Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1987, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987. Frjálst.óháö dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr. Verð í lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Bænarskrár-andrúmslo ft Þegar 32 þingmenn senda bænarskrá til fiskveiði- nefndar, sem á að gefa Alþingi góð ráð í kvótamálum, er ljóst, að svo mikið er orðið valdaafsal löggjafans, að meirihluti þingmanna áttar sig ekki lengur á, að þeir fara enn formlega séð með löggjafarvaldið í landinu. Sjávarútvegurinn er bara eitt, en gott dæmi um reglu- gerðabáknið, sem er að myndast hér á landi. Fyrir löngu var varpað fyrir róða náttúrlegri stjórn framboðs og eftirspurnar í þessari atvinnugrein. Og upp á síðkastið hafa heimildir og reglugerðir tekið við af lögum. Nú orðið hefur einn lítt öfundsverður ráðherra laga- heimildir til að ákveða örlög útgerðar smábáta og frystitogara, staðsetningu rækjuvinnslu og framtíð sjáv- arútvegs á suðvesturhorninu, svo að dæmi séu nefnd. Sér til aðstoðar lætur hann semja mýgrút reglugerða. Því flóknari sem málin eru, þeim mun þyngra er að stjórna þeim með þessum hætti. Enginn ráðherra, nefnd og þingmannahópur getur séð fyrir hinar margvíslegu óbeinu afleiðingar út um allar trissur af tiltölulega góð- viljuðum tilraunum til að koma stjórn á sjávarútveg. Hart er deilt um kvótakerfið þessa dagana. Sumir fmna því allt til forráttu og aðrir telja það allra meina bót. Verst er, að hvorir tveggja hafa nokkuð til síns máls. Kvótakerfið hefur sumpart góð áhrif og sumpart vond. En einkum hefur það þó ófyrirséð áhrif. Mest er deilt um, hverjum beri kvótinn. Margir harma, að hann fylgir skipum og þar með útgerðinni beint og sjómönnum óbeint, en ekki fiskvinnslu eða sveitarfélögum. Eftir á að hyggja er orðið ljóst, að hand- höfum kvótans hafa verið afhent gífurleg verðmæti. Svo er nú komið, að söluverð notaðra fiskiskipa end- urspeglar fyrst og fremst kvótann, sem fylgir í kaupbæti. Ennfremur sogast skip af suðvesturhorninu til annarra landshluta vegna mismununar í kvóta, sem kerfið hefur komið á fót til að efla jafnvægi í byggð landsins. Til er leið, sem getur grisjað myrkvið laga, heimilda og reglugerða og hleypt inn birtu hinnar gömlu sjálf- virkni markaðsins, sem við höfum í ár séð ná árangri í hinum nýju fiskmörkuðum. Æ fleiri benda á þessa leið, sem felst í, að kvótinn verði seldur hæstbjóðandi. Út af fyrir sig varðar ekki mestu, hvort kvótinn er gefinn eða seldur. Aðalatriðið er, að hann geti gengið kaupum og sölum, svo að hann fmni verðgildi sitt á sjálf- virkan hátt. Það leiðir til, að fiskveiðin færist á hendur þeirra sjómanna og skipstjóra, sem bezt kunna til verka. Þorkell Helgason prófessor lagði nýlega til, að 20% kvótans yrðu seld árlega í fimm ár. Hér í blaðinu bar Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður upp, að kvótinn yrði seldur í árlegum 10-20% áfóngum. Báðir eru að reyna að vísa á milda leið til markaðskerfis. Gallinn er, að hvorki fólk né ráðamenn skilja, hvílíkt þjóðfélagslegt réttlæti felst í frjálsri kvótaverzlun. Þess vegna mun verða reynt í lögum, heimildum og reglu- gerðum að setja markaðnum þröngar skorður með alls konar parta-réttlæti, það er að segja sérhagsmunum. í rauninni er þjóðin ekki næm fyrir skynsemi í skipu- lagi sjávarútvegs. Sem dæmi má nefna, að útvegsmenn samþykktu nýlega að hafna frjálsu fiskverði, bara til að spara sér óþægindi af viðræðum við sjómenn. Undir niðri vildu útvegsmenn helzt friðsælt ríkisverðlag. í þessu andrúmslofti er ráðherra gerður að slíkum einræðisherra, að þingmenn hafa gleymt löggjafarvaldi sínu og eru farnir að senda bænarskrár að gömlum sið. Jónas Kristjánsson Fiskveiðistjórnun með kvótasölu Nú er aö koma í ljós að ekki er unnt að ná fram helstu þjóðhags- legu markmiðum varðandi útgerð á íslandi án kvótasölu eða auð- lindaleigu á annan hátt. Á miðjum síðasta áratug bentu margir á þetta. Minnast má á prófessor Gylfa Þ. Gíslason en hann hefur kennt fiskveiðihagfræði í Háskóla íslands í mörg ár eftir að hann lauk stjórnmálastörfum. Kristján Frið- riksson í Últíma ritaði mikið um málin og ílutti fyrirlestra um land allt. Svo voru ýmsir aðrir sem einn- ig rituðu í sömu veru og greinar- höfundur var einn þeirra. í lok síðasta áratugar varð einnig ljóst að íslensk pólitík yrði ekki mót- tækileg fyrir þeim rökum fyrir auðlindaskatti sem reynt hafði ve- rið að kynna með þjóðinni. Ástæð- an fyrir því er hin sama og svo oft áður. íslenskir alþingismenn sjá sumir hverjir svona rétt fram fyrir nefið á sjálfum sér. Nú hafa hlutir gerst sem marka ný þáttaskil í málinu. Nú heyrist af hvers manns vörum að nauðsynlegt sé að selja kvóta af hendi hins opinbera. Hvers vegna eru menn orðnir vitrir nú? Vegna þess að fólkið horfir nú upp á það að skip eru seld á milli landshluta fyrir upphæðir sem eru e.t.v. hundrað milljónum hærri en sem nemur verðmæti skipanna. Allt í einu sér fólk að það er verið aö selja aðgang að þorskveiöum en ekki skip. Þetta mátti allt sjá fyrir en málið þarf að verða áþreifan- legt. Allt í einu er kvótaguðinn orðinn að skurðgoði. Að æfla sér að framselja takmörkuð veiðirétt- indi varanlega til tiltekinna og fárra útgerða á grundvelli „veiði- reynslu" frá þremur árum í byrjun þessa áratugar er brjálæðisleg hug- mynd. Að LÍÚ skuli vilja það er eins auðskiljanlegt og þegar franski aðallinn barðist gegn landakröfum almennings í Frakk- landi síðla á átjándu öld. Ef einhver samtök hafa komist yfir forréttindi munu þau aldrei af fijálsum vilja gefa þau eftir. Adam gamli Smith, forfaðir hagfræðinnar, lýsti þessu betur en aörir fyrir rúmum tveim- ur öldum. Allir vilja bindast samtökum um forréttindi og hindra síðan frekari aðgang ann- arra að þeim. Fuglabændur vilja koma sér upp eggjakvóta og kjúkl- ingakvóta, enginn má selja gler- augu nema optikerar, tannlæknar hafa verið grunaðir um að þrengja aðgang að háskólanámi, flugum- ferðarstjórar hafa staðið vörð um sín forréttindi, mjólkur- og kinda- kjötsframleiðsla er bundin í kvótum og fleira og fleira. Svo segja stjómmálamenn að semja skuli fiskveiðistjórnunarfmmvarp í samráði við hagsmunaaðila. Þá vaknar spurningin: Hverjir em hagsmunaaðilar? Hverjir eru hagsmunaaðilar? Svariö er einfalt. Það eru allir íslendingar. Auðvitað eru útgerð- imar hagsmunaaöilar en það em einnig fiskvinnslumar í landi, allar ungu kynslóöimar, sem ætiað hafa að hasla sér völl í sjávarútvegi, all- ur almenningur sem metið hefur fiskveiðiauðlindina sem íslenska og fyrir íslendinga. Einnig skatt- borgarar landsins, sem greitt hafa rekstur allra opinberra stofnana, sem unnið hafa aö því að koma stjórn á fiskveiðimálin, þannig að ofveiði mætti minnka og útgerðar- kostnaður yrði hóflegur. íslending- ar hafa staðið saman um að stefna að meginmarkmiðum í þessu máli en nú er þröngur hópur hagsmuna- aðila og stjórnmálamanna sem segir: „Veiðirétturinn á að breytast í eignarrétt í höndum tiltekinna útgerða." Þá kippast margir við. Állar aðrar atvinnugreinar á ís- landi eru einnig hagsmunaaðilar KjaUariim Dr. Jónas Bjarnason deiidarstjóri hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins málsins. Gengi íslensku krónunnar hefur að miklu leyti miðast við „dulbúna skattlagningu" á sjávar- útvegi. Stundum voru mörg gengi notuð en langtímum saman var ís- lenska krónan of hátt skráð. Tekjur sínar af sjávarútvegi tók ríkið svo með tollum á innflutningi. Þá kvartaði útflutningsiðnaðurinn vegna samkeppnisstöðu sinnar. Hrært hefur verið í tollskránni með mjög ómarkvissum hætti og allir heildsalar vita hvað mikið púöur fer í „tollskrárfrumskóginn" og stöðuga óvissu af þeim sökum. Þeg- ar betur er að gáð kemur í ljós að stærstur hluti vandamála af þessu tagi stafar frá sjávarútvegi. Þess vegna er allt þjóðfélagið hags- munaaðili í málefnum fiskveiði- stjómunar á íslandi. Hvaða rök mæla með opinberri kvótasölu eða veiðileyfasölu? Eftirfarandi meginrök eru fyrir sölu veiðikvóta eða veiöiheimilda: 1. Með slíku er unnt að stjóma fiskveiðikostnaði þannig að hann verði í lágmarki miðað við afla, heildarafla eða afla ein- stakra tegunda. 2. Meö opinberri kvótasölu til tiltekins tíma færist veiöiréttur- inn yfir á þá aðila sem hæfastir eru. Þeir vanhæfu detta út. 3. Með sölunni fást tekjur sem jafngilda eðlilegri ávöxtun af auðlindinni. Tekjumar má nota á opinberum vegum, m.a. til þess að halda uppi rannsóknum í sjávarútvegi. 4. Meö sölunni er komið í veg fyrir „lénsvald" í sjávarútvegi, en slíkt fær ekki staðist í ís- lensku þjóðfélagi. 5. Komið er að mestu í veg fyrir pólitíska spillingu í tengslum við úthlutun veiðiréttinda. Almenn- ar reglur koma í staðinn fyrir fyrirgreiðslukerfi. 6. Eðlilegt ástand skapast á milli fiskveiða og fiskvinnslu í iandinu en með tekjum af kvóta- sölu er unnt að bæta fjárfesting- arforsendur í fiskvinnslu. 7. Þá gefst kostur á því að auka nýtingu á vannýttum fiskteg- undum og ýmsum úrgangi í sjávarútvegi vegna þess að út- gerðin borgar þá auðlindaskatt af „rjómanum“ (botnfiski) en engan af „undanrennunni“. Meðan einhver hefur sérréttindi til þess að hirða rjómann hendir hann undanrennunni. Þetta at- riði hefur ekki verið í umræö- unni að undanförnu. Mótsögn í þessu máli verður nú sífellt aug- ljósari. Þeir hörðustu og frek- ustu slást um rjómann og mjólkina og nota hagnaðinn á þjóðfélagslega óhagkvæman hátt. Þeir sem vilja koma inn nýir í greinina verða að kaupa veiðiréttinn af „lénsherrunum“ fyrir morð fjár eða snúa sér aö vonlausri undanrennu. Hag- kvæmt er að þeir hæfustu ryðji nýjar slóðir en ekki byrjendurn- ir. Nokkrir ókostir geta að sjálf- sögðu einnig fylgt. Endurskoða verður framkvæmd byggðastefnu í leiðinni en það vandamál veröur ekkert meira þótt auðlindaskattur verði tekinn upp. Hætt er við að frystiskipaútgerðir geti í byrjun frekar keypt kvóta en aðrar útgerð- ir en ekki er víst að kvótasalan hafi nein óheppileg áhrif á frysti- togaramálin. Oft er þörf en nú er nauðsyn Það er löngu ljóst að íslendingar munu berast á banaspjótum í þessu máli ef ekki er tekið ráð í tíma. Það er hverjum sæmilega skýrum manni ljóst að ekki gengur að beita öllum helstu stofnunum þjóðarinn- ar til þess að ná fram takmörkun- um í veiðisókn og færa jafnhliða ávinninginn af því starfi varanlega í hendurnar á tilteknum hags- munahópi. Bein afleiöing af hámörkun afla með opinberri veiðistjóm og mikilli takmörkun á veiðiheimildum er myndun gífur- legra verðmæta, sem eru seljanleg á ca þrjá milljarða króna eins og er og mun sú upphæð fara vaxandi með ári hverju. Handhafar þessa veiðiréttar gætu einfaldlega fengið leppa fyrir sig til að stunda veiðina og búið sjálfir suður á Kanaríeyjum og fengið tékkann sendan í pósti reglulega. Vitanlega munu skylm- ingaþrælar verða áfram sendir út af örkinni til að verja slíka hags- muniog hóta öllum sem gera tilkall til umræddrar köku. Hið brýnasta i málinu nú er að Alþingi marki þegar stefnu um veiðileyfasölu þannig að tekið verði strax fyrir kvótasölu á milli út- gerða þótt skip verði seld. Auö- lindaskatturinn verður síöan að taka mið af fjölmörgum sjónarmiö- um svo alls réttlætis sé gætt. Núverandi handhafar veiðiréttar eiga vissulega rétt sem ekki má taka af þeim umsvifalaust. En öll viðbótarverðmæti verður að selja með tekjum fyrir hið opinbera. Sennilega er réttast að marka stefnuna strax og hefja síðan gjald- töku i skrefum. Dr. Jónas Bjarnason „Hiö brýnasta 1 málinu nú er að Al- þingi marki þegar stefnu um veiðileyfa- sölu þannig að tekið verði strax fyrir kvótasölu á milli útgerða þótt skip verði seld.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.