Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1987, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1987, Blaðsíða 28
40 FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1987. Jarðaifarir Útfbr Hróðnýjar Sigurðardóttur og Jóhanns Halldórs Pálssonar, Dalbæ, Hrunamannahreppi, sem lét- ust af slysforum 28. nóvember sl., fer fram frá Hrepphólakirkju laugardag- '’inn 5. desember kl. 14. Guðrún Einarsdóttir, Seljahlíð, áð- ur Laugavegi 81, sem andaðist í Borgarspítalanum 29. nóvember, verður jarðsungin í Fossvogskapellu fostudaginn 4. desember kl. 15. Laufey Eyvindsdóttir, Helgafells- braut 21, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju laugar- daginn 5. desember kl. 14. Guðmundur Kr. Guðmundsson frá Stóra-Nýjabæ, Krísuvík, er andaðist á Sólvangi, Hafnarfirði 27. nóvember, verður jarðsettur frá Hafnarfjarðar- kirkju fóstudaginn 4. desember kl. 15. ’Þorleifur Thorlacius lést 26. nóv- ember. Hann var fæddur í Reykjavík 23. júní 1907. Hann var sonur hjón- anna Ólafs Ólafssonar Thorlacius og Margrétar Oddsdóttur. Þorleifur lærði skipasmíði hjá Magnúsi Guð- mundssyni, skipasmið í Reykjavík, lauk hjá honum námi og fékk sveins- bréf 1937. Hann vann við iðn sína alla tíð, síðast sem eftirlitsmaður með skipum Skipaútgerðar ríkisins og Hafrannsóknastofnunar. Þorleif- ur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Salbjörg Bjarnadóttir sem lést eftir þriggja ára sambúð. Eftirlifandi eiginkona Þorleifs er Ágústa Guð- mundsdóttir. Eignuðust þau hjón fimm dætur. Útfor Þorleifs verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Menning Shakespeare á nótunum Frank Shipway stjómaði Sinfóníuhljómsveit íslands í gærkvöldi Enn voru sinfóníutónleikar und- ir stjórn Frank Shipway til að gleðja undirritaðan og flesta aðra áheyrendur í gærkvöldi í Há- skólabíói. Á efnisskránni var nýtt íslenskt verk, „Midi“ konsert fyrir tvö píanó og hljómsveit eftir Jónas Tómasson og ekki var það til að draga úr ánægjunni, ásamt Eroicu. Jónas Tómasson er eitt af frum- legustu tónskáldunum í landinu um þessar mundir. Hann fer algjör- lega sínar eigin leiðir án tillits til tísku og hagsumastreðs en er um leið þekktur af hógværð og næstum sérviskulegri hlédrægni. Ekki veit ég hvort rétt er að kalla „Midi“ píanókonsert. Til þess eru píanóin varla nóg í „fókus“. En þau hafa vissulega sína þýðingu og er eflaust ætlað að vera staðgenglar „þeirra hjóna", í þessari góðkynjuðu end- urminningu úr sumarleyfi í Frakklandi. Annars verð ég að játa Tónlist Leifur Þórarinsson að mér heyrðist miklu meira af MassachuSetts en Midi í þessu ann- ars ágætlega samda tónpóemi og fannst síst verra. Þeir Gísli Magn- ússon og Halldór Haraldsson léku listilega á flyglana og hljómsyeitin sá vel um aö halda uppi fjöri. En stórviðburður kvöldsins var samt Eroica. Auðvitað slær hún öllu við i sjálfu sér og þarf ekkert að deila um það. En það sem kom algjörlega á óvart var að hljóm- sveitin, Sinfóníuhljómsveit ís- Jónas Tómasson. lands, lék hana eins og út úr ævintýri. Ég held að ég muni ekki eftir öðru eins samspili í Há- skólabíói. Öll gömlu, þrautkönn- uðu augnablikin, urðu sem ný aftur og aftur og maður hélt niðri í sér andanum: hvað kemur næst? Frank Shipway er greinilega í sér- flokki, á okkar mælikvarða a.m.k. Tilfinning hans fyrir smáatriöum er alltaf lifandi og spennandi um leið og vilji hans og geta til að byggja upp sterka og sannfærandi heild er með ólíkindum. Fyrsti þátturinn og sorgarmarsinn voru magnaðir og lokaþátturinn hlaðinn lífskrafti og bjartsýni. En eiginlega var það skersóið sem kom mest á óvart: tiltölulega hægt og yfirvegað og þó eins og tvísýnt í tóninum. Þar heyrðist manni vera býsna óvenju- leg „sýn“ á heildardramað. Kannski að Shakespeare hafi verið með á nótunum? LÞ Skák Tilkyimingar Þuríöur á Mímisbar Þuríður Sigurðardóttir söngkona syngur á Mímisbar, Hótel Sögu, um helgina ásamt Tríói Árna Scheving. Þuríður er löngu landsþekkt söngkona og hefur starfaö með hljómsveitum Magnúsar Ingimarssonar. Ragnars Bjarnasonar og síðast hljómsveit Gunnars Þórðarsonar, auk þess sungið inn á fjölda hljómplatna í gegnum tíðina. Þuríður mun koma fram tvisvar á kvöldi, hálftíma í senn. Kvenfélag Laugarnessóknar heldur jólafund sinn með súkkulaði og smákökum í safnaðarheimilinu mánu- daginn 7. desember kl. 20. Sleppum jólapökkunum í þetta sinn. Takið með ykkur gesti. Félag Harmónikuunnenda heldur skemmtifund í Templarahöllinni við Eiríksgötu sunnudaginn 6. des. kl. 15 18. Hljómsveitir og kórar koma fram ásamt fleiru. Boðið verður upp á veiting- ar. Allir eru velkomnir. Tapað - Fundið Seölaveski tapaðist - líklegast á Lennon, aðfaranótt laugar- dagsins sl. Finnandi vinsamlegast hringi A síma 73048. Karpov tókst ekki að vinna - Jafntefli í nítjándu skákinni og staðan í einvíginu er 914-9 !/2 Anatoly Karpov sættist á jafn- tefli í biðskákinni við Garrí Kasparov eftir að leiknir höfðu ve- rið tuttugu og tveir leikir til viðbótar. Er skákin fór í bið á mið- vikudagskvöld hafði hann peði meira en vonlítið var að gera sér mat úr því. Úrslit biðskákarinnar komu því ekki á óvart. Nú er aðeins fimm skákum ólokið í einvíginu í Lope de Vega leik- húsinu í Sevilla á Spáni. Staöan er æsispennandi, 9'A-9 'A. Kasparov heldur tithnum á jöfnu en víst er að hann verður að berjast fyrir hverjum hálfum punkti úr þessu. Tuttugustu skákina tefla þeir í dag og þá hefur Kasparov hvítt. Verður fróðlegt að sjá hvort eftirlætisaf- brigði þeirra af drottningarbragöi verður enn til umræðu eða hvort Karpov kýs að láta slag standa strax og taka áhættu. Þannig tefldist nítjánda skákin áfram. Er skákin fór í bið eftir 40 leiki var staðan þessi. Karpov,- sem hafði hvítt, lék biðleik: 41. Hea5 Ke6 42. Hal Hc6 43. He5+ Kf6 44. Hf5+ Ke6 45. He5+ Kf6 46. Hea5 Fyrstu leikir Karpovs benda ekki til þess að hann hafi fundið vinn- ingsleið. Hins vegar er góð regla í endatöflum að flýta sér hægt. Karpov endurtekur leiki áður en. Skák Jón L. Árnason hann fer að huga að peðastöðunni á kóngsvæng. 46. - Ke6 47. Hla2 Hb6 48. g4 f6 49. h5 Hc6 50. Hb2 Loks merki um að eitthvað fari að gerast. Karpov finnur snöggan blett í stöðu svarts, peðið á g7, en áhlaup hans er ekki sérlega hættu- legt. 50. - Hcxa6 51. Hb6+! Hxb6 52. Hxa7 Hbl 53. Hxg7 Hfl+ 54. Ke3 Hel+ 55. Kfi Hfl+ 56. Ke2 Hf4 57, Ke3 Ke5! Bráðskemmtilegur leikur. Þótt Kasparov sé peði undir þolir hann að tefia peðsendataflið. Það er ólík- legt annað en að þessi staða hafi komið upp á „eldhúsborði“ þeirra beggja við biðstöðurannsóknirnar. Karpov á ekki annars úrkosti en að skipta upp á hrókum því að ann- ars fellur kóngspeðið. 58. He7+ Kd6 59. He6+ Látil gletta sem engu breytir. 59. - Kxe6 60. Kxf4 Ke7! Hér sættust þeir á jafntefli. Svart- ur hefur andspænið í peðsendatafl- inu og hvíti kóngurinn getur ekki brotist í gegn. T.d. 61. e5 Ke6 62. exfB KxfB; eða 61. Kf5 Kf7 62. e5 fxe5 63. Kxe5 Ke7 64. Kf5 Kf7 o.s. frv. Athygli vakti að eftir að skákinni var lokið sátu meistar- arnir lengi við borðið, hreyfðu mennina og ræddu biðstöðuna. Þeir brostu og virtist fara vel á með þeim. -JLÁ Athugasemdir við frétt Ingvar Þ. Gunnarsson, útgerðar- maður Vattar SU 3, hefur óskað eftir að DV birti eftirfarandi athugasemd við frétt í DV síðastliðinn þriðjudag. „Varðandi frétt DV um smygl um borð í Vetti SU 3 vil ég, sem útgerðar- maður skipsins, taka eftirfarandi fram um viðbrögð mín gagnvart fréttaritara Dagblaðsins á staðnum en í fréttinni eru viðbrögð mín gerð tortryggileg. 5 Hálftíma eftir að fíkniefnalögregl- an kom á staðinn var blaðamaðurinn mættur og ætlaði hann að taka mynd af einum skipveija, sem stóö í síðu- lúgu skipsins. Mér rann í skap þegar ég sá hvað slík mynd gæti haft alvar- legáf afleiðingar fyrir umræddan pilt sem á engan hátt var viðriðinn smyglmál þetta. Ég furðaði mig einn- ig mjög á að fréttaritarinn skyldi vera mættur svo skjótt sem raun ber vitni. Mér fannst einnig sem hann væri að lyfta í eigin glerhúsi of þung- um steini. Fréttaritarinn er einnig útgerðarstjóri togaranna á staðnum. Það er heldur ekki rétt aö ég hafi slegið til fréttaritarans, enda væri slíkt ekki sanngjarnt þar sem með okkur gætir nokkurs aflsmunar. Ég hef að því vitni að allt sem ég gerði var að ég sneri einfaldlega flassið af myndavélinni. Eg vona svo að menn hugsi sitt mál áður en þeir bendla, meðvitað "í eða ómeðvitað, saklaust fólk viö glæpi sem þessa. Loks vil ég þakka þeim mönnum, sem komu hér og fundu þessi fíkni- efni, fyrir góða og prúðmannlega framkomu í hvívetna. Ég hef alltaf- fordæmt slík efni og yfirleitt alla vímugjafa. Ingvar Þ. Gunnarsson útgerðarmaður“ Athugasemd fréttaritara „Ég mótmæli alfarið þeim fullyrð- ingum Ingvars Þ. Gunnarssonar að ég hafi ætlaðað taka mynd af einum skipverja á Vetti. Ég ætlaði einungis að taka mynd af bátnum og lögreglu- bifreið sem stóð á bryggjunni viö hlið bátsins. Þetta veit Ingvar vel þar sem í orðaskiptum okkar kom oft- sinnis fram að ég hugðist mynda bátinn og sagði ég það skoðun mína að rétt væri að fjölmiðlar fjölluðu um mál sem þetta, það gæti orðið öðrum fíkniefnasmyglurum víti til varnað- ar. Að vísu var erfitt að ræða við Ingvar vegna þess hversu æstur hann var. Ingvar gerist svo ósmekklegur að 'blanda saman mínu aðalstarfi og starfi mínu sem fréttaritari DV. Þessi störf eru með öllu ótengd. Það hafa komið upp smyglmál þeg- ar togaramir, sem ég er útgerðar- stjóri fyrir, hafa komið úr sighngum. Um þau mál hefur verið getið í fjöl- miðlum og hvorki ég né nokkur annar starfsmaður útgerðarfyrir- tækisins höfum reynt á einn eða annan hátt að koma í veg fyrir um- fjöllun fjölmiðla í þeim málum. Ég vil taka fram að aldrei hafa fundist fíkniefni um borð í togurunum enda eru áhafnir þeirra skipaðar úrvals- mönnum og ekki um neinar reiði- leysiskollur að ræða. Emil Thorarensen, fréttaritari DV á Eskifirði" Athugasemd DV Smygl fíkniefna til landsins er al- varlegt mál og óumdeilt að slíkt er fréttnæmt. Fréttaritari DV á Eski- firði brást að vanda skjótt við ósk ritstjómar blaðsins um frétt og mynd af vettvangi. Hitt er verra að útgerð- armaöur Vattar SU, sem fikniefnin fundust í, skyldi veitast að fréttarit- aranum og hindra hann í starfi með ofbeldi. DV lítur þann atburð alvar- legum augum. Viðurkenning útgerð- armannsins á ofbeldinu liggur fyrir og skemmt flass og myndavél eru til sönnunar. Blaðið fordæmir atburð þennan og stendur fast að baki starfsmanns síns sem sinnti skyldum sinum á réttan hátt að öllu leyti. -Fréttastj. Kjartan Árnason rithöfundur: Hliðstæða fra Danmörku Ég byrjaði dagskrána eins og vana- lega á því að horfa á fréttir, en að þessu sinni missti ég af 19:19 frétta- þættinum sem ég allajafna fylgist með. Það var fátt eftirminnilegt í fréttum gærkvöldsins. Á eftir frétt- um sleppti ég því aö horfa á sjónvarpið á meöan auglýsinga- flóðbylgjan skall á og hún er greinilega farin að lengjast mikið svona nærri jólum. Kastljós er uppáhaldsþáttur son- ar míns, sem er fjögurra ára, og hann vekur einnig athygli mína. í fyrri hlutanum var fjallað um skák og fýlgist ég alltaf mjög náið með þeim málum. Seinm hluti Kastljóss var stjórnmálalegs eðlis og vakti engan áhuga minn af þeim sökum. Þátturinn Matlock finnst mér ekki meira spennandi en svo að ég slökkti á honum. Ég kveikti aftur á sjónvarpinu þegar danski þáttur- inn um vinnu danskra hjá nasist- um á styrjaldartímanum hófst. Hann var mjög athyglisverður og þess virði að horfa á. Þarna voru afhjúpaðir þeir fordómar sem hafa verið í gangi síðastliðin 40 ár og fjallaö um tímabil sem má ekki gleymast í mannkynssögunni. Eftir að sjónvarpinu lauk kann- aði ég hvað allar útvarpsstöðvam- ar höfðu upp á aö bjóða. Ég komst að því að allar stöðvar buöu upp á sömu tónlistina nema Rás 1. Þar var þátturinn Samhljómur, um klassíska tónhst þar sem tónlistin er kynnt almennhega fyrir spilun, aldrei þessu vant, og því alláheyri- legur þáttur. Reyndar veit ég til þess að í Danmörku er þáttur með nákvæmlega sama nafni sem er alveg eins uppbyggður. Samhljóm- ur er ekkert verri fyrir það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.