Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1987, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1987. 5 Fréttir Höfiim samúð með Ragnari - segir Ólöf Magnúsdóttir „Ég var í bakaríinu þegar tilkynn- ingin kom. Þaö var seinni' part dagsins og okkur var sagt aö bakarí- iö væri að hætta,“ sagöi Ólöf Magnúsdóttir, fyrrverandi starfs- maöur Ragnarsbakarís í Keflavík, í samtali viö DV en hún starfaði viö pantanir og brauðskurö. „Viö höfum öll samúð meö Ragn- ari, þaö var ekki meö hans vilja að þetta gerðist. Ragnar og kona hans hafa lagt nótt viö dag til áö bakaríið geti gengiö,“ sagði Ólöf. „Þetta kemur illa viö alla og ekki síst þá sem eru einir, einmitt á þess- um tíma, rétt fyrir jólin," sagöi Ólöf. -ój Starfsfólk Ragnarsbakarís: Bankinn krefst endur- greiðslu launatékkanna Verslunarmannafélag Suðurnesja: III tíðindi en ekki óvænt - segir formaðurinn Verslunarmannafélag Suðurnesja hélt í gær fund með þeim félags- mönnum Ragnarsbakarís sem sagt var upp störfum á þriðjudag. Þar kom meðal annars fram aö þeir sem fengu laanaávísunum sínum skipt mættu búast við því að fá bréf frá bankanum þar sem krafist væri end- urgreiðslu á fénu þar sem ekki var innstæða fyrir ávísununum. Þá kom þaö ennfremur fram á fundinum aö sparisjóðurinn í Kefla- vík hefði boðist til þess aö lána fólki peninga út á útistandandi laun þess. Þá var ákveöiö að stéttarfélagið myndi reka mál starfsfólksins gagn- vart búinu og afhenti fólkið starfs- mönnum Verslunarmannafélags Suðurnesja launaseðla sína til þess að forma mætti kröfur starfsfólksins. Mun félagiö gera kröfu til þess að fólkið fái uppsagnarfrestinn greidd- an, en hann er mislangur, eftir því hvað fólk á langt starf að baki innan fyrirtækisins. Flestir munu þó vera á þriggja mánaða uppsagnarfresti. Þá var ákveðið að félagið myndi setja á stofn vinnumiðlun fyrir starfsfólk Cylinda þvottavélar ★sænskar og sérstakar Fá frábæra dóma í neytendaprófunum fyrir þvott, skolun, vindingu (fjölhraða lotuvind- ing upp í 1200 snúninga), taumeðferð, sápu- og orkusparnað. Efnisgæði og öryggi ein- kenna ASEA. Gerðartil að endast. .-3ár írQniX Hátúni 6A SiMI (91)24420 iFDniX ábyrgð spurður að því hvernig ganga myndi að útvega fyrrverandi starfsfólki Ragnarsbakarís vinnu. „Það veröur erfitt að finna störf fyrir fólkið. Það vann á mismunandi tímum í bakaríinu, eftir eigin hent- ugleikum, enda er starfsdagur í bakaríum frá því eldsnemma á morgnana og langt fram á kvöld. Við munum setja upp vinnumiðlunar- skrifstofu en bæði okkur og fólkinu er mikill vandi á höndum," sagði Magnús. „Þetta voru ill tíöindi en alls ekki óvænt. Draugurinn hafði verið á kreiki um skeið," sagði Magnús þeg- ar hann var spurður hvort uppsagn- irnar og lokun fyrirtækisins hefðu komið á óvart. Sagði Magnús að erf- iðleikar hefðu verið í rekstrinum um hríð og hefði Keflavíkurbær gengið í ábyrgð fyrir 7 milljónum króna af skuldum fyrirtækisins. Magnús nefndi ennfremur aö á milli 30 og 35 starfsmenn bakarísins væru innan vébanda stéttarfélagsins en það er um 5% af félagsmönnunum. -ój „Mikið áfall að missa vinnuna“ - segir Unnur Pétursdóttir Ragnarsbakarís en lítiö framboð er af störfum í Keflavík sem hentað gætu starfsfólkinu. -ój Startsmenn Ragnarsbakaris og fulltrúar stéttarfélagsins á fundi í Keflavík í gaer. DV-myndir GVA „Ég sé ekki að það sé um auðugan garð aö gresja á vinnumarkaðinum hér á þessu svæði, það er kannski helst í fiskvinnslu en er þó óvíst,“ sagði Magnús Gíslason, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, í samtali við DV þegar hann var Starfsfólk í Ragnarsbakarii afhendir fulltrúum Verslunarmannafélags Suðurnesja launaseðla og önnur gögn til að byggja á kröfur á hendur bakaríinu. „Það er auðvitað mikið áfall að missa vinnuna og það er það líka fyrir bæjarfélagið þegar svona stórt fyrirtæki fer á hausinn,“ sagði Unn- ur Pétursdóttir, fyrrum starfsmaður í Ragnarsbakaríi í Keflavík, í samtali við DV. Unnur hefur unnið í bakaríinu í tæp tvö ár en þar vann hún við þrif. Hún er einn þeirra starfsmanna sem fékk launaávísun nú um mánaða- mótin sem fæst ekki innleyst. „Við vissum að það voru erfiðleikar í fyr- irtækinu en Ragnar gerði það sem hann gat til þess að bjarga því. Það var verið að reyna að selja fyrirtæk- ið en það hefur ekki tekist. Ragnars- bakarí var góöur vinnustaður," sagði Unnur. „Þetta kemur auðvitað illa við f]ár- haginn. Það er lítið um vinnu og það er ekki um aðra vinnu að ræða fyrir kvenfólk hér en að fara í beitingu. En það er erfið og kalsöm vinna, það hef ég reynt,“ sagði Unnur. -ój Elín Sæmundsdóttir, trúnaðarmaður starfsmanna i Ragnarsbakaríi, með innstæðulausan launatékka sem bankinn neitar að innleysa. NORDMENDE 1. Utvarp með FM, MW, LW og SW bylgjum. 2. Magnari. 2x30 vött, þriggja hátalara bassa endurkasts hátal- arar. Tónjafnari. 3. Segulbandstæki. Tvöfalt segulband, spilari, sjálfvirkt báðar spól- ur, hröð millitaka, sjálfvirk upptaka. Dolby B suðueyðir, 2xFe og crome/metal, sjálfvirkt stopp, samhæft starf, teljari. 4. Geislaspilari. Eins geisla leysir, hraðleikur afturábak og áfram. Einstök hljómgæði. ð 29.980, SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800 Út Eftirst. EURO 0 11 VISA 0 12

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.