Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1987, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1987, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987. Viðskipti Mjög svo tímabær umræða: Island hefúr kosti sem bankaland eins og Sviss Dr. Mikael M. Karlsson, Banda- ríkjamaður sem kennir heimspeki við Háskóla íslands, telur að íslend- ingar eigi að huga vel að því hvort ísland sé ekki upplagt land sem bankaland líkt og Sviss og mörg önn- ur smáríki. Hann segir að við eigum aö huga að kostum þess að ráðast í verkefni sem hafi reynst þjóðum á stærð við okkar einkar hagkvæmt, krefjist lágmarksíjárfestingar og myndi til tilbreytingar hafa vænleg Pemngamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggö Sparisjóðsbækur ób. 20-22 Lb.lb. Ob.Vb, Sp Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 20-24 Ub.Vb 6 mán. uppsógn 22-26 Úb 12mán. uppsogn 24-30,5 Úb 18mán. uppsógn 34 Ib Tékkareikningar, alm. 6-12 Sp.lb, Vb Sértékkareikningar 12-24 Ib Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6mán. uppsögn 3,5-4 Ab.Úb, Lb.Vb Innlán meðsérkjörum 18-34 Sb Innlán gengistryggð Bandaríkjadahr 6-7,25 Ab.Sb. Sterlingspund 7,75-9 Ab.Sb Vestur-þýsk mórk 3-3,5 Ab.Sp Danskar krónur 8,75-9 Allir nema Bbog Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 33-34 Sp.Lb. Úb.Bb, Ib.Ab Viðskiptavíxlar(forv.)(1) 36eða kaupgengi Almennskuldabréf 36-37 Lb.Bb. Ib.Ab, Sp Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 36-39 Lb.Bb. Ib.Ab. Útlán verðtryggð Skuldabréf 9,5-9,75 Allir nema Úb Útlán til framleiðslu Isl.krónur 31-35 Úb SDR 8-9 Vb Ba^daríkjadalir 9-10,5 Vb - Sterímgspund 10,5-11,5 Vb.Úb Vestur-þýsk mörk 5,5-6,5 Vb Húsnæðislán 3,5 Lifeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 49,2 4.1 á mán. MEÐALVEXTIR óverðtr. des. 87 35 Verðtr. des. 87 9,5 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala des. 1886 stig Byggingavisitala des 344 stig Byggingavísitalades. 107,5stig Húsaleiguvisitala Hækkaöi 5% 1 okt. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa veröbréfasjóöa Ávóxtunarbréf 1,3536 Einingabréf 1 2,507 Einingabréf 2 1,466 Einingabréf 3 1,553 Fjölþjóðabréf 1,140 Gengisbréf 1,0295 Kjarabréf 2,518 Lífeyrisbréf 1.260 Markbréf 1,277 Sjóðsbréf 1 1,226 Sjóðsbréf 2 1,226 Tekjubréf 1,317 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennartryggingar 1.30 kr. Eimskip 365 kr. Flugleiðir 252 kr. Hampiðjan 136 kr. Hlutabr.sjóðurinn 141 kr. Iðnaðarbankinn 154 kr. Skagstrendingurhf. 186 kr. Verslunarbankinn 133 kr. Útgerðarf. Akure. hf. 174 kr. (1) Við kaup á viðskiptavixlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað viö sórstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viöskiptavíxla gegn 31 % ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. ísland sem bankaland líkt og Sviss, Austurriki og Lúxemborg? Það er eng- in spurning að ísland hefur marga góða kosti og þetta er ábatasöm atvinnu- grein sem krefst litillar fjárfestingar og gerir smáþjóðum kleift að sneiða hjá erfiðleikum sem oft hrjá þær í alþjóðlegum gjaldeyrisviðskiptum. frekar en skaðleg áhrif á viðskipta- hallann við útlönd. Um þetta ritar Mikael mjög athyglisverða grein í nýjasta hefti efnahagsritsins Vís- bendingar. í greininni skírir hann þessa þjónustu fjárhæli. Það eru fleiri til en þeir í Sviss Hann segir þar: „Allir vita að sviss- neskir bankar eru fjárhæli; í þeim má geyma fjármuni í næði og með leynd. En færri viröast vita hve al- geng fjárhælisþjónusta er í heimin- um. í meira en þrjátiu löndum er slík þjónusta veitt en þó ekki alltaf með sama hætti og í Sviss. Fjárhæli er til dæmis að finna í Austurríki og Lúxemborg, í Hong Kong og Singa- pore, Liechtenstein og Andorra, í Panama, Costa Rica og Dóminik- anska lýðveldinu, í Líbanon og Jórdaníu, á Mön og Ermarsundseyj- um.“ Jafnvel í Sovétríkjunum Mikael nefnir fleiri smáríki og seg- ir svo: „Jafnvel í Sovétríkjunum gilda lög sem tryggja útlendingum bankaleynd leggi þeir beinharöan gjaldeyri í þarlenda banka.“ Ennfremur: „Eins og sjá má eru það einkum smáþjóðir, flestar reynd- ar eyþjóðir, sem veita fjárhælisþjón- ustu. Margir þeirra staða sem nefndir voru hér aö ofan eru fámenn- ari en ísland og sums staðar er mannfjöldi jafnvel minni en í Kópa- vogi.“ Þetta er ábatasamur atvinnuvegur Síðan kemur hann að mjög athygl- isverðum punkti: „Fjárhælisþjón- usta er ábatasöm, krefst frekar lítillar fjárfestingar og gerir smá- þjóðum kleift að sneiða hjá erfiðleik- um sem oft hrjá þær í alþjóðlegum gjaldeyrisviðskiptum." Friðsælt á íslandi Hann minnist næst á kosti íslands sem bankalands og nefnir fyrst þann frið sem ríkir á Islandi. „Auðvitað er mikilvægt þeim sem leggur fé í banka að fjármunir hans séu ekki í hættu vegna innrásar, uppreisnar eða annarra sviptinga í landinu. Það er því skiljanlegt að útlendingum fmnist ekki ýkja freistandi nú að senda fé sitt til vörslu í Líbanon eða Panama, og sumir hika jafnvel viö að geyma fé í Hong Kong eða Singa- pore. Samanboriö við margar þjóðir sem veita fjárhælisþjónustu er stjórnmálaástand á íslandi traust.“ ísland er á kortinu Hann nefnir næst kunnugleikann: „Norður-Ameríka er mikilvægasti upprunastaður þess fjár sem geymt er á fjárhælum, og íbúum Norður- Ameríku fmnst öruggara að eiga viðskipti við Evrópumenn en við Asíumenn." Við erum traustir í viðskiptum Og þá nefnir hann sem kost að ís- lendingar séu einir af Norðurlanda- þjóðunum. „Af einhveijum undarlegum ástæðum, sem Noröur- landabúar skilja manna síst, eru þeir taldir vera flestum öðrum vandvirk- ari og áreiðanlegri i viöskiptum. íslendingar ættu að njóta góðs af þessu orðspori í samkeppni við aðrar þjóðir, jafnvel Evrópuþjóðir.“ Enskan er með okkur í fjórða lagi nefnir hann málakunn- áttuna sem rök. „Fjárhælisþjónusta er auðvitað alþjóðleg og krefst þess að viðskipti fari fram snurðulaust á ýmsum tungumálum, sérstaklega á ensku. í þessu tilviki hafa íslending- ar vinninginn í keppni við mörg fjárhælislönd.“ Þögnin um peningana Loks er það þagmælskan. „Víst er aö þeir sem nota fjárhæli vilja ógjarnan hafa hátt um það. Þeir vilja gjarnan skipta við fjárhæli sem hafa ekki hátt um þá starfsemi. Hvert mannsbarn veit að í Sviss eru fjár- hæli, en færri vita að nágrannalönd- in Austurríki og Lúxemborg veita slíka þjónustu. Þétta skýrir að hluta velgengni Lúxemborgar í þessum efnum. Sum fjárhælislönd, til dæmis Lichtenstein, Caymaneyjar og Pa- nama, eru ekki almennt þekkt sem shk, en þau hafa gert þjónustu við skattsvikara að sérgrein sinni og eru þess vegna undir smásjá skattayfir- valda víða um heim. Fíárhælisþjón- usta í Lúxemborg beinist hins vegar að löglegum viðskiptum og sleppur þyí við óþægilega athygli." Lúxemborg er góð fyrirmynd Við grípum svo loks niður í grein Mikaels þar sem hann segir hvernig fjárhælisþjónustu íslendingar ættu mest að huga að. „Sú fjárhælisþjón- usta sem borgar sig fyrir okkur að huga að, og mundi líkjast því sem gerist í Lúxemborg, byggist ekki á því að bjóða fyrst og fremst upp á dularfulla bankareikninga og geymsluhólf að fela í ljármuni. Hún felst í víðtækri, alþjóðlegri banka- og flárfestingaþjónustu, gjaldeyris- verslun, útgáfu og sölu sparibréfa, aðstöðu til alþjóðlegrar verslunar með hlutabréf, verðbréf og jafnvel aöra fjármuni." -JGH Sígarettur hamstraðar í október í nóvember seldust um tveimur miUjónum færri sígarettur en í okt- óber að sögn Svövu Bernhöfts hjá ÁTVR. Ástæðan er ekki sú að landinn sé aö minnka við sig í reykn- um heldur hækkuðu sígarettur 12. október um 8 prósent og það var nóg til þess að reykingamenn tóku við sér. Að sögn Svövu seldust um 35,6 milljónir sígarettna í nóvember á móti um 37,5 níilljónum í október. Sem fyrr er það rauður Winston sem selst langmest. Af þeirri tegund seld- ust um 12,8 milljónir sígarettna í nóvember. Winston lights var í öðru sæti með um 4,7 milljónir seldra síga- rettna og Camel venjulegar voru í þriðja sæti með sölu upp á um 3 millj- ónir sígarettna. Kóngurinn á markaðnum er Rolf Johansen en hann er með um 80 pró- sent af allri sígarettusölu í landinu. -JGH Víntegundum fækkar um fimmtíu í Ríkinu Vintegundum í verslunum er að hætta sölu á. Og af vodka ÁTVR er að fækka um fimmtiu munu landsmenn ekki sjá í fram- talsins. Sumar eru þegar dottnar tiðinni tegundir eins og Vladivar út og aðrar eru á leiðinni í burtu, Imperial, Baranof og Greenland. að sögn Þórs Oddgeirssonar, sölu- , j>að hefur sáralítið fallið út af stjóra ÁTVR. „Það eru fyrst og léttvínum en það gæti orðið svo á fremst þær tegundir sem lítiö hafa næstunni en þá koma örugglega selst sem hafa veriö teknar úr nýjar tegundir inn í staðinn sem sölu,“ segir Þór. líklegt er að raunu seljast,“ segir Þór nefiúr koníak eins og Martel Þór. og Luze Three Crowns sem verið -JGH Dollarinn á 35,76 krónur Dollarinn var skráöur hjá Seðla- banka íslands á 35,76 krónur í gær. Miöaö er við kaupgengi. Þetta er lægsta verö á dollaranum í áraraðir hjá Seðlabankanum. Þaö var í fyrra- dag sem dollarinn rauf 36 króna múrinn. Hann fór þá niður í 35,87 krónur. Mörg fyrirtæki á íslandi sáu þessa þróun dollarans á árinu ekki fyrir og reiknuðu reyndar frekar með aö hann yrði kominn upp í 43 krónur í árslok. -JGH Úlfiir er svartsýnn Úlfur Sigurmundsson, viöskipta- fulltrúi 1 New York, segir að kaupmáttur fólks í Bandaríkjunum sé að minnka og mikill viöskipta- halli Bandaríkjamanna og lækk- andi gengi Bandaríkjadollars hafi slæm áhrif á útflutning okkar til Bandaríkjanna. Þetta kom fram í erindi hans á ráðstefnu hjá Útflutn- ingsráði íslands á dögunum. „Afleiðingin fyrir okkur íslend- inga er mikill samdráttur í útflutn- ingi og viðskiptum við Bandartkin, sem virðist verða til þess aö við minnkum markaöshlutdeild okkar í Bandaríkjunum á öllum helstu mörkuöum okkar þar,“ segirÚlfur. Úlfitr segir ennfremur aö íslend- ingar hafi að saraa skapi aukið útflutning sinn til annarra landa eins Evrópulanda og Japans. Um fiskmarkaðinn í Bandaríkjunum segir Úlfur: „Óvarlegt er að spá neinni aukningu árið 1988 nema eitthvað breytist í Efnahagsbanda- lagslöndunura sem geri Banda- ríkjamarkað eftirsóknarverðari.“ -JGH Ulfur Sigurmundsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.