Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1987, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1987, Page 19
FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987. 19 ___________________________Erlendir fréttaritarar Vilja stórhækka sektir fýrir umhverfisglæpi Björg Eva Erlendsdóttir, DV, Osló: Ýmiss konar mengun og náttúru- spjöll ógna umhverfi og heilsu Norömánna. Yfirvöld hafa hvorki getu né ráörúm til þess að fylgjast meö því aö iðnaðarfyrirtæki fylgi settum reglum um frágang á hættulegum úrgangsefnum. Boö og bönn eru brotin bæði leynt og ljóst og eiturefni, sem eru gráfin á ólíklegustu stöðum, dreifast um jarðveginn og geta valdið ban- vænum sjúkdómum þeim sem nærri koma. Krabbamein og lungnasjúkdómar eru taldir al- gengustu sjúkdómar af völdum mengunar í Noregi. Umhverfismálaráðherra, Sissel Rönbeck, hefur stofnað deild í ráðuneyti sínu sem á að fylgjast meö því að reglum um meðferð úrgangsefna sé fylgt. Einnig stend- ur til að herða viðurlögin við lögbrotum af þessu tagi. Ráðherr- ann stefnir að stórhækkuðum sektum og fangelsisvist fyrir um- hverfisglæpina. Við núverandi aðstæður finnst mörgum fyrirtækj- um hagstæðara að menga um- hverfi sitt og borga sekt en ganga sómasamlega frá eitrinu. Grafa upp ósómann En enginn veit hve mörg fyrir- tækin eru sem syndga gagnvart reglugerðinni né í hve miklum mæli. Hópar ungs fólks í Noregi hafa stofnað samtök sem hafa það að meginmarkmiði að fletta ofan af náttúrusvínunum. Umhverfis- verndarsamtökin Bellona og félag- iö Náttúrubörn hafa í orðsins fyllstu merkingu grafið upp alls kyns ósóma sem annars hefði feng- ið að liggja um kyrrt. Síðasta hneykslið, sem Bellona samtökin uppgötvuðu, var kvika- silfursmengun frá klórverksmiðju í Þelamörk. Verksmiðjan er í eigu stórfyrirtækisins Norsk Hydro sem er ríkisrekið. Nýjustu tölur benda til þess að fimmtíu tonn af kvika- silfri hafi á einhvern máta komist út í umhverfið í nágrenni verk- smiðjunnar síðan 1947. Norsk- Hydro getur með engu móti gert grein fyrir hvað orðið hefur af öllu þessu kvikasilfri. Bellona hefur auk þess flett ofan mörgum fleiri lögbrjótum á síðastliðnum árum. Leyfilegir mengunarvaldar En mengunarvandamálið er enn- þá umfangsmeira og nægir ekki að ná í þá sem ganga ólöglega frá sín- um úrgangsefnum því margir slæmir mengunarvaldar eru full- komlega leyfilegir. Dæmi um það eru sápuverksmiðjurnar sem framleiða fosfatrík þvottaefni og eiga ríkan þátt í mengun í ám og vötnum. Þessi framleiðsla er lögleg enn sem komið er. Náttúruvemd- arsamtök hvetja fólk til þess að kaupa fosfatlaus þvottaefni en verður lítt ágengt. Einstaklingar eru frekar en fyrirtækin færir um að bera þá ábyrgö sem með þarf til aö varðveita umhverfi sitt og heil- brigði. Yfir bæjunum, einkum Osló, hgg- ur þykkur mökkur af loftmengun frá búum sem nú þegar eru langt- um fleiri en vegakerfið þolir. Samt fjölgar einkabílunum og sífellt færri nota almenningsfarartæki. Þriðjungur reykir Enn einn mengunarvaldur, sem stjórnast af einstaklingum, eru reykingar. Vissulega er ein og ein sígaretta smámunir í samanburði við fimmtíu tonn af kvikasilfri en engu að síður spá norsk heilbrigð- isyfirvöld því að þrjú hundruð þúsund manns muni deyja af völd- um reykinga í Noregi á næstu fimmtíu árum ef reykingar haldast í óbreyttum mæli. í dag reykir þriðjungur allra Norðmanna og það er hátt hlutfall miðað við önnur lönd. Til dæmis er tahð aö aðeins fjórðungur Bandaríkjamanna reyki. Þessar tölur geta gefið vissa mynd af skaðsemi reykinga þó erf- itt geti reynst að staðfesta sann- leiksgildi þeirra. En tölur um mengun af völdum atvinnuveg- anna eru ekki til og munu ekki verða til um ófyrirsjáanlega fram- tíð. Norski umhverfismálaráðherr- ann er bjartsýnn á aö aukið aðhald með stóriðju og öðrum atvinnuveg- um geti dregið úr mengun í landinu en ráðherrann viðurkennir van- mátt yfirvalda sem reyndar margir kalla viljaleysi. Enn sem fyrr er fyrst og fremst höfðað til samvisku þeirra sem reka fyrirtæki og sú samviska verður oft að víkja fyrir skamm- tímagróðasjónarmiðum. Jólasveinninn kominn til Kanada Gísli Guðmundsson, DV, Ontario: Jólasveinninn kom til Toronto í Kanada um helgina og var skrúð- ganga haldin til að bjóða hann velkominn. Jólasveinn Kanadabúa býr á norðurpólnum og á hverju ári um þetta leyti kemur hann til borgar- innar. Tólf hundruð manns tóku þátt í göngunni. Vagnar með vel þekktum persónum úr hinum ýmsu ævintýr- um hðu fram hjá nær tjögur hundruð þúsund áhorfendum og tuttugu lúðrasveitir sáu um göngumarsa. í enda skrúðgöngunnar var svo jóla- sveinninn sjálfur í rauðu fötunum sínum að vanda með sítt hvítt skegg. Það er alltaf mikið um að vera kringum þessar skrúðgöngur og er mikiö vandað til þeirra. Allt frá árinu 1905 hafa þessar skrúðgöngur verið haldnar og eru þær orðnar ómiss- andi hefð í undirbúningi Kanadabúa fyrir jólin. Jólaösin í verslunum Kanada er komin í fullan gang. Fyrir mánuði byijuðu fyrstu jólaauglýsingarnar í íjölmiðlum hér og íjölgar þeim á hverjum degi. Skaðabætur til eyðni- smitaðra blæðara Ingunn Ólafedótttr, DV, Birmingham: Breskir síblæðisjúklingar, sem smituðust af eyðni eftir að hafa þegið blóð frá ríkisreknum heilbrigðis- stofnunum, munu fá meira en tíu milljónir punda í skaðabætur frá rík- inu. Félag síblæðisjúkhnga fór fram á skaðabætur til handa þeim tólf hundruð síblæðisjúklingum sem smituðust af eyðni eftir að hafa þegið sýkt blóð sem var flutt inn frá Banda- ríkjunum á árunum 1980 til 1985. Félagið fór upphaflega fram á það við heilbrigðismálaráðherra aö hann setti á stofn trygginga og bótakerfi fyrir þetta fólk en ráðherrann ákvað þess í stað að láta félagið sjá um að ráðstafa rúmlega tíu milljóna punda styrk frá ríkinu. Af þeim tólf hundruð síblæöisjúkl- ingum sem fengu sýkt blóð hafa sextíu og sex fengið eyðni á lokastigi og þar af eru fjörutíu og fimm látnir. Fórnarlömbin eru á aldrinum fimm til sextíu ára og þeim fjölgar viku- lega. Átján eiginkonur síblæðisjúkl- inga hafa einnig smitast af eyðni. Ókeypis galdra- tæki til franskra símnotenda Bjami Hinriksson, DV, Bordeaux: í Frakklandi er til sniöugt tæki sem heitir minitel. Þetta er htil tölva sem Póstur og simi afhendir viöskiptavinum sínum ókeypis - það er að segja þeim sera eiga síma því að tækið er tengt við símann og kostnaðurinn af notkun þess keraur fram á símareikningi viö- komandi í formi skrefatalningar líkt og um venjulegt símtal sé að ræða. Minitel samanstendur af skjá og lyklaborði sem notandinn stimplar inn á þau stikkorð og þær tölur sem veita honum aðgang að þeim upp- lýsingum sem hann leitar að. Fjölmargir aðilar eru i þessum upplýsingabanka og ótrúlegt hvað símaeigandinn franski getur gert með þessu galdratæki. Endalaus listi Ef honum leiðist getur hann dundað sér við tölvuleiki, vilji hann nýjustu fréttir stimplar hann inn númer einhverra hinna mýmörgu fréttaþjónustufyrirtækja. Hægt er að fá upplýsingar um lestaferðir, stöðuna á verðbréfamarkaðnum og símanúmer og heimilisföng. Mat- aruppskriftir og veðurfréttir eru einnig á hstanum sem er endalaus. Það er ekki einu sinni þörf á að fara út ef maður vill hitta fólk. Það nægir bara að stimpla inn retta tölur og þá fær maður heilu listana meö skilaboðum og símanúmerum frá fólki sem virðist ekkert frekar vilja en hitta mann. Þetta er það sem Frakkamir kalla rósrauða minitelið og við íslendingar mund- um væntanlega nefna ljósblátt. Klúr skilaboð Rósrauða minitelið getur stund- um orðið rautt og skilaboðin svæsin, hreinlega klúr aö sumra dómi. Þvi er það að stjómmála- flokkarnir hafa allir sem einn talað um þaö tmdanfarnar vikur að eitt- hvaö þurfi að gera í þessum ósóma. Hver sem er megi ekki bara nota þetta þjónustutæki til að segja hvað sem er. Eftir marga fundi er niður- staöan sú að rósrauöu skilaboðin skuli skattlögð aukalega. Blaöamenn hafa hins vegar ný- lega komist að því að stjómmála- flokkarnir sjálfir bjóða símaeig- endum upp á rósrauöu þjónustuna. Fyrir utan ýmiss konar pólitiskar upplýsingar og áróður era hjá öll- um flokkunura ákveðin númer sem nýtast símafólki til að koraa á fram- færi persónulegum skilaboðum til annarra minitelmanna og þá vænt- anlega flokksmanna. Glóandi símalínur Sijórnmálaflokkunum væri hæg- ur leikur að hafa eftirlit með þvi sem fólk stimplar inn á skjáinn og kippa út því sem þeir telja vafasamt en þeim viröist alveg sama því hjá öllum flokkmn fundu blaðamenn kjamyrt tilboð og rauöglóandi sí- manúmer sem gáfu samband við þá sem vilja stytta einvemstundir annarra og uppfylla drauma þeirra. Kannski em stjómmálaflokkam- ir bara að hjálpa rikissjóði, kannski er þetta rósrauöa í lagi ef það helst innan flokksins. Allavega er óhætt aö segja að sumar símalínur i Frakklandi séu og verði vel rauðar eöa dökkbláar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.