Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1987, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1987, Qupperneq 32
44 Sandkom MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1987. PEUGEOT 205 GR til sölu, skráður í júní 1987, ekinn 4500 km. Stað- greiðsluverð aðeins kr. 360.000 (kostar nýr kr. 466.000 með ryðvörn og skráningu). Aðeins bein sala. Innifalið í verði: útvarp með segulbandi, sætisá- klæði, mottur, 4 nýjar felgur. Upplýsingar í síma 68 63 75 og 61 22 63 Til sölu Link-belt 20 tonna bílkrani, árg. '75. Ný yfirfarinn. R.B.- vélar og varahlutir sími: 91-27020. Gleymirðu stundum að slökkva á ökuljósunum? Verður bíllinn rafmagnslaus Við höfum lausnina - Aðvörunarbjöllu sem hringir ef Ijósin hafa ekki verið slökkt þegar svissað er af bílnum. Passar í alla bíla. Auðveld ísetning. Verð aðeins kr. 300.- Sveinn Egilsson hf. Skeifan 17 — Sími: 685100 Kenfruck Sænsku gæða lyfti- og pallettuvagnarnir til afgreiðslu af lager. Rjúpnaveiðimenn eru ánægöir meö sinn hlut, ef marka má sögurnar sem þeir segja af eigin veiöiskap. Rjúpnaveiði- menn í hár saman Það er ávallt talsverður metingur á milli þeirra sem stunda rjúpnaveiði um það hverfærflestarijúpur. Nú er uppi talsvert þjark á meðal rjúpnaveiðimanna á Akur- eyri. Þeir rengja veiðitölur hver annars og gengur á ýmsu. Einn segist t.d. hafa skotið um 90 ijúpur á einum degi í Bárðardal fyrir skömmu. Annar segist eiga metið þar í haust en hann hafi þá skotið um 30 stykki. Þama munar því ekki Utlu. Heyrst hefur að bændur i Bárðardal séu ekki mjög hrifnir af sögum um mikla veiöi þar í haust, sem þeir segja stórlega ýktar. Telja þeir að þessar tröllasögur verði til þess að þar verði allt- of mikil ásókn ijúpnaveiði- manna, semerþó talsverö fyrir. En á meðan halda sög- urnar áfram að ganga manna á milli og heldur hækka töl- umar, eins og gjaman gerist hjáveiðimönnum. Hvað kostaði afmælið? Úlfhiidur Rögnvaldsdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins á Akureyri, hefur haft sig talsvert í frammi í minnihlutanum á fundum bæjarstjómar að undan- fómu. Nýlega fór hún fram á að bæjarstjóra væri falið að taka saman kostnað vegna afmælishaldsins í sumar er Akureyrarbær átti 125 ára kaupstaðarafmæli og kynna bæjarstjórn niöurstöðumar. Þessu erindi Úlfhildar var hafnað en bæjarstjórinn sagði að henni væri fijálst að kynna sér kostnaðinn vegna afmælisins. Það væri hins vegar erfitt að henda reiður á þessum kostnaði nákvæm- lega vegna þess að hluti starfsins vegna afmælisins hefði verið unninn af bæjar- starfsmönnum á venjulegum vinnutíma þeirra. En hvað sem því líður þá mun nokkuð víst að kostnað- urinn vegna afmælisins var ekki mj ög hár og hefur verið talað um 4-6 milljónir í því sambandi. Davíð myndi varla fmnastþaðmikið. Bjargar Sam- herji Sval- barðseyri? Segja má að Svalbarðseyri sé nú staður í rúst eflitið er til atvirmuástandsins þar og ástæðuna ætti að vera óþarfi að rekja. Nú kann hins vegar að vera bjartara fram undan á staðnum, því heyrst hefur að útgérðarfyrirtækið Sam- herji á Akureyri hyggist kaupa eithvað af húseignum á staðnum, sem nú em í eigu Samvinnubankans. Á Svalbarðseyri er m.a. lít- ið frystihús sem Samheija- menn em sagðir hafa hug á að eignast og þegar þeir em annars vegar kemur fátt á óvart. Fyrirtækið, sem er nokkurra ára gamalt, á nú þijá togara og einn stóran bát og rekstur þess er sagður í blóma. Því gæti svo farið að það verði Samherji sem kem- ur eins og frelsandi engill til Svalbarðseyrar og rífur at- vinnulífið þar upp að nýju. „Happy hour" heitir brennivínsaust- urinn i Zebra. Fjörugt í Zebra Sem kunnugt er hefur skemmtistaðurinn H-100 á Akureyri verið lagður niður. Húsnæðinu var breytt mikið og síðan var opnað aftur með pompi og prakt og nú undir nafninu Zebra. Eigandi stað- arins hefur haft ýmsa tilburði í frammi til að lokka að gesti og mun hafa tekist þokkalega upp. Eitt er að bjóða gestum upp á „happy hour“ oger þeim boðið upp á vildarkjör á áfengi i klukkustund. Þetta tilboð er þannig að gestur, sem kaupir eitt glas, fær ann- að ókeypis. Ef tvö em keypt fylgja tvö með ókeypis o.s. frv. Mun þetta hafa mælst nokkuð vel fyrir og dæmi hafa heyrst um að menn kaupi sér 5-6 glös á einu bretti, fái önnur 5-6 ókeypis og taki síðan til starfa. Munu margir hafa svifið ansi hátt aö loknum „happy hour“ í Zebra að undanfórnu. Pétur leikhússtjóri Einarsson. Við erum bestir Sýningar Leikfélags Akur- eyrar á leikritinu Lokaæfing efdr Svövu Jakobsdóttur hafa gengið vel og hefur sýn- ingin fengið ágæta dóma hjá þeim sérfræðingum sem um hana hafa fjallað. Pétur leik- hússtjóri Einarsson er þvi að vonum ánægður með fram- vindu mála og hann segist hafa fregnað að höfundurinn hafi lýst því yfir að sýning LA sé sú besta á verkinu sem húnhefurséð. Umsjón: Gylfi Kristjánsson Regnboginiv'Þijú hjól undir vagni: Úr lágmenningar- ruslatunnum Kvi3anyndir Þrjú hjól undir vagnl Bresk frá Film four International Framleiöandl: Sandy Liberson Lelkstjórl: Alan Clarke Handrit: Andrea Dunbar Tónlist: Mlke McDuffe Aöalhlutverk: George Costigan, Siob- han Finneran, Michelle Holmes, Lesley Sharp og Kulvinder Ghlr Ekki er öll vitleysan eins. Það má til sanns vegar færa um Kvik- myndina Þijú hjól undir vagni sem fjallar um fyrstu kynlífsreynslu tveggja ungra breska stúlkna og framhjáhald harðgifts manns. Fyrsti hluti myndarinnar greinir frá barnapíunum Ritu og Sue við iðju sína. Upphefst leikurinn er hjónin koma heim og eiginmaður- inn býðst til að keyra stúlkumar heim. Hann stoppar uppi á heiði og tekur að fræða þær um lífsins gagn og nauðsynjar varðandi kyn- líf sem hefði sómað sér ágætlega í fræðsluþætti um kynlíf. Bamap- íumar og eiginmaðurinn fara að gera þetta að reglu sinni að koma við á heiðinni og gera sér glaðan dag. Fer vel á með þeim þremur uns eiginkonan kemst á sporið og uppgvötar að ekki er allt með felldu. Hún ákveður að heimsækja stúlkumar og taka í hnakkadram- bið á þeim og yfirgefur síðan eiginmanninn með bæði bömin meðferðis. Það virðist ekki hafa mikil áhrif á eiginmanninn sem býöur annarri að búa með sér en hin fer að lifa með pakistana. í lok- in sakna menn fyrri leikja og hjólin Rita og Sue leggja á brautir lífsreynslunnar. þrjú halda áfram að skrölta undir vagninum. Þijú hjól undir vagni er meö af- brigðum vitlaus mynd, svo vitlaus að vitleysan kemur manni til að hlæja á köflum. Fólkið sem fram kemur í myndinni er mestmegnis lágstéttarfólk sem býr í verka- mannabústöðum í Englandi. Það er einmitt besti kostur myndarinn- ar að sjá baksviðs lifnaðarhætti sem fáir myndu sætta sig við hér á landi. Leikurinn er ágætur, eink- um hjá eiginkonunni Michelle sem leikin er af Lesley Sharp, en sá sem kom, sá og sigraði í þessari mynd er faðir Sue, leikinn af Willie Ross. Hann leikur atvinnulausan róna framúrskarandi. Sem fyrr segir hefur þessi mynd lítið til síns ágætis nema helst til að telja ágætan leik einstakra. Því ættu þeir sem vilja leggja leið sína í kvikmyndahús aö skoða hug sinn vel áður. -GKr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.