Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1987, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1987, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987. 13 Umbrotaári að Ijúka Þá er senn lokið þessu umbrota- ári í íslenskum þjóðmálum. Allt útlit er fyrir að það góðæri sem þjóðin bjó við á síðasta kjörtíma- bili hafi nú runnið sitt skeið og framundan séu lakari tímar. Menn flnna til þess hve þessi gjöfulu ár nýttust illa til þess að mæta erfið- ari tímum. Við höfum látið vaða á súðum og ekki hirt um aö bæta efnahagsstöðu þjóðarbúsins. í stjóm peningamála hefur verið eitt allsherjar fyllirí. Gegndarlaus inn- ílutningur á erlendu íjármagni hefur skapað algerlega falskar for- sendur fyrir margs konar upp- byggingu. Það er rannsóknarefni hve lengi íslendingar ætla að vera bundnir þessum veiöimannahugsunarhætti að reyna að gleypa alla hluti. í fjár- festingum kemur þetta greinilega fram. Um það eru fjölmörg dæmi, hvort heldur er um að ræða fjár- festingar í byggingum, bílum eða heimilistækjum. Nýjasta dæmið eru heimilistækin, þvottavélar og kæhskápar seldust svo þúsundum skipti vegna væntanlegra tolla- hækkana. Stór hluti af þessu er ótímabær endurnýjun. En þetta er dæmigert um fjárfestinguna. Hin óhefta markaðshyggja, fijálshyggj- an svonefnda, hefur ýtt undir þessa þróun. Þar virðist allt heimilt í pen- ingamálum og afleiðingamar skipta htlu máh. Það sé allt í lagi að fyrirtækin verði gjaldþrota. Að sjálfsögöu er það rétt að ekki á að vera að burðast við um langan tíma að halda áfram rekstri sem ekki getur staðist. En kannski hefði mátt grundvaha þann rekstur bet- ur áður en af stað var farið. Það er nefnilega þannig með gjaldþrot að þau koma niður á mun fleiri en þeim sem fyrirtækin eiga. Slæmur viðskilnaður Það verður ekki hjá því komist í Kjallarirm. Kári Arnórsson skólastjóri þessu sambandi að hyggja að við- skilnaði fráfarandi stjórnar. Ekki verður annað séð en hann hafi ver- ið slæmur. Fjármálin voru í miklu óstandi með vaxandi erlendum lán- tökum og gífurlegum halla á ríkis- sjóði. Styrjöld var í menntamálum, húsnæðismáhn í vaskinum, land- búnaðurinn á heljarþröm og fyrir- sjáanlegir stórkostlegir árekstrar í sjávarútveginum, þar sem vernd- unarsjónarmiðið hefur beðið lægri hlut og smáfiskadrápið farið sívax- andi. Enn væri hægt að lengja þessa upptalningu, en þess gerist ekki þörf. Það virðist sannast hér hiö fomkveðna að erfiðara sé aö stjóma í góðæri en slæmu árferði. Öh ytri skilyrði voru með þeim hætti að um varanlegan bata hefði átt að vera að ræða. Verð á erlend- um mörkuðum var hátt og olíuverð hafði stórlækkað. Af þeim ástæð- um var hægt að halda föstu gengi og minnka verðbólguna. Undir þessum kringumstæðum hefðum við þurft sterka ríkisstjóm sem gætti þess að hleypa ekki öhu fijálsu í peningamálum, sem hefði getað komið í veg fyrir þá óhemju þenslu sem varð á vinnumarkaðn- um og byggðist, eins og fyrr segir, á fólskum forsendum. Með stjóm- leysinu vom kjarasamningar gerðir ónýtir með þeim afleiöing- um að efnahagslegur munur milh einstakhnga í samfélaginum jókst th mikilla muna. Kaupmáttar- aukningin, sem oröið hafði í kjölfar góöæris, var með þesuum hætti stöðvuð. Hún var reyndar aö stór- um hluta th fengin með niöur- greiðslum úr ríkissjóði, sem síöan var aftur rekinn með stórhaha. Þetta er auðvitaö fjármálapóhtík sem er óskynsamleg nema beitt sé mjög miklu aðhaldi, sem í þessu tilfelli brást. Dökkt í álinn Við afleiðingamar af þessu stjómleysi er núverandi stjóm að fást. Við það bætast svo erfiðleikar á erlendum mörkuðum. Ríkis- stjórnin undir forsæti Sjálfstæðis- flokksins hefur gripið th þess að stórauka skatttekjur ríkisins. Ein- hveijum hefði nú þótt það frétt th næsta bæjar ef ríkisstjóm undir shku forsæti hefði ekki aðrar leiðir th lausnar en stóraukna skatt- heimtu. En hvað veröa menn ekki að gera vegna eigin óráðsíu. Það hefur einnig vakið mikla at- hygh hvemig þessari auknu skatt- byrði er dreift. Það fer ekki á mhh mála að fólk með miðlungstekjur og þaðan af lægri verður látið bera mestu byrðarnar. Ég held að óhætt sé að slá þvi föstu að menn reikn- uðu ekki með þessu þegar menn voru að hlusta á núverandi fjár- málaráðherra á ferðum hans um landiö, þar sem hann lagði megin- þungann á ranglátt skattakerfi. Hann boðaði þá ekki auknar álögur á almenning í formi matarskatta eða með auknum útsvörum. Ég er að vísu þeirrar skoðunar að skattar hafi ekki verið háir á íslandi en þeim hefur verið hrapallega mis- skipt. Aukinn söluskattur á aha þjónustu kemur niður á almenn- ingi vegna þess að hann fer beint út í verðlagið. Og hætt er við að hann skih sér naumlega. En þetta er byijunin, segir ráöherrann. Við sjáum til hvemig honum gengur með eignarskattinn á næsta ári. Viö því er að búast að mörg vandamál komi upp á næsta ári vegna þeirra kerfisbreytinga sem verið er aö þrýsta gegnum Alþingi þessa daga. Undirbúningur aö þessari löggjöf er með þeim hætti að forkastanlegt er og vanvirða viö' Alþingi. í lok þessa árs er heldur dökkt í álinn. Hætt er við átökum á vinnumarkaði og samdrætti í at- vinnu. Baráttan við verðbólguna verður erfiö því ekki eru hkur til þess aö þeir sem hagnast hafa mest undanfarin ár verði látnir taka á sig auknar byrðar. Viö verðum hins vegar að vera bjartsýn á aö takast megi að rétta þjóðarskútuna af og halda sjó. Góðir lesendur. Ég hef nú í þijú ár að beiöni DV skrifaö kjahara- greinar hálfsmánaðarlega. Efnið hefur verið sjálfvahð og hef ég einkum fjallað um stjómmál og skólamál. En nú er mál að hnni og hef ég ákveðið aö taka mér frí frá þessum skrifum um óákveðinn tíma. Ég þakka lesendum sam- fylgdina og óska öhum góðs gengis á komandi ári. Kári Arnórsson ,,Eg er að vísu þeirrar skoðunar að skattar hafi ekki verið háir á íslandi en þeim hefur verið hrapallega mis- skipt.“ „Desembermyrkrið er dimmt“ „Desembermyrkriö er dimrnt," sagði vinur minn á dögunum. „Svo skína jólin skært í gegn,“ hélt hann áfram og varð enn skáldlegri en áður. Raunar var hann að segja mér frá miklu áhyggjuefni sínu vegna starfans er hann gegnir. Og skáld- skaparhjah hans var ekki alveg lokið, því hann bætti við: „Þá taka skuggahhðar mannlífs á sig skarp- ari mynd.“ Og satt er það að ýmis umhugs- unarefni, sem einmitt tengjast þessum dökku dráttum í mannlífs- munstrinu, verða áleitnari og ýta meir við manni en endranær. Hátíðardrykkur En hver var ástæðan fyrir sér- stökum áhyggjum þessa ágæta vinar míns sem skyggðu svo hlilega á annars jákvætt viðhorf og með- fædda bjartsýni á lífið og thveruna? Hann annast löggæslu og ýmis- legt ber þar við sem ekki hefur á sér neinn hátíðablæ, jafnvel ekki á jólum eða áramótum. En áhyggjuefnið hans nú var hið sama og síðustu ár. „Jólaglögg" heitir það víst á vínmenningar- máli, því jólum skal helgaður „hátíðardrykkur“ þessi, sem ber svo saklaust og að því er virðist óflekkað nafn. En umhugsun vekur svo þetta síðasta: Óflekkað nafn. Og ég leyfi mér að vitna aftur th vinar míns, sem ekki verður sakað- ur um ofstæki í þessum málum, eins og ég hefi oftlega verið vændur um. Ekki væri rétt að rifja upp þau einstöku ömurlegu tilvik sem vin- ur minn nefndi mér. Þau gætu sært og ýft upp sár og ekki er það ætlunin. En dæmin spanna allt frá dauða KjaUarinn Helgi Seljan félagsmálafulltrúi ÖBÍ og yfir til slysa, upplausnar og átaka á heimhum. Þess vegna eru þau svo ömurleg - svo átakanleg, einmitt í aðdraganda þessarar miklu hátíðar ljóss og friðar eins og við segjum gjarnan á hátíðar- stundum. „Jólaglöggin" eða „glöggið" - hvort kynið sem menn nota - eitt er víst - hlkynja er það, er siður sem á stuttum tima hefur svo rutt sér th rúms að með ólík- indum er. Glöggir menn með reynslu erlendis frá, en eftiröpun er hér á ferð eins og með fleira, segja að hér sé, jólaglögg" með aht öðrum og ógeðugri hætti - óhófið og ofneyslan séu hér aðaleinkenni. í smáinnskoti er máske rétt aö minna á þau rök bjórsinna að ekki munum við taka bjómum öðruvísi en aörir - heldur hófsamar, ef marka má orð þeirra. Væri t.d. unnt að líta nánar á það mál í ljósi reynslu og samanburðar varðandi , jólaglögg“ og neyslu þess. En nóg um það. Viðhorfið til bjórsins En dapurleg reynslusaga vinar míns fékk heldur betur staðfest- ingu á dögunum þegar ég las dagblað sem greindi frá þeim ugg- vænlega kvíða löggæslumanna almennt yfir þeim afleiðingum , jólaglöggsins" sem þeir þóttust sjá fram á, aö öllu óbreyttu. Þar kom fram ófögur lýsing m.a. á ölvunar- akstri, því auðvitað telja menn sig geta ekið þó þeir hafi drukkið drjúgt af „heilögum hátíðardrykk" og minnir þaö enn á viðhoriíð til bjórsins, þess saklausa drykkjar sem auðvitaö hindrar ekki öku- mann í að setjast undir stýri. Það er raunar með ólíkindum hversu þessi ófögnuður hefur breiðst út með ógnarhraða. Varla mun sá vinnustaður þar sem þetta þykir ekki óhjákvæmhegur þáttur í aödraganda jólanna. Nú er ég ekki á þeirri skoðun að þeir sem það kjósa megi ekki „gera sér glaðan dag“, eins og þaö er kah- að. Þaö er þeirra mál. En afleiðing- ar þess mega þá ekki vera þær að sömu aðhar líti seint eða aldrei „glaöan dag“ upp frá því. En það geta þær og hafa m.a.s. orðið. í þessum „desemberboðum dásemdarinnar1' mun það nefni- lega ekki tíðkast að , jólaglöggið" sé óáfengt heldur þvert á móti mun magnið vera mikið og eins og vana- lega er ósleitilega þambað th að taka nú almenrúlega þátt, til að vera nú ekki „félagsskítur", th að vera „hress“ og ég veit ekki hvað fleira menn tína til sér til afbökun- ar þegar eftirköstin koma í ljós og heija harkalega á. Og á þessum jafnréttistímum keppa konur að því að vera nú ekki eftirbátar karlpunganna og tekst það alveg einkar vel. Séð hefi ég hóp fólks koma úr ,jólagöggi“ og undramargir settust undir stýri eins og ekkert heföi í skorist. Voru greinhega sumir hverjir - sumar hveijar lengi að láta lykilinn hæfa læsingunni á bílnum, en svo var ekið í „alsælu“ á braut. Sem næst „dauöanum" Ég vitna enn th vinar míns. Útköll til að skakka óeirðir og átök á heimilum aukast mjög og sakleysisleg afsökunin er ,jóla- glögg“ í mjög mörgum tilfehum, aukaálag á hinar heföbundnu drykkjuóeirðir. Olæti á almannafæri með hávaða og hrópum tíökast eðlhega eftir þessi samkvæmi. Og ekki þarf að spyija að starfsfærninni daginn eftir drykkjuna, fremur venju. En - ölvunarakstur er þó að hans dómi alvarlegastur - afleiöingamar skelfilegar. i Hvers vegna í ósköpunum þurf- i um viö nú að apa svona eftir öörum með þessum einstöku ódæmum? Hvers vegna er ekki unnt t.d. aö hafa bæði óáfengt og áfengt ,jóla- glögg“ á boðstólum? Nú er, jólaglögg" í vitund margra einungis það að fara á eitt herjans „fylhrí“ og drekka sig sem næst „dauðanum" ef mögulegt er. Það fólk, sem ekki vhl vera „hresst", verður að sitja heima, þvi annað en þræláfengur mjöður mun ekki vera á boðstólum í yfirgnæf- andi tilfehum. Þetta er svona svipað og áður var einkenni í opin- berum veislum. Ef þú vildir ekki veigarnar þá varöstu bara aö sitja uppi með það að fá ekki neitt. Ur því hefur nú verið þokkalega bætt. En sannfrétt hefi ég það aö svo sé ekki með ,jólaglöggið“. Og af þvi ég minnti áðan á þá sem nýttu þetta sem afsökun fyrir því að fara á „fyllirí" og þeir eru marg- ir þá eru einnig þeir th og enn fleiri sem glepjast á „glögginu“ og gá ekki aö sér, eiga heldur ekki þess völ að velja óáfengt og geta þá farið til síns heima óbijálaðir og ökufær- ir. En mál er að linni Þetta thskrif er í raun ákah og bein beiðni th þeirra, sem að, jóla- glöggi“ standa, að hafa ævinlega á boöstólum óáfenga drykki, óáfengt , jólaglögg“ og eins að gæta sín vel varðandi val á dögum th þessa, og fyrst endhega þarf að hafa áfengið sem förunaut, aö gæta þar nokkurs hófs. Það er svo margt í húfi, svo margt að veði sett. Munið að „desembermyrkrið er nógu dimmt“ þó ekki sé harm- skuggum heht í myrkrið th við- bótar. Að þvi ættu allir að huga. Helgi Seljan „Hvers vegna er ekki unnt t.d. að hafa bæði óáfengt og áfengt, jólaglögg“ á boðstólum?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.