Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1987, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1987, Blaðsíða 45
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987. 77 Sviðsljós Leikendur í Vesalingunum voru alls um 30 talsins en þeir hneigja sig hér i lok sýningarinnar fyrir frumsýningargesti. ,, Vesalingamir ‘ ‘ Nú á annan í jólum frumsýndi Þjóðleikhúsiö söngleikinn „Vesal- ingana" (Les Misérables) eftir Victor Hugo. Bókmenntaverkið Vesalingarnir var fyrst fært upp sem söngleikur árið 1980 í París. Hann náði strax vinsældum sem slíkur og hefur verið færður upp víða um lönd síðan. í London og New York hefur verkið slegið öll sýningarmet og er vænst mikils af uppfærslu verksins hér á landi. Þegar hafa selst fyrirfram 8 þúsund miöar á sýningar verksins. í tilefni sýningarinnar hefur verið komið upp fullkomnu hljóðkerfi. Hljóðnemum er komið fyrir á leikur- unum og hátalarakerfi um allan sal svo allir eigi að geta hlustaö án tillits til fiarlægðar. Hefur þetta mælst vel fyrir. Benedikt Árnason er leikstjóri ís- lensku uppfærslunnar og hljóm- sveitarstjóri er Sæbjörn Jónsson. Um þrjátíu leikarar koma fram á sýning- unni og fer hver og eínn með fleiri en eitt hlutverk. Aöalhlutverkin eru í höndum Egils Ólafssonar og Eddu Heiðrúnar Backman. Áhorfendur á frumsýningunni voru vel með á nótunum og hylltu leikendur ákaft í leikslok. Ahorfendur á frumsýningunni voru vel með á nótunum og hylltu leikendur ákaft í leikslok. Tekið hefur verið í notkun fullkomið hljóðkerfi í Þjóðleikhúsinu og hljóðnemar festir á leikendur. Hér er Pálmi Gestsson tengdur hljóðnema fyrir sýninguna. Blysför friðar- sam- taka Á Þorláksmessu stóðu ein átta samtök fyrir friðargöngu frá Hlemmi niður á Lækjartorg þar sem flutt var ávarp. Að göngunni stóðu Friðar- hópur fóstra, Friðarhreyfing íslenskra kvenna, Friðarsamtök listamanna, Menningar- og friö- arsamtök íslenskra kvenna, Samtök íslenskra eðlisfræðinga gegn kjarnorkuvá, Samtök um kjarnorkuvopnalaust ísland og Samtök herstöðvaandstæð- inga. Friðargöngumenn voru heldur óheppnir með veður en létu það ekki á sig fá. Regnhlifin kom i góðar þarfir fyrir friðargöngufólk á Þorláksmessu. Hér hlýðir fólk á ræðu á Lækjartorgi. DV-mynd GVA Ólyginn sagði... Ingemar Stenmark, skíðakappinn kunni sem nú hefur hafið æfingar af krafti aftur og keppir á fullu, lét hafa eftir sér í blaðaviðtali fyrir skömmu að hann gerði sér engar vonir um að slá í gegn á ný. Hann segist finna það að hann sé orðinn of gamall til þess að geta staðist þeim yngri snúning en hann muni halda áfram að keppa á meðan hann hafi einhverja ánægju af því. Ingemar Stenmark er nýskilinn við eiginkonu sína, Ann, sem hann var kvæntur um árabil. Linda Gray, sem leikur Sue Ellen í Dall- as, á að baki að sumu leyti svipaða fortíð í raunveru- leikanum og í þáttunum. Hún var gift J.R. í Dallas- þáttunum, skildi við hann og tók saman við hann aft- ur. I raunveruleikanum var hún gift manni sem heitir Ed Trasher. Þau skildu fyrir nokkuð löngu og nýjustu fréttir af henni eru þær að hún er tekin saman við hann aftur. Philippe Junot, glaumgosinn frægi sem frægur varð er hann kvænt- ist Karólínu prinsessu, hefur nú snúið baki við glaum- gosalífi sínu. Hann hefur nú kvænst sænskri stúlku, Ninu Wendelboe, og eiga þau von á barni eftir nokkra mánuði. Philippe Junot berst nú hatrammri baráttu fyrir því að fá hjónaband sitt við Karólínu ógilt hjá páfa en til þessa hefur páfi ekki gefið undanþágu því skilnaðir eru ekki vel séðir meðal kaþólskra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.