Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1987, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1987. Viðskipti Jón Asbergsson, fovstjóri Hagkaups: Matvöruverslanir lána einn milljarð til jólainnkaupa INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 20 22 Lb.lb Sparireikningar 3jamán. uppsögn 20-24 Ub 6mán. uppsögn 22-26 Ab 12mán.uppsögn 24-30,5 Úb 18mán. uppsogn 34 Ib Tékkareikningar.alm. 6-12 Sp.lb Sértékkareikningar 10-23 Ib Innlán verötryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6mán. uppsögn 3,5-4 Ab.Úb, Lb.Vb Innlánmeðsérkjör- 19-34,5 Úb um Innlán gengistryggö Bandarikjadalir 6-7,25 Ab.Sb, Vb Sterlingspund 7,75-9 AbVb, Sb Vestur-þýskmörk 3-3,5 Ab.Sp. Vb Danskar krónur 8,75-9 Allir nema Bbog Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Dtlán óverðtryggð Almennirvixlar(forv.) 33-34 Sp Viðskiptavíxlar(forv) (1) 36eða kaupgengi Almennskuldabréf 35-36 Úb.Vb, Sb.Sp Viðskiptaskuldabréf(l) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 35-39 Sp Utlan verðtryggö . Skuldabréf 9.5 Allir Útlán tll framleiðslu Isl.krónur 31-35 Úb SDR 8-9 Vb Bandarikjadalir 9-10.5 Vb Sterlingspund 10.5-11,5 Vb.Úb Vestur-þýsk mörk 5,5-6,5 Vb Húsnæðislán 3,5 Lifeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 49,2 4.1 á mán. MEÐALVEXTIR óverðtr. des. 87 35 Verðtr. des. 87 9.5 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala des. 1886 stig Byggingavísitalades. 344 stig * Byggingavisitalades. 107,5stig Húsaleiguvisitala Hækkaði 5%1 . okt. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Ávöxtunarbréf 1,3261 Einingabréf 1 2,482 Einingabréf 2 1,453 Einingabréf 3 1.532 Fjolþjóðabréf 1,140 Gengisbréf 1,0295 Kjarabréf 2,459 Lifeyrisbréf 1.248 Markbréf 1.259 Sjóösbréf 1 1,195 Sjóðsbréf 2 1,154 Tekjubréf 1,288 HLUTABREF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennartryggingar 114 kr. Eimskip 278 kr. Flugleiðir 196 kr. Hampiðjan 118kr. Hlutabr.sjóðurinn 119 kr. Iðnaðarbankinn 143 kr. Skagstrendingurhf. 182kr Verslunarbankinn 126kr. Útgerðarf. Akure. hf. 160 kr. (1) Við kaup á viðskiptavlxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavixla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Jón Ásbergsson, forstjóri Hag- kaups, heldur því fram að matvöru- verslanir landsins láni vegna krítarkortanna að minnsta kosti einn milljarð króna til jólainnkaupa. Þar af láni einungis matvöruverslun- in í Hagkaupi um 200 milljónir. Þetta þýðir með öðrum orðum að um ára- mótin eiga matvöruverslanir einn milljarð inni hjá almenningi vegna jólainnkaupa með krítarkortum. Fyrstu greiðslur fólks af þessari skuld eru í byrjun janúar og aftur í - vegna krrtarkortanna byrjun febrúar. „Þetta er gróflega reiknað hjá mér,“ segir Jón Ásbergsson. „Ég tel að krítarkortin hafi innleitt króníska lága lausafjárstöðu hjá matvöru- verslunum. Þegar kaupmenn lána með krítarkortum veröa þeir að fá lengri gjaldfrest hjá heildsölum sem aftur þýðir hærri tekjur heildsölu í landinu og hærra smásöluverð en ella. Ef þeir hefðu peninga á milli handanna gætu þeir fengiö stað- greiðsluafslátt og lækkað verðið á innkaupunum sem aftur þýddi lægra vöruverð. Jón segir ennfremur að þessi hærri heildsöluálagning hafi í för með sér um 2ja til 3ja prósenta hærra verð í smásöluverslun. „Krítarkortin viðhalda líka um leið hinu íslenska heildsölukerfi sem ég tel algjöra tímaskekkju. Erlendis hafa heildsölur sameinast í stór heildsölufyrirtæki en hérlendis er einn heildsali með kannski lítið meira en eitt merki. Þetta er bæði dýrara kerfi og þá ekki síður fyrir- ferðarmeira fyrir kaupmenn. Þeir þurfa ef til vill að gera pantanir hjá 120 heildsölum í staðinn fyrir ein- um.“ Að sögn Jóns er mikil samkeppni á milli matvöruverslana sem hefur í fór með sér að matvörur eru á hag- stæðu verði. „En verðiö gæti verið ennþá lægra ef krítarkortahafar greiddu þjónustugjöld krítarkort- anna en ekid matvöruverslanirnar." -JGH Jón Asbergsson, forstjóri Hagkaups, segir að bara matvöruverslanir eigi inni hjá fólki að minnsta kosti millj- arð um áramótin vegna krítarkort- anna. Peningamarkaður Osaðki „Ég get hvorki játað því né neit- að,“ segir Einar Þór Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Steypustöðvar- innar Ós hf. í Garðabæ um það hvort Ós hf. sé að kaupa Steypu- stöðina hf. Mikil samkeppni er á steypumarkaðinum og er Ós vax- aupa St< andi fyrirtæki sem skilaði um 50 milljóna króna hagnaöi í fyrra. Samkvæmt heimildum DV hafa farið fram viðræðufundir á milli forráðamanna fyrirtækjanna um kaup Óss hf. á Steypustöðinni hf. Steypustöðin Ós hf. framleiðir »ypustöf rör, hellur og steypu. Á næstunni mun fyrirtækið taka í notkim nýja 3 þúsund fermetra verksmiöju og er ætlunin að heQa framleiðslu á steyptum einingum. Afkastageta núverandi steypu- stöðvar Óss mun vera fullnýtt og Hnahf? vantar fyrirtækið þvi aukna getu til að framleiöa steypu vegna nýju einingaverksmiðjunnar sem það tekur í notkun snemma á nýju ári. -JGH Alafoss: Þetta er forstjórinn Alafossverksmiðjan í Mosfellsbæ. Markmiðið er að græða „Hagnaðarsjónarmið munu ráða ríkjum þegar frá upphafi en hagn- aðurinn mun fyrst og fremst ráðast af markaðsstarfi en ekki fram- leiðslumagni. Nýjum Álafoss hf. eru ekki settar þær skorður að vinna einvörðungu úr ull heldur einnig vörur úr hvaða trefjaefnum sem er, jafnt gerviefnum sem nátt- úrulegum," segir í fréttatilkynn- ingu um stofnun nýja ullarrisans Álafoss hf. Rökin fyrir að nota nafnið Ála- foss hf. eru helst þau að nafnið er vel þekkt í helstu viðskiptalöndum okkar og telja forráðamenn Álafoss að milljónir ef ekki tugir milljóna króna sparist við aö þurfa ekki að auglýsa og kynna nýtt fyrirtækis- heiti á erlendum mörkuðum. Fyrirtækið hyggst gera allt til aö hærra verð fáist fyrir ullarvörur erlendis en þær hafa lækkað í verði undanfarin ár vegna samkeppni meðal íslenskra framleiðenda ull- arvara. -JGH Jón Sigurðarson, 35 ára, er for- stjóri nýja Álafoss hf. Hann er efnaverkfræðingur að mennt. Hann var frámkvæmdastjóri Plast- einangrunar hf. á árunum 1976 til 1981. Þá framkvæmdastjóri skinna- iðnaðar Sambandsins til ársins 1985 þegar hann varð forstjóri iön- aðardeildar Sambandsins á Akur- eyri, einhvers fjölmennasta vinnustaðar á íslandi. -JGH Jón Siguröarson, forstjóri Alafoss hf. Alafoss hf.: Viðskiptafræðingar á toppnum Aðalsteinn Helgason Aðstoðarforstjóri Álafoss hf. er Aðalsteinn Helgason viðskipta- fræðingur. Hann er 38 ára og hefur starfað hjá Húsavíkurbæ, Máln- ingu hf„ Hagvangi og nú síðast sem aöstoöarframkvæmdastjóri ullar- iðnaðardeildar Sambandsins á Akureyri. Ingl Björnsson Framkvæmdastjóri fjármála- sviðs er Ingi Bjömsson, 31 árs hagfræðingur. Hann starfaöi sem rekstrarráðgjafi Iönþróunarfélags Eyjafjaröar 1984 til 1986 er hann varð framkvæmdastjóri félagsins. Árni Árnason Árni Árnason verður fram- kvæmdastjóri banddeildar. Hann er 34 ára rekstrarhagfræðingur. Hann var framkvæmdastjóri Haf- skips í Danmörku, síðar íjármála- stjóri Hafskips hf. og nú síðast starfaði hann sem markaðsstjóri Sölustofnunar lagmetisins. Jón Heiðar Guðmundsson Jón Heiðar Guðmundsson verður framkvæmdastjóri vefnaðardeild- ar. Hann er 29 ára viðskiptafræð- ingur meö framhaldsmenntun í markaðsfræðum í Danmörku. Hann hefur unnið sem markaðs- stjóri innflutningsdeildar Hamars hf. og síöastliðið ár var hann mark- aðsfulltrúi iönaðardeildar Sam- bandsins á Akureyri. Ármann Sverrisson Ármann Sverrisson verður fram- kvæmdastjóri fatadeildar. Hann er 31 árs viðskiptafræðingur. Hann réðst til iðnaðardeildar Sambands- ins árið 1981 þar sem hann varð markaðsstjóri ullariðnaðardeildar árið 1985. -JGH Stærsta skip íslenska flotans, nú Bernhard S en verður Helgafell sið- ar í þessum mánuði. Bernhard verður Helgafell Skipadeild Sambandsins er komin með stærsta skip íslenska kaup- skipaflotans, þýska skipið Bernhard S, á þurrleigu en það var áður á tíma- leigu. Verður skipinu gefið nafnið Helgafell síðar í þessum mánuði. Þegar um þurrleigu er að ræða er íslensk áhöfn á viðkomandi skipi en útlend í tímaleigu. Bernhard er 4.639 tonn að stærð. -JGH íslendingar eyða 7 milljörðum í jóla- mánuðinum Viö íslendingar eyðum um sjö milljörðum króna í jólamánuðinum, að sögn Jóns Ásbergssonar, forstjóra Hagkaups. Hann segir að smásölu- verslunin á íslandi hafi í fyrra verið um 42 milljónir króna en í ár er áætl- að að hún verði um 50 milljarðar króna. Af þessum 50 milljörðum er áætlaö að fólk kaupi fyrir 7 milljarða króna í desember. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.