Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1987, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987. Hárgreiðslustofan Klapparstíg Pantanasími 13010 k ^ Litakynning. Permanettkynning. Strípukynning. Rakarastofan Klapparstíg Pantanasími 12725 STÚDENTAFÉLAG REYKJAVÍKUR STOFNAD 1871 FULLVELDISFAGNAÐUR STÚDENTAFÉLAGS REYKJAVÍKUR VERÐUR HALDINN LAUGARDAGINN 28. NÓVEMBER 1987 í ÁTTHAGASAL HÓTEL SÖGU Boðið er upp á glæsilegan kvöldverð. Inga Backman söngkona kemur fram og ræða kvöldsins verður flutt af Jóni Erni Marinóssyni. Fjöldasöng er stjórnað af hinum landskunna „stuðmanni" Valdimar Örnólfs- syni. Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi. Borðapantanir í síma 67 33 55. Stjórnin MITSUBISHI PAJERO SUPER WAGON . ..... ' } - lágþekja, aflstýri, árg. '87, ekinn 16 þús., þensín, útvarp/segulband, rafm. í rúðum, beinsk., 5 gjra, dráttarkúla, hvítur. Verð 11 50 þús. Laugardaga kl. 13-17. Globusn Lágmúli 5, Reykjavík Sími 91-681555 Utiönd Lee Hamilton, formaöur nefndar Bandarikjaþings um Iransmáliö, kynnti í gær skýrslu þingsins um vopnasölu- hneykslið. Simamynd Reuter Reagan forseti óvirti lögin ísrael mælti mjög með vopnasöl- unni til írans en lokaákvörðunin var tekin af Reagan Bandaríkjaforseta, segir í skýrslu Bandaríkjaþings um vopnasöluna sem birt var í gær. I skýrslunni segir að ísraelsmenn hafi fyrst stungið upp á að Banda- ríkjamenn seldu vopn til írans sumarið 1985 til þess að fá gísla látna lausa. ísraelskir embættismenn hafa gert lítið úr aðild sinni að málinu. Shimon Peres, sem var utanríkisráð- herra þegar sumir athurðanna gerðust, sagði í gær að ekki sé hægt að segja að ætlun ísraela hafi verið önnur en að aðstoöa við frelsun gísl- anna. Reagan Bandaríkjaforseti er sagð- ur bera alla ábyrgö á vopnasölunni og er hann sakaöur um að hafa leyft hópi öfgamanna úr starfsliði sínu aö sjá um leynilegar aðgerðir sem lít- ilsvirtu lögin. Forsetinn er þó ekki sakaður um að hafa brotið lög né um að hafa vitað fyrirfram um að starfs- menn hans hafi sent hagnaðinn af vopnasölunni til kontraskæruliða í Nicaragua. í skýrslunni er bent á að ef Reagan Bandaríkjaforseti hafi ekki vitað að öryggisráðgjafar hans höfðu fyrir stafni þá hefði hann átt að vita það. Reagan, sem einnig nú er sakaður um að að fordæma ekki athæfi undir- manna sinna með því að berjast gegn banni þingsins við aðstoð við kontra- skæruliða, er sagður hafa hegðað sér þannig að þeir sem vissu af peninga- flutningunum til kontraskæruliða voru þeirrar skoðunar að þeir væru að framkvæma stefnu forsetans. í skýrslunni er einnig greint frá danska skipinu Erria, sem Oliver North, fyrrum starfsmaður Hvíta hússins, keypti til að flytja vopn til þeirra er berjast gegn kommúnistum víðs vegar um heiminn. Það var í apríl 1986 sem North keypti skipið fyrir rúmlega 300 þúsund dollara. Greint er frá ferðum skipsins sjö mánuði þar á eftir. Var þar um að ræða ferðir til Kýpur og Portúgal, ísraels og Póllands og fleiri staða þar sem náð var í vopn. Þegar upp komst um vopnasöluna fyrir ári var skipinu lagt í Fujairah í Persaflóa. Þar beið skipið eftir tveimur sovéskum skrið- drekum sem menn Norths höíðu lofað en ekkert varð af efndunum. Einnig er greint frá áætlun Norths um að leigja hermenn í Líbanon með aðstoð ísraels. CITROEN BX 16 TRS árg. 1985, 4 gíra, ZF sjálfskipting, vökvastýri, ekinn aðeins 10 þps., tvídáklæði, rafdrifnar rúður, central læsingar, reyklitað gler, bíll í sérflokki. Verð 570 þús. OPIÐ LAUGARDAGA KL. 13-17 Globusn Lágmúli 5, Reykjavík Sími 91-681555 Panama bauðst til hiyðju- verka í Nicaragua Yfirmaður hersins í Panama bauöst til aö sjá um skemmdarverk og jafnvel morð í Nicaragua fyrir Reaganstjórnina. Frétt um þetta birt- ist í bandaríska dagblaðinu New York Times í morgun. Sagði blaðið að ónafngreindir emb- ættismenn heföu ljóstrað upp um þetta tilboð til að útskýra óbeina ásökun í skýrslu Bandaríkjaþings um vopnasölumálið sem birt var í gær. í blaðinu var sagt frá því aö Oliver North hefði þegið boð Noriega, yfir- manns hersins í Panama, samkvæmt skipunum yfirmanns síns, Johns Poindexter, en áætlunin kom aldrei til framkvæmda. Samkvæmt skýrslunni skipaði Po- indexter North að láta sig aldrei verða viðriðinn samsæri eða morð en blaðið segir að hann hafi ekki víl- að fyrir sér að láta aöra sjá um hryðjuverk. í skýrslunni er þess get- ið að þriðji aöili hafi boðist til að taka shkt að sér. Blaðiö segir aö North hafi sagt rannsóknarnefnd að hann hafi verið rekinn áður en hægt hefði verið að hrinda áætluninni í framkvæmd. Viðbrögð í Nicaragua við skýrsl- unni um vopnasölumálið voru á þann veg að Reagan hefði brotið lögin. Var dagskrá rofin í ríkisút- varpinu þar tii þess aö boða frétt- imar. Greint var frá skýrslunni í smá- atriðum og þá sérstaklega þar sem þess var getið að menn forsetans gætu hafa gerst sekir um lögbrot og reynt að hylma yfir misgjöröir sínar með því að beina hagnaöin- um af vopnasölunni til kontra- skæruliða í Nicaragua. Engin viðbrögð komu frá stjóm- inni í Nicaragua en embættismenn sögðu í trúnaöi að skýrslan stað- festi þá skoöun stjómarinnar að Reagan hefði ekki farið aö lögum. TaUð er óUklegt að vegna vopna- söluhneyksUsins og friöarumleit- ana í Miö-Araeríku muni verða erfitt fyrir Reagan aö knýja fram aöstoö við kontraskæruliða á Bandaríkjaþingi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.