Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1987, Síða 42
74
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987.
Jarðarfarir
Eyþór Einarsson, Kambahrauni 8,
Hveragerði, andaðist í sjúkrahúsi
Suðurlands þann 23. desember. Jarð-
arforin fer fram frá Hrunakirkju
laugardaginn 2. janúar kl. 14. Bílferð
"verður frá BSÍ í Reykjavík kl. 11 og
frá Hótel Selfossi kl. 12.
Geir G. Bachmann, fyrrum bifreiða-
eftirlitsmaður, Borgarnesi, er látinn.
Jarðsett verður frá Borgarneskirkju
þriðjudaginn 5. janúar 1988 kl. 14.
Gunnlaug Thorarensen lést í Krist-
nesspítala mánudaginn 28. desemb-
er. Jarðarfórin fer fram frá
Akureyrarkirkju þriðjudaginn 5.
janúar kl. 13.30.
Herdís Hjartardóttir, Hvanneyrar-
braut 40, Siglufirði, lést í sjúkrahúsi
Siglufjarðar á annan dag jóla. Útfór
'Sennar verður gerð frá Siglufjarðar-
kirkju laugardaginn 2. janúar 1988
kl. 14.
Þórunn Hjördís Gestsdóttir, Hjalla-
braut 50, Hafnarfirði, lést af slys-
forum 23. desember. Jarðarförin fer
fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðju-
daginn 5. janúar kl. 15.
Þóroddur Ingiber Guðmundsson frá
Kröggólfsstööum verður jarðsung-
inn frá Kotstrandarkirkju í Ölfusi
laugardaginn 2. janúar kl. 14.
Hvað er þér miimisstæðast frá árinu 1987?
Gunnar Ragnars:
Afmælishald
og afhending
skipa
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Andlát
Albert Jóhannesson, Kleppsvegi 12,
iést þann 24. desember á Landa-
kotsspítala.
Jón Sigurðsson, Fagrahvammi 8,
Hafnarfirði, lést í Borgarspítalanum
mánudaginn 28. desember.
Ragnhildur Helgadóttir frá ísafirði
andaðist á heimili dóttur sinnar 26.
desember.
Þórdís Magnúsdóttir, Bollagötu 2,
Reykjavík, er látin.
Tómas Ólason, Stóragerði 6, Reykja-
vík, lést mánudaginn 28. desember.
Elín Elínmundardóttirfrá Langeyj-
.arnesi, andaðist 27. desember í
'Franciskusjúkrahúsinu í Stykkis-
hólmi.
Tómas Ólason,Stóragerði 6, Reykja-
vík, andaðist mánudaginn 28.
desember.
Jón Pétursson frá Neskaupstað and-
aðist í Fjórðungssjúkrahúsinu 28.
desember.
Fiskaklettur einn
meðflugeldasölu
Villa slæddist inn í umfjöllun um
flugelda hér í blaðinu í gær. Sagt var
að fjórar björgunarsveitir stæöu
saman að flugeldasölu Fiskakletts.
jíietta er ekki rétt heldur stendur
björgunarsveitin Fiskaklettur ein að
sölunni. -PLP
„Það sem stendur upp úr hjá mér
er þegar við Akureyringar héldum
upp á 125 ára afmæli bæjarins 29.
ágúst, en þau hátíðarhöld tókust
mjög vel,“ sagði Gunnar Ragnars,
forseti bæjarstjórnar Akureyrar og
framkvæmdastjóri Slippstöðvarinn-
ar á Akureyri.
„Varðandi Slippstöðina þá er mér
mjög minnisstætt er við afhentum
tvo raðsmíðabáta snemma á árinu.
Og ekki síður er við sigldum hér út
á Pollinn í júlíveðri í nóvember og
afhentum þar togarann Sléttbak til
Útgeröarfélags Akureyringa, en
breytingarnar á honum eru stærsta
verk sem við höfum ráðist í.
Hvað varðar mig persónulega er
mér einna minnissæðast að hafa eytt
einni viku að Hellnum á Snæfells-
nesi ásamt fjölskyldunni, vinum
mínum og fjölskyldum þeirra. Við
vorum þar í yndislegu veðri allan
tímann. Þarna var margt að sjá og
það sýndi sig að við íslendingar leit-
um oft of langt í sumarleyfum okkar.
Næsta ár verður tímamótaár hjá
mér því þá verð ég fimmtugur. Eg
sé enga ástæðu til annars en bjart-
sýni því það er mikill hugur í
mönnum, bæði hér á Akureyri og
annars staðar við Eyjafjörð,“ sagði
Gunnar.
Héðinn Steingrímsson:
Sennilega er
mér skákmótið
minnisstæðast
„Sennilega er mér skákmótið í Pu-
erto Rico og heimsmeistaratitillinn,
sem ég vann þar, minnisstæðast frá
árinu sem er að líða. ég hugsa það.
Vönduð leðurlíkis
sófasett
5 LITIR
Verð 66.400,- Staðgreiðsluverð 59.760,-
Greiðslukjör allt að 11 mánuðir.
VILDARK/OR
V/S4
EURO
KREDIT
TEPPABÚÐIN
SUÐURLANDSBRAUT 26 - S(MI 84850
P. O. BOX 8266 - 128 REYKJÁVlK
Á næsta ári vona ég bara að öllum
líði vel og að okkur gangi vel í skák-
inni hér á íslandi,“ sagði hinn ungi
heimsmeistari í skák, Héðinn Stein-
grímsson. -S.dór
Pétur Valdimarsson:
Stofnun Þjóðar-
flokksins breytti
allri umræðunni
„Mér er efst í huga frá liðnu ári
stofnun Þjóðarflokksins sem má
kalla eðlilegt þar sem ég er formaður
hans. Að auki tel ég að stofnun hans
hafl um tíma breytt allri umræðu
manna um stjórnun landsins og
byggðamál almennt. Menn hættu að
tala um byggðamál sem einhverja
ölmusu til landsbyggðarmanna og
fóru að gera sér grein fyrir því að
þau eru allt annað og meira.
Ég var að vona að þetta yrði til
þess að menn færu að láta lands-
byggðarmenn alla sjá um eigin mál
því að það er hin eina sanna byggða-
stefna.
■ Á komandi ári vænti ég þess að
hagur íslands megi blómgast og að
mönnum auðnist að stjórna landinu
þannig að það verði betur stætt eftir
en það er í dag. Ég vænti þessa jafn-
vel þótt fátt bendi nú til þess að svo
verði.“ -S.dór
Valgeir Guðjónsson:
Síldin og
góða veðrið
„Það sem ég er að vinna við þessa
stundina er mér minnisstæðast frá
þessu ári sem nú er að líða. Það er
vinnan við söngleikinn „Síldin kem-
ur“. Sýningar á söngleiknum eiga að
hefjast snemma á næsta ári. Einnig
er mér minríisstætt þetta góða veður
sem verið hefur mestallt árið.
Á nýju ári vona ég að islendingar
alhr, þá er ég og mitt fólk meðtalið,
komi til með hafa það sem allra best
á nýju ári. -sme
Albert Guðmundsson:
Afsögn úr
rikisstjóm
„Aðdragandinn að afsögn minni úr
ríkisstjórn og framkoma og bak-
tjaldavinna formanns Sjálfstæðis-
flokksins verða mér ógleymanleg
sem andstæða drengskapar í sam-
starfi,“ sagði Albert Guðmundsson,
formaður Borgaraflokksins, um árið
sem er að líða.
„Stofnun Borgaraflokksins, kosn-
ingarnar í apríl og sigur Borgara-
flokksins svo og vinátta og traust
fólksins við mig verða mér einnig
ógleymanleg.
Þegar horft er til framtíðar er mér
efst í huga velmegun og velgengni
íslensku þjóðarirmar undir forystu
drenglyndra forystumanna - sem
sagt: Ný ríkisstjórn sem fyrst á árinu
1988,“ sagði Albert. -KMU
ión Sigurðsson:
Fækkum slys-
um í umferðinni
„Langdregnar og erfiðar viðræður
um stjórnarmyndun í kjölfar þing-
kosninganna eru mér minnisstæðar
auk þeirra breytinga á daglegu lífi
mínu sem fylgdu því að ég tók nú í
fyrsta sinn beinan þátt í stjórnmál-
um, sem frambjóðandi, þingmaður
og ráðherra," sagði Jón Sigurðsson,
viðskipta-, dóms- og kirkjumálaráð-
herra.
„Óvissa er í efnahagsmálum.
Breyttar aðstæður erlendis hafa
veruleg neikvæð áhrif á efnahags-
þróun hérlendis en nýsamþykkt
fjárlög sýna raunsæi og einbeitni rík-
isstjórnarinnar við það að ná betri
tökum á stjórn efnahagsmála.
Samkomulag um fækkun kjarna-
flauga gefur nýja ástæðu til bjartsýni
um framtíð mannkyns.
Frábær frammistaða íslenska
landsliðsins í handknattleik varð
mér til mikillar ánægju svo og glæsi-
legur árangur Jóhanns Hjartarsonar
stórmeistara. Þetta vekur okkur
bjartsýni og sýnir hversu hæfileika-
rík íslensk æska er.
Fjölgun umferðarslysa í landinu
veldur mér hins vegar miklum
áhyggjum. Slysin hrópa á varnarað-
gerðir. Um þessi áramót stígum við
á stokk og strengjum þess heit að
fækka slysum í umferðinni á kom-
andi ári með öllum tiltækum
ráðum,“ sagði Jón Sigurðsson.
-KMU
Kristín Einarsdóttir:
SigurKvennalistans
„Sigur Kvennalistans í þingkosn-
ingum og sú athygli sem íslenskar
konur vöktu á adþjóðavettvangi er
mér eftirminnilegast frá árinu,“
sagði Kristín Einarsdóttir sem kjörin
var á þing fyrir Kvennalistann.
„Konur hafa verið að skynja sinn
kraft sem ég vona að þær nýti enn
frekar. Ég vona að konur standi vel
saman á næsta ári til að bæta kjör
sín.
Fyrsta skref stórveldanna til af-.
vopnunar verður mjög minnisstætt.
Auðvitað vonum við að það leiði til
einhvers meira.
Það vekur mér hins vegar svart-
sýni sú mikla óvissa sem er á öllum
sviðum efnahagsmála okkar. Þar
virðist ekki vera bjart framundan
þótt ég voni að þær breytingar verði
ekki eins erfiðar fyrir fólk og ég ótt-
ast,“ sagöi Kristín. -KMU
Merming
Framandi spil
- japanskur kvintett hjá Kammermúsíkklúbbnum í gærkvöldi
Aðrir tónleikar Kammermúsík-
klúbbsins á þessum vetri voru í
Bústaðakirkju í gærkvöldi. Þar var
kominn klassískur píanókvintett
alla leið frá Japan og lék á als oddi
í verkum eftir Mozart, Haydn,
Schumann o.fl.
Fyrst var píanókvartett reyndar,
sá í g-moll K 478 eftir Mozart. Dáht-
ið var spilið nú framandi, líkt og
lögð væri áhersla á aðrar taugar
en maður er vanur. Eða kannski
mætti kalla það áhersluleysi, líkt
og reynt væri að draga úr óvæntum
viðburðum. Þetta var sumsé „öðru-
vísi“ Mozart en maður heyrir hjá
þeim í Evrópu og mér fannst það
svosem allt í lagi.
Nú hættist fyrsti fiðlari, Jin Hir-
asawa, í hópinn og lék með
Fukuyama (fiðla), Nakayama (vi-
ola) og Moriya (selló) strengja-
Tónlist
Leifur Þórarinsson
kvartett op. 76 nr. 1 eftir Haydn en
píanistinn Kyoko Morihara, sem
lék fallega í Mozart, tók sér frí um
stund. Þetta var ágætur Haydn,
lýrískur og snöggur upp á lagið en
kannski dáhtið kaldhaminn á köfl-
um. Hins vegar voru fimmmenn-
ingarnir miklu frjálsari í leik
sínum eftir hlé, þegar komið var
að kvintett Schumanns op. 44, sem
svo margir vildu kveðið hafa, ekki
síst hæga þáttinn fagra. Þar sýndu
Japanarnir á sér rómantískari
hliðar og gerðu talsvert úr and-
stæðum. En þeir fóru aldrei yfir
mörkin og útkoman var sérlega
fágað en þó blæbrigðaríkt spil.
Að lokum léku þau ókynnta jap-
anska músík sem virtist byggja að
nokkru leyti á lagrænni „pentatón-
ík“ japanskri og verkaði þægilega.
Þetta var sannarlega ánægjuleg
kurteisisheimsókn sem gjarnan
mætti verða framhald á.
LÞ