Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1987, Page 2
2
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987.
Fréttir
Kvótafmmvarpið á Alþingi:
Bið fram yfir áramót
getur breytt miklu
- verði frumvarpið ekki afgreitt i dag er talið að miklar breytingar verði gerðar á því
Þeir alþingismenn sem DV ræddi
við í gær töldu útilokað að kvóta-
frumvarpið verði afgreitt fyrir
áramótin. Jafnvel þótt fullur vilji
væri bæði í sjávarútvegsnefnd og
neðri deild þingsins að hraða af-
greiðslu frumvarpsins, er talið
tæknilega útilokað að gera það vegna
þess að mörg önnur stórmál eru í
afgreiðslu í neðri deild.
Þingmenn voru einnig sammála
um að fyrst (ef) afgreiðsla frum-
varpsins dregst franr yfir áramótin
aukist til allra muna líkur á því að
verulegar breytingar verði gerðar á
frumvarpinu. Megn óánægja er hjá
meirihluta þingmanna með frum-
varpið eins og það er og vilja menn
fá allt frá einni og upp í fjölmargar
breytingar á því.
Þá var það líka samdóma áht
manna að ekkert gerði til þótt af-
greiðsla frumvarpsins drægist fram
yfir áramótin. Lögin myndu virka frá
1. janúar þegar þau verða samþykkt
og það tæki ekki nema nokkra daga
af janúar aö afgreiða frumvarpið.
Að auki eru til lög, bæði frá 1948,
sem notuð voru sem stoð við undir-
skrift reglugerða við útfærslu
landhelginnar í öll skiptin og lög frá
1976 um stjórnun fiskveiða í land-
helginni, sem ráðherra getur stjórn-
að fiskveiðunum með ef kvótafrum-
varpið tefst eitthvað á Alþingi.
-S.dór
Bókalisti DV1987:
Uppgjór konu
vinsælust
Þessi listi, sem nú er birtur, er sá
síðasti um bókavertíðina 1987 og
byggist á samantekt þeirra tíu versl-
ana sem hafa haft samstarf við DV
frá upphafi. Hér er reynt að draga
fram 10 söluhæstu bækur vertíðar-
innar miöað við sölu í þessum
verslunum.
í raun er fátt sem kemur á óvart
við þennan lokalista - allar þessar
bækur, fyrir utan Stelpnafræðarann,
hafa verið á listanum áður og greini-
lega náð jafnri og góðri sölu. Það kom
fram í máli þeirra sem við var rætt
að um fjórar fyrstu bækumar verður
ekki deilt - þær eru óumdeilanlega
söluhæstu bækur vertíðarinnar. Þá
verður varla deilt um að það er bók
Höllu Linker, Uppgjör konu, sem
slegið hefur í gegn. Hún hefur náð
fátíðri sölu enda verið langefst á
DV-listanum utan einu sinni. Það er
athyglisvert að allar þessar bækur
eru frá sama bókaforlaginu, Iöunni.
Á lokalistanum er, eins og áður
sagði, fátt óvænt, nema hvað Halldór
Laxness reyndist vera sterkur í loka-
sölunni á Þorláksmessu og fleytti það
honum inn í 7. sæti á heildarlistan-
um. Þá voru nokkrar bækur við það
að sleppa inn á lokalistann og má þar
nefna Stjörnustæla Andrésar Ind-
riðasonar, Á besta aldri eftir Jó-
hönnu Sveinsdóttur og Þuríði
Páísdóttur, Minningar Huldu Á. Stef-
ánsdóttur III og fleiri. -smj
Listi DV yfir 10 sölu-
hæstu bækur 1987:
1. Uppgjör konu
2. Helsprengjan
3. Ný hugsun, ný von
4. Sænginni yfir minni
5. Asta grasalæknir
6. Pottþéttur vinur
7. Dagar hjá múnkum
8. Stelpnafræðarinn
9. Skuldaskil
10. Skrifað í skýin III
Halla Linker
Alistair MacLean
Mikail Gorbatsjov
Guðrún Helgadóttir
Atli Magnússon
Eðvarð Ingólfsson
Halldór Laxness
Miriam Stoppard
Hammond Innes
Jóhannes Snorrason
Egilsstaðir:
Lögreglan lokaði
flugeldasólunni
Anna Ingólfedóttlr, DV, Egilsstöðum:
Hjálparsveit skáta á Egilsstöðum
tók á leigu húsnæði viö Tjamarbraut
á Egilsstöðum til þess að vera með
flugeldasölu sem er árlegur viðburð-
ur hjá þeim eins og öðrrnn hjálpar-
sveitum á landinu.
Við Tjamarbraut em nokkur fyrir-
tæki og verslanir. Hafði salan verið
opin í tvo daga þegar einum ná-
granna fannst skapast af henni
heldur mikið ónæði og kærði hana
til sýslumanns Suður-Múlasýslu á
þeim forsendum að sprengingar
hefðu átt sér stað við billjarðstofu
sem er í næsta húsi við söluna. Við
billjarðstofuna safnast oft margir
unglingar og í þessu tilfelli vom þeir
með flugelda sem þeir skutu upp 1
loft og varð af því mikill reykur.
Að beiðni sýslumanns Suður-
Múlasýslu kom lögreglan á staðinn
og lokaði sölunni. Við athugun lög-
reglu og hjálparsveitar kom í ljós aö
þeir flugeldar sem óþægindunum
ollu voru ekki eingöngu úr sölu
Hjálparsveitar skáta heldur frá öðr-
um söluaðilum á staðnum. Ekki var
tekið neitt tillit til þess í kærunni.
Hjálparsveitarmenn vom að von-
um mjög óhressir með aðfarir þessar
þar sem flugeldasalan er þeirra
stærsta fjáröflunarverkefni. Urðu
þeir því í snarhasti aö finna sér ann-
aö húsnæði undir söluna en Kaup-
félag Héraðsbúa sá aumur á þeim,
skaut yflr þá skjólshúsi og gaf þeim
leyfi til aö selja flugelda í húsakynn-
um slátursölu Kaupfélags Héraðs-
búa.
Matthias Bjarnason, einn harðasti andstæðingur kvótafrumvarpsins, blaðar
í skjölum sínum á meðan hann hlustar á ræðu til stuðnings frumvarpinu.
DV-mynd Brynjar Gauti
Lögin frá 1976:
Skrapdagakerfið var
byggt á þessum lögum
í umræðum um kvótafrumvarpið
í neðri deild Alþingis var á það bent
að ekkert gerði til þótt fmmvarpið
næði ekki fram að ganga fyrir ára-
mót þar sem til væm lög frá 1976 um
stjómun fiskveiða innan íslenskrar
fiskveiðilögsögu sem ráðherra gæti
stuðst við.
Að sögn Gylfa Gauts, lögfræðings
í sjávarútvegsráðuneytinu, em til
tvenn lög um fiskveiðar í íslenskri
landhelgi.
Hin eldri em síðan 1948 og við þau
var stuðst þegar reglugerðir vom
samdar um útfærslu landhelginnar
í öll skiptin sem það var gert.
Gylfi ságði að lögin frá 1976 hefðu
verið notuö meðan hið svokallaða
skrapdagakerfi var í gangi áður en
kvótalögin komu. í þessum lögum
em víðtækar heimildiir fyrir sjávar-
útvegsráðherra til að stjórna fisk-
veiðunum innan landhelginnar.
Meöal annars em ákvæði í lögunum
sem banna veiðar með botnvörpu
innan fiskveiðilandhelginnar nema
með leyfi ráðherra.
Þegar kvótalögin vom sett féllu
þessi lög úr gildi en að sögn Gylfa
„vakna“ þau aftur og taka við þegar
kvótalögin falla úr gildi nú um ára-
mótin ef ný löggjöf nær ekki í
gegnum Alþingi fyrir áramótin.
-S.dór
Skák:
Þröstur Ámason
á siguibraiit
Þröstur Ámason er nú í efsta slnni í gær.
sæti Evrópumei8taramóts ungl- Þá byijuðu þeir Hastíngsfarar.
inga, 16 ára og yngri, ásamt Tómas Bjömsson, Hannes Hlífar
Júgóslavanum Markovic en þeir og Siguröur Daöi, mjög vel og unnu
em með þijá vinninga eftir þijár allir lítt þekkta skákmenn í fáum
umferðir. Þeir félagar mætast í dag leikjum í fyrstu umferö.
og er þaö ein af úrslitaskákura Ekki gengur nógu vel hjá Þresti
mótsins. í gær vann Þröstur Þórhallssyni í Hoilandi og tapaði
Svíann Hjelm sem heimamenn hann ! 10. umferð fyrir Búlgaran-
bundu miklar vonir við. Guðfrföur um Benev. -SMJ
Lilja Grétarsdóttir tapaði skák
Matthías Bjamason:
Ég ætla að skoða
þetta mál mjög vel
„Ég ætla að skoða þetta mál
mjög vel og það er alveg Ijóst að
kvótafrumvarpið verður ekki af-
greitt fyrir áramótin," sagði
Matthias Bjamason, formaður
sjávarútvegsnefndar Alþingis, í
samtali við DV í gær.
Þá hafði Matthías haldið einn
fund í sjávarútvegsneöid og með-
al annars kallað til viðtais Jakob
Jakobsson, forstjóra Hafrann-
sóknastofnunar.
Matthías sagöist ætla aö gera
allt sem í hans valdi stæði til að
ná samstöðu í sjávarútvegs-
nefndinni um málið og að £á fram
breytíngar á frumvarpinu. Til
þess þyrftí tíma. Hann sagöist
myndi leggja sig fram um að
koma í veg fyrir að nefndin kiofn-
aöi.
„Þetta er stærsta mál þjóðar-
innar og þaö er Oarri mér að sýna
eitthvert ábyrgðarleysi með því
að afgreiöa frumvarpiö óskoðaö á
einhverju hundavaði," sagöi
Matthías Bjarnason. -S.dór
Kvótafvumvarpið:
Halldór með reglu-
gerðir tHbúnar
Halidór Ásgrímsson hefur í
ræðum á Aiþingi vitnað í ósamd-
ar reglugerðir varöandi veiðar
smábáta, díúprækjuveiðamar og
frumvarpiö í heild. Hann hefur
ekki sagt hvemig þessar reglu-
gerðir era.
I gær þegar allt útlit var fyrir
að kvótafrumvarpið næði ekki í
gegnum neðri deild lyrir áramót
stóð til að Halldór sýndi sjávarút-
vegsnefnd neðri deildar þessar
reglugerðir. Þannig ætlaði hann
að freista þess aö hraða fram-
varpinu í gegnum neöidina.
Halidór mun hafa ætlaö aö sýna
fulltrúum smábátaeigenda reglu-
gerðina um 10. grein framvarps-
ins og töldu menn vonir til þess
að þeir féllu frá andstöðu sinni
við kvótafrumvarpið. Það er álit
margra þingmanna aö með því
að rýmka veiðar smábátanna
verulega eða fella 10. greinina
niöur úr frumvarpinu myndi
andstaða viö frnmvarpiö á þingi
minnka verulega og þaö fara í
gegn fljótlega.
Halldór Ásgrímsson sagöi í
samtali við DV i gær aö hann
væri enn ekki vonlaus um að
frumvarpiö kæmist í gegn fyrir
áramót og taldi aö reglugeröimar
gætu liðkað til fyrir málinu.
-S.dór
Lýst eftir manni:
Ekkerthefurtil hans
spurst í tvo mánuði
Lýst er eftir 35 ára gömlum manni,
Inga Jóhanni Hafsteinssyni. Til hans
hefur ekki spurst síðan 3. nóvember.
Ingi Jóhann er 180 sentímetrar á hæð
í meðalholdum, hann er frekar breið-
leitur, með alskegg og ljóst, litað hár.
Síðast sást til ferða hans á Skaga-
strönd aö morgni 3. nóvember. Allir
þeir sem geta gefið upplýsingar um
ferðir hans frá þeim eru beðnir um
aö gefa sig fram við lögregluna.
-sme