Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1987, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987.
11
Utlönd
Kosningar_______________
Ozal fær meirihluta
Flest bendir nú til þess aö Turgut
Ozal, forsætisráðherra Tyrklands,
og flokkur hans muni fá hreinan
meirihluta á tyrkneska þinginu eft-
ir kosningarnar sem fram fara í
landinu í lok þessa mánaðar. Kosið
verður þann 29. nóvember en skoð-
anakannafnir sýna að forsætisráð-
herrann á miklu fylgi að fagna
meðal tyrkneskra kjósenda um
þessar mundir.
í skoðanakönnun, sem gerð var
fyrir tyrkneskt dagblað, voru nið-
Turgut Ozal forsætisráðherra.
urstöður þær að Móðurlandsflokk-
urinn, flokkur Ozal, myndi hljóta
liðlega fjörutíu af hundraði at-
kvæða í kosningunum. Fylgi þetta
myndi nægja flokknum til að fá tvö
hundruð og flmmtíu af fjögur
hundruð og fimmtíu þingsætum.
í síðustu viku sýndu skoðana-
kannanir aö flokkur forsætisráð-
herrans naut fylgis liðlega þrjátíu
og sjö prósent kjósenda, svo hann
virðist vera að auka við sig jafnt
og þétt.
í síðustu þingkosningum í Tyrk-
landi fékk Móðurlandsflokkurinn,
sem er íhaldssamur, tvö hundruð
fimmtíu og eitt þingsæti. Þá voru á
þingi aðeins fjögur hundruð þing-
menn, eða fimmtiu færri en nú.
Aðrir flokkar virðast samkvæmt
skoðanakönnunum þessum fá mun
minna atkvæðamagn og er sá
stærsti þeirra, flokkur sósíaldemó-
krata, aðeins með tæplega átján
prósent atkvæða.
Hefur kost-
að tugi
milljarða
Fjögurra ára borgarastyrjöld á Sri
Lanka hefur valdið tjóni sem nemur
nær tveim milljörðum Bandaríkja-
dala, eða um sjötíu milljörðum
íslenskra króna, að því er fjármála-
ráðherra landsins, Ronnie de Mel,
sagði í gær.
Ráðherrann fylgdi fjárlögum
landsins fyrir komandi ár úr hlaði í
gær. Sagði hann við það tækifæri að
meginverkefni stjórnvalda þar yrði á
næstunni að endurreisa efnahagslíf
landsins og koma því á réttan kjöl
að nýju.
Sagði hann að í tjcnatölum þeim,
er hann nefndi, væri aðeins reiknað
inn beint tjón af völdum átakanna
undanfarin ár. Bætti hann við að
óbeint tjón á landi, eignum og efna-
hag ríkis og þegna yrði aldrei hægt
að reikna út.
Talið er að um sjö þúsund manns
hafi fallið í átökunum á Sri Lanka.
Auk þess hefur hálf miljón manna
misst heimili sín. Meira en eitt
hundrað þúsund byggingar, á tólfta
þúsund fyrirtækja, um eitt þúsund
langferðabifreiðar og þrjú hundruð
skólar hafa orðið fyrir árásum og
meiri háttar skemmdum eða eyði-
leggingu.
Að sögn fjármálaráðherrans leitar
Sri Lanka nú fyrir sér um aðstoð
erlendis frá til enduruppbyggingar í
landinu. Alþjóðabankinn hefur látið
gera áætlun um þessa endurupp-
byggingu og er talið að kostnaður við
hana verði nær fjögur hundruð millj-
ónir Bandaríkjadala. Er áætlað að
enduruppbyggingin taki þrjú ár.
Sú aðstoö, sem Alþjóðabankinn
býður fram, er þó ekki nema brot af
því sem de Mel hefur sagt nauðsyn-
legt. Gerir ráðherrann ráð fyrir að
enduruppbygging landsins kosti lið-
lega tvo og hálfan milljarö Banda-
ríkjadala, eða nær hundrað milljarða
íslenskra króna.
Stjórnarhermenn á Sri Lanka lyfta særðum félaga sínum af flugvél eftir
bardaga við skæruliðahreyfingu tamila á norðurhluta eyjunnar.
Simamynd Reuter
GLÆSIVAGNAR Á GÓÐU VERÐI
Toyota Corolla DX, árgerð 1987,
sem nýr bíll, ekinn aðeins 5 þús.
km, 3ja dyra, litur grænsanseraður,
aðeins bein sala. Verð 440 þús.
Nissan Sunny, 1.6 SLX, 4x4, árgerð
1987, fallegur, fjórhjóladrifinn bill,
ekinn 16 þús. km, 5 gíra, vökva-
stýri, litur silfur og samlitir stuðar-
ar, aðeins bein sala. Verð 540 þús.
Mitsubishi Colt EXE, árgerð 1987,
ekinn aðeins 7 þús. km, litur hvítur,
samlitir stuðarar, útvarp, segul-
band, aðeins bein sala. Verð 420
þús.
Subaru Justy J-10, 4x4, árgerð
1987, ekinn aðeins 7 þús. km, 5
gíra, 5 dyra, útvarp, segulband, litur
hvítur, aðeins bein sala. Verð 390
þús.
Chevrolet Monza SL/E, árgerð
1986, ekinn 33 þús. km, 5 gíra,
vökvastýri, 4ra dyra, útvarp, segul-
band, litur dökkgrænn, skipti koma
til greina á ódýrari bifreið. Verð 470
þús
KAUPENDUR, ATHUGIÐ:
NÆSTU DAGA SELJUM VIÐ BÍLA Á
GÓÐUM KJÖRUM, T.D. SKULDA-
BRÉFUM 12-24 MÁNAÐA.
Subaru 1800, station, 4x4, árgerö
1987, ekinn aðeins 11 þús. km, 5
gira, vökvastýri, útvarp, segulband,
rafmagn í rúðum og speglum, drátt-
arkúla. silsalistar, grjótgrind, litur
blár, skipti koma til greina á ódýr-
ari Subaru Justy. Verð 700 þús.
BÍLAR VIÐ FLESTRA HÆFI.
GRAFARV0GUR
Sundakaffi opnar útibú í
Grafarvogi laugardaginn 21. nóvember kl. 7.00
Við bjóðum upp á meðal annars:
*
Heimllismat í hádeginu
*
Hamborgara og franskar
*
Grillaðar samlokur
*
Kaldar samlokur
*
Heítar pylsur
*
Glæsilega kaffiteríu
Opið alla virka daga frá kl. 7.00-20.30.
Laugardaga frá kl. 7.00-18.00.
Sunnudaga frá kl. 9.0(1-18.00.
SUNDAKAFFI
v/Dyrhamra, Grafarvogi