Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1987, Blaðsíða 22
22
FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987.
Nýjar bækur
RÁÐGÁTAN
á Rökkurhólum
Ráðgátan á Rökkurhólum eftir
Enid Blyton
Fyrsta bókin í nýju flokki
Komin er út hjá rðunni fyrsta bókin
í nýjum, spennandi flokki eftir höf-
undinn sívinsæla, Enid Blyton.
Nefnist hún Ráðgátan á Rökkur-
hólum. Alhr krakkar þekkja Ævin-
týrabækurnar, Dularfullu bækurnar
og bækurnar um félagana flmm en
hér kynnumst við nýjum söguhetj-
um.
Systkinin Reynir og Dóra eru ekki
hrifin af að þurfa að eyða sumarleyf-
inu sínu með Petrínu gömlu kennslu-
konu. Ekki nóg með það, heldur á
litli hryllingurinn hann Snúður
frændi þeirra að vera hjá þeim i frí-
inu ásamt hundinum sínum sem
heiti’r Bjálfi og er álíka skynsamur
og nafnið bendir til. Krakkarnir í
Ráðgátunni á Rökkurhólum lenda í
æsispennandi ævintýrum. Nanna
Rögnvaldardóttir þýddi. Verð kr. 994.
ERUNO POULSEN
Óvæntir
endurfundir
Óvæntir endurfundir
eftir Erling Poulsen
Hörpuútgáfan hefur sent frá sér bók-
ina „Óvæntir endurfundir" og er hún
12. bókin í bókaflokknum „Rauðu
ástarsögurnar" eftir danska rithöf-
undinn Erling Poulsen.
María og Allan Riska neyddust til
að flýja land í uppreisninni í Ung-
verjalandi. Þau misstu litlu dóttur
sína þegar þau flýöu úr landi síðustu
nótt uppreisnarinnar. María og All-
an stjórnuðu skipulögðum samtök-
um flóttamanna sem unnu aö því aö
smygla fólki út úr Ungverjalandi.
Nánasti samstarfsmaður þeirra var
ungur og glæsilegur listamaður, Jaro
Litinov. Enda þótt Allan bæri fullt
traust til hans var María full grun-
semda um heiðarleika hans.
Verð kr. 1288. Bókin er 190 bls.
Skúli Jensson þýddi. Prentverk
Akraness hf. annaðist prentun og
bókband.
í helgreipum á
hafsbotni
Ný spennusaga eftir Duncan
Kyle
Hörpuútgáfan á Akranesi hefur sent
frá sér spennubókina „í helgreipum
á hafsbotni“ eftir Duncan Kyle sem
skrifaði bókina „í gildru á Græn-
landsjökli“ og fleiri slíkar
spennubækur sem komiö hafa út hjá
Hörphútgáfunni og eru nú ófáanleg-
ar.
... Rússar höfðu komið sér upp
neti af neöansjávareldflaugum sem
skjóta mátti á hemaöarlega mikil-
væga staði í Bandaríkjunum og
Evrópu. í ljós hafði komið galli í fest-
/ HELGREIPUM
Á HAFSBOTNl
ingum eldflauganna þannig að hætta
var á að þær losnuðu og gætu
sprungið fyrirvaralaust, án þess að
nokkur gæti komið í veg fyrir það.
Verð kr. 1388. í helgreipum á hafs-
borni er 191 bls. Þýöandi er Her-
steinn Pálsson. Káputeikning er eftir
Kristján Jóhannsson. Prentverk
Akraness hf. prentaði.
Helsprengjan eftir Alistair
MacLean
Iðunn hefur gefið út nýja bók eftir
meistara spennusögunnar, Alistair
MacLean, og nefnist hún Helsprengj-
an. í kynningu útgefanda á efni
bókarinnar segir: „Ótrúlegir atburð-
ir eiga sér stað í Eyjahafi fyrir augum
Talbots skipstjóra og áhafnar hans,
sem eru þar í vísindaleiðangri á skipi
sínu. Neyðarkall berst til þeirra - en
of seint. Þeir horfa upp á brennandi
snekkju hverfa í öldumar og andar-
taki síðar hrapar flugvél í hafið á
sömu slóðum." Bækur Alistair
MacLean hafa notiö ótrúlegra vin-
sælda meðal íslenskra lesenda.
Andrés Kristjánsson þýddi. Verð kr.
1488.
Kvæði
Freysteins Gunnarssonar í
heildarútgáfu
Kvæði Freysteins Gunnarssonar,
skólastjóra Kennaraskóla íslands,
eru komin út í einni bók á vegum
Kvæðaútgáfunnar.
Framan við kvæðin í þessari nýju
útgáfu er nafnaskrá á fimmta hundr-
að nemenda Freysteins sem gerast
með þessari áskrift sinni aðilar að
útgáfunni í minningar- og þakkar-
skyni við kennara sinn og skóla-
stjóra.
Um útgáfuna sáu Gils Guðmunds-
son, Ragnar Þorsteinsson og Andrés
Kristjánsson.
Bókaútgáfan Iðunn annast útsend-
ingu bókarinnar til áskrifenda og sér
um sölu hennar og dreifmgu að öðru
leyti.
Verö kr. 1980.
íslensk skáldsaga komin út á
norsku: Kerlingarslóðir
eftir Líneyju Jóhannesdóttur
Þýðandi bókarinnar er Sigurd Sand-
vik og nefnist bókin Kvinnevegar á
norskunni. Útgefandi er Norsk Bok-
reidingslag og hefur Norræna
ráðherranefndin veitt styrk til útgáf-
unnar.
Aftan á bókarkápu er farið nokkr-
um orðum um höfundinn og verk
hennar. Þar segir m.a. um þessa bók
að hún taki til umfjöllunar vanda-
mál, sem ekki hafi áður verið gerð
skil í íslenskum bókum, svo sem
barneignir kornungra stúlkna og
kjör þeirra. Þar segir að sérkenni
þessa höfundar séu næmleiki hennar
fyrir fyrirbærum lífsins, hve hún
meti þau af mikilli gætni og skrái af
hófstillingu.
Tobías, Tinna og Axel eftir
Magneufrá Kleifum
Komin er út ný bók hjá Iðunni eftir
Magneu frá Kleifum. Heitir hún Tob-
ías, Tinna og Axel og er fjórða bók
höfundar um drenginn Tobías. Hver
bók segir sjálfstæða sögu úr lífi hans,
ævintýrum og upplifunum. í þessari
nýjustu bók fylgjumst við meö Tob-
íasi á ferðalagi um landið, ásamt
Tinnu og Sighvati, pabba hennar.
Tobías, Tinna og Axel er saga sem
gerir lífið að litlu ævintýri. Sigrún
Eldjárn prýddi bókina skemmtileg-
um teikningum. Verð kr. 988.
Veiðiferðin eftir Sven Nord-
qvist
Komin er út ný bók hjá Iðunni sem
heitir Veiðiferðin og er eftir hinn vin-
sæla sænska barnabókahöfund Sven
Nordqvist.
í bókinni segir frá karlinum hon-
um Pétri og kettinum hans Brandi
sem sjaldan láta sér leiðast. Þó kem-
ur sá dagur að Pétur er verulega
stúrinn. En Brandur deyr ekki ráða-
laus, hann beitir ýmsum brögðum
og brellum til aö lokka félaga sinn
til leiks og hver veit nema dagurinn
fái óvæntan endi! Bráðskemmtilegar
myndir eru á hverrri síðu bókarinn-
ar. Þorsteinn frá Hamri þýddi. Verð
kr. 598.
Undir húfu tollarans eftir
Kristján Jóhann Jónsson
Iðunn hefur gefið út nýja íslenska
skáldsögu eftir Kristján Jóhann
Jónsson. Nefnist hún Undir húfu toll-
arans og er önnur skáldsaga Kristj-
áns. Sú fyrsta, Haustið er rautt, kom
út árið 1981.
í kynningu útgefanda á bókinni
segir: Undir húfu tollarans er sam-
tímasaga úr Reykjavík, fjölskyldu-
saga, dæmisaga úr íslensku
þjóðfélagi. Segja má að hér eigi ólíkar
stéttir og samfélagshópar sína full-
trúa. Aðalpersónur eru bræður tveir,
Karl kennari og Björn iðnaðarmað-
ur. Karl og fjölskylda hans er í
forgrunni. Ýmis skyldmenni og
vandamenn þeirra bræðra koma hér
við sögu. Verð kr. 1980.
Jólabókin 1987
Kaþólska kirkjan á íslandi hefur gef-
ið út bók með barnasögum sem
nefnist Jólabókin 1987. Hún hefur að
geyma barnasögur, þýddar úr
flæmsku, og hafa séra H. Habets,
systir Ólöf og Torfi Ólafsson annast
þýðinguna. Sögurnar eru ætlaðar
ungum börnum, upp að 8-9 ára aldri,
og fjöldi mynda er í bókinni. Hún er
80 blaðsíður í stóru broti og prentuð
í prentsmiðju St. Franciskussystra í
Stykkishólmi. Verð kr. 300.
Stefán Jónsson: Að breyta
fjalli
Nýverið sendi bókaforlagiö Svart á
hvítu hf. frá sér bókina Að breyta
Qalli eftir Stefán Jónsson. Stefán var
vinsæll fréttamaður og dagskrár-
gerðarmaður á Ríkisútvarpinu í um
það bil aldarfjóröung en á þeim tíma
sendi hann frá sér allmargar bækur.
Fyrsta bók Stefáns kom út árið 1961
og síðan nánast ein á ári til ársins
1971.
í bókinni Að breyta fjalli rekur
Stefán mismunandi sannsögulegar
minningar frá uppvaxtarárum sín-
um á Austur- og Norðurlandi á
árunum fyrir síðari heimsstyrjöld en
skírskotar víða til nútímans. Þetta
eru ekki venjulegar bernskuminn-
ingar, nær væri að segja að hér sé
um „einskonar bernskuminningar“
að ræða, skrifaðar að hætti Stefáns
Jónssonar.
Verð kr. 2290.
Forritun með LOGO
Nýlega kom út á vegum bókaforlags-
ins Svart á hvítu hf. 2. útgáfa
bókarinnar Forritun með LOGO eftir
Jón Torfa Jónasson dósent. Bókin er
endurskoöuð frá fyrri útgáfu, meðal
annars vegna þess að fyrir tilstuðlan
Reiknistofnunar Háskóla íslands og
Námsgagnastofnunar hefur verið
gefin út vönduð íslensk þýðing á
flestum skipunum málsins. Logo er
reyndar eina forritunarmálið sem
þýtt hefur verið á íslensku.
Forritunarmálið Logo hentar eink-
ar vel íslensku skólastarfi. Það er vel
til þess fallið að kenna ungu fólki
mikilvæg hugtök forritunar og tölv-
unarfræði en er jafnframt háþróað
forritunarmál sem gagnlegt er við
lausn margvíslegra verkefna. Rúm-
lega helmingur bókarinnar er nýr
og flestir kaflar hafa verið mikið end-
urbættir, einkum með því að bæta
við verkefnum og æfingum.
Forritun með LOGO er einkum
ætluð nemendum á framhaldsskóla-
stigi. Bókin er 176 bls. á stærð. Verð
1890.
Fimm og Leynihellirinn eftir
Enid Blyton
Komin er út hjá Iðunni ný bók eftir
Enid Blyton um félagana fimm og
nefnist hún Fimm og Leynihellirinn.
Þetta er sjálfstæð saga en söguhetj-
umar eru þær sömu og í fyrri bókum
þessa vinsæla flokks. Um efni bókar-
innar segir: „Félagarnir fimm ætla
sér ekki að lenda í neinum ævintýr-
um í páskaleyfinu. Þau fá það
hlutverk að líta eftir Vilmundi, ung-
um dreng sem hefur einstakt lag á
dýmm, og hann og Tommi verða
góðir vinir, Georginu til mikillar
gremju. En ævintýrin virðast elta
félagana fimm uppi. Bókina þýddi
Sævar Stefánsson. Verð kr. 993.
Phyllis
A.WNtne
Aldrei of seint
eftir Phyllis A. Whitney
Iðunn hefur gefiö út nýja bók eftir
Phyllis A. Whitney. Er það fjórtánda
bók höfundar sem út kemur á ís-
lensku og nefnist hún Aldrei of seint.
Bókin fjallar um unga konu, Kel-
sey, sem kemur til friðsæls bæjar við
Kyrrahafsströnd til að jafna sig eftir
mestu hörmungar lífs síns - dauða
sonar síns og upplausn hjónabands-
ins sem fylgdi í kjölfarið. En bæjarlíf-
ið þar er e.t.v. ekki eins friðsælt og
það virðist, ýmsir atburðir hafa átt
sér staö.
Verö kr. 1288. Magnea Matthías-
dóttir þýddi.