Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1987, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1987, Side 37
MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1987, 49 Fólk í fréttum Gunnar Ragnars Gunnar Ragnars, forseti bæjar- stjórnar Akureyrar, hefur verið í fréttum DV vegna endumýjunar fiskiskipaflota Akureyringa. Gunnar Sverrir er fæddur 25. apríl 1938 og lauk viðskiptafræðiprófi frá H.í. 1964. Hann var við framhalds- nám í hagræðingu í Osló 1967 og var starfsmaður Póst- og síma- málastofnunarinnar. Gunnar hefur verið forstjóri Slippstöðvar- innar hf. á Akureyri frá 1970 og var formaður fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna á Akureyri 1975-1978. Hann var varabæjarfulltrúi á Ak- ureyri 1978-1982 og aöalbæjarfull- trúi á Akureyri frá 1982 og hefur verið forseti bæjarstjórnar frá 1987. Hann var formaður stjórnar Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri 1980-1986 og formaður Menningar- málaráðs Akureyrar frá 1986. Gunnar var í stjórn Verslunarráðs íslands 1980-1985 og í fram- kvæmdastjórn Vinnuveitendasam- bands íslands 1981-1984. Hann hefur verið í stjórn Félags dráttar- brauta og skipasmiðja frá 1970 og í stjórn Landsvirkjunar frá 1987. Gunnar hefur verið í stjórn Eim- skipafélagsins frá 1987 og í mið- stjórn Sjálfstæðisflokksins frá 1985. Fyrri kona Gunnars var Hörn Harðardóttir, f. 14. október 1938, kennari. Foreldrar hennar eru Hörður Ágústsson, loftskeytamað- ur í Rvík, og Guðríöur Einarsdóttir. Börn Gunnars og Harnar eru Ágústa, f. 29. nóvember 1960, gift Kristbirni Sigurðssyni verslunar- manni, og Ólafur Friðrik, f. 10. október 1963, tölvunarfræðinemi, kvæntur Guðrúnu Kristófersdótt- ur hjúkrunarfræðinema. Seinni kona Gunnars er Guðríður Eiríks- dóttir, f. 30. ágúst 1943, húsmæðra- kennari. Foreldrar hennar eru Eiríkur Brynjólfsson, ráðsmaður á Kristnesi, og kona hans, Kamilla Þorsteinsdóttir. Börn Gunn^rs og Guðríðar eru Ragnar Friðrik, f. 22. mars 1975, Eiríkur Geir, f. 22. apríl 1979 og Gunnar Sverrir, f. 22. apríl 1979. Systkini Gunnars voru Ragnar Friðrik, f. 31. mars 1937, d. 29. mars 1958, læknanemi, Karl Agúst, f. 27. febrúar 1941, vélaverkfræðingur, framkvæmdastjóri Jarðborana ríkisins, kvæntur Emelíu Jóns- dóttur og eiga þau þrjú börn, og Guðrún, f. 5. maí 1953, hjúkrunar- fræðingur í Rvík, gift Jens Helga- syni rafvirkja og eiga þau tvö börn. Foreldrar Gunnars. eru Ólafur Ragnars, kaupmaður á Siglufirði, og kona hans, Ágústa Ragnars. Ól- afur var bróðir Kjartans sendi- ráðunautar, foður Áslaugar Ragnars rithöfundar. Systir Ólafs var Guðrún, móðir Sunnu Borg leikkonu. Faðir Ólafs var Ragnar, kaupmaður á Akureyri, Ólafsson, gestgjafa á Skagaströnd, Jónsson- ar, b. á Helgavatni, Ólafssonar. Móðir Ragnars var Valgerður Narfadóttir, systir Valentínusar, langafa Erlu, móður Þórunnar Valdimarsdóttur sagnfræðings. Móðir Ólafs var Guðrún Jónsdótt- ir, sýslumanns í Eskiíirði, Johnsen, bróður Þóru, móður Ásmundar Guðmundssonar biskups. Jón var sonur Ásmundar, prófasts í Odda, Jónssonar og konu hans Guðrúnar Þorgrímsdóttur, systur Gríms Thomsen. Móðir Guðrúnar var Kristrún Hallgrímsdóttir, prófasts á Hólmum, Jónssonar, prests í Reykjahlíð, Þorsteinssonar, forfóð- ur Reykjahlíðarættarinnar. Móðir Kristrúnar var Kristrún Jónsdótt- ir, systir Margrétar, ömmu Ólafs Friðrikssonar, og langafa Ragn- heiðar, móður Friðriks Páls Jóns- sonar fréttastjóra. Systir Kristrún- ar var Guðný, langamma Jónasar Haraldz. Móðir Gunnars, Ágústa, er dóttir Ágústs J. Johnson, bankagjaldkera í Rvík, Kristjánssonar, b. í Mar- teinstungu í Holtum, Jónssonar. Móðir Ágústu var Guðrún Tómas- dóttir, b. á Barkarstööum í Fljóts- hlíð, bróður Ólafar, móður Ágústs Johnsen, Tómas var sonur Sigurð- ar, b. á Barkarstöðum, ísleifssonar. Móðir Tómasar var Ingibjörg, syst- ir Tómasar „Fjölnismanns", langafa Helga, foöur Ragnhildar alþingismanns. Faðir Ingibjargar var Sæmundur, b. í Eyvindarholti, Gunnar Ragnars. Ögmundsson, sonarsonur Högna „prestafóður". Móðir Guðrúnar var Guðríður Árnadóttir, b. á Reynifelli, Guðmundssonar, b. á Keldum, Brynjólfssonar, foður Ingiríðar, langömmu Þórðar Frið- jónssonar, forstöðumanns Þjóð- hagsstofnunar. Móðir Guðríðar var Guðrún Guðmundsdóttir, dóttur- dóttir Þuríðar Jónsdóttur, systur Páls „skálda", langafa Jensínu, móður Ásgeirs Ásgeirssonar for- seta. Egill Bjarnson Egill Bjarnason . ráðunautur, Bárustíg 1, Sauðárkróki, er sextug- ur í dag. Egill er fæddur á Uppsölum í Akrahreppi og alinn þar upp hjá foreldrum sínum. Hann vann öll algeng sveitastörf og var í vega- vinnu. Hann fór haustið 1945 á Hvanneyri og lauk búfræðikandí- datsprófi úr fyrstu framhaldsdeild skólans 1949. Egill hefur starfað sem búnaðarráöunautur Skagfirð- inga frá 1949 og verið búnaðar- þingsfulltrúi. Hann hefur starfað í fjölda nefnda á vegum bændasam- takanna og landbúnaðarráðuneyt- isins. Kona Egils er Alda Vilhjálms- dóttir, f. 1928. Foreldrar Öldu eru Vilhjálmur Árnason, b. á Hvalnesi á Skaga, og kona hans, Ásta Krist- mundsdóttir. Börn Egils og Öldu eru Vilhjálm- ur, f. 18. 12. 1952, framkvæmda- stjóri Verslunarráðs, varaþing- maður og fv. formaður SUS, kvæntur Ragnhildi Pálu Ófeigs- dóttur og eiga þau fjögur börn; Ásta, fóstra, f. 12.12.1953, gift Lár- usi Sighvatssyni, skólastjóra Tónlistarskólans á Akranesi, og eiga þau einn son; Bjarni, b. á Hval- nesi, f. 24. 1. 1955, sambýliskona hans er Elín Guðbrandsdóttir og eiga þau þrjú börn; og Árni, slátur- hússtjóri Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki, f. 1.9.1959, kvæntur Þórdísi Sif Þórisdóttur og eiga þau eitt barn. Foreldrar Egils eignuðust átta börn en misstu einn son á fyrsta ári. Systkini Egils eru Halldór, verkamaður í Hveragerði, f. 1923; Kristín, húsmóðir á Sauðárkróki, f. 1925; Jónas rennismiöur, rekur vélaverkstæði á Akureyri, f. 1926; Gísli, barnakennari við Laugagerð- isskóla á Snæfellsnesi, f. 1930; Árni, b. á Uppsölum í Akrahreppi í Skagafirði, f. 1931, og Helga, kenn- Egill Bjarnason. ari í Varmahlíð í Skagafirði, f. 1935. Foreldrar Egils eru bæði látin, þau voru Bjarni, b. að Uppsölum, Halldórsson og kona hans, Sigur- laug Jónasdóttir frá Völlum. Föðurforeldrar Egils voru Halldór, b. á Syðstu-Grund í Skagafirði, Ein- arsson og Helga Sölvadóttir. Móðurforeldrar Egils voru Jónas, b. á Völlum, Egilsson og kona hans, Anna Jónsdóttir. Amar Hauksson Arnar Hauksson læknir, Sel- vogsgrunni 20, Reykjavík, er fer- tugur í dag. Arnar fæddist í Reykjavík og ólst upp hjá foreld- rum sínum á Jófríðarstöðum við Kaplaskjólsveg. Hann lauk stúd- entsprófi frá VÍ1968, embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1975, öðlaðist almennt lækningaleyfi 1976 og sér- fræðileyfi í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp á íslandi og í Svíþjóð 1983. Arnar var aðstoðarlæknir á Akureyri 1976-79, á kvennadeild Landsspítalans 1979-1980 og við Háskólasjúkrahúsið í Lundi í fram- haldsnámi 1980-85. Arnar hefur verið starfandi kvensjúkdóma- læknir við Heilsuverndarstöðina í Reykjavík, við Leitarstöð Krabba- meinsfélagsins og við kvennadeild Landspítalans frá 1985 en jafnframt hefur hann stundað rannsóknir við Háskólann í Lundi sl. sjö ár. Kona Arnars er Elínborg, f. 26. 2. 1954 en foreldrar hennar eru Björn tryggingayfirlæknir Önund- arson prests Björnssonar og Sigríð- ur frá Seljalandi í Reykjavík, Sigurjónsdóttir. Arnar og Elínborg eiga tvö börn: Björn Önund, f. 6.4.1981; og Sigríði Ösp f. 4.6.1983. Arnar átti svo dótt- ur fyrir hjónaband, sem er Gunnþórunn, f. 29. 6. 1969. Arnar á tvö alsystkin, einn hálf- bróður sammæðra og tvö hálf- systkin samfeðra. Alsystkin Arnars eru: Vilhelmína, ritari, f. 30. 8. 1950, hún á einn son, býr í Reykjavík og er gift Þór Ragnars- syni, þjóni og matsveini í Sjó- mannaskólanum; Tómas Reynir, rafvirki, f. 10.1.1957, kvæntur Silju Ketonen og eiga þau einn son. Bróðir Arnars sammæðra er Haf- liði Pétursson sjómaður, f. 7.5.1937. Systkini Arnars samfeðra eru Loft- ur Bergmann, bifvélavirki, f. 30. 3. 1942, kvæntur Margréti Jóhanns- dóttur; og Oddbjörg Kolbrún húsmóðir, f. 25. 7. 1944, gift Gunn- ari Þorlákssyni, félagsmálafulltrúa Reykjavíkurborgar. Foreldrar Arnárs: Haukur mál- ari og sjómaður í Reykjavík, f. 4. 9. 1920, d. í mai 1968, Oddsson og kona hans Sigríður Anna húsmóð- ir, 30. 9. 1919, Magnúsdóttir. Móðurforeldrar Arnars voru Magnús b. í Ásahreppi og síðar Arnar Hauksson. verkamaður í Reykjavík, Stefáns- son b. á Borg í Þykkvabæ, og kona hans Anna, dóttir Péturs Magnús- sonar og Önnu Benediktsdóttur. Föðurforeldrar Arnars voru Oddur Júlíus málarameistari í Reykjavík, Tómasson, og Rannveig Margrét, dóttir Guðmundar Sveinssonar og Guðfmnu Magnúsdóttur. Tómas langafl Arnars var skútuskipstjóri hjá Geir Zoega í þrjátíu og sex ár en hann mun hafa fyrstur útskrif- ast frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Tómas var sonur Jóns Oddssonar b. á Bala í Gnúpverja- hreppi og Guðbjargar Halldórs- dóttur frá Galtalæk í Biskupstung- um. Kona Tómasar var Vilhelmína Sofíía Sveinsdóttir af Grímsstaða- holtinu í Reykjavík. Andlát „ ... „ . , . , , . Andreas S. J. Bergmann andaðist Guðmundur Jónsson frá Asparvik Stefan Guðmundsson, fra Eystn- j Landakotsspítala 6. nóvember. lést í Vífilsstaðaspítala 6. nóvemb- Hol í Landeyjum, andaðist t Vifils- . er staðaspítala 5. nóvember. Dagny Bjork Guðmundsdóttir lést í Landspítalanum 4. nóvember. Afmæli Einar Kvaran Einar Kvaran, tölvufræðingur DV, Hörpulundi 3, Garðabæ, er fer- tugur í dag. Einar er fæddur í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræða- prófi 1964 og vann síðan í tvö ár í Útvegsbankanum. Hann var eitt ár við nám í London School of Foreign Trade en síðan starfaði hann sem tölvufræðingur hjá IBM frá 1968-1983, þar af þrjú ár í Noregi. Hann var tölvufræðingur hjá Skrif- stofuvélum hf. í Reykjavík 1983-1984 og hefur verið tölvufræð- ingur hjá DV frá því í júní 1984. Kona Einars er Kristín S. Kvaran, f. 5. janúar 1946, frv. alþingismaður og dagskrárgerðarmaður á Stöð 2. Foreldrar hennar eru Stefán Guð- mundsson, innheimtumaður í Rvík, og kona hans, Guðrún Bene- diktsdóttir. Einar og Kristín eiga þrjár dæt- ur. Þær eru: Bertha Gúðrún, f. 21. júlí 1964, sambýlismaður hennar er Jón Þ. Ólafsson, múrari í Hafn- arfirði; Ragna Elíza, f. 29. janúar 1974; og Thelma Kristín, f. 19. sept- ember 1984. Einar á fimm systkini. Þau eru dr. Guðrún Kvaran, f. 1943, ritstjóri Orðabókar Háskólans, gift dr. Jak- obi Yngvasyni, starfsmanni Raunvísindastofnunar Háskólans, og eiga þau tvö börn; Vilhjálmur Kvaran, f. 1946, bílstjóri hjá Olgerð- inni og búsettur í Garðabæ, kvæntur Helgu Pálu Elíasdóttur og eiga þau þrjú börn; Böðvar Kvaran, f. 1949, húsgagnasmiður í Garðabæ, kvæntur Ástu Árnadóttur og eiga þau tvö börn; Hjörleifur, f. 1951, fjármála- og hagsýslustjóri Reykja- Einar Kvaran. víkurborgar, kona hans er Kolbrún Sveinsdóttir og eiga þau eina dótt- ur, og Gísli, f. 1952, múrari á Akranesi, kvæntur Önnu Alfreðs- dóttur og eiga þau tvö börn. Foreldrar Einars eru Böövar Kvaran og kona hans, Guðrún Kvaran. Faðir Böðvars var Einar E. Kvaran, aðalbókari Útvegs- bankans, Einarssonar H. Kvaran, skálds og rithöfundar Hjörleifsson- ar, prests á Undirfelli, Einarssonar. Bróðir Einars í Útvegsbankanum * var Ragnar, faðir Ævars R. Kvar- an, leikara og rithöfundar. Móðir Böðvars var Elínborg, systir Har- aldar, útgerðarmanns á Akranesi. Elínborg var dóttir Böðvars, kaup- manns á Akranesi, Þorvaldssonar, prests í Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd, Böðvarssonar. Móðir Elínborgar var Helga Guðbrands- dóttir frá Hvítadal. Móðir Einars, Guðrún, var dóttir Vilhjálms, sjó- manns í Rvík, Þorsteinssonar. Móðir Guðrúnar var Ólafía Gísla- dóttir. 90 ára________________________ Sigrún Grímsdóttir, Kleppsvegi 134, Reykjavík, er níræð í dag. Hansína Jónsdóttir, Keisbakka, Skógarstrandarhreppi, er níræð í dag. Dýrunn Ólafsdóttir, Kárdalstungu, Ásahreppi, er níræð í dag. Guðlaugur Jóhannsson, Litla-Bakka, Fremri-Torfustaðahreppi, er níræð- ur í dag. 80 ára________________________ Páll Helgason, Aðalbraut 39A, Rauf- arhafnarhreppi, er áttræður í dag. 75 ára Sigurður Guðmundsson málari, Skeiðarvogi 153, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Hann verður að heiman á afmælisdaginn. Garðar Lárus Jónasson, Skipasundi 14, Reykjavík, er sjötiu og fimm ára í dag. _____________________ 70 ára Aðalsteinn Símonarson, Laufskálum I, Stafholtstungnahreppi, er sjötugur í dag. Brynjólfur Helgason, Lyngholti 14, Akureyri, er sjötugur í dag. Sérverslun með blóm og skreytingar. Opi,) til /,/. 2/ iill k viiltl 0oDlóm wQskír_ytnigii' Laugauegi 55. simi 20266 Sendurr, um tand allL V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.