Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1987, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1987. DV Útlönd Mikill fögnuður braust út meðal aðstandenda bæði gislanna og fanganna þegar tilkynnt var að samningar hefðu tekist i nótt. Símamynd Reuter Samkomulag við fangana Ólafur Axnarson, DV, New York: í nótt tókst sanvkomulag milli stjórnvalda og k'ábanskra fanga sem haldið hafa um níutíu gíslum í fang- elsi í Atlanta í Georíu. Var öllum gíslunum sleppt samstundis. Samkomulagið, sem er í átta liðum, felur meðal annars í sér að flestir Kúbumennimir fá annað hvort land- vistarleyfi í Bandaríkjunum eða þeim verður geflnn kostur á að flytja til þriðja lands. Kúbumönnunum verður ekki refsað á neinn hátt fyrir uppreisnina. eignatjón eða gíslatök- una. Gíslarnir voru allir heilir á húfi og vel á sig komnir. Urðu miklir fagnað- arfundir þegar þeir gengu út úr fangelsinu því að ættingjar margra þeirra höföu hreiðrað um sig fyrir utan bygginguna og margir höfðu beðið þar alla ellefu dagana sem umsátriö um fangelsið stóð. Vill skýra mann- réttindi út fyrir sovéska leiðtoganum Ólafor Amarson, DV, New York: Ronald Reagan Bandaríkjaforseti sat í gærdag fyrir svörum hjá aöal- fréttamönnum fiögurra stærstu sjónvarpsstöðva Bandaríkjanna. Þetta kom í kjölfar einnar klukku- stundar langs viðtals við Mikhail Gorbatsjov, aðalritara sovéska kommúnistaflokksins, sem sjón- varpað var í Bandaríkjunum síðastliðið mánudagskvöld. Svo virðist sem leiðtogarnir tveir standi nú í baráttu um að fá ai- menning í Bandaríkjunum á sitt band, síðustu dagana fyrir leið- togafundinn sem hefst í Washing- ton á mánudag. Reagan sagðist í gær enn vera sama sinnis og þegar hann flutti ræðu sína um að Sovétríkin væru veidi hins illa. Hann sagðist ekki treysta Sovétmönnum um of og hann myndi aldrei skrifa undir af- vopnunarsamning til þess eins að skrifa undir og vona síöan að allt yrði í lagi. Sagði hann nauðsynlegt að skýr ákvæði væru um að samn- ingnum yrði framfylgt. Reagan sagðist hafa gengið frá samningaborðinu í Reykjavík vegna þessa atriðis ogeinnig vegna þess að Sovétmenn hefðu gert kröf- ur um aö geimvarnaáætluninni yrði fórnað. Reagan sagði að afvopnunarmál yrðu aðeins eitt atriði af mörgum, Ronald Reagan ætlar að skýra mannrettindi fyrir sovéska leiðtoganum. Símamynd Reuter sem hann myndi ræða við sovéska leiðtogann. Lofaði forsetinn því að leggja mikla áherslu á mannrétt- indamál og sagðist hann vona að hægt væri að hjálpa Gorbatsjov að ná fram sínu Glasnost með því að skýra út fyrir honum hvað raun- veruleg mannréttindi væru. Um Afganistan sagði Reagan að Bandaríkin myndu ekki hætta að senda frelsissveitum þar vopn fyrr en tryggt yrði að fólkið í landinu fengi að kjósa sér stjórn. Varðandi stöðu mála í Evrópu sagði forsetinn að á þessu stigi væri ekki inni í myndinni að fækka í hefðbundnum hersveitum Banda- ríkjanna í Evrópu. Áður en slíkt gerðist yrðu Sovétríkin að stórfækka í sínum heraíla í álfunni. Reagan sagðist sannfærður um að hann og Gorbatsjov myndu hitt- ast aftur á næsta ári í Moskvu til að ræða um niðurskurð á lang- drægum eldflaugum. Harmagrátur fjölskyldu, en einn meðlimur hennar var skotinn er hann beið í biðröð eftir því að fá að kjósa á sunnudaginn var. Simamynd Reuter Haiti Stjómin ásökuð um þjóðarmorð Einn af frambjóöendum til emb- ættis forseta Haiti, kristilegi demó- kratinn Sylvio Claude, kom úr felum í gær og hélt blaöamannafund rétt hjá forsetahöllinni. Hann lét falla þung orð um frammi- stöðu herstjórnarinnar, ásakaði hana um þjóðarmorð, en að minnsta kosti 35 manns létu lífíö á sunnudag er kosningum sem halda átti var hleypt upp. Einnig endurtók hann hvatningu sína um allsherjarverkfall og al- menna óhlýöni við stjórnvöld ef ekki færu fram kosningar hið snarasta, en á sunnudag var kosningum frest- að. „Ríkisstjórnin hefur staðið fyrir þjóðarmorði og við æskjum þess að alþjóðlegar friðargæslusveitir verði sendar hingað til að tryggja öryggi þegnanna og að kosningar verði haldnar reglulega.“ Fregnir hafa borist frá New York þess efnis að Henri Namphy, forseti herforingjastjórnarinnar, hafi sagt í símtali við Javier Perez de Cuellar, aöalritara Sameinuðu þjóðanna, aö hann myndi afsala sér völdum í hendur borgara 7. febrúar og að kosningar færu fram fyrir þann tíma. Viðbrögð Bandaríkjanna við því að kosningum var aflýst á sunnudag voru að stöðva alla hernaðaraðstoö við Haiti. Nú hefur fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkt að öll efnahagsaðstoð verði stöðvuð þar til kosningar hafa farið fram á eyjunni. Margir fulltrúar vildu ganga enn lengra svo sem að setja vopnasölu- bann á Haiti og senda friðargæslu- sveitir þangaö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.