Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1987, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 19. OKTÖBER 1987.
5
Atvinnumál
Ekk{ hægt að draga úr afla
- segir Sverrir Leósson, formaður Útvegsmannafélags Norðuriands
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri;
„Þessi fundur einkenndist mjög af
umræðum um væntanlega fiskveiöi-
stefnu okkar íslendinga og um kvóta-
málin almennt," sagði Sverrir
Leósson, formaður Útvegsmannafé-
lags Norðurlands, en aðalfundi félags-
ins er nýlokið.
Fiskveiðistefna sú sem fylgt hefur
verið rennur út um áramótin og sú
skoðun hefur komið fram, meðal ann-
ars hjá sjávarútvegsráðherra, að
æskilegt væri að móta nú stefnu til
næstu fjögurra ára. „Þetta er auðvitað
aðalmálið í dag. Eins oggefur að skilja
voru menn ekki á eitt sáttir. Það er
um áherslumun aö ræða en við mun-
um hittast afturog móta okkar afstöðu
fyrir aðalfund LÍU sem verður haldinn
í næsta mánuði," sagði Sverrir.
„Ég hef þá tilfmningu að þótt menn
finni hnökra á núverandi stefnu okkar
í fiskveiðum þá telji þeir yfirleitt að
kvótakerfið sé besta leiðin af mörgum
slæmum og vilji hafa þetta áfram í
svipuðum farvegi. Spumingin er um
að slípa þetta keríi til og taka af þvi
hnökrana."
- Urðu ekki miklar umræður um
fiskverð?
„Jú, umræður um þetta ftjálsa fisk-
verð voru að sjálfsögðu mjög miklar.
Menn eru ekki sáttir við að það sé
reynt meö ýmsum ráðum að þvinga
fram eitthvaö annað þegar frjálst fisk-
verð er við líði og ef til vill er það
vísbending um að kerfið gangi ekki.“
Sverrir sagði að staða sjávarútvegs-
ins á Norðurlandi væri góð um þessar
Miklar umræður urðu um fiskverð á nýafstöðnum aðalfundi Utvegsmannafélags Norðurlands.
mundir. „Það eru hins vegar blikur á
lofti og menn verða að gæta þess að
þessi undirstööuatvinnuvegur þjóðar-
innar sigli ekki niöur í djúpan öldudal.
Ef ákveðiö verður að draga úr afla á
næsta ári, eins og rætt hefur verið um,
kemur það fyrst niður á sjávarútveg-
inum og síðan niður á þjóðinni aliri.
Mín skoður. er sú að ekki sé hægt að
draga úr aflamagni frá því sem nú er.
Þetta er ekkert einkamál útvegs-
manna heldur mál sem snertir alla
þjóðina enda bitnar samdráttur í fisk-
veiðum á heild á henni." sagði Sverrir
Leósson.
Enn er laxinn að ganga i stöðina,
þar sem honum er slátrað.
Pólariax
Laxinn
gengur enn
í stöðina
„Við höfum fengið 100 laxa núna
á tveimur dögum og þetta er allt
smár lax. þrigga tii sex punda.
bæði nýir laxar og svo þaralegn-
ir,“ sagði Þröstur Eliiðason. starfs-
maður í Pólarlaxi. í samtali við DV.
En síðustu daga hafa laxar geng-
ið í nokkrum mæli í stöðina og
þykir það athyglisvert núna um
miðjan október. „Við fáum stund-
um laxa svona seint en ekki í svona
miklum mæli. kannski fimm til
tiu. Núna í október hafa korrið á
milli 1.50 og 200 laxar i stöðma.
AUs höfum við fengið um 4000 iaxa
í sumar. Það gæti komið eitthvað
meira þvi við höfum séð meira af
laxi stökkva fyrir utan stöðina hjá
okkur." sagði Þröstur í lokin.
-G. Bender
Hcimilisiæki
sem bíða ekki!
_______, b v7 \ ‘ - '
________________
ísskápnr
iwn b nwn
i Ai ■ i n iri i'i m
þurrkari
eldavél
frystikistá
Nú er ekki eftir neinu aö bíða, þú verslar í Rafbúö
Sambandsins fyrir 100 þúsund og getur þá keypt
öll heimilistækin í einu, valið sjálfur hvert tæki af
ótal gerðum í pakkann, bætt sjónvarpi, videotæki
eða hrærivél við og skipt greiðslum jafnt niður á
24 mánuði. Engin útborgun og fyrsta greiðsla eftir
einn mánuð. Enginn íslenskur raftækjasali hefur
boðið slík kjör - hvorki fyrr né síðar. Hafðu sam-
band við Rafbúð Sambandsins strax - það er ekki
eftir neinu að bíða.
(MMB
TAKMARKAÐ
=MAGN= .................
a þessum kjðmma ^ SAMBANDSINS
ÁRMÚLA3 simi-687910