Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1987, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1987, Page 42
42 FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987. Jarðarfarir Guðmundur K. Eiríksson lést 22. september sl. Hann fæddist í Reykja- vík 19. september 1906, sonur hjón- anna Eiríks Sigurðssonar og Þórdísar Jónsdóttur. Hann hóf nám í Félagsprentsmiðjunni 1922 og lauk þar námi í setningu. Starfaði þar síð- an áratugum saman sem vélsetjari og síðar við dagblaðið Vísi frá 1963 þar til hann lét af störfum fyrir ald- urs sakir. Guðmundur var tvíkvænt- ur. Fyrri kona hans var Svana Ingibjörg Þorbergsdóttir. Þau slitu samvistum. Þau eignuðust einn son. Eftirlifandi eiginkona Guðmundar er Þórný Magnúsdóttir. Þau eignuðust eina dóttur. Útför Guðmundar verð- ur gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 15. Aðalheiður Björnsdóttir lést 20. september sl. Hún fæddist 19. sept- ember 1904 að Helgavatni í Vatnsdal. Foreldrar hennar voru Hólmfríður Hannesdóttir og Björn Þorsteinsson. Nokkurra vikna gamalli var henni komið í fóstur til hjónanna Ingibjarg- ar Kristmundsdóttur og Jóns Bald- vinssonar. Aðalheiður giftist Kristni Lýðssyni en hann lést árið 1981. Þau hjónin eignuðust fjögur börn og eru þrjú á lífi. Útför Aðalheiðar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Anna Sigurjónsdóttir, Borðeyri, veröur jarðsungin frá Prestbakka- kirkjulaugardaginn3. október kl. 14. Guðmundur Ú. Sigurjónsson, sem andaðist 26. september, verður jarð- sunginn frá Langholtskirkju föstu- daginn 2. október kl. 15. Friðrik fónsson, fyrrv. vörubíl- stjóri, Ásvallagötu 24, Reykjavík, lést þriðjudaginn 29. september. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstu- daginn 2. október kl. 15. Sigríður Sigurðardóttir, Aðalgötu 13, Sauðárkróki, verður jarðsett frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 3. október kl. 16.30. Aðalheiður Nílsdóttir, fyrrv. ljós- móðir frá Leifshúsum á Svalbarðs- strönd, lést miðvikudaginn 23. september. Útförin fer fram frá Sval- barðskirkju laugardaginn 3. október kl. 13.30. Gunnar Bjarnason, fyrrum skóla- stjóri Vélskólans, verður jarðsung- inn frá Dómkirkjunni föstudaginn 2. október kl. 13.30. Þóra Petrína Jónsdóttir fyrrum húsfreyja, Reynisvatni, Mávahlíð 3, verður jarðsungin að Lágafelli föstu- daginn 2. október kl. 14. Gunnhildur Guðmundsdóttir, Borgarheiði 13, Hveragerði, er lést í sjúkrahúsi Suðurlands 24. septemb- er, verður jarðsungin laugardaginn 3. október kl. 14 frá Landakirkju í Vestmannaeyjum. TiJkyrmmgar Hver keyrði á bílinn fyrir utan þjóðleikhúsið I gærkveldi milli kl. 21-23.30 var keyrt á nýjan bláan Reno station fyrir utan.Þjóð- leikhúsið. Bíllinn er mikið skemmdur og er gerandinn eða vitni af ákeyrslunni beð- inn að gefa sig fram við lögregluna í Reykjavík. 15. þing Landssambands slökkviliðsmanna verður haldið að Hótel Örk í Hveragerði dagana 2. 3. og 4. okt. 1987 og verður það sett kl. 16. Meðal gesta á þinginu verður Frú Jóhanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra og mun hún ávarpa þingið, einnig munu ýmsir frammámenn í bruna- málum verða viðstaddir. Eitt af aðalum- ræðuefnum þingsins verður skýrsla skólanefndar, en hún fjallar um menntun- armál slökkviliðsmanna. í dag eru fjárfest- ar rúmar 2 milljónir í menntun hvers lögreglumanns og er það vel, en lítið sem ekkert í menntun slökkviliðsmanna. Vetrarstarf Félagsmálaskól- ans að hefjast Vetrarstarf Félagsmálaskóla Alþýðu er að hefjast um þessar mundir. Fyrsta önn skól- ans verður í Ölfusborgum 11.-24. október nk. Félagsmálaskólinn er rekinn af Menn- ingar- og fræðslusambandi alþýðu og eiga allir félagsmenn í aðildarfélögum ASÍ rétt á vist í skólanum. Tvær annir skólans verða fyrir áramót, sem hver um sig stend- ur í hálfan mánuð, en eftir áramótin er auk fyrri anna gert ráð fyrir þriðju önn skólans. í Félagsmálaskólanum sitja hag- nýtar greinar í fyrirrúmi. Auk fræðslu í helstu greinum, sem snúa að launa og kjaramálum, er Félagsmálaskólinn dýr- mætur vettvangur fyrir launþega innan ASl til umræðu um sín mál og tækifæri gefast til að ræða við forystumenn í laun- þegahreyfingunni á hverri önn skólans. Á dagskránni eru einnig menningar- og skemmtikvöld, heimsóknir í fyrirtæki og stofnanir eftir því sem tími gefst til. Þeir sem áhuga hafa á skólavist í Félagsmála- skólanum, eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu MFA s. 84233 eða verkalýðs- félag sitt. Umsóknir um 1 önn skólans þurfa að berast fyrir 8. október. Basar Kökubasar heldur Kvenfélag Háteigssóknar laugar- dagiiui 3. október í Blómavali v/Sigtún. 7 'd.io verður á móti kökum kl. 10 f.h. sama c..ig. Fyrsti fundur félagsins á þessu hausti verður þriðjudaginn 6. október kl. 20.30 í Sjómannaskólanum. Nú efnalaug í Mjóddinni 1 byijun september opnaði Efnalaugin Björg nýja efnalaug í Mjóddinni. Efna- laugin Björg hefur einnig aðsetur að Háaleitisbraut 58-60 og hefur verið þar í rúm 20 ár en fyrirtækið er 34 ára gamalt. I efnalauginni Björg í Mjódd eru nýjustu tölvustýrðu hreinsivélar sérstaklega stillt- ar fyrir viðkvæman fatnað og fatnað úr gerviefrium. Efnalaugin í Mjóddinni sem er staðsett milli Landsbankans og Kaup- staðar, sér um alla alrr.enna hreinsun og pressun en auk þess verður lögð áhersla á hreinsun á leðri og rúskinni. Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Efnalaugar- innar Bjargar í Mjóddinni, hefur kynnt sér hreinsun á skinnvörum auk þess sem hann nýtur áralangrar reynslu annarra í efnalauginni í hreinsun á leðurfatnaði. Opnunartími er frá kl. 8-18 virka daga og kl. 8-19 á föstudögum. Á myndinni eru framkvæmdastjórar efnalauganna og eig- inkonur þeirra. Frá v. Sigurður Jónsson, Ágústa Kristín Magnúsdóttir, Soffra Magnúsdóttir og Kristinn Guðjónsson. Fréttir Unnþór Stefánsson með línuspilið fræga fyrir framan sig. Hann segir vinnuaflsskort há sér mest um þessar mundir. DV-mynd GVA Sjávarútvegssýningin: Mikil sala hjá íslensk- um fyrirtækjum Flestir sérfróðir menn telja að sjávarútvegssýningin í Laugardal sé aðalsjávarútvegssýningin í heimin- um á þessu ári. Sá fjöldi útlendinga sem lagði leið sína á sýninguna seg- ir meira en mörg orð um hverjum augum menn litu hana. Þau íslensku fyrirtæki, sem hafa sérhæft sig í smíði hvers konar tækja og tóla fyr- ir sjávarútveginn og sýndu á sýning- unni, segja árangurinn góðan og mörg þeirra segja hann hafa farið fram úr björtustu vonum. Það vantar starfsfólk Eitt af þeim íyrirtækjum, sem seldi mikið á sýningunni, er Sjóvélar hf. í Garðabæ. Aðaleigandi þess fyrir- tækis er Unnþór Stefánsson og framleiðir hann bæði línu- og neta- spil um borð í fiskiskip. Unnþór sagðist hafa fengið margar pantanir á línuspilum sínum á sýningunni, flestar frá bátaeigendum innan- lands. Ein erlend pöntun vekur þó mikla athygli en hún er frá stýrimanna- skóla í Kanada sem ætlar að nota spilið sem kennslutæki. Betri aug- lýsingu er vart hægt að fá. Unnþór segist hafa selt um 300 línuspil hér heima frá því framleiðsl- an hófst 1978. Þá hefur hann selt 21 spil til Kanada og Bandaríkjanna og sagði hann að á sýningunni heföu menn frá Grænlandi, Noregi og víð- ar sýnt spilunum mikinn áhuga. Þeir fengu allar upplýsingar og tóku þær með sér heim. Út úr því gætu komið pantanir. „Það eina sem háir mér og tefur nú er vinnuaflsskortur. Mig sár- vantar fleira starfsfólk til að -geta framleitt með fullum afköstum," sagði Unnþór Stefánsson. -S.dór Heildsöluverð á grænu paprikunni er 300 kr. en ekki 200 kr. Heildsöluverð hjá Sölufélagi garð yrkjumanna á grænni papriku er 300 kr. en ekki 200 kr. eins og misritaðist hjá okkur á neytendasíðunni á þriðju- daginn. Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum sem prentvillupúkinn ber ábyrgð á. -A.BJ. Úrdráttur úr grein Gests Ólafssonar með skýringarmynd Gestur Ólafsson arkitekt skrifaði grein í DV þann 18. september síðast- liðinn sem bar heitið Með báða fætuma á jörðinni þar sem meðal annars er fjallaö um „þróunarskaut- in“ á milli innnesja eða höfuðborgar- svæðisins og útnesja sem er Reykjanesið. Með þessari grein átti að fylgja mynd sem því miður féll niður og gæti að einhveiju leyti hafa brenglað merkingu greinarinnar. Vegna þessa birtum við hér mynd- ina ásamt skýringartexta sem tekinn er beint upp út grein Gests Ólafsson- ar sem hljóðar svo. „Milli þessara „þróunarskauta" er mikil vaxandi umferð og fyrirsjáanlegt að fyrirtæki og einkaaðúar sjái sér hag í að velja sér stað á milli þessara „skauta" næstu ár og áratugi ef landið þar verður gert aðgengilegt og „opnað" fyrir atvinnustarfsenii og búsetu. Ennfremur segir hann „í stað þess að tvöfalda veginn á núverandi vega- stæði mætti hugsanlega byggja aðra akbraut röskum kílómetra sunnar og „opna“ með því stórt landsvæði fyrir ofangreinda starfsemi."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.