Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1987, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1987. Fréttir dv Stormasamur fundur sjávarútvegsráðherra og hagsmunaaðila í sjávarútvegi: Fundurinn sprakk í loft upp - vegna deilu sjómanna og fulltrúa fiskvinnslunnar um kvótafrumvarpið Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra hélt fund með full- trúum aUra hagsmunaaðila í sjávarútvegi í fyrradag þar sem ætlunin var að láta þá skrifa undir skjal þess efnis að þeir væru sáttir við og samþykkir frumvarpi til laga um fiskveiðistefnu sem Halldór er að leggja fram á Alþingi. í stað þess að fulltrúarnir skrifuðu undir sprakk allt í loft upp á fundinum og eftir þrotlausar tilraunir ráð- herra til að ná sáttum var fundin- um slitið án þess að skrifað væri undir skjalið. Ástæðan fyrir því að allt fór í loft upp var sú að fulltrúar sjómanna, Guðjón A. Kristjánsson, formaður Farmanna- og fiskimannasam- bandsins, og Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambandsins, lögðu fram bókun þar sem þeir sögðu sjómenn hafa fyrirvara á undirskriftinni vegna hækkunar gjalds á útflutning ferskíisks. Fulltrúar fiskvinnslustöðva mót- mæltu þessu og báðu um fundar- hlé. Eftir að þeir höfðu rætt saman lýstu þeir því yfir að þeir myndu ekki skrifa undir plagg Halldórs ef þessi fyrirvari sjómanna væri þar inni. . Sjávarútvegsráðherra gerði þá aftur fundarhlé og hélt sérfund með fulltrúum sjómanna, að hon- um loknum fund með fiskvinnslu- mönnum og síðan aftur fund með sjómönnum. Þegar útséð var með að samkomulag gæti tekist sleit ráðherra fundi, sagði stöðuna mjög alvarlega og bað menn hugsa vel sinn gang í þessu máli. Örn Pálsson, fulltrúi smábátaeig- enda, lýsti andstöðu við þau atriði kvótafrumvarpsins sem snertir smábátaeigendur. Kristján Ragn- arsson, fulltrúi útgeröarmanna, og Þorsteinn Gíslason fiskimálastjóri tóku ekki þátt í þessari deilu sjó- manna og vinnslumanna. Guðjón A. Kristjánsson sagði í samtali viö DV að fulltrúar sjó- manna hefðu fleira við kvótafrum- varpið að athuga þar sem ekki hefði verið farið að óskum þings Far- mannasambandsins og ekki heldur að fullu að tillögum sem Fiskiþing samþykkti á dögunum. Sagði Guð- jón að eftir að þessum fundi var slitið hefði ekkert verið rætt við fulltrúa sjómanna. Dagbjartur Einarsson, frá Sö- lusamtökum íslenskra fiskfram- leiðenda, sem var í hópi fisk- vinnslumanna, sagði að það kæmi ekki til greina að skrifa undir þetta plagg með þeim fyrirvara sem full- trúar sjómanna væru með. Hann sagði fiskvinnsluna tilbúna að skrifa undir án allra fyrirvara, annars ekki. Nú væri það ráðher- rans að reyna að bera klæði á vopnin ef það væri mögulegt. Þessi úrslit koma sér illa fyrir Halldór Ásgrímsson því aö hann hefur til þessa getað státað af all- góðu samkomulagi helstu hags- munaaðila í sjávarútvegi en eins og málin standa nú verður það er- fitt. -S.dór Kvótafrumvarpið lagt fram á Alþingi í dag: ’T' Fyriivarar í öllum stjömmálaflokkunum Þeir eru alvarlegir á svip, alþingismennirnir, og ekki ólíklegt að þeir Halldór Blöndal og Ólafur G. Einarsson séu þarna að ræða kvótafrumvarpið við Halldór Ásgrímsson. DV-mynd GVA Frumvarp til laga um fiskveiðistefnu verður lagt fram á Alþingi í dag. Það stóð til að leggja það fram í gær en Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra sagði í samtali við DV að frumvarpið næðist ekki tímanlega úr prentun. Eftir viðræður við þingmenn úr öllum flokkum í gær er ljóst að innan flestra þingflokkanna er ágreiningur um ýmis atriði frumvarpsins. Al- þýðubandalagsmenn sameinast um að vera á móti frumvarpinu í heild og ætla þeir að leggja fram tillögur um nýja fiskveiðistefnu. Þessar til- lögur sínar ætla þeir að kynna á sjávarútvegsráðstefnu sem flokkur- inn boðar til í dag og á morgun. DV ræddi viö þingmenn í öllum flokkum í gær um afstöðu þingflokk- anna til frumvarpsins. Páll Pétursson, Framsóknarflokki: „Ég segi ekki að mikill ágreiningur sé uppi innan þingflokks Framsókn- arflokksins en hann er þó til staðar. Ólafur Þ. Þórðarson hefur ævinlega lýst yfir andstöðu við ákveðna þætti í fiskveiðistefnunni og gerir það enn. Alexander Stefánsson, Jóhann Ein- varðsson og Guðni Ágústsson skrif- uöu undir bréf 32ja þingmanna um norður/suðurlínuna og eru því dálít- ið sér á báti. Að öðru leyti held ég að segja megi að sæmilegur friður sé um frumvarpið í mínum þing- flokki,“ sagði Páll Pétursson. Karl Steinar Guðnason, Alþýðuflokki: „Við í þingflokki Alþýðuflokksins munum leggja áherslu á að sættir náist um frumvarpið. Við fengum í gegn ákveðin atriði sem komin eru inn í frumvarpið og að mínum dómi hefur Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráöherra sýnt mikla sanngirni í því máli. Auk þess teljum við ábyrgð- arhluta að ætla að hindra það að frumvarpið komist í gegnum Al- þingi. Auðvitaö eru skiptar skoðanir í Alþýöuflokknum, eins og öllum öörum flokkum, en það mun ekki verða til þess að tefja frumvarpið úr þessu,“ sagöi Karl Steinar Guðnason. Július Sólnes, Borgaraflokki: „Það er enginn ágreiningur innan þingflokks Borgaraflokksins um frumvarpið. Aftur á móti er sam- staða með okkur og fjölmörgum þingmönnum úr öllum flokkum sem eru óánægðir með marga þætti frum- varpsins. Það er breið samstaða um að láta fiskveiðistefnuna ekki gilda í 4 ár. Einnig eru margir á því að skoða vandlega óskir smábátaeigenda og ég fullyrði að það er vilji fjölmargra þingmanna að þeirra hlutur verði ekki fyrir borð borinn. Fyrir utan þessi atriði eru mörg önnur sem menn eru ekki sáttir við,“ sagði Júl- íus Sólnes. Kristín Halldórsdóttir, Kvennalista: „í okkar þingflokki er ekki sá ágreiningur að ekki sé auðvelt að ná samstöðu. Við erum og sammála um að fá fram breytingar á þessu frum- varpi. Við viljum áfram heildarkvóta en að 80% hans verði skipt á milli byggðarlaga með hliðsjón af lönduð- um afla síðustu 5 ára. Vilji byggðar- lög halda sínum hlut miðað við fyrri ár beri þeim að greiða fyrir það. Þeir peningar renni síðan í sjóð sem varið verði úr til rannsókna, fræðslu í sjáv- arútvegi og verðlauna fyrir góða nýtingu og meðferð sjávaraflans. Þá viljum við að byggðarlögin ráði sjálf hvemig þau ráðstafa sínum afla og hvert gjald þau taka fyrir og þær tekjur, sem þau fengju af því, rynnu til að bæta hafnaraðstöðu og auka þjónustu við sjávarútveginn," sagði Kristín Halldórsdöttir. Ólafur G. Einarsson, Sjálfstæöisflokki: „Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur fyrirvara hvað varðar tíma- lengd laganna og að auki þurfum við að ræða betur nokkra þætti þar sem er nokkur meiningarmunur. Þar má til nefna norður/suðurlínuna, rækjukvótann og smábátana. Einnig er meiningarmunur hjá okkur um hækkun á gjaldi á útflutningi fersk- fisks. Ætli það sé þó ekki best að bíða með allar yfirlýsingar þar til umræð- urnar fara fram,“ sagði Ólafur G. Einarsson. Steingrímur J. Sigfússon, Alþýðubandalagi: „Ég held að enginn ágreiningur verði innan þingflokks Alþýðu- bandalagsins um frumvarpið vegna þess að við höfum í sameiningu unn- iö að tillögum um breytingar á frumvarpinu um stjórnun fiskveiða og um þær tillögur er fullt samkomu- lag innan þingflokksins. í raun erum við að gera tillögur um nýja fiskveiði- stefnu. Ef tillögur okkar næðu fram að ganga væri full samstaða innan okkar raða. Við munum kynna þess- ar tillögur okkar á sjávarútvegsráð- stefnu sem við efnum til í dag og mun standa í tvo daga,“ sagöi Steingrímur J. Sigfússon. -S.dór Meðalþyngd þorsks 2,2 kíló iEí anu i tyrra Viö sögðum frá því í DV í gær að meðalþyngd í 40 tonnum af þorski, sem landaö var úr togar- anum Víði HF i Hafnarfirði í vikunni, hefði veriö 1,4 kfió. Þetta er nokkuð langt undir þeirra meðalþyngd sem var á öllum þorski iönduðum árið 1986. í ritinu Útvegur, sem Fiskifélag íslands gefur út, greinir frá því að meöalþjmgd'þorsks, sem lan- dað var á íslandi árið 1986, hafi verið 2,23 kfló. Verst er útkoman þjá trillunum því aö meðalþyngd þorsks, sem þær lönduöu, var ekki nema 1,96 kíló. Meðalþyngd- in hjá vélbátunum, en það eru hinir heföbundnu vertíðarbátar, var 2,56 kfió en hjá skuttogurum var meöalþyngdin 2,18 kíló. Hér er átt við slægðan fisk úr öllum veiðarfærum. Afli vélbá- tanna og opnu bátanna er nær alltaf óslægður þegar hann kem- ur að landi en afli togaranna er alltaf slægður. Því er ekki raun- hæft aö miða við annað en slægðan fisk. Útkoraan er best hjá vertíðar- bátum frá Suðurlandi, Þar er meðalþyngd óslægðs þorsks 6,07 kiló en slóg er um 30% af þyngd fisks upp úr sjó þannig að meðal- þyngdin af slægðum fiski Ifiá vélbátum frá Suðurlandi er því 4J27 kíló. Þótt allir segist hafa áhyggjur af smáfiskadrápinu og margt sé gert til að koma í veg fyrir það, svo sem með lokun veiðihólfa og fleira, segja skýrslw Fiskifélags- ins að hlutur smáfisks í aflanum fari vaxandi. Dæmið frá Hafnar- firði bendir einnig til þess. -S.dór Domsmálaráðherra: Gefur engar yfirlýsingar um Watson Jón Sigurðsson dómsmálaráö- herra kveðst ekki geta gefið opinberar yfirlýsingar um fýrir- hugaöar aögerðir vegna hugsan- legrar komu fulltrúa Sea Shepherd samtakanna, aö því er fram kom í svari hans við fyrir- spurn þar aö lútandi á Alþingi í gær. Áleit Jón að líf samtakanna væri undir þvi komið að vera í kastljósi fjölmiðlanna og ekki sagðist hann mundu aöstoða samtökin í því efni. -ój

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.