Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1987, Side 44
44
FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987.
Sviðsljós
■ ,
' s
Fergie þarf oft að taka til hendinni. Hér tekur hún þátt í gróður-
setningarátaki.
Það leynir sér ekki á þessari mynd hvers lensk Fergie er.
Símamyndir Reuter
Hertoginn og hertogaynjan af York eyða hér stuttri stund sam
an, en þær gefast ekki oft i opinberu starfi.
Fer Fergie að suða?
Hertogaynjan cif York er orðin háð drottningarhunangi
Nú er loksins búið að aíhjúpa það
hvernig hertogaynjunni af York fer
að því að vera alltaf svona óskaplega
hress. Hún getur þvælst á milli mót-
taka og opinberra skyldustarfa allan
daginn án þess aö blása úr nös -
þveröfugt við Andrew greyið sem
verður oft æði þreyttur á svip. Skýr-
ingin er mjög einföld: Fergie borðar
nefnilega tvöfaldan skammt af
drottningarhunangi á hverjum degi.
Hún er orðin nánast háð hunanginu
og ber hún ávallt dós af því í hand-
tösku sinni ef í nauðirnar skyldi
reka.
Það hafa reyndar margir orðið til
að vekja athygli á hollustu hunangs-
íns á undan Fergie. Þessi lífselexír
er framleiddur af hunangsflugum í
Kína og hafa þau Diana, Anna prins-
essa og Philip prins öll notað þetta
sniildarráð þó að árangurinn hafi
ekki verið jafn áberandi og hjá
Fergie. Fergie fór að nota hunangið
í janúar á síðasta ári og hefur jafnvel
fengið skammt af „hraðvirkum" pill-
um sem innihalda hunang.
Framleiðandi hunangsins er auð-
vitað mjög stoltur yfir öllu umstang-
inu: „Þetta er alveg tilvahð fyrir fólk
í erilsömum störfum sem þarf á ailri
sinni orku að halda allan daginn. Þá
eru pillumar einnig mjög góðar ef
fólk þarf á aukaorku að halda. Síðast
en ekki síst þá eru þær frábærar við
timburmönnum," segir framleiðand-
inn. En nú er bara spurningin: Fer
Fergie að suða?
Grettir kanar
Söngvarinn heimskunni Billy Joel og kona hans Christie Brinkley gáfu
klisjunni „hinir ljótu kanar" nýja merkingu þegar þau tóku sig til og
grettu sig herfilega framan í ljósmyndara sem var að festa þau á filmu
þar sem þau voru á gangi í París nýlega. Hin eins og hálfs árs gamla
dóttir þeirra, Alexa, gaf foreldrum sínum ekkert eftir og gretti sig af
miklum móð.
Sally knúsar svínið.
Beikonið fékk koss
Það er ekki að spyija að þessum
dýravinum! Þeir láta sér ekki allt
fyrir brjósti brenna þegar kemur að
því að sýna dýrum ástúð. Hér smell-
ir hún Sally Atkin, sem er mikill
dýravinur, kossi á tríni sex vikna
gamals svíns sem er gæludýr Sally-
ar. Sally, sem er frá Billericay í
Englandi, eignaðist svínið þegar það
var aðeins dags gamalt og hefur alið
það upp síðan. Hún þvertekur fyrir
að svínið muni enda á pönnunni
heldur muni það lifa við ást og kær-
leika á heimili hennar því að svínið
„heldur að það sé mennskt“. Eða svo
segir Sally.