Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1987, Side 40
52
MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1987.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði,..
Angela
Lansbury
sem þekkt er meðal annars
fyrir þættina Morðgáta hef-
ur skrifað undir arðbæran
samning. Hún gerði samn-
ing viö pakkamatarfyrirtæki
upp á 40 milljónir króna.
Angela verður prentuð á
bakhliðar milljóna pakka
þar sem hún leggur fyrir
neytendur léttar sakamála-
þrautir. Auk þess mun hún
Íeika í auglýsingum fyrir fyr-
irtækið. Maður fær greini-
lega ýmislegt upp í
hendurnar þegar maður er
frægur.
Elizabeth Taylor
gerði samning við sjón-
varpsstöðina Network um
daginn. Hún ætlar að leika
í sjónvarpsþáttum bryðjuna
Imeldu Marcos sem hvað
þekktust er fyrir gífurlegt
fata- og skartgripasafn sitt.
Ef til vill gæti Liz lánað eitt-
hvað af sínu safni í þáttinn.
Liz fær aðeins smápeninga
fyrir leik sinn, litlar 120 millj-
ónir króna fastsett og meira
ef vel gengur.
Madonna
hefur svo sannarlega átt
misjafna daga. Hún barðist
lengi fyrir vinsældum en
það gekk mjög illa fyrst í
stað. Hún var svo blönk að
hún tók að sér að sitja fyrir
á nektarmyndum fyrir Ijós-
myndara. Einstaka sinnum
átti hún ekki einu sinni fyrir
mat og varð að éta upp úr
ruslatunnum. í dag er það
ekkert nema kampavín og
rússneskur kavíar.
x>v
Eiður Guðnason, formaður Skátasambands Reykjavíkur, ávarpar veislu-
gesti.
Afmælistertan var nær tveggja metra löng.
Skátastarf
í 75 ár
Mikil hátíðahöld standa nú yfir hjá skátum. Skáta-
starf hófst hér á landi fyrir 75 árum og stendur
yfir margs konar dagskrá um land allt í tilefni þess.
Það var árið 1912 sem skátastarf hófst hér á
landi.Tólf árumsíðarvarsíðan Bandalag ís-
lenskra skáta stofnað, árið 1924. Starf kvenskáta
hófst árið 1922 en þær fengu inngöngu í lands-
sambandið árið 1944. í dag eru starfandi um
11.000 skátar á landinu í 40 skátafélögum og 120
deildum þannig að augljóst er að skátastarfið er
öflugt.
Um daginn tóku skátar á móti gestum í Skátahús-
inu við Snorrabraut og voru þá þessar myndir
teknar.
Lífljósmyndara
Það er oft ekki öfundsvert að vera ljósmyndari
og eltast við Hollywoodstjörnur. Frægastur
þeirra sem ekki þola ljósmyndara er líklega Sean
Penn, eiginmaður Madonnu. Hann lætur hnefana
tala í samskiptum viö ljósmyndara.
En það eru fleiri sem eru erfibir. Ryan O’Neal,
Robert De Niro, Bruce Willis og Barbra Streisand
eru, að sögn ljósmyndara, fulit eins óþægileg aö
eiga við.
En þeir eru líka margir sem amast ekkert við
þeim og eru jafnvel samstarfsfúsir. Uppáhald
allra ljósmyndara er Liz Taylor. Hún stillir sér
jafnan upp fyrir myndatökur. Aðrir vinsælir eru
Victoria Principal, Linda Evans, Joan Collins,
Robert Wagner, Cibyll Shepherd og gömlu sjarm-
örarnir Kirk Douglas og George Burns. Þau
virðast öll skilja það að góðar ljósmyndir geta
hjálpað upp á ímynd þeirra sem leikara.
Bruce Willis er álíka slæmur og Sean.
Sá versti, Sean Penn, með Madonnu eiginkonu
sinni.
Liz Taylor er svo samstarfsfús við Ijósmyndara að hér stillti hún sér upp með tveimur þeirra.