Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1987, Síða 19
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987.
19
Páll Magnússon:
Uppgangur
Stóðvar 2 er
minnisstæðastur
Það sem mér er minnisstæðast frá
árinu sem er að líða er uppgangur
Stöðvar 2. Við fórum þarna af stað á
núlli og erum nú búnir að fá 30 þús-
und áskrifendur sem dreifðir eru á
flesta þéttbýlisstaði landsins. Það
finnst mér vera alveg sérstaklega
ánægjuleg byijun á svona stóru
verkefni. Af einstökum atburðum,
sem minnisstæðir eru, ber kosninga-
sjónvarpið einna hæst. Þar sýndum
við og sönnuðum á Stöð 2, með þess-
ari sólarhringslöngu útsendingu, að
hér var komin alvörusjónvarpsstöð.
Varðandi það sem ég vænti af kom-
andi ári þá er það nánast sama eðlis.
Ég vonast til þess að Stöð 2 haldi
áfram að vaxa og dafna og haldið
verði áfram á sömu braut og hingað
til. Auk þess vonast maður auðvitað
til þess að áframhald verði á af-
vopnunarviðræðum stórveldanna úr
því að nú virðist loks sem alvara sé
komin í viðræðumar. -IS
Ema Indriðadóttir:
Hræringar í
stjómmálunum
Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri:
„Ýmsar hræringar í stjómmálum
bæði innanlands og utan era ofarlega
í huga mér um þessi áramót. Tilkoma
Borgaraflokksins og fleiri líkir at-
burðir sýna okkur að gamla flokka-
kerfið hefur riðlast og menn fara nú
nýjar leiðir til þess aö koma sínum
málum á framfæri," segir Erna Ind-
riðadóttir, forstöðumaður Ríkisút-
varpsins á Akureyri.
„Samkomulagið, sem þeir Reagan
og Gorbatsjov undirrituðu í Was-
hington, gefur góðar vonir og
vonandi næst að stíga fleiri slík skref
í framtíðinni. Af heimaslóðum er
mér „fræðslustjóramálið“ mjög
minnisstætt, þaö var mikið byggða-
mál og mér fannst furðulegt að
fylgjast með því máli.
Nýja árið leggst mjög vel í mig. Að
vísu er ég þegar farin að hafa áhyggj-
ur af matarreikningunum og mér
þykir það furðulegt að leggja skatt á
matvæli. Ætli matvæli séu nokkurs
staðar dýrari en hér á landi?“
Jón Sigurðarson:
Samruni
ullarvinnslu-
fyrirtækjanna
Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri:
„Mér er efst í huga um þessi ára-
mót ákvörðunin um samruna tveggja
stærstu ufiarvinnslufyrirtækja
landsins, samningaviðræðumar og
ráðstafanimar sem því fylgdu," segir
Jón Sigurðarson, forsfjóri Álafoss.
„Einnig er ofarlega í huga mér að
eftir ágæta efnahagsstjóm síðustu
ára hallast nú mjög á efnahagsmer-
inni og ekki tekst aö hafa stjóm á
þessum málum, þetta er afar slæmt.
Undirritun samnings stórveldanna
í Washington er einnig atburður sem
verður minnisstæður og vonandi á
hann efiir aö setja mark sitt á fram-
tíðina.
Ég er fæddur bjartsýnismaður og
lít því björtum augum fram á við
þrátt fyrir minnkandi kaupmátt. Við
skulum búa okkur undir minnkandi
þjóðartekjur á réttan hátt en þó að
þær skerðist verðum við áfram í hópi
tekjuhæstu þjóða heims.“
Guðni Karisson:
Áhrif firá friðar-
hreyfingum
Af erlendum vettvangi er minnis-
stæðast það afl sem friðarhreyfingar
hafa náö og kemur fram í aðgerðum
þjóðarleiðtoga. Við íslendingar get-
um verið stoltir af löndum okkar sem
hafa beitt sér í þessum málum. Á
innlendum vettvangi verða alþingis-
kosningar alltaf minnisstæðar,
einkum þegar miklar breytingar
verða á þingliði og ný ríkisstjóm
mynduð. Hvað sjálfan mig varðar er
ef til vill minnisstæðast að koma út
nýrri kenrislubók fyrir ökukennslu.
Auk þess fermdist sonur minn og
eiginkonan útskrifaðist sem stúdent
úr öldungadeild.
Á næsta ári vona ég að ríkisstjóm-
in nái að halda niðri verðbólgunni.
Það sem mestu varðar samt er að
friðarhreyfingar eflist og það ræður
ef til vill úrslitum varðandi framtíð
mannkynsins. .jg
Magnús Hreggviðsson:
Þakklæti til
samstarfs-
fólksins
Þakklæti til þess stóra hóps af hæfu
starfsfólki sem ég hafði enn á ný
Hvað er þér minnisstæðast frá árinu 1987?
Eðvarð Þór Eðvarðsson:
Afvopnunarvið-
ræðumar
minnisstæðastar
lenda í einu af átta efstu sætunum á
ólympíuleikunum. Ég hef einnig trú
á því að handboltalandsliöinu takist
að ná langt og að fleiri íslenskir
íþróttamenn verði í flokki átta bestu
í Seoul,“ sagði Eðvarð Þór Eðvarðs-
son.
-ATA
tækifæri til að vinna með við að ná
góðum árangri í rekstri þess fyrir-
tækis sem viö öll vinnum hjá -
Frjálsu Framtaki.
Áframhald skemmtilegrar og
stundum erfiðrar baráttu við að
reyna aö ná góðum árangri í starfi
og vonandi einnig nýrra verkefna.
-IS
um að hægt væri að lifa af þrátt fyr-
ir allt. Fundur þeirra tveggja og
örfárra prósenta niðurskurður á
kjamorkuvopnum er þó altént byij-
un. Við vitum ekki um framhaldið.
Ef Gorbatsjov verður undir í Sovét-
ríkjunum, sem mér finnst allt eins
líklegt, syrtir að í heiminum og ger-
ræðisöflin munu Jilómstra þar.
Vonin um friö hefur fengið byr undir
báða vængi, eða alla vega annan.
Hvað næsta ár varðar þá vonast
maður eftir áframhaldandi afvopnun
eða að minnsta kosti skrefum í átt-
ina, en allt er þetta svo brothætt að
engu er hægt að spá. -IS
Birgir Sigurðsson:
Akaflega
skemmtilegt ár
Þegar stórt er spurt finnst manni
ekki miklu skipta manns persónu-
lega líf. Sjálfur hef ég átt ákaflega.
skemmtilegt ár, líklega það besta síð-
an ég fæddist í þennan heim. En efst
í huga manns frá árinu sem er að
líða er fundur þeirra Reagans og
Gorbatsjovs og aðdragandinn frá ár-
inu á undan. Fáir einstakir atburðir
í heiminum hafa vakið meiri vonir
„Afvopnunarviðræður Reagans og
Gorbatsjovs finnst mér bera hæst á
árinu sem er að líða. Ég vona bara
að heimsleiðtogarnir beri gæfu til að
halda áfram á sömu braut á næsta
ári,“ sagði Eðvarð Þór Eðvarðsson
sundmaöur, en hann hefur gert það
gott á sundmótum bæði hérlendis og
erlendis á árinu.
„Hjá mér persónulega ber hæst
árangurinn á Evrópumeistaramót-
inu í sumar en þar náði ég fjórða
sæti og setti Norðurlandamet. Svo
hefur verið mjög ánægjulegt að fylgj-
ast með handboltalandshðinu og
framfórum þess á árinu.
Á næsta ári, sem er ólympíuár,
verður vonandi framhald á góðu
gengi íslenskra íþróttamanna. Ég
stefni að því að bæta mig á árinu og
Ólafúr Hauksson:
Velgengni
Stjömunnar
á árinu
Persónulega er mér efst í huga að
ég skipti um starf á árinu og gerðist
útvarpsstjóri hjá Stjömunni. Vel-
gengni Stjömunnar er mér efst í
huga. Á aðeins hálfu ári hefur hún
náð fótfestu svo um munar. Stjaman
hefur hrifsaö mikla hlustun frá
Bylgjunni og Rás 2 og þakka ég það
frábæru starfsfólki.
Ég get ekki annað en haldið mig
við útvarpið þegar ég tjái mig um
næsta árið. Ég vonast aö sjálfsögðu
eftir áframhaldandi velgengni
Stjömunnar. En ég veit líka aö af-
koma Stjömunnar, likt og annarra
útvarpsstöðva í einkaeign, fer að
ýmsu leyti eftir því hvemig Ríkisút-
varpið heldur á sínum málum. Eins
og er heldur Ríkisútvarpið tekjum
einkastöðvanna niðri með því að
selja niðurgreiddar auglýsingar. Það
hefur margsinnis sýnt sig að einka-
aðilar geta gert sömu hluti og
opinberir aðilar á niiklu betri og
ódýrari hátt. Þaö er hreint fáránlegt
aö leyfa Ríkisútvarpinu að reyna að
kæfa í fæðingu þá sem eiga að erfa
hlutverk þess. -is
INNLAUSNARVERÐ
VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
Í1.FL.B1986
Hinn 10. janúar 1988 er fjórði fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra
spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl. B1986.
Gegn framvísun vaxtamiða nr. 4 verður frá og með 10. janúar nk. greitt sem hér segir:
__________Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini_kr. 2.805,00_
Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinannafyrirtímabilið
10. júlí 1987 til 10. janúar 1988 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun
sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1364 hinn 1. janúar 1986
til 1913 hinn 1. janúar nk.
Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gialddaga.
Innlausn vaxtamiða nr. 4 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands,
Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. janúar 1988.
Reykjavík, 31. desember 1987
SEÐLABANKIÍSLANDS