Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1988, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988. Útlönd Óveður í Bretiandi Mikið óveður gekk yfir vestur- og suðurliluta Breílands í gær. Mildll stormur og rigningar ollu flóðum, sem urðu aö minnsta kosti tveim aö bana og skemmdu mann- virki víöa. Þeii'sem létu lifið i óveörinu voru okumaður bifhjóls. sem iauk a tré. og liðlega sextugur sjómaður sem drukknaði viö BlackpooL Seinl í gærkvöldi boröust björg- unarmenn enn við aö bjarga óðrum sjómanni sem var a reki i smábát á svipuðum slóðum. Veðrið i gær var hið versta sem gengiö hefur yflr Bretland frá því í októbermánuöi á síðasta ári en þá gekk þar yfir versta óveður sem Brctar hafa þmft að Jwla undan- famar þtjár aldir. Óvenju hlýtt í Finnlandi Meðan fregnir berast af óveðrum og miklum kuldum víða að úr ver- öldinni njóta Finnar óvenju mikilla hlýinda, miðaö við árstúna. Á meðfylgjandi myndum má glöggt sjá muninn á veörinu nú og á sama tíma 1 fyrra en þá var vetur- inn óvenju kaldur. Efri myndin er af verði við for- setahöllina í Helsinki í janúar í fyrra þegar sjór var mikill og kuld- ar slikir að verðir þurftu aö verja sig sérstaklega gegn þeim og yfir- mönnuym þótti ástæða til að stytta varðstöðu hvers og eins. Neðri myndin er svo frá sömu varöstöð nú, en eins og sjá má er þar enginn snjór og vörðurinn næstum sumar- klæddur. Bandarísk þyrla á flugi yfir skipalest frá Kuwait á leið suður Persaflóa. Simamynd Reuter Fækka í flotanum Starfsmenn vamarmálaráðuneyt- isins í Bandaríkjunum fullyrða að áætlun um að fækka skipum í banda- ríska flotanum á Persaflóa þýði ekki breytingar á þeirri stefnu Banda- ríkjamenn að vernda skip undir fána þeirra. Embættismennirnir tilkynntu í gær að orrustuskipið Iowa og þyrlu- móðurskipið Okinawa myndu sigla heim einhvem tíma á næstu mánuð- um þar sem þeirra væri ekki lengur þörf á Persaflóa. Reagan Bandaríkjaforseti sagði í gær að hann hefði ekki fyrirskipað heimkomu neinna af þeim þrjátíu bandarísku herskipum sem eru á og nálægt flóanum. Háttsettur embætt- ismaður sagði að það hefði ekki verið ætlun forsetans að neita að Iowa og Okinawa yrðu send.heim. Frank Carlucci vamarmálaráö- horra og Marlin Fitzwater, talsmað- ur Hvíta hússins, lögðu áherslu á að ekki væri um stefnubreytingu að ræða. Carlucci er nú í heimsókn á Persaflóasvæðinu. Bandaríska varnarmálaráðuneytið er nú undir miklum þrýstingi frá Bandaríkjaþingi og Hvíta húsinu um að aðstoða við að minnka fjárlaga- hallanri en samtals fara nálægt tuttugu milljónir dollara á mánuði í flotavernd Bandaríkjamanna á Persaflóa. Tvö skip frá Kuwait, sem sigla und- ir bandarískum fána, komust heilu og höldnu leiðar sinnar út úr Persa- flóa í gær undir vemd bandaríska flotans. Skipin lögðu af stað frá Kuwait á sunnudagskvöld. Tyrkir eiga r.ú í viðræðum við bæði írana og íraka um olíuleiðslur en bæði löndin leita nú ömggra leiða fyrir olíuflutning sinn. Að sögn orku- málaráðherra Tyrklands hafa írakar áhuga á að koma upp þriöju olíu- leiðslunni gegnum Tyrkland og myndi útflutningur þeirra við upp- setningu hennar þá komast upp í tæpar tvær milljónir tunna á dag. íranir hafa hug á að leggja olíuleiöslu um Tyrkland til Miðjarðarhafs sem gæti flutt á milli hálfrar og heillar milljónar tunna á dag. Búistvið kuldalegum móttökum Qdurinn á leiðinni Ólympíueldurinn silast nú hægt hægt yfir sveitir og hémð Kanada, áleiðis til Calgary, þar sem ólympíueldurinn verður tendraður á stalli þann 13. febrúar næstkom- andi en þá hefjast þar í borg vetrarólyuipíuleikar ársins 1988. Eldurinn er borinn af hlaupurum mestan hluta leiöarinnar og á með- fylgjandi ljósmynd er hlauparinn að bera kyndilinn eins kílómetra vegalengd í ná- grenni Tottenham í Ontariofylki. Undiifouningur á ftillu Undirbúningur undir vetrar- ólympíuleikana í Calgari í Kanada er nú í fullum gangi og liggur í augum uppi aö í mörg hom er þar aðlíta. Á meðfylgjandi mynd er Miles filbert, starfsraaður myntsláttufýr- irtækisins Jostens Canada, að steypa gullpening sem veita á sig- urvegurum í íshokkikeppni leik- anna. Fyrirtæki það sem FUbert starfar hjá sér um að steypa eina þijátíu þúsund verðlaunapeninga fyrir leikana enda þarf að verðlauna ákaflega marga aðila. Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, ásamt eiginmanni sínum, Dennis, með gjafir er þeim voru afhentar í Kenýa. Simamynd Reuter Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, býst ekki við hlýleg- um móttökum er hún lendir í Nígeríu í dag. Áður en þriggja daga opinberri heimsókn Thatchers í Kenýa lauk í gær lýsti hún því yflr að þetta hefði verið ein stórkostlega heimsókn sín og að hún byggist við sömu innileg- heitum í Nígeríu. Móttökumar í Kenýa vom alls staðar konunglegar og þúsundir þorpsbúa fógnuðu henni er hún skar sykurreyr og gróðursetti tré á ferð sinni um landbúnaðarsvæði. Ágreiningur Thatchers og yfir- vaida í Kenýa um refsiaðgerðir gegn Suður-Afríku var látinn liggja á milli hluta en í Nígeríu eru menn ekki jafndiplómatískir þó svo að sam- bandið við Breta hafi batnað síðan Babangida forseti komst til valda 1985. Thatcher.hefur aldrei hitt hann áður og breskir embættismenn vissu ekki fyrr en rétt áður en leggja skyldi frá Kenýa hvernig heimsókninni í Nígeríu yrði háttað né hvar breski forsætisráðherrann myndi dvelja. Aðspurð um væntanlegar móf, mælagöngur og kuldalegar móttökur í Nígeríu sagði Thatcher að slíkt heföi ekki áhrif á þá skoðun hemiar að refsiaðgerðir væm ekki leiðin til þess að fá stjómina í Suður-Afríku til þess að láta af kynþáttaaðskilnað- arstefnu sinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.