Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1987, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1987, Blaðsíða 45
FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987. 4? Fréttir Þór Mýrdal, flugmaður vélarinnar sem kviknaði í við Selfoss: Hugsaði að þetta væri okkar síðasta stund - Þór liggur nú með brunasár á sjúkrahúsi Þór Mýrdal liggur á Landspítalanum. Hann er hafður i einangrun vegna brunasára. Hann hefur hjá sér sjón- varps- og myndbandstæki og er búinn að horfa oft á slysið. Bróðir Guðjóns, Logi, var staddur af tilviljun á fiugvellinum með ný upptökutæki og var ætlun hans að taka myndir er þeir félagar Þór og Guðjón hæfu sig á loft á leið til Reykjavíkur. Myndir Loga af slysinu eru einstakar og sýna þær atburðarásina mjög vel. DV-mynd: KAE. „Ég hugsaði að þetta væri okkar síðasta stund og þannig myndi ég þá enda eftir allt. Ég var búinn að sætta mig við örlögin þótt erfitt væri. Samt varð ég að halda ræn- unni og var ákveðinn í að gefast ekki upp,“ sagði Þór Mýrdal flug- maður er hann rifiaði upp þegar hann lenti logandi flugvél við flug- völlinn við Selfoss á föstudag. Þór hggur nú í einangrun á sjúkrahúsi vegna brunasára. Þór var í vélinni ásamt félaga sín- um, Guðjóni Benediktssyni. Þeir fóru á Selfoss án erindis, voru að- eins að leika sér. Þór segir að véhn hafi verið í góðu ásigkomulagi. Flugvéhn var nýlega komin úr við- gerð. „Við urðum einskis varir þegar við fórum í loftið' Skömmu síðar sáum við reyk leggja undan vélar- hlífinni. Guðjón varð fyrri til að sjá að eitthvað var að. Þegar ég leit út um hliðarglugga sá ég að eld lagði frá vélarhúsinu. Það var tvennt fyrir mig aö gera. Að lenda aftur á brautinni sem við vorum að fara af en við það hefðum við farið fram af henni og út í á. Hinn kosturinn var að snúa véhnni og reyna lend- ingu á austur-vestur brautinni. Við tókum þann kostinn. Þegar ég hugsa til baka er ég sannfærður um að við tókum betri kostinn. Sáum ekki handa okkar skil í beygjunni virðist sem eldurinn hafi magnast mikið. Ég var þá far- inn að brenna á fótunum. Ég man ekki til þess að ég hafi fundið mik- ið til, ég var það upptekinn við að reyna að lenda vélinni. Sfiórnklef- inn fylltist strax af reyk. Þótt við opnuðum húsið breyttist ástandið lítið til hins betra. Reykurinn var það mikih að við sáum ekki handa okkar skil. Ég var ekki viss úm hvort ég hefði lyft hjólunum upp. Ég varð að þreifa til að finna stöng- ina til að athuga í hvaða stihingu hún væri. Ofrisið varð okkur til lífs Þegar reykurinn var hvað mestur og viö sáum ekki neitt og áttuðum okkur reyndar ekki á í hvaða stell- ingum vélin var ofreis hún skyndi- lega. Við það sá Guðjón út og gátum við þá áttað okkur á hvar við vor- um. Ákváðum við þá að reisa hana aftur. Ég er sannfærður um að sú tilviljun að vélin ofreis hafi orðið okkur til lifs. Vélin kom niður á hjóhn og skall síðan á framhjóhð sem skaust af. Vélin fór síðan yfir sig og stöðvað- ist á hvolfi. Enginn eldur sást í stjómklefanum og inni var mikið myrkur og sót um allt. Við lágum í kuðung undir mælaborðinu. Ég sá eina leið til áð komast út úr brennandi vélinni, var það um gat sem var um 20 sinnum 40 sentí- metra stórt. Við fórum báðir út um gatið. Okkur ber ekki saman um hvor okkar hafi farið út á undan. Ég er nokkuð viss um að ég hafi farið fyrr út þar sem gúmmíþétt- ing, sem var í gatinu, hékk um hálsinn á mér þegar ég var kominn út. Það var ótrúleg tilfinning að finna fóstuijörðina aftur. Eins var það ólýsanlegt þegar við Guðjón horföumst í augu - báðir lifandi og lítið meiddir. Á því átti ég ekki von þegar útlitið var hvað verst. Mátti engu muna Fáum sekúndum eftir að við vor- um komnir út úr vélinni varð hún alelda - þannig að engu mátti muna. Svo mikið er víst að þetta er lífsreynsla sem ég mun aldrei gleyma,“ sagði Þór Mýrdal. Þór hóf flugnám árið 1972. Hann flaug ekkert í átta ár. Vinur hans fórst í flugslysi árið 1975. Flugvél hrapaði og eldur kviknaði í henni. Engum tókst að koinast út úr vél- inni. Eftir það slys flaug Þór ekki aftur fyrr en á árinu 1983. Þór sagði að hann hefði hugsað til þessa slyss þegar hann var í logandi véhnni og fannst sem allar bjargir væru bannaðar. Ætlar aö fljúga á ný Þór Mýrdal er giftur og á 12 ára gamla dóttur. Hann hggur nú á Landspítalanum með fyrsta og annars stigs bruna á fótum. Hann er meira brenndur á vinstra fæti þar sem hann átti ekki eins gott með að færa hann til í flugvélinni. ^ Þór á eftir að vera á sjúkrahúsi í tíu til fimmtán daga til viðbótar. Hann segist ákveðinn að fljúga á ný. Þór á erfitt með að gera sér í hugarlund hvemig eldurinn kviknaði. Hann segist þó helst halda að vökvakerfi fyrir flapsa og hjól hafi bilað og það hafi orðið til þess að eldur braust út. Véhn var af gerðinni North American NA-145 Navion. Hún var smíðuö árið 1947. Vélin kom til íslands árið 1953. Þór hefur ásamt fleiri aðilum átt vélina í þrjú ár. Þór sagði að TF-AIE hefði verið góð flugvél og væri mikil eftirsjá að henni. -sme ísungi, fyrirtæki Sambands eggjaframleiðenda: Fær 5 milljóna lán hjá Stofhlánadeild Samband eggjaframleiðenda hef- ur fengið lánsloforð frá Stofnlána- deild landbúnaðarins upp á 5 milljónir króna vegna uppbygging- ar fyrirtækisins ísunga sem er útungunar- og uppeldisstöð fyrir hænuunga. Þessar upplýsingar fékk DV hjá Stefáni Valgeirssyni, formanni bankaráðs Búnaöar- bankans. Stefán sagði aö lánið væri veitt vegna uppbyggingar fýrirtækisins en heildarkostnaöur viö húsbygg- ingu og tæki er á mihi 20 og 25 milijónir króna. „Samkvæmt reglum Stofnlána- deildar á ísungi rétt á lánveitingu fVrir allt að 50% af kostnaði. Sótt var um lán á bilinu 10 til 12 milijón- ir króna en loforð fékkst fyrir flmm milljónum," sagði Stefán. Aöspuröur sagði Stefán að þetta lánsloforð þýddi ekki að lokað hefði verið á frekari lánveitingar til is- unga en ástæðuna fyrir því að ísungi fékk ekki þá upphæð, sem fyrirtækið hefði rétt á, sagði Stefán fjárskort Stofnlánadeildarinnar. „Það er erfitt að lána þegar viö vit- um ekki hvaða peninga við fáum,“ sagði Stefán. „Þaö er nauösynlegt aö byggja upp fyrirtækið þvi að vegna sjiik- dóma þarf sérstaka útungunarstöð og síöan þarf aö ala ungana upp annars staðar. Þarna eru bæði framleiddir kjötfuglar og varphæn- ur og það eru framleiðendur sem standa að fyrirtækinu," sagöi Stef- án. Stefán var spurður að því hvers konar lán ísungi fengi. Hann sagði að í gangi væru tvenns konar lán frá Stofnlánadeild, annars vegar til kaupa á útbúnaði og hins vegar vegna byggingarframkvæmda. Lán til húsbygginga eru til lengri tíma en hin til skemmri en Stefán sagði það óákveðið hvort lánið ísungi fengi. í samtah við DV sagöi Leifur Jó- hannesson hjá Stofnlánadeild landbúnaðarins að ahar lánveit- ingar væru trúnaðarmál deildar- innar og lánþega og neitaði hann að gefa upplýsingar um þessa fyrir- greiöslu. -ój son, formadur Sambands eggjaframleiðenda, Geir Gunnar Geirsson, eggjabóndi á Vallá, Helgi Magnússon lögfræðingur og Einar Eiriksson, form- aður Félags alifuglabænda. Til hægri eru þeir Gisli isleifsson, lögfræðingur hjá Verðlagsstofnun, og Kristinn Briem. Eggjabændur: Með frest til mánudags „Á fundinum settum við það skil- yrði aö eggjabændur féllu frá samráði sínu um eggjaverð og fengu þeir frest fram til mánudags til þess að koma því á framfæri á fundi í sín- um samtökum," sagði Gisli ísleifs- son, lögfræðingur hjá Verðlagsstofn- un. í samtali við DV, þegar hann var spurður að því hvað fram hefði farið á fundi með eggjabændum. „Þessi fundur fór mjög vel fram, en þeir koma hingað aftur klukkan 11 á mánudagsmorgun og gera okkur þá grein fyrir niðurstöðu sinni. Það er ekki eggjaverðið sjálft sem við erum að gagnrýna heldur samráðið sem njenn höfðu til þess að koma h'd á," sagði Gísli. Geir Gunnar Geirsson, eggjabóndi á Vallá, en hann var einn þeirra sem sat fundinn, sagði að eggjabændur myndu að líkindum hittast um helg- ina til að ræða málin en ekki vildi hann tjá sig um hugsanlega niður- stöðu málsins. -ój

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.