Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1988, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988. 15 Lýðræðið í útvarps- og sjónvarpsmálum Útvarpshúsið við Efstaleiti. - „Hvernig eiga frjálsar útvarps- og sjón- varpsstöðvar að keppa við þennan einokunarrisa?" spyr greinarhöf. Eftir meira en hálfrar aldar ein- okun í útvarps- og sjónvarpsmálum á íslandi varö sú breyting á sl. ári að réttur til útvarps- og sjónvarps- rekstrar var gefinn tiltölulega frjáls. Afnotagjöld hækkuðu Áöur en ný ríkisstjóm tók til starfa á sl. sumri, sem hafði á stefnuskrá sinni að halda verö- bólgunni í skefjum og forðast aUar verðbólguvaldandi aðgerðir, skar ein athöfn sig algjörlega úr. Sverrir Hermannsson, fráfarandi mennta- málaráðherra, lét sig hafa það að hækka afnotagjöld af útvarpi og sjónvarpi um lítil 86%. Engin at- hugasemd var gerð við þessa ráðstöfun af hálfu viðtakandi ríkis- stjómar. í frétt á 41. síðu Morgunblaðsins í dag (þann 23.12. ’87) segir: „Sig- hvatur Björgvinsson, formaður fjárveitinganefndar Alþingis, segir að afnotagjöld af útvarpi og sjón- varpi verði hækkuð um 13%. Fara þá afnotagjöldin að nálgast 100% hækkunina á rúmlega hálfu ári.“ Hvemig eiga þá fijálsar útvarps- og sjónvarpsstöðvar að keppa við þennan einokunarrisa? Ein hinna nýju útvarpsstöðva, Bylgjan, gefur það út að eftir eins árs rekstur hafi hún haft í nettó hagnað ellefu milljónir króna. Hvað er eiginlega að gerast í þessu þjóðfélagi? í tilvitnaðri frétt Mbl. segir: „Sig- hvatur sagði að fjárhagsstaða RÚV hefði versnað mjög á þessu ári, m.a. vegna þess að auglýsingatekj- ur hefðu dregist saman. Yfirdrátt- arskuldir næmu 115 milljónum króna auk launaskulda við ríkis- sjóð. Með aukinni samkeppni í sjónvarps- og útvarpsrekstri hefur rekstraraðstaða Ríkisútvarpsins versnað verulega." Hann sagði jafnframt að hvort tveggja þyrfti að koma til, 10% raunhækkun aug- lýsingatekna RÚV1988 sem og Í5% raunhækkun afnotagjalda, ef stofnunin ætti að standa undir rekstrarútgjöldum 1988, með og ásamt þeim skuldum sem safnast hafa saman vegna rekstrarhallans KjaHarinn Þórður Halidcrsson, fyrrv. lögregluþjónn 1987. Hvað segir þessi yflrlýsing okkur? Hverjar eru orsakirnar? Ríkisreknu fjölmiðlarnir eru reknir með bullandi tapi á sama tima og frjálsu stöðvamar eru flest- ar reknar með góðum hagnaði. Hverjar em orsakimar? Fyrst og fremst bruðlið og óstjómin hjá rík- isreknu fjölmiðlunurn. Þegar milljarða-höllin við Bú- staðaveg var vígð sl. sumar var upplýst að starfsfólk ríkisfjölmiðl- anna, útvarps og sjónvarps, væri nálægt 400 manns. Fréttamenn hafa verið sendir, með ærnum kostnaði, heimshornanna á milli, allt frá Filippseyjum til Nicaragua til að afla frétta sem hægt hefði verið að fá í gegnum alþjóða fjar- skiptatæki á tíu mínútum. Svo mætti lengi telja, ef almenningur hefði aðgang að rekstrarreikning- um þessara fyrirtækja. Þegar borið er saman starfslið ríkisreknu fjölmiðlanna og hinna frjálsu stöðva verður mönnum á að hrökkva ónotalega við. Þar fer eins og um mörg önnur ríkisrekin fyrirtæki að mannaráðningar em í engu samræmi við stærð viðkom- andi fyrirtækis. Pólitík og f]öl- skyldubönd ráða oft meiru en þörfin fyrir starfskraftinn. Þegar ríkið (almenningur) á að borga brúsann er minna hugsaö um hag- kvæmnina. Fréttaflutningur ríkis- fjölmiðlanna hefur oft verið ámælisverður vegna hlutdrægni sumra fréttamanna og litast þá oft og hagræðist eftir annarlegum skoðunum þeirra. í fremstu röð Auðvitað mátti gera ráð fyrir þvi að nýjar útvarps- og sjónvarps- stöðvar ykju fjölbreytni í fréttum, myndum og afþreyingarefni, svo og auglýsingum, enda var það aöal- barátta andstæðinga frjáls út- varpsrekstrar við umræðu útvarpslaganna á þingi að koma í veg fyrir rétt þeirra til auglýsinga. Það má segja aö um byltingu hafl verið aö ræða viö tilkomu nýju stöðvanna. Það fer ekki á milli mála að Stöð 2, Bylgjan og Stjarnan eru í fremstu röð slíkra stöðva á Norðurlöndum, svo ekki sé meira sagt. Þær eiga það einnig sameigin- legt aö þar er starfsliðinu stillt í hóf. Það hlægilegasta við rekstur rík- issjónvarpsins er þó þaö að um leið og Stöð 2 tók til starfa og allt fram á þennan dag hefur ríkissjónvarpið vaknaö upp af svefni og apað hvert einasta atriði eftir Stöð 2 sem hefur aukið vinsældir hennar. Jafnvel grautfúlir þulir ríkissjónvarpsins eru byrjaðir að brosa, en til þess þurfti hreinsun. Einnig má minna á hvernig ríkissjónvarpið reyndi að bregða fæti fyrir Stöð 2 í um- sömdum atriðum. Verðugt verkefni Allt fram að tilkomu Stöðvar 2 var ríkissjónvarpið ekki opnað af fjölda neytenda nema fyrir fréttir. Myndefni og margt annað er eng- um bjóðandi. Þrátt fyrir að hver útvarps- og sjónvarpsnotandi á landinu sé neyddur til að greiða afnotagjöld af fjölmiðlum, sem þeir helst aldrei nota, er þetta ríkisbákn rekið með hundrað milljóna króna tapi. Svo er barið sér á brjóst og sagt að lýðræðið sé hvergi fullkomnara en á íslandi. Skákað er í því skjóli að þegnamir láta bjóða sér hvað sem er. Ég held að það væri verðugt verk- efni fyrir „friðargönguhópana” sporléttu að efna til einnar göngunnar í viðbót, í þeim tilgangi að krefjast að ríkiskúguninni sé létt af þegnunum, sem þeim er boð- iö upp á í formi svo margra illa rekinna ríkisfyrirtækja sem hafa aðstöðu til að kúga fé út úr hinum almenna skattborgara. Þórður Halldórsson „Þegar borið er saman starfslið ríkis- reknu fjölmiðlanna og hinna frjálsu stöðva verður mönnum á að hrökkva ónotalega við.“ Tölvur: Lffshamingja eða leiktæki Fyrir örfáum árum trúði íjöldi fólks því að tölvur væru einhvers konar galdratæki sem ekki væri á færi annarra en fárra útvalinna að skilja, vinna við og stjóma. Reynd- ar héldu margir að tölvumar væm hinir raunverulegu stjórnendur og ýmsir litu upp til þeirra eins og þær væru æðri verur, guð almáttugur eða í það minnsta útibú frá honum. Nú orðið vita flestir að tölvur eru langt frá því að vera yfirnáttúrleg fyrirbrigði og má kannski segja um þær eins og sagt var um klukkur í gamla daga aö þær séu ekki annað en málmur og gler. Lærdómurinn í kjölfar þess sem í daglegu tali hefur verið nefnt tölvubylting voru haldin námskeið og jafnvel settir á stofn skólar til þess að kenna fólki á fyrirbærið. Nú er enginn maður með mönnum nema hann hafi farið á tölvunámskeið. Einhverra hluta vegna hef ég það á tilfmningunni að þeir sem helst hafi gagn af þess- um námskeiðum séu þeir sem halda þau enda með hreinum ólík- indum hvað hægt er að fá fólk til að borga fyrir svona nokkuð. Fólk fjölmennir á námskeiöin og kemst að því að tölvur hafa heil- mikið af því sem sérfræðingarnir kalla „K“. Svo eru til stýrikerfi sem heita ýmsum undarlegum nöfnum og síðast en ekki síst lærir fólk forrit- un. Allt þetta gerir fólk vegna þess að þeir sem allt vita um tölvur segja að svona þurfi þetta að vera. Á mig virkar þetta svona svipað og að láta telja sér trú um að maður þurfi próf í bifvélavirkjun til þess að geta ekið bfi. Ég veit að þar sem tölvur eru notaðar eru í langflestum tilvikum KjaUarinn Guðmundur Axelsson skrifstofumaður notuð stöðluð forrit sem flest eru þeirrar náttúru aö það eina sem sá sem notar vélina þarf að kunna er að kveikja á henni. Þegar búið er að kveikja kemur upp á skjáinn lýsing á þeim mögu- leikum sem eru fyrir hendi og hvernig á að velja hvern um sig, þannig að sæmilegt forrit leiðir mann áfram svo að fátt eitt þarf að kunna annað en að lesa. Lausnarorðið Þegar svokallaðar einka- eða ein- menningstölvur fóru að vera á þannig verði að jafnvel einstakling- ar gátu án allt of mikilla átaka keypt þær byrjuðu tölvusalar að „moka út“ tölvum eins og stundum er sagt. Allir urðu að eignast tölvu og sumir þeirra sem voru með bók- haldið sitt allt í óreiðu annaðhvort létu telja sér trú um eða töldu sér sjálfir trú um að tölva væri lausn- arorðið. Margir, kannski flestir þeirra sem ætluðu þannig að bjarga bók- haldinu sínu í einni svipan, komust að raun um sér til hinnar mestu armæðu að skrambans tölvan gerir ekkert sjálf og allt „fíniríið", sem sölumaðurinn hafði kallað fram á skjáinn án nokkurrar fyrirhafnar, sást nú ekki lengur. Því að til þess að fá eitthvað út úr tölvunni þarf að láta eitthvað inn í hana. Kannski hefði þetta nú allt bless- ast ef sölumaðurinn hefði fylgt með í kaupunum en þannig gerast nú kaupin ekki. Ýmsir álíta að ónotað- ar tölvur séu í hundraða- ef ekki þúsundatali hér á landi og ég er sannfærður um að ef einhver hag- spekingurinn frétti af þessu mundi hann óðara setja upp spari-spek- ingssvipinn sinn og lýsa því yfir á nánast óskiljanlegu stofnanamáli að þetta og þessu líkt sé þjóðhags- lega mjög óhagkvæmt, sóun á gjaldeyri og jafnvel eitthvað enn verra sem ég hvorki kann né þori að nefna. Leiktækið Sumir kaupa sér tölvur eingöngu til að leika sér að þeim. Fyrir ýms- ar tölvur er hægt að fá fjölbreytt úrval leikjaforrita. Mér skilst að flestir séu leikirnir í því fólgnir að sá sem stjórnar tölvunni á aö éta eitthvað, drepa eitthvað, grafa eitt- hvað eða elta eitthvað uppi. Þeir leikir sem eru ekki eins og að fram- an ér lýst eru flestir þannig aö sá sem stjórnar tækinu þarf að forða sér frá því að verða étinn, drepinn, grafinn eða eltur uppi. Fjölbreytnin er sem sagt gifurleg. Reyndar má ekki gleyma því að einnig fást skák, brids- og kapalforrit o.fl. Allt er þetta eins og gefur að skilja mjög uppbyggilegt og mann- bætandi en hvenær skyldum við annars fá forrit sem gera okkur kleift aö skjóta ríkisstjórnina, éta skattyfirvöld, grafa þá sem okkur er illa við þá stundina eða annað álíka krassandi. Allt væri þetta að sjálfsögðu til gamans gert. Þrátt fyrir alla tæknina og þá ótrúlegu möguleika, sem mér er sagt að tölvur búi yfir, efast ég stundum um að lífshamingjan sé á nokkurn hátt tengd þeim. Guðmundur Axelsson „Ymsir álíta að ónotaðar tölvur séu 1 hundraða- ef ekki þúsundatali hér á landi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.