Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1987, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1987, Side 22
22 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987. Skákárið 1987 Tveir heimsmeistarar og áskorandi Ólympíuskákmótið í Dubai var lokaverkefni íslenskra skákmanna á árinu 1986. íslenska sveitin náði þar fimmta sæti en svo ofarlega hafði íslensk sveit aldrei orðið á ólympíumóti. Sagt var að þetta yæri afrek sem erfitt yrði að endur- taka. Árið 1987 átti samt eftir að verða enn betra skákár. Kannski verður þess minnst sem ársins sem Jóhann Hjartarson sló í gegn og um leið ársins er- tvö íslensk ungmenni náðu því að verða heimsmeistarar í sínum aldurs- flokki. Árið hófst með svæöismóti Norð- urlanda í Gausdal í Noregi í janúar. Þetta mót var umdeilt; það var haldiö á þeim tíma er nokkrir fremstu skákmenn svæðisins sátu að tafli annars staðar og átján skákmenn tefldu níu umferðir í staö þess að mótiö væri lokað. Bent Larsen var harðorður í garð FIDE og danska skáksambandsins. í við- tali í Ekstra blaöinu danska sagðist hann aldrei framar myndu tefla fyrir hönd Dana. Ungur Svíi, Thomas Emst, varð óvæntur sigurvegari mótsins, hlaut 6 54 v. í 2.-4. saeti urðu Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason og Svi- inn Ferdinand Hellers með hálfum vinningi minna. Það var ekki fyrr en að mótinu loknu sem í ljós kom að tvö efstu sætin gáfu þátttökurétt í millisvæðamóti. Jóhann Hjartar- son, 'sem var efstur þremenning- anna á stigum, fékk þar með að halda áfram í heimsmeistara- keppninni. Reyndar mun það aldrei áður hafa gerst í sögu heims- meistarakeppninnar aö stig væru látin ráða um 'áframhaldandi keppni en síðar á árinu efaðist þó enginn um að Jóhann ætti þangað erindi. Margeir sat að tafli í Hastings þessa daga og reyndi að endurtaka afrek sitt frá árinu áður er hann varð efstur og tryggði sér stór- . meistaratitil. Helgi tefldi á árlegu skákmóti í Wijk aan Zee í Hol- landi. Báðum gekk afleitlega, Margeiri þó sýnu verr. Fyrri hluti ársins átti eftir að verða Margeiri sérlega erfiður og um miðbik þess voru skákstigin hrunin af honum. Hann átti hins vegar eftir að söðla gjörsamlega um og ná ofurmann- legum afrekum. Short kom, sá og sigraöi Af innlendum skákviðburðúm ber IBM-stórmótið í Reykjavík í febrúar hæst. Þar voru saman komnir margir fremstu skákmenn heims: Tal, Timman, Ljubojevic, Kortsnoj, Portisch, Polugajevsky, Short og Agdestein auk íslending- anna Helga, Margeirs, Jóns L. og Jóhanns. Strax í fyrstu umferð mótsins, er Short tefldi við Ljubojevic, mátti merkja hvaða stefnu mótið myndi taka. Short tefldi leikandi létta og fallega skák sem áhorfendur hrifust af en Ljubojevic sá aldrei til sólar - hvorki í skákinni né mótinu. Er yfir lauk var Ljubojevic, sem í næsta mánuði átti eftir að sigra glæsilega ásamt Kasparov í Bruss- el, með neðstu mönnum en Short hélt sigurgöngu sinni áfram og varð verðskuldaður sigurvegari. Þessi ungi en knái Englendingur vann íslenska skákunnendur á sitt band með laglegri taflmennsku. Annar keppandi þótti þó tefla enn skemmtilegar og af meiri krafti: Viktor Kortsnoj, sem barðist eins og ljón í hverri skák. Hann gerði aðeins eitt jafntefli á mótinu, vann sex skákir en tapaði fjórum. Kortsnoj varð í 4 - 5. sæti ásamt Portisch, hálfum vinningi á eftir Tal og Timman (7 vinningar) en Kasparov lauk viðburðaríku skákári með sigri sínum í einviginu við Karpov í Seviila. Short sigraði meö 8 vinninga. Næstur kom Polugajevsky meö 6 v., Jón L. og Agdestein fengu 5‘A v., Jóhann, Helgi og Ljubojevic hlutu 4 en Margeir rak lestina meö 2 v. Tvær skákir mínar á mótinu verða mér ætíð sérlega minnis- stæðar. Skákin við Timman, þar sem taflborðið lék á reiðiskjálfi og tímahrakspatið var eitthvert það mesta í manna minnum. Þar fór allt úrskeiðis af minni hálfu sem mögulegt var: í stað þess aö máta Timman í þriðja leik lék ég skák- inni niður í jafntefli og í næsta leik niður í heldur lakara endatafl og féll þá á tíma! Hin skákin var í síð- ustu umferð gegn Kortsnoj. Ég minnist þess ekki að hafa nokkurn tíma verið leikinn jafngrátt og í þeirri skák. Djúphugsaðir leikir Kortsnojs voru slíkir að fyrr en varði gat ég mig hvergi hrært og hefði þó helst af öllu viljað taka ofan. Minnugur skákarinnar við Timman fór ég að sprikla og í tíma- hrakinu missti Kortsnoj tökin og tapaði. Þar með missti hann einnig af 2. sæti á mótinu og vænni doll- arafúlgu. Jóhanni tókst einnig að leggja Kortsnoj að velli. Það er eina skákin sem þeir hafa teflt saman fyrir einvígið í Saint John í Kanada sem hefst í lok janúar. IBM-mótið var af 14. styrkleikaflokki og þó svo íslenskir áhorfendur hafi margir hverjir búist við meira af löndum sínum var mótið okkur ómetanlegt tækifæri til að etja kappi við fremstu skákmenn heims. Að IBM-mótinu loknu fóru ís- lenskir skákmenn að hugsa sér til hreyfings. Ég tefldi á alþjóðamóti i Beer-Sheva í ísrael og hlaut 6 v. af 11 mögulegum en Kortsnoj og Spe- elman urðu efstir með 8‘A v. Kortsnoj náði fram hefndum gegn mér með því að fórna hrók og vinna glæsilega. Helgi og Margeir héldu til New York og tóku þátt í sterk- asta opna móti ársins. Helgi átti erfitt uppdráttar en Margeir var aö komast í ham en mátti sjá á eft- ir efsta sætinu með tapi fyrir Seirawan í síðustu umferð. Seiraw- an og Adorjan urðu efstir og jafnir með 8 v. af 11 mögulegum. Margeir hlaut 7 v., Helgi 5 v. í neðri flokkum var einnig barist af krafti. Sævar Bjamason varð í 1.-4. sæti í næst- efsta flokki og hlaut um 180 þúsund krónur að launum. Skák Jón L. Arnason Tveir heimsmeistarar! í mai varð sá ánægjulegi við- buröur að Hannes Hlífar Stefáns- son sigraði á. heimsmeistaramóti sveina 16 ára og yngri sem haldið var í Innsbruck í Áusturríki. Hann- es hlaut 9 54 v., hálfum vinningi meira en helsti keppinautur hans, Englendingurinn Ádams. Guðfríð- ur Lilja Grétarsdóttir tók þátt í telpnaflokki og stóð sig þar með miklum ágætum, þótt árangur hennar hefði að mestu horfið í skugga Hannesar. Guðmundur Sig- uxjónsson var þeim til halds og trausts á mótinu og eins við undir- búning þess. Mikið var fylg^t með framgöngu Hannesar í Innsbruck og þjóðin stóð á öndinni daginn sem síðasta umferð hófst. Hannes hafði þá hálfs vinnings forskot og tefldi spenn- andi skák við Frakkann Degraeve. Hannes lék- ónákvæmt í skákinni og um miðbik skákarinnar var haft eftir Guðmundi, aðstoðarmanni hans, að kóngsstaða hans væri var- húgaverð. En Hannes sneri vörn í sókn og tókst að ljúka skákinni með laglegri fléttu. í júlí fengu íslendingar svo annan heimsmeistara. Þá sigraði Héðinn Steingrímsson í flokki 12 ára og yngri á geysifjölmennu barna- og unglingaskákmóti í Puerto Rico. Héðinn hlaut 9‘A v. af 10 möguleg- um og sigraði með nokkrum yfir- burðum. Næsti maður, E. Láss frá ísrael, hlaut 8 v. Árangur Héðins er stórglæsileg- ur en kemur þó ekki algjörlega á óvart. Héðinn hefur getið sér gott orð á skákmótum hér innanlands og verið einkar sigursæll á Norður- landamótum í skólaskák. Heims- meistaratitlar Héðins og Hannesar bera gróskumiklu unglingastarfi skákhreyfmgarinnar fagurt vitni. Sigurganga Margeirs Jóhann Hjartarson og Margeir Pétursson tóku þátt í alþjóðlegu skákmóti í Moskvu í júní og náði Jóhann þar þriöja sæti. Margeiri gekk lakar en mótið var þó bersýni- lega góð æfing fyrir þá báða. í næsta mánuði gerði Margeir sér lítið fyrir og varð Norðurlanda- meistari í skák í Þórhöfn í Færeyj- um. Margeir hlaut 8 v. af 11 mögulegum. Helgi Ólafsson tapaði í síðustu umferð fyrir Tisdall og fékk 7 v. Danirnir Mortensen og Curt Hansen voru efstir lengst af en íslendingunum tókst að snúa á þá í lokaumferðunum. íslendingar voru annars afar sigursælir á mót- inu í mörgum flokkum. Tómas Björnsson varð efstur í meistara- flokki. Áð loknu Norðurlandamótinu hélt Margeir til Gausdal og tók þátt í opnu móti. Margeir hefur verið- afar sigursæll upp til fialla í Noregi og nú setti hann nýtt staðarmet. Hlaut 854 v. úr 9 skákum. Enn hélt sigurganga Margeirs áfram í september. Þá varð hann skákmeistari íslands en keppni í landsliðsflokki fór að þessu sinni fram á Akureyri. Margeir var óstöðvandi á mótinu; fékk 12 v. af 13 mögulegum og Helgi, sem hlaut ■ 11 v., varð að láta sér lynda 2. sæti þrátt fyrir svo háa vinningatölu. Jóhann verður áskorandi í ágúst varð skáksprenging á ís- landi er Jóhann Hjartarson vann hveija skákina á fætur annarri á millisvæðamótinu í Szirak í Ung- veijalandi. Eftir jafntefli við Beljavsky í síðustu umferö mótsins var Jóhann í efsta sæti ásamt sov- éska stórmeistaranum Valery Salov, með 1254 v. af 17 möguleg- um. Síðan komu Portisch og Nunn með 12 v., Beljavsky hlaut 11 v., Andersson 10'/2 v., Ljubojevic 10 v. og Christiansen 9 v. Árangur Jóhanns er glæsilegasti árangur íslendings á skáksviöinu síðan Friðrik gerði garðinn frægan í Portoroz 1958 og vann sér rétt til að tefla í áskorendamóti. Jóhann tryggði sér rétt til að tefla í áskor- endakeppnni 14 stórmeistara í Kanada, sem hefst 24. janúar. Hann mætir Viktor Kortsnoj í sex skáka einvígi í fyrstu umferð. Sigurvegar- inn heldur áfram keppni og þá bætist Anatoly Karpov í hópinn. Síðan verða tefld einvígi til úrslita, þar til einn áskorandi stendur uppi sem hefur unnið sér rétt til að heyja einvígi við heimsmeistarann Kasp- arov. í október tók Jóhann þátt í stór- móti Investbankans í Belgrad. Mótiö var mjög í fréttum hér heima enda væntingar í Jóhanns garð orðnar óskaplegar. Jóhann tefldi vel framan af móti en eftir að hann missti af pattfléttu gegn Júgóslav- anum Popovic fór að halla undan fæti. Sigurvegari mótsins varð Júgóslavinn sókndjarfi Ljubojevic sem var ýmist efstur eða neðstur á skákmótum ársins. Jóhann leit fyrst og fremst á mótið sem góða æfmgu fyrir einvígið við Kortsnoj. Innlend alþjóðamót Opna Austfiarðamótið var haldið á Egilsstöðum fyrstu daga júní- mánaðar. Mótið var minna í sniöum en ætlunin var, því að er- lendir stórmeistarar treystu sér ekki til fararinnar. Keppni í efsta flokki var því felld niður og 55 þátt- takendum mótsins skipt í tvo flokka. Sigurvegari í efri flokki var Anna Aksharumova, eiginkona Boris Gulko, skákmeistarans land- flótta. Á haustmánuðum voru tvö al- þjóðleg skákmót haldin á lands- byggðinni. í' nýju glæsilegu félagsheimili í Ólafsvík var teflt í október og þar sigraði Jón L. Árna- son eftir krappan dans við Danann Henrik Danielsen. Björgvin Jóns- son missti naumlega af áfanga að alþjóðameistaratitli. Titilveiðurunum gekk betur á móti í Njarðvík sem var af sömu styrkleikagráðu. Þar náðu Björg- vin og Hannes Hlífar í fyrsta áfanga að alþjóðameistaratili og Þröstur Þórhallsson náöi loks í lokaáfanga sinn að titiinum. Sigurvegari móts- ins varð Bretinn David Norwood. Þröstur Þórhallsson var útnefnd- ur alþjóðlegur meistari á þingi FIDE í Sevilla í byrjun desember og Hannes Hlífar og Ingvar Ás- mundsson voru sæmdir FLDE- meistara nafnbót. Af eriendum vettvangi Short og Kortsnoj urðu efstir í Wijk aan Zee í janúar; Short á IBM- -mótinu í Reykjavík í febrúar; Kasparov og Ljubojevic á stórmóti í Brussel í apríl; Timman og Karpov á minningarmóti um Euwe í Amsterdam í maí;* Vaganjan í Leningrad í byijun júní ogTimman á Interpolismótinu í Tilburg í okt- óber. Er þá fátt eitt upp talið. Síðsumar og haust einkenndust af millisvæðamótunum. Auk Jó- hanns, Salovs og Portisch (sem lagði Nunn í einvígi), frá milli- svæðamótinu í Szirak, komust Short, Speelman og Sax áfram úr millisvæðamótinu í Subotica og Kortsnoj, Seirawan og Ehlvest uröu efstir á mótinu í Zagreb. Endahnútinn á viðburðarikt skákár rak heimsmeistaraeinvígi Karpovs og Kasparovs í Sevilla á Spáni. Þeir hófu taflið 12. október og skiptust á um aö halda foryst- unni. Langur kafli undir lok ein- vígisins mun eflaust fljótt falla í gleymskunnar dá. Kasparov hafði forystu og virtist ætla að halda heimsmeistaraititlinum á því að tefla til jafnteflis. Er tvær skákir voru til loka var staðan 11 - 11 og þá dró svo sannarlega til tíð- inda. Karpov tókst að vinna 23. og næstsíðustu skákina sem var spennandi og sérlega vel tefld af hans hálfu. Þá lagaði hann stöðuna í 12 -11 og nægði jafntefli í síðustu skákinni. Flestir töldu víst að hann yrði heimsmeistari en Kasparov lagði ekki árar í bát. Eftir æsi- spennandi og magnaða lokaorr- ustu vann Kasparov og hélt þar með heimsmeistaratitlinum á jöfnu. Einvíginu lauk 12 -12 og þar með lauk jafnframt skákárinu 1987. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.