Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1987, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1987, Page 2
2 MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1987. Sljóminál Landsfundur Alþýðubandaiagsins: Kom mer þægilega a ovart - sagði Ólafur Ragnar Grimsson um yfíibuiðina í „Með vissum hætti kom þessi raiklu munur mér þægilega á óvart þótt ég heföi síðustu vikumar fyrir fundinn orðiö var við vaxandi stuðning við framboð mitt og það frá öllum landshlutum. Ég tel einn- ig að svo afdráttarlaus stuöningur viö hina nýju forystu fiokksins sé dýrmætt veganesti fyrir hana og ekki síst í Jjósi þess aö framundan bíða mörg verkefni úrlausnar,“ sagði ÓMur Ragnar Grímsson í samtali við DV eftir aö hann var kjörinn formaður Alþýðubanda- lagsins með aUmiklum yíirburðum á iaugardaginn. Ails kusu 370 landsfundarfulltrú- ar og hlaut Ólafur Ragnar 221 atkvæði eða 59,7%. Sigríður Stef- ánsdóttir hlaut 144 atkvæði eða 38,9%. Svanfríöur Jónasdóttir frá Dalvik var síðan kjörin varaformaður flokksins, Bjöm Grétar Sveinsson frá Höfri í Homafiröi ritari og Bjargey Einarsdóttir frá Keflavík gjaldkeri. Feiknaleg spenna ríkti á fundin- um meðan beðið var niðurstööu talningar í formannskjörinu. Þegar svo Adda Bára Sigfúsdóttir, fyrrum borgarfulltrúi, kynnti úrslitin bratust út mikil fagnaðarlæti með- sitt, rauk á dyr og fór af fundinum. Hann mætti svo ekki aftur fyrr en í gærdag. Fyrirfram var búist við jafhari kosningu en raun varð á. Margir héldu því fram eftir kjörið aö ræða, sem Hjörleifur Guttormsson hélt skömmu áöur en kosningin fór fram, þar sem hann réðst að Ólafi Ragnari á grófan hátt, aö mönnum þótti, hafi orðið til þess að auka Guðrún Þorbergsdóttir, eiginkona Olafs Ragnare, óakar manni sínum til hamingju þegar niðurstaðan i formannskjörinu var tllkynnt. DV-mynd BG Stuðningsmenn Sigríðar voru að sjálfsögðu sárir eftir og margir reiðir. Hjörleifur Guttormsson al- þingismaður gat ekki stillt skap Margir andstæðinga Ólafs viö- höföu stór orð eftir að úrslit lágu fyrir. Aftur á móti þótti framkoma Sigríðar Stefánsdóttur og ræða sem hún hélt til mikillar fyrirmyndar og henni til sóma. -S.dór Sigríður Stefánsdóttir og harðasti stuöningsmaður hennar, Guðrún Agústs- dóttir, bíöa þess að kjöri formanns verði lýst. DV-mynd BG Kjör til framkvæmdastjómar: Andstæðingar Ólafs náðu meirihlutanum - meðan stuðningsmenn formannsins sváfii eftír sigurhátíð kvöldið áður í gærmorgun, þegar kjörið var í framkvæmdastjóm á landsfundi Al- þýðubandalagsins, vantaöi stóran hóp stuðningsmanna Ólafs Ragnars. Þeir vora enn sofandi eftir mikla sig- urhátíð sem þeir héldu kvöldið áöur. Þetta notfærðu andstæöingar Ólafs sér, vora tilbúnir með varamenn og náðu meirihluta í framkvæmda- stjóminni. Þeir sem náðu kjöri í fram- kvæmdastjóm era Álfheiður Inga- dóttir, Ármann Ægir Magnússon, Ásmundur Stefánsson, Bima Þórð- ardóttir, Guðrún Ágústsdóttir, Kristín Á. Ólafsdóttir, Óttar Proppé, Siguijón Pétursson og Stefanía Traustadóttir. Af þessum hópi er Kristín Á. Ólafsdóttir eini stuðnings- maður Ólafs. Til viðbótar koma í stjómina öll flokksstjómin og síðan tilnefna þingmenn flokksins þijá menn í framkvæmdastjóm. Óttar Proppé, ritstjórnarfulltrúi Þjóðviljans, hlut flest atkvæði í fram- kvæmdastjórnarkjörinu eöa 266 en ritstjóri Þjóðviljans, Össur Skarp- héðinsson, náði ekki kjöri en var þó tilnefndur af kjömefnd. Ásmundur Stefánsson hlaut 236 atkvæði en Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Dagsbrúnar, tilnefndur af kjömefnd, náði ekki kjöri. Hann var aftur á móti kjörinn varamaður en Össur gaf ekki kost á sér sem varamaður. Stuðningsmenn Ólafs héldu því fram í gær að búið hefði verið að gera samkomulag viö andstæðinga Ólafs um að sameinast um að kjósa ákveðna menn í framkvæmdastjóm. Þetta samkomulag sögðu þeir að and- stæðingar Ólafs hefðu svikið þegar þeir sáu að þeir vom í meirihluta á landsfundinum á sunnudagsmorgn- inum. Ólafsmenn sögðu aö vegna þessa yrði ekki um neitt samkomulag að ræða þegar kosið yrði í miðstjórn flokksins. -S.dór Kreppist en klofnar ekki - var álrt flestra sem rætt var við efdr formannskjörið á laugardag Raddir hafa verið uppi um að hætta væri á að Alþýðubandalagið klofnaði ef Ólafur Ragnar Gríms- son yrði kjörinn formaður flokks- ins. Raunar voru ýmsir sem héldu því fram að sama væri á hvorn veg formannskjörið færi, flokkurinn myndi klofna. Margir landsfundar- fulltrúar, sem DV ræddi við strax að formannskjörinu loknu, vom á því að flokkurinn myndi kreppast nokkuð fyrst á eftir en ekki klofna. Margir töldu að einhverjir stuön- ingsmenn Sigríðar Stefánsdóttur muni draga sig í hlé í flokksstarfmu á næstunni. Aftur á móti hafi sigur Ólafs verið svo stór og' afdráttar- laus að þeir sem hafi verið að hugsa um að kljúfa flokkinn hafi enga stöðu til þess. Hér fara á eftir svör nokkurra landsfundarfulltrúa sem spurðir vom álits á úrslitum formanns- kjörsins og einnig hvort þeir teldu að flokkurinn myndi klofna: Svavar Gestsson, fráfarandi formaður „Ég er út af fyrir sig ánægður með að þessari lotu er lokið. Hún hefur verið erfið fyrir flokkinn. Fjölmiðlar hafa getað fylgst með því sem hér hefur verið að gerast enda er Alþýðubandalagið opnara en nokkur annar sijómmálaflokk- ur á íslandi. Alþýðubandalagið klofnar ekki og að því er ég best veit hefur ekk- ert slíkt staðið til.“ Guðrún Ágústsdóttir borgar- fulltrúi „Ég er eindreginn stuðningsmað- ur Sigríðar Stefánsdóttur og það hefur alltaf legið ljóst fyrir. Auðvit- að hefði ég viljað að Sigríður hefði hlotið meginþorra atkvæða og þvi hef ég orðið fyrir vonbrigðum. Ég hef enga trú á því að fólk flykkist úr flokknum en hins vegar getur það tekið tíma fyrir okkur, sem var hafnað sem landsfundar- fulltrúum en höfum starfað í flokknum í áraraðir, að jafna okkur á því. Það fer mikið eftir framkomu sigurvegaranna hvernig við tökum þátt í starfinu áfram. Ég mun að sjálfsögðu starfa áfram sem borg- arfulltrúi en ég þarf aðeins að fá að jafna mig eftir þá meðferð sem ég hef fengið." Steingrímur Sigfússon al- þingismaður „Það er búið að kjósa nýjan for- mann í Alþýðubandalaginu og ég óska honum alls hins besta. Hans bíða mikil verkefni og það er ein- læg ósk allra alþýðubandalags- manna að það takist að hafa flokkinn samhentan og sameinað- an. Ég held að þessi orð mín svari síðari spumingunni líka og aö meira þurfi ekki aö segja. Það fylg- ir góður hugur því sem ég hef sagt.“ Sigríður Stefánsdóttir „Eg held að allir séu á þeirri skoð- un að nú sé kominn tími til fyrir fólk að fara að vinna í flokknum og ég mun að sjálfsögðu leggja mig alla fram um að gera það og taka þátt í því starfi sem framundan er. Það verður aö koma í ljós hvort eitthvert bakslag kemur hjá fólki í mínum stuöningshópi en ég vona bara að fólk taki höndum saman og fari að starfa. Ég gerði mér grein fyrir því að þessi kosning gæti farið hvemig sem væri. Hennar vegna hef ég haldið minni sálarró og hef verið ákveðin í að gera það á hvorn veg sem úrslitin yröu.“ Ragnar Arnalds alþingis- maður „Ég óska Ólafi Ragnari hjartan- lega til hamingju með formanns- stöðuna og engum alþýðubanda- lagsmanni dettur annað í hug en að standa fast viö bakið á nýkjöm- um formanni. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til aö honum farnist vel í starfi. Mér þykir það út í bláinn að tala um klofning út af formannskjöri. Það er fufl samstaða um málefni og ég get ekki lesið neinn áherslu- mun hjá formannsframbjóðendun- um í þeim efnum. Flokkar em myndaðir um málefni en ekki menn.“ Skúli Alexandersson alþing- ismaður „Formannskjörið fór öðmvisi en ég vildi en menn sætta sig viö orð- inn hlut. Það væri rangt að segja annað en að líkur séu fyrir óróa innan flokksins á næstunni en ég hef ekki trú á því að flokkurinn klofni.“ Guðrún Helgadóttir alþingis- maður „Þessi niðurstaða er auðvitað mikið gleðiefni fyrir þorra lands- fundarfulltrúa. Olafur hefur hér hlotið mikið traust. Ég er þess full- viss að flokkurinn verður sterkari eftir þennan landsfund en fyrir hann. Það er langt frá því að ég óttist klofning. Orð Sigríðar Stefánsdótt- ur hér áðan benda einmitt í þveröfuga átt og það var ánægju- legt að heyra það sem hún sagöi.“ Geir Gunnarsson alþingis- maður „Þama var ekki verið að kjósa á milli pólitískra andstæðinga held- ur samheija og ég er ánægður með niðurstöðuna. Ég er á þeirri skoöun aö flokkurinn þurfi nú að koma sterkur út á hiö pólitíska svið og ég hefþá skoðun að Ólafur Ragnar sé líklegastur til að koma honum þangað svo eftir verði tekið hjá þjóðinni. Ég óttast engin eftirköst." Margrét Frímannsdóttir al- þingismaður „Ég viðurkenni að ég studdi ekki Ólaf Ragnar en engu að síður hlaut hann yfirgnæfandi meirihluta og nú er það okkar allra að vinna sam- an sem ein heild. Ég óttast engin eftirköst og ég held aö það hefði verið sama á hvom veg formannskjörið hefði farið hvað það snertir" Hjörleifur Guttormsson vildi ekki svara þessum spumingum þegar hann var á leið út úr húsinu eftir að niðurstaða formannskjörs- ins lá fyrir. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.