Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1987, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1987, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987. Fréttír Gengisfelling mundi valda mikilli röskun Háttsettir menn í þjóöfélaginu eru farnir að tala um yfírvofandi geng- isfellingu. Þar er nefnd felling krónunnar upp á um 10 prósent. Tap frystingarinnar gerir öröugt að halda genginu. Fall dollars eyk- ur þann vanda. Yröi gengiö fellt eöa látið síga verulega um nokkurn tíma, félli meöalgengi krónunnar, svo aö allar erlendar myntir hækk- uðu í veröi svipað því sem gengi krónunnar yröi lækkaö. Því eru menn auðvitað famir að spyrja: Hvaö mundi gengislækkun þýða í stórum dráttum? Gengislækkun mundi hafa áhrif á allar helztu stæröir efnahags- mála. Mikið færi þá eftir því, hvort innlendur kostnaöur fyrirtækja mundi fylga á eftir gengislækkun- inni. Viö gengislækkun hækkar útflutningsverölag, sem gengis- lækkuninni nemur. Þá mundi í fyrstu draga úr innflutningi og halla á viöskiptum við útlönd, sem er mikið vandamál. En líklegt væri, aö launþegar vildu vinna upp tap- aðan kaupmátt vegna gengislækk- unar. Þeir ykju því kaupkröfur sínar. Erfitt er að segja, hver verö- bólgan yrði á næsta ári, en sumir hafa talið verðbólguna munu veröa um 10 prósent aö óbreyttu. Þaö er þó harla mikil bjartsýni en látum svo vera í bili. Tíu prósent gengis- lækkun þýddi sem sagt samsvar- andi hækkun innflutningsverð- lags, sem þýddi mjög fljótt, aö verðbólgan ykist um þriöjung gengislækkunarinnar. Síðan mundu aðfóng fyrir innlend fyrir- tæki hækka vegna gengislækkun- arinnar. Þá yröi fljótt hækkaö verö sumrar innlendrar framleiöslu. Segja má, að þá væri fljótt um helmingur gengislækkunarinnar kominn fram sem aukin veröbólga eða 5 prósent aukning vegna 10 prósent gengislækkunar. En síöan gætu laun og allur innlendur kostnaður fyrirtækja farið af staö, svo aö gengisfellingin kæmi að fullu fram sem bara aukin verö- bólga hér. 10 prósent gengislækkun ylli strax, aö höfuðstóll gengistryggöra lána mundi hækka um 10 prósent. Greiðslubyrði af erlendum lánum mundi aukast sem gengislækkun- inni nemur. Greiðslubyrðin hefur nú veriö 18-19 prósent af útflutn- ingstekjum okkar. Gengislækkun þýddi því, aö skuldir okkar ykjust sem henni nemur. Frystingin er nú rekin með 8-9 prósent halla. Gengisfelling mundi í bili laga þá stööu og framhaldiö fer eftir því, hve mikilli hækkun gengisfelling mundi valda á kostn- aöi frystingarinnar, útflutnings- iönaðar og annarra fyrirtækja hér. Ella gæti bara hver gengisfellingin brátt tekið við af annarri, haldi veröbólga áfram aö vaxa hér. Staöa ríkissjóðs gæti versnaö, þegar dræ’gi úr innflutningi vegna geng- isfellingar, meðan þaö varaði. -HH 200 þúsund fyrir böm sem fæðast eftir 9 mánuði Fæðingarorlof lengist upp í fimm mánuði vegna bama sem fæðast eftir 1. september 1988, samkvæmt reglugerð sem Guð- mundur Bjarnason heilbrigöis- ráðherra hefur gefið út í samræmi viö lög frá Alþingi í fyrra. Fullt fæðingarorlof, sem nú skiptist í fæöingarstyrk og fæö- ingardagpeninga, er tæplega 40 þúsund krónur á mánuði. Fyrir barn sem fæöist eftir níu mánuöi fást því um 200 þúsund krónur. Faeðingarorlofið lengdist í fjóra mánuði vegna barna sem fæddust eftir l. október síöastliðinn. Það lengist svo í sex mánuði vegna barna sem fæðast eftir 1. ágúst 1989. -KMU Sama eign seld tvisvar? „Svo virðist sem óskað sé eftir að endurtaka sölu á eign sem þegar hefur verið seld,“ sagöi Ólafur Þ. Þórðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, er hann við afgreiöslu fjárlaga á Alþíhgi' gerði athugasemd við eina heim- ildargrein í frumvarpinu, heimild til fjármálaráðherra að selja graskögglaverksmiðjuna Fiatey í Austur-Skaftafellssýslu. Ólafur sagði að verksmiðjan heföi samkvæmt afsali veriö seld I þann 15. október síðastliðinn. Þvf væri þaö lögbrot ef ríkiö ætlaöi að selja hana aftur. Þrátt fyrir athugasemd Ólafs voru fjárlögin samþykkt með þessari heimild. -KMU Guðmundur J. Guðmundsson, förmaður Veritamannasambandsins: Gengið verður fellt um 7-11% um miðjan janúar - fall doilarans lokar óilum samningaleiðum - sjá bis. 5 Margir fullyröa að gengisfelling sé á næsta leiti, nú síðast Guðmundur J. Guðmundsson i DV í gær. Neyðarástand í dagvistunarmálum upp störfum. Sem fyrr sagði kemur þaö fyrst niður á SíðuseU og Flúðum nú um áramótin en hinum dagvistar- heimilunúm veröur síöan lokað í kjölfarið og í lok mars eiga allar upp- sagnir fóstra að vera komnar til framkvæmda. Jón Björnsson, félagsmálastjóri á Akureyri, hefur sagt aö ljóst sé að fóstrurnar séu ekki í kjaramálaleik. Þeim sé full alvara meö uppsögnum sínum og þær væru nú í óöaönn að ráða sig í önnur störf. í dag mælir Dagfari Gylfi Kristjánason, DV, Akureyii: Um 160 börn á Akureyri verða af dagvistun sem þau hafa haft nú um áramótin en þá þarf að loka dagvist- unarheimilinu Síðuseli alveg og Flúðum að hluta vegna þess að fóstr- ur hafa sagt upp störfum og munu hætta um áramót. „Það hefur auðvitað verið rætt um þetta vandamál en bæjarfulltrúar hafa enn ekki viljað stíga það skref að hækka laun fóstranna vegna hættu á launaskriði í gegnum allt kerfið,“ sagði Sigfús Jónsson, bæjar- stjóri á Akureyri, við DV. Sigfús sagði aö fostrur á Akureyri hefðu fengið launahækkun fyrir skömmu þegar störf þeirra voru tek- in til endurmats sem varð til þess að laun þeirra hækkuðu um tvo launa- flokka. „En þetta hefur greinilega ekki verið nóg. Málið er því í leið- indabiðstöðu eins og er,“ sagði Sigfús. - En er ekki hætta á að þetta verði langvarandi ástand, fóstrurnar muni ráða sig til annarra starfa sem eru betur borguð? „Einhverjar gera þaö sjálfsagt en aðrar eru heima við og bíöa átekta. Það er erfitt fyrir Akureyrarbæ að veita nú launahækkun til fóstranna því þá koma aðrir starfshópar strax á eftir." Sigfús sagði að fóstrur væru eins ofarlega í launastiganum og hægt væri að koma þeim. Þáð sem gerði málið erfitt væri að möguleikar þeirra á eftirvinnu væru engir og þess vegna sætu þær eftir í heildar- launum. Þegar hann var spurður hvort hugsanleg leið væri að greiöa þeim fyrir óunna yfirvinnu sagði hann það erfitt því að undanfariö hefði veriö unnið að því að skera slíkt niður hjá bænum. Allar fóstrur á Akureyri hafa sagt í ástandinu Þetta er dálítið einkennileg jólaver- tíð. Þaö er varla aö maöur opni bók eða kveiki á sjónvarpinu öðruvísi en þar geti aö líta frásagnir af ástandinu eöa afleiðingum þess. Hernámsárin eru að verða vinsæl- asta yrkisefni kvikmyndageröar- manna og bókahöfunda ef marka má þá athygli sem beinist að þess- um löngu liðnu árum hér á íslandi. Þó hélt Dagfari, sem upplifði sjálfur þessi hemámsár, að þau væru ekki beint til að státa sig af. Sukkiö í kringum Bretavinnuna, stóðlífið í braggahverfum hermannanna, vændislífiö í undirheimunum, allt voru þetta feimnismál sem þögguð voru niður og hafa legið í þagnar- gildi vegna þess að Islandssagan þolir ekki alltaf dagsbirtuna. Og svo voru það blessaöar stúlk- urnar sem í sakleysi sínu féllu fyrir sætum Könum og fengu tyggi- gúmmí og nælonsokka og ómaga í kaupbæti. Þær eru í ástandinu sögðu menn og ypptu öxlum og svo hurfu þær margar hverjar vestur um haf eða bara gleymdu kær- ustunum sínum af því kærastamir gleymdu þeim eins og hermanna er siður. Seinna giftust þær ís- lenskum piltum í staðinn og em nú flestar hverjar viröulegar ömm- Allir ur í höfuðborginni og ekki hefur nokkur blettur falliö á æm þeirra þangaö til sjónvarpiö og metsölu- höfundar hafa nú allt í einu tekið upp á því aö rifja þessa gleymdu tíma upp. Sjónvarpiö sýnir okkur Punktur, punktur, komma, strik og Atóm- stöðina yfir jólahelgina og senni- lega hefur forráðamönnum Ríkissjónvarpsins ekki þótt nóg aö gert vegna þess að í fyrrakvöld var dagskráin aftur undirlögð af ástandsmyndum, bæði nýjum og gömlum. Fyrst kom heimildar- mynd um ástir og stríð og gamlar og virðulegar konur í Vesturheimi riijuðu upp ástarævintýri sín á bjagaðri íslensku. Svo kom Tilbury í heimsókn og aftur voru hernámsárin gerö að yrkisefni með geðslegum hætti, eins og andagiftin blæs hinum ungu skáldajöfrum þjóðarinnar í brjóst. Það hlýtur að hafa verið fundið upp í einhverri leynilegri skoðanakönnun hjá sjónvarpinu að þetta efni væri efst á vinsælda- listanum úr því þeir ákveöa að velta sér upp úr ástandsárunum af slíkri áfergju. Óskaplega hljóta áhorfendur að skemmta sér yfir svona efni, sérstaklega þeir sem tóku sjálfir þátt í ástandinu, því ekki verður betur séð en að hvað úr hverju verði hemámsárin meðal merkustu tímabila í sögu þjóðar- innar. Ef að líkum lætur spretta brátt upp konur viðs vegar á landinu sem telja sér það til vegs- auka og virðingar að hafa verið á kafi í ástandinu. Þess er reyndar farið að gæta nú þegar. Fyrir utan allar göfugu kvennabókmenntirnar, sem eru ýmist uppgjör konu, móður eða meyju og sökkva sér ofan í ástands- málin, hafa stokkið fram á sjónar- sviöið gamlar fegurðardísir frá þeim gömlu góöu dögum og skrifa sjálfsævisögur um bemskuárin. Þar er allt tíundað sem máli skiptir og allt hitt líka og ekkert dregið undan. Enda hefur íslenska þjóðin tekiö þessum bókmenntum tveim höndum og höfundarnir frá herná- msámnum eru á góðri leiö með aö komast í tölu þeirra þjóðhetja sem boriö hafa hróður landsins víða um heim. Reyndar taldi ein af gömlu konunum í Vesturheimi aö mesti ávinningurinn af hjónaböndunum frá þessum ámm væri landkynn- ingin sem þær stöllur hafa staðið fyrir meö því að flytjast úr landi. Sjónvarpið verður að halda áfram á þessari braut að kynna hernámsárin. Næst er aö grafa upp gamla hermenn sem hingað komu og láta þá segja sínar frægðarsögur úr hernáminu, sem ekki var aðeins fólgið í töku landsins heldur einnig og ekkj síður í töku þeirra á kven- þjóðinni sem fórnaði sér fyrir málstaðinn og landkynninguna. Stöð tvö má heldur ekki láta sinn hlut eftir liggja og sú stöð gæti tek- ið upp þráðinn þar sem frá var horfið og haft viðtalsþátt við lausa- leiksbömin frá hernámsárunum og stofnað til leitarstarfs fyrir vest- an að týndum feðrum heillar kynslóðar óskilgetinna barna á miðjum aldri. Reykjavíkurborg getur síðan endurreist gamalt braggahverfi og gert það að minjasafni um þetta merka tímabil í sögu borgarinnar. Þar má gera Tilbury að heiðurs- borgara. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.