Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1987, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1987. 9 Utlönd Iramr reiðubumr til aðgerða íranir segjast nú vera að draga saman stærri her en nokkru sinni fyrr og segjast reiðubúnir til aö beita herliði þessu í átökunum við íraki hvenær sem þeim þykir þörf á. Að sögn Mohammad Jawad Larijani, aðstoðarutanríkisráð- herra írans, sérlegs sendimanns íranskra stjórnvalda hjá Samein- uðu þjóðunum, er enginn skortur á mönnum sem tilbúnir eru í bar- áttuna. „Það á sér stað gifurieg hreyfing meöal fólks sem tilbúiö er að verja land sitt. Okkur hefur verið ögraö af bandarísku herliði og af árásargjörnum ríkisstjórn- um. Það er rétt að það á sér nú stað meiri liðssafnaður í íraii en nokkru sinni fyrr. Þetta lið er reiðubúið til aðgerða og því mun verða beitt þegar þörf er á,“ sagði ráðherrann í gær. Larijani sagöi einnig í gær að við- ræður þær sem hann átti við aðalritara Sameinuðu þjóðanna hefðu verið alvarlegar, uppbyggi- legar og árangursríkar. Hann ræddi við aðalritarann í hálfa fimmtu klukkustund en viðræður þeirra eru liður í tilraunum ritar- ans til að ná fram vopnahléi í átökum írans og íraks. Ráöherrann sagði hins vegar að íranir myndu ekki fyrirskipa vopnahlé í stríði sínu við írak fyrr en öryggisráð Sameinuðu þjóðanna eða hlutlaus aðili innan samtak- anna lýsti því yfir að írak væri árásaraðilinn í stríðinu sem staðið hefur í sjö ár. Aðspurður hvort hægt væri að finna pólitíska lausn á deilum írans og íraks sagði ráðherrann að hann teldi það fræðilegan möguleika eins og er. Kvaðst ráðherrann vona að slík lausn fyndist og vera reiðu- búinn til að vinna að henni. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna mun næst ræða við sendimenn ír- aks. Ekki fengust nein viðbrögð frá höfuðstöðvum Sameinuöu þjóð- anna í gær varðandi það hvort viðræður þessar þættu líklegar til árangurs. JOLATILBOÐ JAPIS NR.1 FULLKOMIN SAMSUNG HLJÓMTÆKJASAMSTÆÐA MEÐ GEISLASPILARA ggt f þetta er ekki jólatilboð ársins hvað þá? Önnur eins kjarakaup bjóðast ekki á hverjum degi. Því er um að gera að drífa sig af stað áður en það er um seinan. Það er nú einu sinni þannig með þessa samstæðu að magnið er takmarkað og eftirspurnin mjög mikil. Þriggja geisla geislaspilari. 60 vatta magnari. Hálfsjálfvirkur plötuspilari með audio-technica hljóðdós. Stafrænt (digital) útvarp. 16 stöðva minni FM MB LB. Tónjafnari. Tvö kassettutæki með raðspilun. „High-Speed-Dubbing". Dolby. Hljóðnematengi. Hljóðnemamixer. Tveir hátalarar í dökkum viðarkassa. 39.800-stgr. JAPISS BRAUTARHOLT 2 • KRINGLAN • SiMI 27133

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.