Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1987, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1987, Qupperneq 38
MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1987. 5(T Merming Þrjar tónlistartiátíðir Fyrir utan seinni tónleika Tónlist- arsambands Alþýðu í Háskólabíói klukkan tvö voru tvennir tónleikar á laugardaginn klukkan fimm. Þetta voru því mikil hlaup á milli staða, ekki síst þegar undirritaður þurfti að auki að vera viðloðandi frumsýningu hjá Alþýðuleikhús- inu klukkan íjögur. Það var því Tónlist Leifur Þórarinsson. varla nema reykurinn af réttunum sem upp úr hafðist. Þetta voru allt tónleikar sem tilheyrðu hverjir sinni tónlistarhátíðinni. Já, það voru þrjár tónlistarhátíðir í Reykjavík um helgina, þar af standa tvær langt fram í vikuna. Er þetta ekki einum of mikið? Tónlistardagar Dómkirkjunnar hófust klukkan fimm í Dómkirkj- unni. Þar lék afburðagóður fransk- ur organisti verk eftir rómantíska Niðurlendinga og Frakka: Franck Boellman og Vierne. Þó akkústíkk- in og hljóðfærið í Dómkirkjunni sé hvort tveggja í þurrari.lagi hljóm- aði þetta létt og snyrtilega, þ.e.a.s. það sem í náðist, sem var að vísu ekki alltof mikið. Og þá var það seinni hluti opnun- artónleika djassdaga Ríkisútvarps- ins. Þeir voru á Borginni. Þar var komin Stórsveit Ríkisútvarpsins með liðsauka og „svingaði" svo að annað eins hefur varla heyrst hér síðan Basiebandið kom hér við. Sænski básúnuleikarinn og tón- skáldið Mikael Ráberg átti eflaust stóran hlut í þessu en hann er hér staddur til að æfa sveitina og kenna Stórsveit Ríkisútvarpsins „svingaði" svo annað eins hefur varla heyrst lengi. íslenskum djassleikurum sitthvað um hinn eina sanna stórsveitar- hljóm. Útsetningamar, sem sveitin lék þarna, eru væntanlega flestar eftir Raberg. Þær eru einfaldar og skýrar og vel til þess fallnar að láta ljósin skína. Og básúnuleikur hans í mörgum laganna var stórkostleg- ur. Djassdögum Ríkisútvarpsins, sem á verða bæði stórir og smáir tónleikar (í beinni útsendingu), er fagnað mjög af djassáhugamönn- um í landinu. Þeim lýkur ekki fyrr en þ. 14. nóvember. Tónlistardög- um Dómkirkjunnar lýkur hins vegar á miðvikudaginn en þá verð- ur m.a. frumflutt nýtt söngverk eftir Atla Heimi Sveinsson, „Vetr- armynd úr kirkjunni" við ljóð eftir Knut Ödegárd. LÞ Tónlistarsamband alþýðu Ég minnist ekki að hafa heyrt getið um Tónlistarsamband alþýðu (Tónal) fyrr en nú. Þetta virðast vera samtök tónlistaráhugamanna innan verkalýðsfélaga. Er það vel að sú mikla „stofnun", verkalýðs- hreyfmgin, gangi til liðs við frú Músíku. Sambandið var með tvenna tón- leika, í Langholtskirkju sl. fóstudag og í Háskólabíói á laugardaginn, undir slagorðinu tónlistarhátíð. Þeir sem komu þarna fram voru þrír gestakórar, Porsgrunn Kvinnekor og Fagf. Sangf. Bl. Kor (samkvæmt efnisskrá), báðir frá Noregi, HK-Koret frá Silkeborg á Jótlandi, Samkór Trésmiðafélags- ins,. Álafosskórinn, Rarik-kórinn Hrein og bein söngvagleði leyndi sér hvergi. DV-mynd Brynjar Gauti og Lúðrasveit verkalýðsins. Gestakórarnir komu fram í Lang- holtskirkju á býsna löngum en alls ekki leiðinlegum tónleikum. Efnis- skráin var ótrúlega fjölbreytt og spannaði u.þ.b. 400 ár evrópskrar og amerískrar tónlistarsögu. Það var hrein og bein söngvagleði, áhuginn og hjartahlýjan leyndi sér hvergi. í Háskólabíói bættust íslending- arnir, gestgjafarnir, við og ekki verður annað sagt en að þeir hafi staðið sig myndarlega. En svona hátíð á að halda að sumarlagi og það á að láta alþýðuna vita af þessu svo hún mæti. Borgarana líka. En auðvitað er alltaf gaman að syngja og spila fyrir sjálfan sig. Skák Heimsmeistaraeinvígið í Sevilla: Nýrri byrjun mætt með gát Jaröarfarir Egill Gestsson tryggingamiðlari lést 1. nóvember sl. Hann fæddist 6. apríl 1916, sonur hjónanna Gests Árnason- ar og Ragnheiðar Egilsdóttur. Egill starfaði lengi hjá Almennum trygg- ingum og síðan hjá Vátryggingafé- laginu hf. í Reykjavík en stofnaöi síðan sitt eigið fyrirtæki, Trygginga- miðlun á Laugavegi 176, sem hann starfrækti til dauðadags. Hann var kvæntur Arnleifi S. Höskuldsdóttur en hún lést árið 1986. Þau hjónin eignuðust fjögur börn. Útför Egils verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Sæmundur Friðjónsson lést 30. okt- óber sl. Hann fæddist á Hólum í Hvammssveit í Dalasýslu 14. október 1903. Eftirlifandi eiginkona hans er Ólöf Guðmundsdóttir. Útfór hans verður gerð frá Laugarneskirkju í dag kl. 13.30. Óskar Sigurgeirsson, Kjarrhólma 36, Kópavogi, sem lést 30. október, verður jarðsunginn frá Bústaða- kirkju þriðjudaginn 10. nóvember kl. 13.30. Sigríður Pétursdóttir, Laufásvegi 44, verður jarðsungin þriðjudaginn 10." nóvember kl. 15 frá Dómkirkj- unni. Guðríður Þorkelsdóttir, Snorra- braut 73, Reykjavík, verður jarð- sungin 11. nóvember kl. 13.30 frá Hallgrímskirkju. Oddur Þórðarson frá Eilífsdal, Álf- heimum 46, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 10. nóvember kl. 15. Þóra Pétursdóttir, Hamrahlíð 17, lést á Borgarspítalanum 27. október sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Guðbjörg Lilja Árnadóttir lést 2. nóvember sl. Hún fæddist 4. sept- ember 1909. Foreldrar hennar voru Árni Jónsson og Guðbjörg Sigurðar- dóttir. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Jóhannes Björnsson. Þau eignuðust einn son. Útfór Guðbjarg- ar verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag kl. 15. LUKKUDAGAR 9. nóvember 32474 Hljómplata frá FÁLKANUM að verðmæti kr. 800,- Vinningshafar hringi í sima 91-82580 Ný umferðar- IjósíÁrbænum Ný umferðarljós voru tekin í notk- un í Árbæjarhverfi á laugardaginn. Umferðarljós hafa nú verið tengd á gatnamótum Hraunbæjar, Bæjar- háls og Bitruháls og önnur á mótum Höfðabakka og Stekkjarbakka. Að sögn lögreglunnar í Árbæjar- hverfi var ekki vanþörf á að setja upp ljós á þessum stöðum þvi umferð hefur aukist gífurlega mikið um Árbæinn að undanförnu. Margir aka Stekkjarbakkann á leið sinni til Hafnarfjarðar eftir að nýja Reykja- nesbrautin var tekin í notkun. -ATA Ekiðáhest Ekið var á hest á Eyrarbakkavegi rétt fyrir klukkan sjö á laugardag. Dimmt var og skyggni ekki sem best og sá ökumaðurinn hestinn ekki fyrr en hann skaust í veg fyrir bifreiðina. Aílífa varð hestinn. Lögreglan á Selfossi stöðvaði bíl í Ölfusinu um tvöleytið á sunnudag. Bíllinn var á 145 kílómetra hraða og missti ökumaðurinn prófið sam- stundis vegna þessa háskalega aksturslags. -ATA Staðan er jöfn í heimsmeistara- einvígi Karpovs og Kasparovs í Lope de Vega leikhúsinu í Sevílla á Spáni að loknum tíu skákum af tuttugu og fjórum. Hvor hefur unn- iö tvær skákir en sex hefur lokið með jafntefli. Tíunda skákin, sem tefld var á föstudag, var sú til- þrifaminnsta í einvíginu til þessa. Eftir tuttugu leiki bauð heims- meistarinn, Kasparov, jafntefli sem Karpov þáði eftir sjö mínútna um- hugsun. „Þetta var auðveldasta skákin fyrir Karpov fram að þessu - Ka- sparov náði engu úr byrjuninni,“ sagði sænski stórmeistarinn Ulf Andersson, sem fylgist grannt með gangi mála í Sevilla. Kasparov lék kóngspeðinu fram í fyrsta leik í fyrsta skipti í einvíginu og Karpov svaraði með nýrri byrjun í sam- skiptum þeirra félaga, Caro-Kann vöm. Varla hefur byrjunarval hans komið Kasparov á óvart því að Karpov studdist viö þetta leik- kerfi í einvígi sínu við Sokolov fyrr á árinu. Samt var eins og Kasparov ætti ekkert bitastætt í pokahorninu til þess að mæta byijuninni, nema hann ætli að geyma beittu járnin þar til síðar. Elleftu skákina tefla þeir í dag og þá stýrir Karpov hvítu mönnunum. Hvítt: Garri Kasparov Svart: Anatoly Karpov Caro-Kann vörn. 1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rd2 dxe4 4. Rxe4 Rd7 5. Rf3 Rgffi 6. Rxffi + Rxffi 7. c3 Sokolov komst ekkert áleiðis í einvíginu við Karpov með 7. Re5, sem talinn hefur verið beittari leik- máti. Karpov svaraði ýmist með 7. - Be6, eða 7. - Rd7. Það er eins og þetta afbrigði sé skothelt í höndum hans. 7. - Bg4 8. h3 Bxf3! Gefur biskupaparið með glöðu geði til þess að einfalda taflið. Vera má að hvítur eigi heldur betra tafl eftir þessi uppskipti en svarta stað- an er sérlega traust. 9. Dxffi e6 10. Bc4 Be7 11. 0-0 Rd5 12. Be3 Kasparov gælir við þá hugmynd að opna f-línur a til sóknar, þ.e.a.s ef svartur drepur biskupinn. Leik- urinn ber samt ekki vott um mikið baráttuskap. Eftir uppskiptin gefa mislitir biskupar stöðunni jafnte- flisblæ. 12. - Db6 13. De2 0-0 14. Hadl Bd6 15. Bb3 Betri vinningstilraun er 15. Bcl. Karpov byggir nú upp varnarmúr. 15. - Rxe3 16. fxe3 c5 17. Hffi Hae8 18. Hdfl He7 19. Df2 Dc7 20. Dh4 Kasparov bauð jafntefli um leið og hann lék, sem Karpov þáöi. -JLÁ t Ykkur öllum, hvaðanæva af landinu, sem hafið fært okkur samúðar- og vinarkveðjur í tilefni andláts og útfarar HULDU MARKÚSDÓTTUR frá Borgareyrum, færum við hjartans þakkir og kveðjur. Ólafur Jónsson, Sigríður Magnúsdóttir, Markús Jónsson, synir, systkini og aðrir ástvinir hinnar látnu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.