Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1987, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1987, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1987. 9 dv Útlönd PáD Vilhjálmssan, DV, Qsló: Bandarísk yfirvöld hafa refsaö Norö- mönnum fyrir aö hafa haft fyrirvara á Natósamþykkt 22. maí í fyrra. Refs- ingin felst í því að Bandaríkjamenn leggja ekki til flmm hundruð milljómr norskra króna sem ætlaöar voru til að endurbæta Hawk loftvamarflaugar Norðmanna og samiö hafði veriö um. Richard Perle, fyrrum varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, taldi sjálfsagt að brjóta loforðið um fjárhagslegan stuðning við endurbætur á Hawk loft- varnarkerfinu í Noregi þar sem Norðmenn vildu ekki styðja stjörnu- stríðsáætlunina. Símamynd Reuter Á fundi Natólandanna 22. maí á síð- asta ári samþykktu ríkin í lokasam- þykkt sinni að styðjá stjömustríðs- áætlun Bandaríkjanna. Minnihluta- stjóm norska Verkamannaflokksins var ekki tilbúin að skrifa undir þá samþykkt og lét bóka fyrirvara. Þvinganir í helgarútgáfu norska blaðsins Aft- enposten var sagt frá þvi að Banda- ríkjamenn hafi reynt að þvinga Norðmenn til að falla frá fyrirvaran- um í Natósamþykktinni. Aftenposten segist hafa heimildir fyrir því að Ric- hard Perle, fyrrum varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, hafl sagt við Johan Jörgen Holst, vamarmálaráð- herra Noregs, að það yrði dýrkeypt fyrir Noreg að standa fast við fyrirva- rann. Dræm kjör- sókn í Egyptalandi Dræm kjörsókn var í þjóðarat- kvæðagreiðslunni um áframhaldandi setu Hosni Mubarak í forsetastóli í Egyptalandi á mánudag. Talið var að innan við helmingur atkvæðisbærra þegna Egyptalands, sem alls em fjórt- án milljónir, myndi neyta atkvæðis- réttar síns, þrátt fyrir hvatningar stjómvalda. Enginn vafi leikur á að Mubarak vann sigur í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni, enda var hann eini frambjóðand- inn og kjósendur aðeins beðnir um að merkja við annaðhvort já eða nei. Tveir stjómarandstöðuflokkar í landinu höfðu beðið stuðningsmenn sína að merkja við nei, vegna óánægju með kosningakerfi landsins og forse- taim sjálfan sem ekki birti stefnuyfir- lýsingu fyrir kosningar. Norsk yfirvöld létu ekki undan og héldu stefnu sinni tíl streitu, að styðja ekki stjömustríðsáætlun Bandaríkj- anna. í greininni í helgarblaði Aftenposten kemur fram að Richard Perle hafi þrýst á bandaríska utanríkisráðuney- tið að brjóta loforð um að leggja tfl fimm hundmð milljónir norskra króna tfl endurbóta á Hawk loftvam- arflaugunum sem Norðmenn höfðu keypt frá Bandaríkjunum. Perle fékk sitt fram þrátt fyrir andstöðu banda- ríska utanríkisráðuneytisins og sendi- herra Bandaríkjanna í Osló. Ætíð andsnúinn í viðtali við Aftenposten segir Perle að hann telji bandarísk yfirvöld ekki bundin af loforði sínu þar sem Norð- menn hættu stuðningi sínum við stjömustríðsáætlunina. Perle vísaði tfl þess að borgaraleg rikissfjóm Káre Willochs hefði stutt stjömustríðsáætl- unina á sínum tíma. Verkamanna- flokkurinn norski hefur hins vegar ætíð verið andsnúinn áætluninni og sú andstaöa breyttist ekki þegar flokk- urinn tók við ríkisstjóminni 1985. En Perle telur sjálfsagt að bijóta lo- forðið um ókeypis endurbætur á Hawk loftvamarkerfinu sem gefið var í tíð ríkisstjómar Willochs úr því að norska ríkisstjómin styðui: ekki leng- ur stjömustríðsáætlunina. Til vansæmdar í Noregi er litið á aðgerðir bandarí- skra yfirvalda sem pólítískan þrýsting. Johan Jörgen Holst vamarmálaráð- herra og stjómarandstaðan em á einum máli um að ekki sé við hæfi að Bandaríkjamenn beiti slíkum þrýst- ingi til að fá sín sjónarmið samþykkt. Aftenposten, sem alla jafna er hlið- hollur Bandaríkjunum, segir í leiðara á mánudag að athafnir Perles og Bandaríkjanna í þessu máli sé þeim til vansæmdar. Leiöarahöfundur seg- ist vona að Bandarikjamenn láti af þvingunum sem þessum því það sé ekki tfl þess að treysta samheldni Natóríkjanna. Richard Perle, sem er höfuðpaurinn á bak við refsiaðgerðir Bandaríkjanna í þessu máli, hefur látið af stöðu sinni í vamarmálaráðuneytinu og starfar nú hjá sjálfstæðri stofnun í Bandaríkj- unum. Með Atlantik til Hamborgar V VWl CROWNE PLAZA Ferðaskrifstofan ATLANTIK hefur nú gert samning við Holiday Inn Crowne Plaza hótelið í HAMBORG. Þetta fimm stjörnu hótel var opnað nú í sumar og í hótelinu eru 200 herbergi. í heilsuræktarstöð hótelsins er sundlaug, nuddpottar, saunabað, gufubað, sólarbekkir o.fl. Flogið verður með ARNARFLUGI til Hamborgar alla fimmtudaga. Holiday Inn Crowne Plaza erstaðsett í miðri Hamborg í nálægð AUSSENALSTER vatnsins. Arnarflug hefur nú aukið rými milli sæta, þannig að mun betur fer nú um farþega. í Hamborg er að finna iðandi mannlíf, mikið úrval allskonar menningarviðburða og frábæra skemmtistaði sem bjóða upp á allskonar uppfærslur gestum til óblandinnar ánægju. Er ekki kominn tími til að reyna eitthvað nýtt? SKELLTU ÞÉR TIL HAMBORGAR. MEÐ ATLANTIK OG AENARFLUGI Verð á mann í 2ja manna herbergi m/flugi kr. 22.130,- 3 nætur Verð á mann í 1 manns herbergi m/flugi kr. 26.990,- 3 nætur Verð á mann í 2ja manna herbergi m/flugi kr. 32.930,- 7 nætur Verð á mann í 1 manns herbergi m/flugi kr 44.270,- 7 nætur Innifalið í verðinu er morgunverður af glæsilegu hlaðborði. V AttlMlflt Umboð á Islandi fyrir DINERS CLUB international FERÐASKRIFSTOFA, IÐNAÐARHI SIM HALLVEIGARSIIG 1, SÍMAR 28388 - 28580

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.