Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1987, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1987. 15 Um Héraðsskólann á Laugarvatni í athugasemdum með frumvarpi til fjárlaga 1988 er tekið fram (á bls. 246) að fjárveitingartillögur vegna Héraðsskólans á Laugar- vatni séu miðaðar við það að skólinn hætti störfum haustið 1988. Ekki er þar að finna neinar rök- semdir til stuðnings slíkri ráðstöf- un. Ekki er heldur vitað til þess að leitað hafi verið umsagnar um hana hjá heimamönnum á Laugar- vatni eða í nágrenni þess, né nokkurt samráð verið haft við þá aðila í héraði sem málið varðar. Eins og rakið verður hér á eftir hefur (skoðunum heimaaðila þó verið komið á framfæri við stjórn- völd. Þeim erindum hafa fylgt margvíslegar röksemdir sem benda til þess að stöðvun á núver- andi starfsemi skólans væri hið mesta óráð. Aðlögun að aðstæðum. Sú staðreynd, að núverandi stjómvöld virðast engu að síður gera ráð fyrir stöðvun á rekstri skólans (sbr. frumvarp til fjárlaga), sýnir að mínum dómi að röksemdir heimamanna hafa ekki komist svo til skila sem til var ætlast, enda hafa engin mótrök verið fram færð svo að mér sé kunnugt. Með þetta í huga tel ég rétt að nokkrar mikil- vægar staðreyndir málsins komi fyrir almenningssjónir. Fyrstu ár eftir að grunnskólalög- in frá 1974 tóku gildi hafði héraðs- skólinn jöfnum höndum kennslu í tveimur efstu bekkjum grunnskóla og í framhaldsdeildum. Smátt og smátt dró úr aðsókn að framhalds- deildunum jafnframt því sem framhaldsskólum fjölgaði annars staðar. Grunnskóladeildirnar héld- ust hins vegar óbreyttar að mestu. Skólinn hefur eftir föngum lagað sig að þessum breyttu aðstæðum svo sem nú skal rakið: 1) Föstum kennurum hefur fækk- að, og vegna kennslu þeirra við aðra skóla á staðnum, einkum menntaskólann, hefur enginn launakostnaður farið til spillis vegna fækkunar nemenda. 2) Frá 1985 hefur Menntaskólinn að Laugarvatni notaö tvö af heimavistarhúsum héraðsskól- ans. Því er heimavist hans fullnýtt þótt nemendum hafi fækkað. 3) Viðhald á skólahúsum og bún- aði hefur miðast við brýnustu þarfir grunnskóladeildanna, en endurnýjun húsnæðis miðað við framhaldsskóla verið látin hjá líða. Þannig hefur ekki verið Kjallarinn Kristinn Kristmundsson skólameistari Menntaskólans á Laugarvatni efnt til neinna útgjalda vegna stofnkostnaðar sem vafasamt kynni aö vera hvort not yrðu fyrir. Skóiinn hefur tekiö að sér kennslu í 8. og 9. bekk grunn- skóla fyrir 4 hreppa, þ.e. Laugardal, Grímsnes, Grafning og Þingvallasveit. Aðsókn nem- enda annars staðar að hefur verið nokkuð jöfn síðustu ár og orðið til þess að bekkjardeildirn- ar tvær hafa náð hagkvæmum íjölda, eða u.þ.b. 20-25 nemdend- um í hvorri deild. Skólinn hefur á að skipa afburða kennurum með bestu háskólamenntun í flestum aðalgreinum. Bóklegt nám er því eins og hest gerist. Vegna aðstæðna á Laugarvatni hafa fyrmefndir bekkir auk þess nyög góða námsaðstöðu í íþrótt- um, handavinnu og heimilis- fræði. 5) Starfsemi héraðsskólans veitir öðrum skólum á staðnum sem fyrr margvíslegan stuðning. Hér skal þetta nefnt: Æfingakennsla við Í.K.Í., kennsla héraðsskóla- kennara við M.L., undirbúning- ur nemenda fyrir menntaskóla- nám, samvinna um íþrótta- og félagslíf, þjónusta við grunnskóla unghnga, en hún gerir fjöLkyldum starfsmanna ólíkt fýsilegra en ella að setjast að og búa á Laugarvatni. Viðbrögðin Allt það, sem nú hefur veriö rak- ið, mátti vera ljóst vorið 1986, þótt reynslan hafi raunar staðfest það enn frekar síðan. Það kom því mjög flatt upp á íbúa Laugarvatns og nágrennis þegar sú frétt barst út í maí 1986 að þáverandi mennta- málaráðherra hefði ákveðið að skólinn yrði lagður niður á árinu 1987. Formleg tilkynning um þessa ákvörðun hefur þó mér vitanlega aldrei verið gefin út. Viðbrögð heimamanna létu þó ekki á sér standa: 1) Hreppsnefnd Laugardalshrepps skrifaði menntamálaráðherra ýtarlegt bréf 7. júní 1986 þar sem óskað var eftir fundi með honum um málið. Því bréfi hefur ekki verið svarað. 2) Eftirtaldir aðilar sendu kröftug mótmæli, ályktanir og sam- þykktir gegn því að skólinn yrði lagður niður: Skólanefnd hér- aðsskólans (5. júní), sýsluneind Árnessýslu (6. júní), hrepps- nefnd Laugardalshrepps (7. júní), almennur hreppsfundur á Laugarvatni (9. júní), kennara- fundur M.L. (11. júní). 3) 26. júní efndi hreppsnefnd Laug- ardalshrepps til fundar á Laugarvatni með fræðslustjóra Suðurlands, fulltrúa frá menntamálaráðuneytinu, skólastjórum og kennurum á Laugarvatni og skólanefndar- mönnum bæði úr Laugardal og Grímsnesi. Á þessum fundi ríkti einhugur um framtíð skólans. Samþykkt var að stofna nefnd til að vinna áfram í málinu. Sú nefnd óskaði eftir fundi með menntamálaráöherra og starfs- mönnum menntamálaráðuneyt- is sem allra fyrst. 4) Sá fundur var haldinn í Reykja- vík 7. júlí að ósk ráðherra. Ráðherra kom þó ekki á fund- inn, en aðstoðarmaður hans og aðrir starfsmenn ráðuneytisins sögðu það yfirlýsta ákvörðun að efla og styrkja skólahald á Laug- arvatni. 5) Haustið 1986 var fyrrgreind af- staöa itrekuö, bæði af skóla- mönnum og sveitarstjórnar- mönnum. Og 19. nóv. samþykkti kennarafundur héraösskólans að skora á ráðherra að taka aft- ur þá ákvörðun að leggja héraðsskólann niður. 6) 20. nóv. var haldinn á Selfossi fundur með fræðslustjóra Suð- urlands, skólanefndarmönnum og oddvitum þeirra sveitarfé- laga er standa að barnaskólun- um á Laugarvatni og Ljósafossi, skólastjóra og kennurum hér- aðsskólans, skólameistara M.L. ásamt deildarstjóra grunnskóla- deildar menntamálaráðuneytis. Á þessum fundi var einróma ít- rekuð áskorun héraðsskóla- manna frá deginum áður og jafnframt óskaö enn eftir fundi með ráðherra um málið. 7) 17. desember gengu skólastjóri og tveir kennarar héraðsskólans á fund ráðherra. Ráðherra hét þá að aðhafast ekkert í málinu að sinni, en kvaðst mundu koma að Laugarvatni mjög bráðlega og boða þar til fundar um mál- efni skólans. - 8) Sá fundur var haldinn 23. jan. 1987. Hann sátu auk ráðherra skólastjóri, kennarar og skóla- nefndarmenn héraðsskólans, skólastjórar á Laugarvatni og fræðslustjóri Suðurlands. Af hálfu ráðuneytis sátu enn frem- ur fundinn Sólrún Jensdóttir skrifstofustjóri, Reynir Kristins- son, aðstoðarmaður ráðherra, og Reynir Karlsson íþróttafull- trúi. Allir heimamenn, sem fundinn sátu, lýstu fylgi viö áframhaldandi starfsemi hans. Fram voru færð mjög veigamik- il rök gegn því að skólinn yrði lagður niður. 9) Skömmu seinna var skólastjóra tjáö sú ákvörðun ráðherrans að skólinn yrði látinn starfa áfram næsta ár: 10) Skólasljóri og kennarar hér- aðsskólans litu svo á að síðast- nefnd ákvörðun hlyti að eiga viö svo lengi sem starfsemi skólans héldist óbreytt og hann uppfyllti skiiyrði um hagkvæmni miðað við nemendaljölda í grunnskóla- deildum. Sl. haust hófu 45 nemdendur nám í skólanum og hefur fiölgað síðan um fióra. 25 nemendur eru í 8. bekk, hinir í 9. bekk. Engin skynsamleg ástæða var því sjáanleg tii að gera breytingar á fyrirhuguöum rekstri skólans. Betri undirbúningur Hér skulu að lokum dregin sam- an nokkur helstu rök gegn því að starfsemi Héraðsskólans á Laugar- vatni veröi lögð niður við núver- andi aðstæður: 1) Kostnaður við grunnskóladeild- ir 8. og 9. bekkjar í 4 hreppum hlyti að aukast aö miklum mun, deildir yrðu fámennar og þjón- usta lakari - hugsanlega til stórtjóns fyrir byggð í þessum hreppum. En í héraðsskólanum fá nemendur þessara deilda kennslu hjá sérmenntuðum fag- kennurum í fremstu röð. 2) Í.K.Í. og M.L. er mikilvægt að verulegur fiöldi nemenda sé í 8. og 9. bekk, eins og áður er rakið. Nemendur úr héraðsskólanum koma yfirleitt sérlega vel búnir undir menntaskólanám. Sam- nýting húsnæðis og kennaraliðs er menntaskólanum ómetanleg. 3) Sé það raunveruleg stefna stjórnvalda að efla og styrkja skólahald á Laugarvatni, eins og margsinnis hefur verið lýst yfir, hljóta öflugar deildir 8. og 9. bekkjar grunnskóla að vega þungt í því skvni. Á því eru trúlega skiptar skoðanir hvort sérgreint framhaldsnám af einhverju tagi kunni að eiga fram- tíð fyrir sér við Héraðsskólann á Laugarvatni. En hér er ekki deilt um það. Hér er um það spurt hvort svipta eigi unglinga fiögurra hreppa í tveimur efstu bekkjum grunnskóa góðri og hagkvæmri aðstöðu til almennrar menntunar og undirbúnings að framhalds- námi. Og jafnframt er um það spurt hvort rétt sé að svipta nú dálítinn hóp aðkomunemenda frelsi til að nema viö skóla sem sannanlega hentar óvenju vel ákveðnum hópi unglinga og er fær um að veita betri faglegan undirbúning að framhaldsnámi en tíðast er í strjál- býli. Að óreyndu verður því ekki trúað að yfirstjórn menntamála verði slík mistök á. Kristinn Kristmundsson „Hér er um það spurt, hvort svipta eigi unglinga fjögurra hreppa 1 tveimur efstu bekkjum grunnskóla góðri og hagkvæmri aðstöðu til almennrar menntunar og undirbúnings að fram- haldsnámi.“ 4) Radarvari: HjálDartæki fyrir hraðasjúka? Að undanförnu hefur lögreglan gert átak í því að stöðva, sekta og taka ökuleyfi af mönnum sem aka á ólöglegum hraða. Þetta er að sjálf- sögðu lofsvert framtak og mikið bætir þetta nú lífið og tilveruna fyrir okkur, þessi sem eigum bíla sem ekki er hægt að koma upp fyr- ir leyfilegan hámarkshraða eða erum svo sljó og hægferðug að við færum ekki upp fyrir hann þótt við gætum. Eitt af því sem komið hefur inn í umræður um þessa herferð lög- reglunnar eru tól sem ganga undir nafninu radarvarar og sýnist sitt hverjum um ágæti þeirra eins og gengur. Myndu hugsa sig um tvisvar Fyrir skömmu var ég farþegi í bíl sem er bæði búinn þeim eigin- leika að komast upp fyrir löglegan hámarkshraða og eins fyrrnefndu apparati. Varla vorum við lagðir af stað þegar tækið byrjaði aö pípa á okkur af miklum móð og hélt þeim sið af og til alla ökuferðina. KjaHarinn Guðmundur Axelsson skrifstofumaður Ég spurði ökumanninn hvort þetta þýddi að lögreglan væri nánast út um allt, þó svo að við sæjum hvergi neinn sem gæti að órannsökuðu máli flokkast undir slíkt. Hann svaraði því til að áhaldið pípti þeg- ar ekið væri framhjá Landssíman- um, diskótekum, hljómtækjaversl- unum og svo auðvitað þegar lögreglan væri að mæla eins og það er kallað. Nú er það svo að það er gersamlega ómöglegt að heyra það á tækinu fina hvort lögreglan er á næstu grösum eða bara Landssím- inn eöa tækið hreinlega hysterískt, bilað eða eitthvað ámóta. Eitt er ég þó alveg viss um eftir kynni mín af þessum undraáhöldum en það er að ef svona nokkuð væri í bíln- um mínum, pípandi í tíma og ótíma, myndi ég aldrei þora að aka á meiri hraða en leyfilegt er þó svo að ég ætti bíl sem byði upp á þann möguleika. Ég er sannfærður um að ef yfirvöld kæmu upp tækjum sem gefa frá sér radargeisla, við vegi og götur þar sem líkur teljast á aö menn freistist til að stunda hraðakstur, myndu menn hugsa sig um tvisvar áður en þeir tækju áhættuna af því hvort tækið væri að pípa vegna þess að lögreglan væri í nágrenninu eða bara eitt- hvert annað fyrirbæri lögreglu- laust. Þar með væri búið að gera átak í því að koma í veg fyrir að þeir sem eiga í’adarvara aki á ólög- legum hraöa. Sé það rétt sem stundum er haldið fram, að það séu mestu ökufantarnir sem fá sér rad- arvara, myndi þetta valda því að þeir yrðu sem ljós í umferöinni því að áhaldið væri sípípandi á þá. Ef til vill væri ráðlegt að skylda alla ökumenn til að eiga og nota svona tæki! Tvenns konar viðbrögð Úr því ég er á annað borð farinn að skrifa um umferðina má ég til með að segja ykkur frá reynslu eins kunningja míns af því að aka um götur Reykjavíkur og nágrennis á bíl með utanbæjarnúmeri. Nánar tiltekið stóð M á númeraplötunni en ekki R eða G eins og staðið haföi á númeraplötum þeirra bíla sem hann hafði átt áöur. Allt í einu voru menn greinilega i mikilli þörf fyrir að nota flautumar í bílnum sínum ef þeir lentu fyrir aftan hann við umferðarljós. Sumir lögðu sig beinlínis í hættu við að aka fram úr honum á hinum ólíklegustu stöðum. Þetta eru svo sem viðbrögð sem við er að búast, í þaö minnsta þegar litið er til þess hvernig það fólk, sem er svo forframað að hafa ekið í útlöndum, segir að við íslend- ingar ökum og hegðum okkur almennt í umferöinni. Önnur viöbrögð varð hann líka var við og þau sýnu ánægjulegri. Margir sýndu honum miklu meiri tilitssemi en hann átti að venjast. Og þó svo að honum fyndist stund- um að hún væri sýnd bara vegna þess að þaö ætti aö sýna aumingj- um og utanbæjarmönnum á sér betri hliðina (kannski til þess aö fá prik hinum megin) kunni hann betur við þessa manngerð en hina sem flautaði og ók fram úr í tíma og ótíma. Tillitssemi og kurteisi ættu enda að vera jafnsjálfsagðir fylgifiskar okkar þegar við erum akandi í umferðinni og sjálfur bíll- inn. Guðmundur Axelsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.