Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1987, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1987, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987. 9 dv Útlönd Andrés önd stjómar jólahaldi Svía Guimlaugur A. Jónsscm, DV, Lundú Skoðanakönnun, er gerð hefur ver- ið um jólahald Svía, sýnir að það stjómast að verulegu leyti af sjón- varpsdagskránni og þá fyrst og fremst af Andrési því það er sama teiknimyndasyrpan um Andrés önd og félaga sem sýnd er ár eftir ár og byrjar ætíð klukkan 15.00 á aðfanga- dag. Segja má að Andrés önd gegni sama hlutverki fyrir Svía og kirkjuklukk- urnar heima klukkan 18.00 á að- fangadag. Andrés önd er nefnilega staðfestingin á því að jólin séu raun- venilega gengin í garð. Á aðfangadag í Svíþjóð má segja að tíminn miðist við Andrés önd, fyr- ir og eftir Andrés önd. Áðumefnd skoðanakönnun sýnir að mikið meira en helmingur barnafjöl- skyldna landsins borðar aðalmáltíð dagsins áður en Andrés önd byijar í sjónvarpinu og aðeins sjö prósent af ljölskyldunum vogar sér að setjast að borðum á meðan Andrés önd er í sjónvarpinu. Margar þeirra snæða fyrir framan sjónvarpstækið. Kirkjan hefur lika gert sér grein fyrir því að ekki sé mjög viturlegt að messa á sama tíma og Andrés önd er sýndur í sjónvarpinu. Þess vegna eru flestar fjölskylduguðsþjónustur látnar byija á tímabilinu 13.00 til 14.00 á aðfangadag þannig að fjöl- skyldan nái ömgglega heim áður en teiknimyndasyrpan byijar. Mörgum þykir nóg um hvemig sjónvarpið hefur þannig gjörsamlega tekið völdin yfir jólahaldi Svía. Ann- að prógram, sem hefur svipað aðdráttarafl og Andrés önd um hátíö- arnar, er myndin víðfræga um greifynjuna og þjóninn. Það er orðin alveg föst hefð að sjónvarpið sýni þá mynd klukkan 22.50 á gamlárskvöld og það er sama hve Svíinn hefur inn- byrgt mikið af kampavíni eða annarri fljótandi fæðu þegar þar er komið sögu á gamlárskvöld þá sér hann ætíð til þess að missa ekki af þessum dagskrárlið sem hann hefur þó séð ótal sinnum áður. Sagt hefur veriö að böm elski end- urtekningar og með því era vinsæld- ir Andrésar andar á aðfangadag skýrðar. Þau hafa ekkert á móti því aö heyra sömu söguna fimm til sex sinnum. Og á gamlársdag er eins og allir Svíar verði börn og vilji sjá greifynjuna og þjóninn enh einu sinni. EGILL VILHJÁLMSSON HF. einkaumboð riAMCJeep Tilkynning Aukin þjónusta í E. V. húsinu, Smiðjuvegi 4c. Bifveiðaverkstæði Egils Arnar hefur opnað í E. V. húsinu og tekur að sér viðgerðarþjónustu fyrir AMC-Jeep. Afþessu til- efni vill AMC-Jeep umboðið bjóða Egil Örn og starfsmenn hans vel- komna til þjónustu og væntir góðs af samstarfi við þá til hagsbóta fyrir viðskiptavini sína. Friðbjörn G. Jónsson þjónustustjóri E.V. Þjónustudeild E.V. ásamt bif- reiðaverkstæði Egils Arnar mun leitast við að veita eig- endum AMC-Jeep bifreiða fullkomna, alhliða þjónustu. Þjónustudeild E.V. bendir á stóraukinn varahlutalager og aukna þjónustu í sérpöntunum án aukagjalds. BIFREIOAVERKSTÆÐI EGILS ARNAR viðhaldsþjónusta AMC- Jeep, sími 75150. AMC-Jeep eigendur, verið velkomnir. Við munum veita ykkur markvissa og örugga þjónustu, 10.000 km skoðun -vetraskoðun-smurstöð. Bíll- inn þinn er i góðum höndum hjá okkur. EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI riAMCJeep Egill Vilhjálmsson hf. Einkaumbod AMC-Jeep og Bifreiðaverkstæði Eg- ils Arnar, viðhaldsþjónusta AMC- Jeep, óska öllum AMC-Jeep eigendum fararheillar á komandi ári. EGILL VILHJÁLMSSON HF., ____Smiðjuvegi 4, Kópavogi, símar 77200 - 77202._

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.