Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1987, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1987, Blaðsíða 42
»42 FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987. Jarðarfarir Merming Baldur Þórhallsson lést 10. nóvemb- er sl. Hann fæddist á Djúpavogi 8. mai 1915, sonur Kristbjargar Sveins- dóttur og Þórhalls Sigíryggssonar. Baldur hóf ungur trésmíðanám í Reykjavík og lauk sveinspróii í húsa- smíði. Síðustu árin starfaöi hann sem húsvörður í Búnaðarbanka íslands. Eftirlifandi eiginkona hans er Guð- rún Sigurðardóttir. Þau hjónin eignuðust eina dóttur, eina dóttur hafði hann eignast fyrir hjónaband. Útfór hans verður gerð frá Fossvogs- kirkju í dag kl. 13.30. Árni Sævar Gunnlaugsson bifreið- arstjóri, Öldugranda 3, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 20. þ.m. kl. 10.30. Björn Ragnar Hjálmarsson, Hrafn- istu, verður jarðsunginn frá Foss- vogskapellu í dag, fimmtudaginn 19. nóvember, kl. 15. Erlendur Páll Grímsson bifvéla- virki, Selsvöllum 14, Grindavík, verður jarðsunginn frá Neskirkju, Reykjavík, föstudaginn 20. nóvember kl. 13.30. Jarðsett verður í Grindavík. Jarðarfór Guðlaugar Oddsdóttur, sem lést 13. nóvember, fer fram frá Hofskirkju, Öræfum, laugardaginn 21. nóvember kl. 14. Ásta Pálsdóttir, Silfurgötu 1, Stykk- ishólmi, andaðist í St. Fransiskuspít- alanum í Stykkishólmi 15. þ.m. Útfórin fer fram frá Stykkishólms- kirkju laugardaginn 21. nóvember kl. 14. Útfor Bjarna Óskars Frímannsson- ar, fyrrverandi oddvita frá Efri- Mýrum, Austur-Húnavatnssýslu, fer fram frá 'Kefiavíkurkirkju laugar- daginn 21. nóvember kl. 14. Sætaferð frá Fremstagili, Blönduósi, að morgni sama dags. Katrín Hildibrandsdóttir verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnar- firði föstudaginn 20. nóvember kl. 13.30. Steinþóra Sigurbjörnsdóttir, Dval- - arheimilinu Höfða, áður húsfreyja Þyrli, sem lést 10. nóvember, verður jarösungin frá Hallgrímskirkju í Saurbæ, laugardaginn 21. nóvember kl. 14. Svanur Ágústsson matreiðslumeist- ari, Espigerði 2, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 20. nóvember kl. 15. Útfór Þorláks Björnssonar frá Eyj- arhólmum í Mýrdal, fer fram frá Skeiðflatarkirkju í Mýrdal laugar- daginn 21. nóvember kl. 14. Kveðjuat- höfn verður í Selfosskirkju sama dag kl. 10.30. Happdrætti Happdrætti samtaka um byggingu tónlistarhúss Fyrirhugað var að draga í happdrætti Samtaka um byggingu tónlistarhúss 14. nóvember nk. i beinni útsendingu sjón- varpsins frá tónleikum í Reiðhöllinni. Af ýmsum ástæðum reyndist ekki unnt að halda tónleikana á þeim degi. Kom þar margt til. Lögregíustjóri haföi ákveðið að tónleikarnir þar mættu ekki standa nema til kl. 19. Erfitt var að samræma tíma þeirra fjölmörgu listamanna sem ætla að koma fram og plötuútgáfa í tengslum við tónleikana hefur tafist. Hefur því stjórn samtakanna ákveðið með leyfi dóms- málaráðuneytisins að fresta drætti til laugardagsins 9. janúar nk. og Veiour þá - dregið á tónleikum f Háskólabíói í beinni útsendingu sjónvarpsins. Tilkynriingar Lögfræðiaðstoð laganema Orator, félag laganema, er með ókeypis lögfræðiaðstoð fyrir almenning á fimmtudagskvöldum í vetur milli kl. 19.30 ^pg 22 í síma 11012. Hádegis-selló Félagar í Sinfóníuhljómsveit Is- lands hafa nokkrir komið fram á Háskólatónleikum í Norræna hús- in og leikið stutta einleikstónleika, sem er útaf fyrir sig alveg ljómandi gott. í gær var þarna nýr sellisti en hann hefur verið fyrsti maður í sinni deild í hljómsveitum hér og þar, síðast i Barselónu á Spáni. Heitir sá Richard Talkowsky, hann er Bandaríkjamaður og er nýsestur í sellódeildina í SÍ. Efnisskráin var aðeins eitt verk og það ekki nema í meðallagi langt. Sellósvíta eftir spánska sellósnill- inginn Gaspar Cassade, sem eru útaf fyrir sig ekki svo þunnar trakt- eringar í hádeginu í miðri viku. Cassade (1897-1966) er einn af „gömlu meisturunum" sellósins, Tónlist Leifur Þórarinsson: nemandi Casals, og vakti þegar heimsathygli á barnsaldri. Það er því áhugavert að heyra hvað hann hafði til málanna að leggja á sviði tónsmíða. Þessi svíta, sem er í þrem og hálf- um þætti, er áreiðanlega mjög erfið, það heyrði maður. Hún er í einhverskonar spænskum alda- mótastíl (Albeniz, De Falla o.s.frv.), þar sem söngdansinn er sífellt í bakgrunni. En það er ekki hægt að segja að Talkowsky hafi tekist að halda athygli manns glaövakandi frá byrjun til enda, til þess voru of margir lausir þræðir á flutningn- um. Þetta er tilfinningamúsik sem verður að flytjast með miklum funa og fullkomnum „tæknibúnaði" ef hún á að njóta sín. Slíkt hafa svo fáir á sínum snær- um og tónskáldið Cassado er heldur enginn leiftrandi Bach sem geislar í gegnum bletti og hrukkur og hvað annað sem á gengur. -LÞ Richard Talkowsky sellóleikari. DV-mynd KAE ígærkvöldi Hafsteinn Austmann listmálari: Skrrtnar fréttir Ég hlustaði á óvenjumarga fréttatíma í útvarpi í gær á rás 1 og 2 og þaö fór svolítið í taugarnar á mér að aðalfréttin, sem mest er talaö um, er um einhvern Bjarna Sigurðsson sem vinnur úti í Noregi ^og hefur fengið atvinnutilboð í Sví- þjóð. Er það nú svo fréttnæmt. í kvöldfréttum rásar 1 var spaugi- leg fréttin um kjot sem verið var að telja undir lögregluvernd. Og enn er Reagan í vandræðum vegna íransmálsins. Ég sleppti síðan báð- um fréttaþáttum sjónvarpsstöðv- anna. Síðan náði ég góðum umræðum um Tjarnarmálið milli Davíös Oddssonar og Flosa Ólafs- sonar og styð ég frekar Flosa í þessu máli. Reyndar hef ég löngum verið hissa á framkvæmdum innan Reykjavíkur eins og að hafa flug- völl á einu besta byggingarsvæði borgarinnar. Ég bíð bara eftir því að flugvél steypist yfir Alþingis- húsið og nýja ráðhúsið og sópi þeim báðum burt í einu. Ég skipti síðan yfir á Ríkissjón- varpið og sá þátt um Jóhann Kon- ráðsson frá Akureyri. Ég er sjálfur nýkominn þaðan og vakti þáttur- inn athygli mína. Annars finnst mér fréttaflutningur oft skrítinn þaðan, þar sem oft er fjallað um ófréttnæm mál en til dæmis ekkert sagt frá opnun nýs sýningarsalar fyrir listamenn þar nyrðra. Meira mætti einnig gera af þáttum um listamenn á meðan þeir eru enn lifandi. Síðan var Kolkrabbinn á dagskrá. Mér finnst ítalskan fallegt mál að hlusta á. Á eftir honum var endur- tekinn þáttur um Thorvaldssen. Björn Th. Bjömsson er einn af okk- ar bestu sjónvarpsmönnum. Ég vil láta breyta titli margra manna sem kalla sig listfræðinga, þeir mættu frekar kalla sig listsögufræðinga því að þeir eru oft sérmenntaðir í ákveðnu tímabili en ekki í stakk búnir til þess að gefa krítík fyrir önnur. Háskólafyrirlestur Föstudaginn 20. nóv. heldur prófessor Alec Garner, frá University of London, fyrirlestur á vegum læknadeildar Há- skóla íslands í Eirbergi á Landspítalalóö. Fyrirlesturinn nefnist „Pathology of the Diabetic Eye“. Fyrirlesturinn hefst kl. 14.30 og er öllum heimill aögangur. Ölfuskórinn með útimarkað Ölfuskórinn verður með útimarkað í Austurstræti föstudaginn 20. nóvember frá kl. 14. Á boðstólum verður rabarbara- sulta, broddur, þurrskreytingar, fatnað- ur og fleira. Útimarkaðurinn er haldinn í fjáröflunarskyni fyrir fór kórsins til ísraels um jólin. Starfsmannafélagið Sókn Fundur stjórnar og trúnaðarráðs Starfs- mannafélagsins Sóknar haldinn 19.10. ’87 sendir frá sér svohljóðandi ályktun: „Stjórn og trúnaðarráð Starfsmannafé- lagsins Sóknar mótmælir harðlega fyrir- huguðum söluskatti á matvæli. Slík kjaraskerðing bitnar Jiarðast á þeim er síst skyldi. Þá átelur stjórn og trúnaðar- ráð Starfsmannafélagsins Sóknar ríkis- stjórnina og borgarstjórn Reykjavíkur harðlega fyrir þá hækkun á opinberri þjónustu er dunið hefur yfír undanfarið. Opinber þjónusta hefur hækkað langt umfram þær kjarabætur er fengust fram 1. október sl. Stjórn og trúnaðarráð Starfsmannafélagsins Sóknar lýsir undr- un sinni á aðgerðum þessum á hendur alþýðu landsins á þessu síðasta misseri gildandi kjarasamnings, og bendir á að fólk með laun á bilinu 29.975 til 36.686 hefur ekki greiðsluþol til að bera slíkar álögur. „Verbúðin“ ný búð í hjarta borgarinnar. Enn eykst fjölbreytnin í verslunarlífi Gamla miðbæjarins með tilkomu „Ver- búðarinnar" við Skólavörðustíg. Eigend- ur eru Einar Guðnason matsveinn og Helga Kristmundsdóttir. Helga og Einar Félagsmiðstöð Geðhjálpar að Veltusundi 3b, er opin á fimmtudögum kl. 20-22.30, laugardögum og sunnudög- um kl. 14-18. Einnig hefur Geðhjálp opna skrifstofu alla virka daga kl. 10-14 þar sem seld eru minningarkort félagsins og veittar upplýsingar um starfsemina. Sími 25990. Hörpuskin Málningarverksmiðjan Harpa hf. hefur sett á markaðinn nýja innanhússmáln- ingu sem nefnist Hörpuskin. Þessi nýja málning hefur 10% gljástig sem gerir hana bæði áferðarfallega og auðvelda í þrifum. Hörpuskin er einkum ætlað á steinveggi innanhúss, er einfóld í notkun og þekur mjög vel. Hörpuskin er fáanlegt í 10 staðallitum en völ er á fleiri litum með blöndun við aðrar málningartegund- ir Hörpu. Upplýsingamiðstöð ferðamála hefur aðsetur að Ingólfsstræti 5. Þar eru veittar allar upplýsingar um ferðalög á íslandi og það sem er á döfmni í borg- inni. Opið mánudaga til föstudaga kl. 10-16 og laugardaga kl. 10-14. Sími 623045. munu einatt bjóða upp á fisk í miklu úrvali og munu ávalt vera reiðubúin til að aöstoða viðskiptavinina með holl og broshýr ráö í matargerðinni. Boðið verð- ur upp á það sem hugurinn gimist hverju sinni, tilbúið í pottinn eða á pönnuna. Verbúðin er opin kl. 10-18.30. Kynning hjá Hugi hf. Dagana 20. og 21. nóvember nk. heldur Hugi hf. kynningu á Roland DG tölvu- teiknurum, GTCO hnitaborðum og Generic CADD teiknikerfinu í húsakynn- um Tölvufræðslunnar, Borgartúni 28, 3. hæð. Á kynningunni verður í fyrsta sinn sýnd á Islandi vél til módelgerðar frá Roland DG. Tæki þetta, kallað CAMM-3, er fræsir sem stjórnaö er með PC-tölvu og teikniforriti. Tækið fræsir í mismun- andi efnl og vinnur með tlöt sem er 180 mm langur, 150 mm breiður og 150 mm djúpur. Kynningin verður opin frá kl. 10-18 fóstudag20. nóv. og 10-16 laugardag 21. nóv. Henrik Héden eigandi H-Data í Svíðþjóð, sem er endursöluaðili Roland DG þar í landi, verður með báöa dagana og mun veita allar upplýsingar ásamt starfsmönnum Huga hf. FAAS Félag aðstendenda Alzheimersjúklinga er með símatíma í Hlíðarbæ við Flóka- götu á þriðjudögum kl. 10-12 í síma 622953. Ráðstefna Ráðstefna Bandalags kvenna í Reykjavík, um illa meðferð á börnum, haldin að Hallveigarstöðum 31. október 1987, lýsir yfir áhyggjum vegna þess hve illa er búið að börnum og foreldrum þeirra í íslensku samfélagi, þar sem þeim gefst skaðlega lítill tími til samskipta vegna vinnuálags, skortur er á öruggri gæslu og samræmd- um vinnudegi foreldra og barna. þess vegna skorar ráðstefnan á yfirvöld að huga alvarlega að því aö hlúa betur að börnum og foreldrum þeirra. í því felst besta fjárfesting íslensks þjóðfélags til framtíðar. Skemmtikvöld Grafík í Duus-húsi Hljómsveitin Grafik hefur nú gefið út sína fimmtu hljómplötu og hefur hún hlotið nafnið Leyndarmál. Þetta nýjasta afkvæmi hljómsveitarinnar virðist fá mjög góðar viðtökur, m.a. fóru tvö lög af breiðskífu þessari, Presley og Prins: essan beint inn á vinsældalistana. I kvöld, fimmtudagskvöld, stillir Grafík upp í Duus-húsi og kynnir Leyndar- mál. Hljómsveitina skipa : Rafn Jóns- son - trommur, Baldvin Sigurðsson - bassi, Hjörtur Howser - hljómborð, Rúnar Þórisson - gítar og Andrea Gylfadóttir - söngur. Hóamarkaður Flóamarkaður á vegum D-ll, Kleppsspítala verður hald- inn í samkomusal Kleppsspítala laugar- daginn 21. nóvember nk. kl. 14-16. Mikiö úrval góðra hluta og ódýrra. Ágóðinn rennur í ferðasjóð vistmanna. Tórúeikar Einieikaraprófstónleikar Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur ein- leikaraprófstónleika í Bústaðakirkju fóstudaginn 20. nóvember nk. kl. 20.30. Á efnisskrá eru þessi verk: Kanon fyrir strengjasveit eftir J. Pachelbel, Konsert í A-dúr fyrir fiölu og hljómsveit eftir W.A. Mozart og Oktett eftir F. Mend- elssohn fyrir fiórar fiölur, tvær lágfiðlur og tvö selló. í fiðlukonsertinum eftir Mozart leikur Hidigunnur Halldórsdóttir einleik en tónleikarnir eru hluti af ein- leikaraprófi hennar frá skólanum. Stjórnandi er Gunnar Kvaran. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.