Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1987, Page 23
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987.
23
pv__________________________________________Hvað er þér minnisstæðast frá árinu 1987?
íris Gronfeldt:
Tvö heims-
meistaramót
„Mér eru minnisstæðust tvö
heimsmeistaramót sem ég tók þátt í
á árinu. Annars vegar heimsmeist-
aramótiö í frjálsum íþróttum í Róm,
hins vegar þátttaka mín í heims-
meistaramóti í ólympískum lyfting-
um í Florída. Þar varð ég í 10. sæti
af 23 keppendum. Þetta ár varð það
fyrsta sem ég náði ekki að bæta ár-
angur minn í spjótkasti og vona ég
að það verði líka það eina sem það
verður.
Á næsta ári kemuf undirbúningur
iyrir ólympíuleikana til með að bera
'hæst. Ég stefni að því að ná lágmörk-
unum sem fyrst. Þá veröur betra
fyrir mig að haga undirbúningnum
rétt. Það getur einnig farið svo að ég
keppi á Evrópumóti í lyftingum. Ég
hef bætt mig verulega frá því að ég
keppti í Florída. Sá árangur, sem ég
hef náð á æfingum að undanfórnu,
hefði dugað mér í íjórða sæti í
Florída," sagði íris Grönfeldt íþrótta-
kona. -sme
Gunnsteinn Gíslason:
Ferð á íslend-
ingaslóðir
„Ég fór ásamt konu minni og dóttur
til Kanada. Þar kynntumst við
nokkrum Vestur-íslendingum og
sáum að hveiju landnemarnir gengu
er þeir komu til Kanada á sínum
tíma. Þetta var merkileg reynsla. Við
hittum þar ættingja konunnar
minnar. Hún er ættuð úr Skagafjarð-
ar- og Eyjaíjarðarsýslum. Stranda-
menn munu ekki hafa sótt mikið
vestur. Landið kom mér verulega á
óvart; þó svo ég hafi heyrt mikið um
það þá komu þessir miklu skógar og
sléttur mér á óvart.
Sem sveitarstjómarmaður ber ég
helst þær væntingar á nýju ári að
byggðarröskuninni verði snúið við.
Við sem hér búum erum í ótta um
byggðina hér. Ég hef einnig áhyggjur
af samdrætti í landbúnaði. Ég vona
að þessu verði snúið við,“ sagði
Gunnsteinn Gíslason, kaupfélags-
stjóri á Norðurfirði á Ströndum.
-sme
Jonína Michaelsdottir:
Ný ríkisstjóm
„Þaö liggur auðvitað beint við aö
nefna nýja ríkisstjórn, nýtt starf og
samning Reagans og Gorbatsjovs. En
mér er líka ofarlega í huga samning-
ur Kristjáns Jóhannssonar við
Scalaóperuna, fréttir af björgun litla
barnsins sem festist í brunni í smábæ
í Bandaríkjunum og listaverk Svövu
Jakobsdóttur, Gunnlaðarsaga,“
sagði Jónina Michaelsdóttir, aðstoð-
armaöur forsætisráðherra.
„Kannski er þó minnisstæðust sú
mikla almenna velmegun sem hefur
ríkt hér á landi og maöur fmnur alls
staöar fyrir.
Ég á ekki betri ósk fyrir næsta ár
en að stjórnvöldum og almenningi
takist í sameiningu að vernda þessi
lífskjör."
-JSS.
Yrsa Þórðardóttir:
Finnskar konur
fengu prests-
réttindi
í fyrsta lagi er mér efst í huga að
fmnskar konur náðu þeim áfanga að
fá réttindi til þess að gegna prestemb-
ætti. Aðdragandinn stóð allan fyrri
part ársins en þær náöu þessum
áfanga einhvern tímann um miðbik
ársins. Mér er einnig mjög ofarlega
í huga að ég lauk námi við Háskóla
íslands í guöfræði og tók prestsvígslu
þann fimmtánda nóvember og flutti
að Hálsi í Fnjóskadal viku síðar.
Þetta voru stór tímamót í lífi mínu
þar sem ég var lengi búin að stefna
að þessum áfanga en nú loksins er
hann orðinn að veruleika. í þriðja
og síðasta lagi er veöurblíðan mér
mjög minnisstæð en allt árið hefur
verið einstaklega gott veður.
Af komandi ári vænti ég blessunar
guðs handa kirkjunni og landsmönn-
um öllum og einnig vænti ég góðs
samstarfs við söfnuði mína.
-JBj
Sá styr sem
varð vegna
tilboðsins í
Útvegsbankann
„Það eru margir minnisstæðir at-
burðir á árinu sem erfitt er að gera
upp á milli en sá þýöingarmesti
vegna starfa minna er bankamálin
og sá styr sem varð þegar Samvinnu-
hreyfingin tilkynnti um kaup á
Útvegsbankanum og allt það stíma-
brak sem kom í kjölfariö,“ segir
Valur Arnþórsson, stjórnarformað-
ur Sambands íslenskra samvinnufé-
laga og kaupfélagsstjóri KEA.
„Nýja árið gæti orðiö gott ár ef
myndarlega er tekið á efnahagsmál-
unum og ef aðilar vinnumarkaöarins
slíöra sverðin. En verði bitiö í skjald-
arrendur er hætta á ferðum, ekki
síst þegar við blasir í árslok sú
hryggöarmynd að landsmenn hafa
ekki haft stjórn á góöærinu og spann-
að á sig verðbólgudrauginn."
-JGH
Óskum landsmönnum öllum árs og friðar.
Þökkum samstarfið á liðnum árum og vonum
að árið 1988 verði farsælt flutningaár.
DALVÍK
SIGLUFJÖRÐUR
' ÍSAFJÖRÐUR ÓLAFSFJÖRÐUR
SUÐUREYRI SAUÐÁRKRÓKUR
BOLUNGARVÍK NORÐURFJÖRÐUR
BÍLDUDALUR
TÁLKNAFJÖRÐUR
PATREKSFJÖRÐUR
/ ...
'** ’ \c
HRISEY
AKUREYRI
GRIMSEY
FLATEYRI
ÞINGEYRI
HÚSAVlK
ÞÓRSHÖFN VOPNAFJÖRÐUR
RAUFARHÖFN BAKKAFJÖRÐUR BORGARFJÖRDUR EYSTRI
SEYÐISFJÖRÐUR
MJÓIFJÖRDUR
NESKAUPSTAÐUR
ESKIFJÖRÐUR
REYÐARFJÖRÐUR
FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR
STÖÐVARFJÖRÐUR
sl
RIKISSKIP
NÚTÍMA FLUTNINGAR