Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1987, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987.
41
Fólk í fréttum
Flosi Olafsson
Flosi Ólafsson leikari hefur veriö
í fréttum DV vegna mótmæla gegn
fyrirhuguðu ráðhúsi við Tjörnina.
Flosi Gunnlaugur er fæddur 27.
október 1929 í Reykjavík og ólst upp
hjá foreldrum sínum til fjögurra
ára aldurs en síöan hjá móður sinni
og ömmu. Hann lauk stúdentsprófi
frá MA 1953. Flosi útskrifaðist úr
Leiklistarskóla Þjóðleikhússins
1958 og var í námi í leikstjórn og
þáttagerð hjá BBC í London
1960-1961. Hann hefur verið leikari
hjá Þjóðlpikhúsinu frá 1961 og unn-
ið mikið fyrir útvarp og sjónvarp.
Flosi var dálkahöfundur á Þjóðvilj-
anum í sextán ár og skrifar núna
í Alþýðublaðið. Hann hefur skrifað
fimm bækur, fjögur útvarpsleikrit
og eina óperu. Eitt leikrit hefur
verið flutt eftir hann í Þjóðleik-
húsinu. Kona Flosa er Lilja
Margeirsdóttir, f. 5. maí 1936. For-
eldrar hennar eru Margeir Sigur-
jónsson, forstjóri í Rvík, en hann
er nýlátinn, og kona hans, Kristín
Laufey Ingólfsdóttir. Dóttir Flosa,
með Veru Fannberg, er Anna, f. 21.
desember 1951, nemi í Myndlista-
og handíðaskólanum, gift Bjama
Hjartarsyni, verslunarmanni í
Rvík, og eiga þau fjögur börn. Son-
ur Flosa og Lilju er Ólafur, f. 13.
október 1956, í tónlistanámi í Árós-
um. Sambýliskona hans er Elísabet
Halldórsdóttir og eiga þau eina
dóttur.
Systkini Flosa, samfeðra, eru:
Guðmundur Óskar, prestur í Rvík,
giftur Ingibjörgu Hannesdóttur;
Sverrir, framkvæmdastjóri IBM,
giftur Björgu Gunnlaugsdóttur; og
Sigríður, fulltrúi í Seðlabankanum,
gift John Ratich kerfisfræðingi.
Systkini Flosa, sammæðra, eru:
Þuríður Stephensen fóstra, gift
Rafni Guðmundssyni tæknifræð-
ingi; Ólafur félagsfræðingur og
Guðlaug, gift Bjarna Haukssyni
prentara. Foreldrar Flosa eru Ólaf-
ur Jónsson, verslunarmaður í
Rvík, og kona hans, Anna Odds-
dóttir. Föðursystir Flosa var
Margrét, móðir Jónasar Gíslasonar
dósents. Önnur systir Ólafs var
Andrea, móðir Sveins Ragnarsson-
ar, félagsmálastjóra Rvíkur. Faðir
Ólafs var Jón, trésmíðameistari í
Rvík, bróðir Jónínu verkakvenna-
foringja. Jón var sonur Jónatans,
b. á Miöengi í Garðahreppi, bróður
Guðrúnar, langömmu Sveins R.
Eyjólfssonar, stjórnarformanns
Frjálsrar fjölmiðlunar. Bróðir Jón-
atans var Jón, langafi Lárusar, afa
Trausta Valssonar arkitekts. Jón-
atan var sonur Gísla, b. á Norður-
Reykjum, Helgasonar. Móðir
Jónatans var Arndís Jónsdóttir, b.
á Ási við Hafnarfjörð, Ásgrímsson-
ar og konu hans, Katrínar Péturs-
dóttur, systur Sigurðar, föður
Bjarna riddara.
Móðursystkini Flosa eru Ingi-
björg, móðir Þórðar Harðarsonar
prófessors, og Bjarni, faðir Arnar
rithöfundar. Anna var dóttir Odds,
skósmiðs í Rvík, Bjarnasonar.
Móðir Odds var Ingibjörg, systir
Jóns, langafa Dóru, móður Jóns
Páls Sigmarssonar. Ingibjörg var
dóttir Odds, b. á Brennistöðum,
bróður Ögmundar, langafa Sveins,
langafa Valgeirs Guðjónssonar.
Bróðir Odds var Loftur, langafi
Kristjáns Loftssonar, forstjóra
Hvals hf. Bróðir Odds var Jón,
langafi Sigmundar Guðbjarnason-
ar rektors, og Stefáns, föður Svölu
Thorlacius hrl. Systir Odds var
Kristín, móðir Ingibjargar Ó.
Johnson kaupkonu. Óddur var
sonur Bjarna, b. í Vatnshorni í
Skorradal, Hermannssonar. Móðir
Odds var lngibjörg Jónsdóttir, b. í
Vatnshorni, ísleifssonar og konu
hans, Guðrúnar Sigurðardóttur,
systur Jóns, afa Jóns forseta. Móð-
ir Ingibjargar var Helga Böðvars-
dóttir, b. í Skáney, Sigurðssonar
og konu hans, Ástríðar Jónsdóttur,
b. í Deildartungu, Þorvaldssonar,
forfóður Deildartunguættarinnar.
Móðir Önnu var Guðlaug Kristj-
ánsdóttir, trésmiðs á Eyrarbakka,
Teitssonar, b. í Vatnahjáleigu í
Flóa, Jónssonar, b. á Hamri, bróður
Guðríðar, langömmu Eyjólfs, lang-
Flosi Ólafsson.
afa Guðlaugs Tryggva Karlssonar
hagfræðings. Jón var sonur Árna,
prests í Steinsholti, bróður Ög-
mundar, afa Tómasar „Fjölnis-
manns“. Bróðir Árna var Stefán,
langafi Árna, langafa Björns Th.
Björnssonar. Annar bróðir Árna
var Böðvar, langafi Þorvalds, afa
yigdísar Finnbogadóttur. Faðir
Árna var Högni „prestafaðir" Sig-
urðsson.
Afmæli
Baldur Gestsson
Emilía B. Helgadóttir
Baldur Gestsson, b. á Ormsstöð-
um og fyrrv. oddviti, Fellsstrandar-
hreppi, er sjötíu og fimm ára í dag.
Baldur fæddist á Ormsstöðum og
ólst þar upp hjá foreldrum sínum
en þar hefur hann búið mestan
hluta ævinnar. Baldur hóf nám við
Bændaskólann á Hvanneyri 1935
og lauk búfræðiprófi þaðan 1937.
Hann var síðan næstu árin við
jarðvinnslustörf en hóf búskap á
Ormsstöðum 1943. Baldur var odd-
viti hreppsnefndar og í sýslunefnd
í fjörutíu ár, eða frá 1946-86. Auk
þess hefur Baldur gegnt ýmsum
öðrum trúnaðar- og ábyrgðarstörf-
um fyrir sveitunga sína sem hér
verða ekki upp talin.
Kona Baldurs er Selma Kjartans-
dóttir, f. 30.8.1924, en þau giftu sig
1943. Foreldrar hennar eru Kjart-
an, fyrrv. b. í Fremmri-Langey,
Eggertsson og kona hans, Júlíana
Einarsdóttir, en þau dvelja á elli-
heimili í Reykjavík.
Baldur og Selma eiga þrjár dætur
og einn fósturson. Börn þeirra eru:
Auður, húsmóðir í Reykjavík, f.
14.11. 1947, er gift Grétari Sæ-
mundssyni rannsóknarlögreglu-
manni í Reykjavík; Unnur,
húsmóðir i Vestmannaeyjum, f.
20.4.1952, er gift Haraldi Þórarins-
syni verslunarmanni; Alda, f. 20.4.
1958, starfar á ^aumastofu í Reykja-
vík. Fóstursonur Baldurs og Selmu
er Gestur Axelsson, vélamaöur hjá
Björgun hf. í Reykjavík, en hann á
tvo syni og barnabarn.
Baldur á tvö systkini en þau eru:
Magnús, byggðasafnsvörður á
Laugum, sem skrifaö hefur bæk-
urnar Mannlíf og mórar í Dölum,
Látrabjarg og Úr vesturbyggðum
Barðastrandarsýslu; og Sigrún sem
býr á Akranesi.
Foreldrar Baldurs: Gestur, b. og
hreppstjóri á Ormsstöðum, f. 9.2.
1867, d. 25.1. 1931, Magnússon og
kona hans, Guðrún, d. 23.3. 1956,
Jónsdóttir. Föðurforeldrar Baldurs
voru Magnús, b. í Dæli í Víðidal,
Guðmundsson og kona hans Guð-
rún Þorsteinsdóttir. Móðurforeldr-'
ar Baldurs voru Jón, vefari og b. á
Indriðastöðum, Geldingaá og
Áskoti, Jónsson og kona hans.
Kristín Jónasdóttir. Foreldrar Jóns
vefara voru Jón. b. í Deildartungu,
Jónsson og kona hans, Guðrún
Böðvarsdóttir. Foreldrar Kristínar
voru Jónas söðlasmiður Benedikts-
son og Helga Sveinsdóttir.
Emilía Benedikta Helgadóttir„9
Hólmgarði 27, Reykjavík, er sjötug
í dag. Emilía fæddist í Breiðdal og
ólst þar upp í foreldrahúsum á
Felli. Hún flutti til Reykjavíkur ung
kona og giftist þar 1942 Guðmundi
Marinó, f. 11.9. 1907, en hann var
lengst af verslunarmaður hjá J.
Þorláksson og Norðmann í Revkja-
vík.
Emilía og Guðmundur Marinó
eignuðust fjögur börn sem öll eru
á lífi. Þau eru: Helgi húsgagna-
bólstrari, f. 1942, giftur Anný
Helgadóttur, húsmóður og verslun-
arkonu. en þau búa í Reykjavík og
eiga tvö börn; Örn viðskiptafræð-
ingur, f. 1947, er giftur Ester
Sigurðardóttur húsmóður. en þau
búa í Reykjavík og eiga tvö börn:
Ásgrímur, jarðfræðingur og starfs-
maður hjá Orkustofnun. f. 1951. er
giftur Svövu Jakobsdóttur. hús-
móður og verslunarkonu, en þau
búa í Reykjavík og eiga þrjú börn:
Guðrún Björg hjúkrunarfræðing-
ur, f. 1956, er gift Gísla Sváfnissyni,
en þau búa í Reykjavík og eiga tvö
börn.
Emilía átti tvo albræður en annar
þeirra, Stefán, dó eins árs. Hinn er
Birgir Ólafur sem lengi vann hjá
Strætisvögnum Reykjavíkur en
hann er giftur Elsu Guðlaugsdóttur
og búa þau í Reykjavík. Hálfbróðir
Emilíu er Svavar, búsettur í
Reykjavík.
Foreldrar Emilíu voru Helgi,
vinnumaður og smiður á Felli, 01-
afsson og kona hans, Guðlaug
Björg Guðmundsdóttir. Föðurfor-
eldrar Emilíu voru Ólafur Bry-
njólfsson, ættaður af Berufjaröar-
strönd. og Kristín Þórarinsdóttir
úr Breiðdal. Móðurforeldrar Emil-
íu voru Guðmundur Árnason og
Guðný Ragnheiður Rögnvaldsdótt-
ir af Sléttu í Norður-Þingeyjar-
sýslu.
Þórhallur Björnsson
Öskar Sigurðsson
Þórhallur Björnsson, Bollagörð-
um 41, Seltjarnarnesi, er sjötíu og
fimm ára í dag. Þórhallur fæddist
á Siglufirði og ólst þar upp hjá for-
eldrum sínum en á Siglufirði bjó
Þórhallur í sextíu ár. Þórhallur
byrjaði ungur að aðstoða föður
sinn sem stundaði ýmsa flutninga
á hestakerrum á Siglufirði. Þór-
hallur fór svo tii Akureyrar 1928
og starfaði þar hjá frænku sinni,
Rannveigu Bjarnadóttur á Hótel
Gullfossi, til 1932. Hann kom svo
aftur til Sigluljarðar og var starfs-
maður Síldarverksmiðja ríkisins til
1947 en stundaði jafnframt ýmis
aukastörf og var þá m.a. eftirlits-
maður hjá Vegagerð ríkisins. Eftir
að Þórhallur hætti hjá Síldarverk-
smiðjunni vann hann ýmis störf
og átti þá m.a. vörubíl og gerði út
bát með öðrum. Þórhallur hóf störf
hjá Verslunarfélagi Siglufjarðar
1951 og var framkvæmdastjóri þar
til 1973 en þá fluttu Þórhallur og
kona hans til Reykjavíkur og hefur
Þórhallur verið stæðisvörður við
Tollhúsið í Reykjavík sl. ár.
Kona Þórhalls var Hólmfríður
Guðmundsdóttir, f. 11.4. 1911, en
hún lést 1982. Foreldrar hennar
voru Guðmundur, kennari og b. á
Nýja-Bæ í Kelduhverfi, Guðmunds-
son og kona hans, Guðbjörg
Ingimundardóttir, en þau eru bæði
látin.
Þórhallur og Hólmfríður eignuð-
ust eina dóttur, Önnu Laufeyju,
húsmóöur og ritara hjá Tjarnar-
skólanum í Reykjavík, f. 1944. Hún
er gift Lúðvík Lúðvíkssyni hafn-
sögumanni í Reykjavík og eiga þau
þrjár dætur. Þórhallur býr nú hjá
Önnu dóttur sinni.
Þórhallur átti flögur systkini en
systir hans, Anna Laufey. dó á
fyrsta árinu og einn bróðir hans
er nú látinn. Bræður Þórhalls:
Svavar, verslunarmaður í Reykja-
vík, f. 1914. d. 1962, var giftur
Valborgu Jónasdóttur og eignuðust
þau fjögur börn; Jónas, starfsmað-
ur á skattstofunni á Siglufirði. f.
1916, er giftur Hrefnu Hermanns-
dóttur og eiga þau fjögur börn:
Ásgeir. fyrrv. b. og nú verslunar-
maður á Siglufirði. f. 1925. er giftur
Sigrúnu Ásbjarnardóttur og eiga
þau einnig fjögur börn.
Foreldrar Þórhalls voru Guðrún.
f. 1895, d. 1954. dóttir Jónasar Krist-
jánssonar og Sigríðar Jónatans-
dóttur, og Björn, f. 1886, d. 1966.
sonur Jónasar Einassonar og Guö-
rúnar Jónsdóttur, en þau bjuggu
síðast á Siglufirði.
Óskar Sigurðsson. vitavörður á
Stórhöfða í Vestmannaeyjum. er
fimmtugur í dag. Óskar fæddist á
Stórhöfða og ólst þar upp hjá for-
eldrum sínum. Hann starfaði um
árabil í fiskverkunarstöð. eða frá
1954-64. en 1965 tók hann við vita-
gæslunni og veðurathugunum á
Stórhöfða. Meginverkefni vita-
varðarins felst í veðurathugunum
sem gera þarf á þriggja klukku-
stunda fresti allan sólarhringinn.
Þess ber að geta að Óskar er mikill
áhugamaður um fugla en hann
hefur í tómstundum sínum merkt
meira en fimmtíu þúsund fugla og
hafa merkingar hans verið þýöing-
armiklar í fuglarannsóknum.
Sonur Óskars er Pálmi Freyr, f.
1974.
Óskar á eina svstur. Erlu Krist-
ínu. húsmóður í Vestmannaeyjum.
f. 1943. en hún er gift Gunnari Ól-
afssyni bifreiðarstjóra og eiga þau
tvo svni.
Foreldrar Óskars eru báðir látn-
ir. en þeir voru Sigurður. f. 1897.
Jónatansson og kona hans. Björg.
ættuö úr Álftafirði eystra. f. 1913.
Sveinsdóttir. Föðurforeldrar
Óskars voru Jónatan. vitavörður á
Stórhöfða, Jónsson og Guðfmna
Þórðardóttir en þau voru bæði ætt-
uð úr Mýrdalnum. Móðurforeldrar
Óskars voru Sveinn frá Hofi í Álfta-
firði Sveinsson og kona hans,
Kristín Antoníusdóttir.
Andlát
Árni Sævar Gunnlaugsson
Árni Sævar Gunnlaugsson bif-
reiðarstjóri, Öldugranda 3, Reykja-
vík, lést á Borgarspítalanum 13.
þ.m. Árni Sævar fæddist 8.12.1950,
sonur hjónanna Bjarnveigar
Gunnlaugsdóttur og Gunnlaugs
Árnasonar.
Árni fór til sjós fimmtán ára að
aldri og stundaði sjómennsku
næstu tíu árin en eftir það var hann
mest við leigubílaakstur. Síöustu
árin ók hann eigin bíl á vörubíla-
stöðinni Þrótti.
Síðustu sjö árin bjó hann með
Sigurlínu Skaftadóttur og áttu þau
tvær dætur saman en fyrir átti
hann íjögur börn.
Útför hans verður gerð frá Foss-
vogskirkju, fóstudaginn 20.11.
klukkan 10.30.
Jón Sigtryggur Sigfússon, Ketu, Geirþrúður E. Ársælsdóttir, Breið- Magnús Sigurðsson, Valhöll, Vest-
Skógargötu 26, Sauðárkróki, andað- holti, Garðabæ, lést þriðjudaginn 17. mannaeyjum, andaðist á heimili sínu
ist þriðjudaginn 17. nóvember. nóvember. 18. nóvember.
Birna Einarsdóttir, Stórholti 22, lést
17. nóvember.
90 ára_____________________
Gestur Björnsson. Króktúni 11,
Akranesi, er níræður í dag.
80 ára_____________________
Elín Guðjónsdóttir, Lindartúni,
Vestur-Landeyjum, Rangárvalla-
sýslu, er áttræð í dag.
70 ára_____________________
Reynir Einarsson, Þinghólsbraut
43, Kópavogi, er sjötugur i dag.
60 ára_______________________
Jóna V. Pétursdóttir, Aðalgötu 5,
Siglufirði er sextug í dag.
50 ára________________________
Tryggvi Berg Jónsson, Fellsseli,
Lj ósavat nshreppi, Þingeyj arsýslu,
er fimmtugur i dag.
Sérverslun
með blóm og
shreytingar.
típi,) til kl. 21 öll A viilJ
OjjBlóm
wQskíi:jhiigar
Laugavegi 53, simi 20266
Sendum um land allL