutum, til pólitískra áróðurs-
rita sem birta langar skýringar á íhugunarefnum
nútíma byltingarmanna og skæruliða.
Perúmenn vfija að dagblöð noti ótvíræðar lýs-
ingar og þótt mikið beri á menningarlegu efhi
og léttmeti, með hæfilegu íblandi af misjafnlega
nöktum konum, tíðkast í ritunum lýsingar á dag-
legum viðburðum sem ekki þættu fýrir viðkvæm-
ar sálir á Vesturlöndum.
Líklega eiga Perúmenn heimsmet í blaðaútgáfu
og ef magn er sama og gæði era þeir líka bestir.
INNSKRIFT
Dagblaðið Visir óskar eftir að ráða starfskraft til afleys-
inga í 3-4 mán. Góð vélritunar- og islenskukunnátta
nauðsynleg. Þarf að geta byrjað sem fyrst. Vaktavinna.
Upplýsingar gefur prentsmiðjustjóri í síma 27022.
YOGASTÖÐIN
HEILSUBÓT
HÁTÚNI 6A
©
Ný námskeið eru að hefjast. Byrjendanámskeið.
Sérstaklega góð alhliða leikfimi fyrir konur og karla
á öllum aldri. Morgun-, síðdegis- og kvöldtímar.
Upplýsingar í síma 27710. VISA- EUROKORTAÞJÓN-
USTA.
Tölva í sérflokki
fcTJ iy IL ,j |q| gg
EÉ EÉ B B E3 S
q q u b m m |Qf B q fcrji
HBHBBBÉBHBÉ
IS
116 innbyggð forrit meö stóru formúlusafni.
Forritanleg i Basic. allt að 40KB.
Minnisbanki þar sem auövelt er að geyma og finna upplýsingar.
Þægileg i almennum og jöfnureikningi. Auðvelt að geyma )ofnur
um leið og þær eru nolaðar.
Sérstaklega hentug i skolann og við tæknistörf.
ALTMULIGT
Verslun
með
hitt og þetta.
Laugavegi 134, hinum megin við Hlemm.
s. 624050.
n Jeep ri AMC
EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI
VARAHLUTIR - AUKAHLUTIR
Eigum fyrirliggjandi mikið úrval original
varahluta í AMC og Jeep bifreiðar. Einnig
aukahlutir fyrir Wagoneer og Cherokee árg.
'84-88, m.a. upphækkunarsett, toppgrind-
ur, mottusett, vindskeiðar, sílsalistar, stokk-
ar; útispeglar, varadekkspokar, safarígrindur
að framan, stuðarahlífar, dráttarbeisli, aur-
hlífar o.fl. o.fl.
Ath. sérpantanir á ca 2-3 vikum án auka-
kostnaðar. Hraðpantanir á ca 3 dögum.
EGILL VILHJÁLMSSON HF.,
Smiðjuvegi 4, Kópavogi, símar 77200 - 77202