Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1987, Blaðsíða 13
— FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987. 13 DV Neytendur Ávaxta- og grænmetisverð svipað og í fyrra Dæmi um vernlegar verðlækkanir, eins og t.d. á kiwi og tómötum Verö á innfluttu grænmeti er svipaö nú eins og þaö var i fyrra. Fáeinar tegundir hafa þó hækkað eitthvað í verði. DV-myndir Brynjar Gauti Heildsöluverö banana hefur hækkað um 9 kr. siðan Þarna er kominn karambóla sem skorinn er i sneiðar i nóvember i fyrra. og notaður til að skreyta drykki og ábætisrétti. Verð á ávöxtum er mjög svipað og það var í fyrra, sumar tegundir hafa jafnvel lækkað í verði og einna mest kiwi ávöxturinn sem lækkað hefur í verði svo um munar, eða um 30%. Svanhildur Árnadóttir hjá Mata hf. sagði í samtali við DV að tekist hefði að ná verðinu niður með hagstæðum innkaupum. Fleiri ávextir hafa lækkað, þó ekki jafn- mikið, en í fyrra voru til græn ítölsk vínber sem kostuðu 150 kr. í heildsölu. Sams konar vínber kosta í dag 119 kr. í heildsölu. Hollenskar perur kosta í dag 69 kr. í heildsölu en í fyrra var heildsöluverð á frönskum perum 82 kr. og 67 kr. á þýskum. Bananar hafa hins vegar hækkað í veröi siðan í fyrra, sem varla er þó orð á gerandi. Heild- söluverð hefur hækkað um 9 kr., úr 70 í 79 kr. frá því í nóvember í fyrra. Úrval af ávöxtum er mikið. Svan- hildur sagði að nú væru t.d. til fjórar tegundir af rauðum eplum sem öll eru frá Bandaríkjunum og að auki gul og græn frönsk epli. Gísli Magnússon hjá Banönum hf. sagði að íslenskir neytendur keyptu mikið „eftir auganu“ og vildu ekki annað en fyrsta flokks vöru. Nefndi hann einmitt dæmi af eplum. Það þýðir ekki að flytja hingað nema falleg og góð epli. Hann sagði að bannað væri að flytja epli til Danmerkur á meðan þeir væru að ljúka við eigin upp- skeru og mætti stundum sjá epli á dönskum. markaöi sem ekki þýddi að bjóða íslenskum neytendum. Það eru því fleiri sem verða að sæta afarkostum með innflutnings- bönn en við hér á landi. Svanhildur sagði að verið væri að taka nýja sítrusávexti í hús og væri verð á glænýjum klementín- um og mandarínum frá Spáni og Marokkó lægra en í fyrra. Innflutningsbann á græn- meti aflétt nema á hvítkáii Innflutningsbanni hefur nú verið létt af öllu grænmeti nema hvít- káli. Gísli Magnússon sagði að þeir væru óánægðir með að fá ekki að flytja inn hvítkál því það íslenska væri orðið svo lélegt og mikið væri kvartað yfir því. Verð á innfluttu grænmeti er svipað og í fyrra í mörgum tilfellum en sumar tegundir hafa hækkað eitthvað smávegis aö sögn Svan- hildar. Þegar opnað var fyrir tómatinn- flutninginn snarlækkaði verðið á tómötunum eins og neytendur hafa vafalítið tekið eftir. En svo ein- kennilega vildi til að eitthvað var eftir af íslenskum og þeir lækkuðu einnig niöur „úr öllu valdi" eða langt niður fyrir það verð sem þeir voru lægstir á yfir háuppskerutím- ann, eins og bent hefur verið á hér á neytendasíðunni. Það er ýmislegt einkennilegt við tómatinnflutninginn annað en að hann er bannaður mikinn hluta ársins. Til þess að flytja inn tómata þarf gjaldeyrisleyfi og þar að auki er greiddur af þeim 40% tollur eins og öðru innfluttu grænmeti. En þrátt fyrir þetta komast tómatar á „skaplegt" verð um leið og inn- flutningurinn hefst. Tollur af þessu en ekki hinu Af öllu innfluttu grænmeti er greiddur 40% tollur. Tollur er hins vegar aðeins greiddur af ákveðnum tegundum af ávöxtum en ekki af öðrum. T.d. er ekki greiddur tollur af sítrusávöxtum nema af t.d. greip, pomelo og uglý. Af þeim er greidd- ur 15% tollur. Enginn tollur er greiddur af eplum, melónum og banönum en 15% af perum. Af ferskum berjum, eins og vínberjum og jarðarberjum, er greiddur 40% tollur. Framandlegir ávextir í stórmörkuöunum eru jafnan á boðstólum alls konar framandlegir ávextir sem fluttir eru til landsins í litlu magni. Þeir eru flestir mjög dýrir í innkaupi enda margir sjald- gæfir, jafnvel erlendis þar sem markaðurinn er stærri en hér. Þessir ávextir heita ókunnuglegum nöfnum. eins og karambóla sem er gulur á lit, skorinn í sneiðar og notaður til skrauts á drykki og ábætisrétti, litchie, vínrauður með hrufóttri skel, sem etið er innan úr. notað í eftirrétt. Kumquat er agnarlítill sítrusávöxtur sem not- aður er til bragðbætis í salöt og búðinga og má borða hann allan og hýðið með. Mjög sérstætt bragð. Ástríðuávöxtur (passions fruit) lítur út eins og ónýt plóma en það er bara skelin. því etið er innan úr henni. Og fleiri sjaldgæfir ávextir eru til hér í verslunum en hér hafa verið nefndir. -A.Bj. Bjarni Þ. Halldórsson, Umboðs og Heildverslun, Vesturgötu 28 sími: 29877

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.