Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1987, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1987, Síða 6
6 MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1987. Viðskipti Ríkið fiær hundruð milljóna króna í tekjur af árekstrum Ríkið fær hundruð milljóna króna í tekjur af árekstriun á hveiju ári. Því fleiri árekstrar því meiri tekjur til ríkisins. Tekjur ríkisins á þessu ári vegna tolla, vörugjalds og söluskatts af varahlutum eru áætlaðar rúmlega einn milljarður. Þá er áætlaður sölu- skattur af iögjöldum bifreiðatrygg- inga um 370 milljónir króna. Þetta eru tölur frá Félagi íslenskra bif- reiðaeigenda. Athugið að inni í tölunni um tekjur af varahlutum eru aö sjálfsögðu varahlutir vegna eðh- legs viðhalds bíla. Til viðbótar kemur söluskattur rík- isins af vinnu sem innt er af hendi á bílaverkstæðum, þegar gert er við bílana. En það er ekki allt, Jónas Bjamason, framkvæmdastjóri FÍB, segir að um tvísköttun sé að ræða vegna söluskattsins. „Bíleigendur greiða söluskatt af iðgjöldum bifreiðatryggingana. Síð- an lendir bíllinn í árekstri og verður fyrir tjóni. Tryggingafélögin greiða varahlutina og vinnuna á verkstæð- inu auk söluskatts með iðgjöldunum. Þetta þýðir að verið er að greiöa sölu- Bankakortin tryggja aðeins innstæðulaus- ar ávísanir - ekki falsaðar Helgi Steingrímsson, sem sæti á í starfshópi bankanna vegna banka- kortanna, segir að þaö sé einfalt mál að bankakort bankanna tryggi ekki falsaðar ávísanir heldur innstæðu- lausar og þá einungis í þeim tilvikum þar sem tékkheftin eru í lagi og bankakortin eru notuð. Ábyrgð bankanna á ávísunum eru nú að hámarki tíu þúsund krónur sé bankakort notað. „Það er góð reynsla af bankakortunum og þau hafa dreg- ið úr fölsuðum tékkum í umferð. Aðalatriðið er að verslunarfólk fylgi eftir þeim reglum sem bankamir setja,“ segir Helgi. Helgi segir aöalatriðið að aldrei sé lögð nægilega rík áhersla á það að verslunarfólk láti viðkomandi út- fylla tékkann á staðnum og að bankakorti sé framvísað. „Það skrifar enginn nafn eiganda tékkheftis á eðlilegum hraða fyrir framan afgreiöslumann nema eig- andinn sjálfur. Þess vegna falsar enginn tékka fyrir framan af- greiðslumanninn og framvísar svo bankakorti.“ Um það hvort ekki sé nauðsynlegt að hafa mynd af eiganda tékkheftis- ins á bankakortinu segir Helgi aö hann tejji það ekki nauðsynlegt. Að- alatriðið sé að starfsfólk verslana láti viðskiptamennina nota banka- kortin rétt. -JGH Þorsteinn Pálsson sölustjóri Hagkaups Þorsteinn Pálsson hefur verið ráð- inn sölustjóri Hagkaups. Þorsteinn er 33 ára og hefur unnið hjá Hag- kaupi síðan árið 1979, lengst af sem innkaupastjóri. Hann tók við hinu nýja starfi í október. Þorsteinn er menntaður úr Verslunarskóla ís- lands. Hann er kvæntur Kristínu Árnadóttur. -JGH Blóðþrýstingur mældur í Kringlunni Stjórnendur Kringlunnar hafa ákveðið að janúar verði sérstakur heilsumánuður í Kringlunni. Komiö verður upp aðstöðu fyrir leikflmi og léttar æfingar á götum verslunar- hússins. Ragnar Atli Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Kringlunnar, segir aö ennfremur verði sett upp tæki svo fólk geti látið mæla í sér blóðþrýst- inginn. „Fyrirmyndin að þessu eru stórmarkaðir í Bandaríkjunum en þar hefur þetta líkað vel.“ Á næstunni ætla stjórnendur Kringlunnar að vera með átak til að fá fólk til að versla meira fyrri part vikunnar en langmesta salan í Kringlunni er nú á föstudögum og laugardögum. -JGH Bankastjóri bendir Guðmundur Hauksson, bankastjóri Útvegsbankans, kynnti á blaða- mannafundi á dögunum nýjar skipulagsbreytingar á bankanum. Meginbreytingin er sú að enginn að- albanki verður lengur hjá Útvegs- bankanum heldur verður bankinn á Lækjartorgi gerður að útibúi. Þá var nýtt merki bankans sýnt. Síöast en ekki síst greindi bankastjórinn frá miklum gróða bankans eftir að hann var gerður að hlutafélagsbanka í vor. Ástæðan fyrir gróðanum er sterk fjárhagsstaða bankans, en ríkið lagði einn milljarö í bankann í vor, og aukin innlán. -JGH Guömundur Hauksson, bankastjóri Utvegsbankans. DV-mynd GVA Pétur Blondal: Raunvextir eru orðnir allt of háir „Raunvextir eru orðnir allt of háir og ég tel að þeir geti ekki annað en lækkað þegar til lengri tíma er htið. Og þessi lækkun væri þegar komin fram ef núverandi húsnæðislána- kerfi heföi ekki komið til með mun lægri raunvexti en gerist á markaön- um,“ segir Pétur Blöndal, forstjóri Kaupþings hf. Pétur segir að húsnæðislánakerfið dragi til sín það stóran hluta af fjár- magni á markaðnum að umtalsverð- ur skortur verði á fjármagni utan húsnæðiskerfisins og það sé ástæðan HörðurR.Ólafsson hæstaréttarlögmaður dómtúlkur í ensku Njálsgötu 87 - sími 15627 fyrir svo háum vöxtum á þeim mark- aði. Eftirspumin þar sé meiri en framboðið. Auk þess valdi lægri vextir á húsnæðislánum en gengur og gerist meiri eftirspum í þau lán og það þýði meiri heildareftirspum eftir lánum á markaðnum. „Þessir háu raunvextir, sem nú gilda á markaönum, hvetja samt aft- ur til spamaðar. Og það sjást augljós merki um að spamaður fari vax- andi. Það er hagstætt núna fyrir fólk að draga úr eyðslu og fjárfestingu og leggja fyrir og það er einmitt það sem nú er að gerast. Þess vegna er að koma aukið fjármagn fram á mark- aðinn og við það ættu raunvextir að lækka og ég held að það sé ekki langt í að það gerist,“ segir Pétur. Hann segir ennfremur að ef hús- næðiskerfið heföi ekki orðið með þeim hætti sem nú er væra raun- vextir löngu komnir niður. „Mér sýnist ekki fjarri lagi að álykta að raunvextir á fj ármagnsmarkaðnum væra þá um 5 prósent, að þar sé jafn- vægiö.“ Að sögn Péturs ráðleggur hann fólki að kaupa núna skuldabréf til langs tíma á meðan raunvextir era svo háir. Algengir raunvextir á skuldabréfúm, sem boðin hafa verið út að undanfömu, era um 8 til 10 prósent. „Fólk ætti að frysta svo háa vexti til langs tíma þar sem það er ekkert sem segir að því bjóðist jafnháir raunvextir eftir til dæmis tvö ár,“ segir Pétur Blöndal. -JGH Henson framleiðir skó Halldór Einarsson fataframleið- andi er að hefla framleiðslu á íþrótta- skóm, tískuskóm, sem hann hyggst setja á markað með vorinu. Skómir verða framleiddir í Taiwan, að sögn Halldórs. Halldór segir að skómir verði ekki einungis seldir á íslandi heldur mimi umboösmenn hans í Skotlandi, ír- landi, Noregi og annars staðar á Norðurlöndum selja þá. Skómir verða með Henson merk- inu eins og annar fatnaöur frá Halldóri Einarssyni. -JGH skatt tvívegis af þeim peningum sem tryggingafélögin fá inn í formi ið- gjalda." Jónas segir ennfremur að tekjur ríkisins af innflutningi bíla sé áætl- aður á þessu ári um 3,1 milljarður króna, tekjur af notkun bíla, (bensín- gjald, hjólbarðar, skattar af vara- hlutum og viðgeröum og þungaskatt- ur), um 4,9 milljarðar og aðrar tekjur eins og af iðgjöldum bifreiöatrygg- inga um 450 milljónir króna. Og þetta geri alls um 8,5 mifijarða í tekjur af bíleigendum á ári. Að lokum er rétt að benda á að rík- iö verður fyrir útgjöldum vegna árekstra samanber sjúkrahúss- kostnað vegna þeirra sem slasast. -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR Innlán óverðtryggð (%) hæst Sparisjóðsbækur ób. Sparireikningar 16-21,5 Sp 3ja mán. uppsögn 18-22,5 Sp 6 mán. uppsögn 19-24 Ab 12mán. uppsögn 22-26,5 Úb 18mán. uppsögn 31 Ib Tékkareikningar 6-12 Sp Sér-tékkareikningar Innlán verðtryggð 8-20,5 Sp Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 • Allir 6 mán. uppsögn 3,5-4 Ab.Úb, Lb.Vb Innlán með sérkjörum Innlán gengistryggð 21,5-30 Úb Bandaríkjadalir 6-8 Ab Sterlingspund 8,5-9 Ab.Úb, Vb.Sb Vestur-þýsk mörk 3-4 Ab Danskar krónur 9-10 Ib ÚTLÁNSVEXTIR Útlán óverðtryggð (%) lægst Almennir víxlar(forv.) 30-33 Sb Viöskiptavíxlar(forv.) (1) 30,5-31 eða kge Almennskuldabréf 31-35 Sb Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir . Hlaupareikningar(yfirdr.) Útlán verðtryggo 32-35 Sb Skuldabréf 9-9,5 Úb.Sb, Útlán til framleiðslu Ab Isl.krónur 29,5-31 Sb SDR 8,25-9,2- Sp Bandaríkjadalir 9,25-10, 75 Sp Sterlingspund 11,50-12 Vb.Bb Vestur-þýskmörk 5,75-6,7- Sp Húsnæðislán 3,5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 45,6 MEÐALVEXTIR överðtr. sept. 87 Verötr. sept. 87 31,5 9,1 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala nóv. 1841 stig Byggingavísitala nóv. 341 stig Byggingavísitala nóv. 106,5stig Húsaleiguvísitala Hækkaði 9% 1. júli VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóöa (uppl. frá Fjárfestingarfélaginu); Avöxtunarbréf 1,2885 Einingabréf 1 2,301 Einingabréf 2 1,356 Einingabréf 3 1.422 Fjölþjóöabréf 1,060 Gengisbréf 1,0295 Kjarabréf 2,401 Lífeyrisbréf 1,157 Markbréf 1.223 Sjóösbréf 1 1,166 Sjóðsbréf 2 1,126 Tekjubréf HLUTABRÉF 1,262 Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 114 kr. Eimskip 278 kr. Flugleiðir 196 kr. Hampiðjan 118 kr. Hlutabr.sjóöurinn 119 kr. lönaðarbankinn 143 kr. Skagstrendingurhf. 182 kr. Verslunarbankinn 126 kr. Útgerðarf. Akure. hf. 160 kr. (1) Við kaup á viðskiptavixlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavlxla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Otvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um penlngamarkað- inn birtast í DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.