Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1988, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988. 9 Utlönd Dole og Hart fylgismestir Demókratinn Gary Hart og repú- blikaninn Robert Dole eni þeir tveir af frambjóöendum í forkosningum bandarísku stjómmálaflokkanna fyrir forsetakosningamar þar í haust sem njóta mest fylgis í Iowa. Svo seg- ir aö minsta kosti í niðurstöðum skoðanakönnunar sem gerð var af Gallup nýlega. Skoðanakönnunin leiddi í ljós að Gary Hart, sem síðastliðið vor varð að hætta þátttöku í kosningabarátt- unni vegna kynlífshneykslismáls en hefur nú tekið upp merkið að nýju, nýtur fylgis þijátíu og fjögurra af hundraði kjósenda demókrata í Iowa. Næstur honum af demókrötum er Paul Simon. Meðal repúblikana er það Robert Dole sem nýtur fylgis íjörutíu og íjög- urra prósenta en George Bush varaforseti hefur hylli tæplega þrjá- tíu af hundraði þeirra. Leiðtogar ríkja á Karíbahafi ræða væntanlegar kosningar á Haiti. Þeir hafa verið beðnir að senda þangað friðar- sveitir til að tryggja réttlátar kosningar. Simamynd Reuter iiaac,r ; ítiöUtk-. \> ppemE.E.i® StisotKiw iBSstJciœ BfeS.Parrfflgi 6»«.S8bíik £5*iCÍS£Sáí ni-issá SHl Sakaðir um misþyrmingar Mannréttindasamtök Palestínu- manna halda því fram að palestínsk- ir fangar í vörslu ísraelsmanna sæti illri meðferð. Alls hafa tvö þúsund Palestínumenn verið handteknir frá því að óeiröirnar á herteknu svæð- unum hófust fyrir mánuði. Að minnsta kosti tuttugu og fimm hafa fallið fyrir hendi ísraelskra her- manna og tvö hundruð særst. ísraelski herinn neitar ásökunum lögfræðinga Palestínumanna um að tveimur meintum óeirðaseggjum hafi verið misþyrmt til þess að knýja fram játningu um þátttöku í ólögleg- um mótmælaaðgerðum og gijótkasti. Talsmaður mánnréttindasamtak- anna segir skilyrði fanganna léleg og greinilega sé allt gert til þess að niðurlægja þá. Margir fanganna eru á unglingsaldri. Biðja um friðar- sveitir til Haiti Ungir mótmælendur á Gazasvæð- inu. Símamynd Reuter Leiðtogar stjórnarandstöðunnar á Haiti hafa farið þess á leit við samtök ríkja á Karíbahafi, Caricom, að þau sendi friðarsveitir til landsins til þess að fylgjast með því að kosningamar þar síðar í þessum mánuöi fari fram á réttan hátt. ' Telja þeir að alþjóðlegar friðar- sveitir séu líklega eina lausnin til þess að tryggja að lýðræði komist á í landinu eftir þijátíu ára einræðis- stjórn. í gær var einnig tilkynnt að stjórn- arandstaðan myndi einnig biðja samtökin að beita herstjórnina á Haiti þrýstingi til þess að hún fre- staði kosningunum sem ráögerðar hafa verið þann 17. janúar næstkom- andi. 'Caricom eru áhrifamikil samtök og í október 1983 fóru flestir meðlim- ir þeirra fram á að það við Banda- ríkjamenn að þeir gerðu innrás í Grenada til þess að binda enda á fjög- urra ára tilraun með stjórn marxista. Kosningum á Haiti var aflýst í nóv- ember síðastliðnum eftir aö byssu- menn skutu á kjósendur og felldu aö minnsta kosti þijátíu og fjóra. Kosn- ingarnar hefðu orðið fyrstu frjálsu kosningarnar í þijátíu ár eftir aö ein- Nýir erfiðleikar Sjálfvirkur dælubfll Leiðtogar gyðinga vöruðu í gær við því að ef Jóhannes Páll II. páfi myndi eiga annan fund með Kurt Waldheim, forseta Austur- ríkis, gæti slíkt haft alvarlegar afleiðingar fyrir tengsl gyðinga og kaþólsku kirkjunnar. Einkum sögðu leiðtogarnir að afleiðing- amar yrðu alvarlegar ef sá orðrómur reyndist réttur að páfi og Waldheim hygðust funda á stað þar sem áður stóðu einar af dauðabúðum nasista • í síðari heimsstyrjöldinni. Gyöingarnir hafa áhyggjur af heimsókn páfa til Austurríkis á komandi sumri og þá einkum þeim stuðningi sem þeir telja að páfi veiti Waldheim með því að eiga fund með honum en Wald- heim hefur verið sakaður um að hafa átt aðild að voðaverkum nasista gegn gyðingum. Tíu nýir biskupar Tíu nýir biskupar rómversk- kaþólsku kirkjunnar voru í gær vígðir í St. Péturskirkjunni í Róm. Meðal þeirra biskupa sem þar lögðust flatir frammi fyrir Jóhannesi Páli H. páfa var nýr biskup fyrir rómversk-kaþólsku kirkjuna í Jerúsalem. of lítinn heimanmund með henni. Konan hefur alvarleg brunasár á um sjötíu prósent líkama síns og er henni vart hugað lif. Ættingjum brúðguma var fyrir nær þrem áratugum bannað með lögum að hefna sín á brúðinni ef þeim þótti heimanmundur henn- ar ekki nægilegur. Enn tíðkast þessi gamli og grimmilegi siður þó og talið er að árlega séu hundr- uö kvenna á Indlandi líflátin vegna þess að ættingjar þeirra neita eða geta ekki mætt kröfum um heimanmund. Sjátfsmyndir Sá elsti látinn Slökkvilið Tokýoborgar hefur nú tekið í notkun nýjan og sér- stæðan dælubíl sem mun einkum verða að gagni við aðstæður sem taldar eru slökkviliösmönnum hættulegar. Dælubill þessi er fjarstýrður og verður hægt að senda hann inn í aðstæður sem mannslíkaminn þohr illa eða ekki. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar slökkvilið Tokýoborgar sýndi nýja bílinn og getu hans við árlega skrúðgöngu sína í gær. Kveiktu í konunni Elsti starfandi prestur róm- versk-kaþólsku kirkjunnar, Alvaro Fernandez, lést í gær. Femandes, sem starfað hafði um langt árabil í landbúnaðarhérað- inu TGirso de Abres á Spáni, var orðinn eitt hundrað og sjö ára gamall. Hann sinnti öllum prests- störfum sínum þar til fyrir tveim vikum þegar hann tók sótt þá er nú hefur leitt hann til bana. Liðlega tvítug kona liggur nú þungt haldin á sjúkrahúsi í Nýju Delhí á Indlandi eftir að ættingjar eiginmanns hennar kveiktu í henni í mótmælaskyni vegna þess að foreldrar hennar greiddu Frakkinn Lasurent Septier, sem er tæplega fertugur, hefur undanfarin sjö ,ár tekið ljósmynd af sjálfum sér á hveijum einasta morgni. Myndimar eru allar teknar á nákvæmlega sama stað og er hann nakinn á þeim öllum. Septier hefur nú klætt baðher- bergið sitt að innan með þessum ljósmyndum sem orðnar eru 2.565 talsins. Hægfara jafnrétti Þótt stjórnvöld hvítra í Suður- Afríku standi eins þver fyrir öllum jafnréttismálum og þau mögulega geta vinnast öðru hvoru áfangasigrar í baráttu þel- dökkrá í landinu. Nýlega vom þannig almenn- ingsgarðar í Jóhannesarborg opnaðir þeldökkum en þeir hafa tU þessa verið ætlaðir hvítum íbúum borgarinnar einiun sam- an. ræðisstjóm Duvaliers, sem steypt var af stóli í febrúar 1986, lauk. ^03 FYRIRTÆKITILSOLU • Fiskverkun með útfl. ásamt eignum - mikil velta - góð kjör. • Matvöruverslun í Breiðholti - mánaðarvelta 6,0 millj. - mögul. á láni til lengri tima. • Veitingastaður i hjarta borg- arinnar - mikil velta - fallegar innréttingar. • Heildverslun með snyrtivörur - góð kjör. • Byggingavöruverslun i Reykjavik - góð umboð. • Litil matvöruverslun ásamt söluturni, verð 1,7 millj. • Litil heildverslun með vefnað- arvörur - góð kjör. • Tiskuvöruverslun með 35 millj. kr. veltu á ári -góð stað- setning. Uppl. á skrifst. • Billjardsto'a í Breiðholti i eig- in húsnæði - góð kjör. • Sólbaðsstofa í Reykjavík - góð kjör. • Tískufataverslanir f Breiðholti - ýmsir greiðslumöguleikar. • Snyrtivöruverslun i vesturbæ - miklir mögul. • 15 söluturnar víðs vegar í Reykjavik, Kóp. og Hafnar- firði, ýmsir greiðslumöguleik- ar eru i boði. Höfum kaupendur að góðum heildverslunum og söluturnum með mikla veltu. Um er að ræða mjög fjársterka kaupendur. Við aðstoðum kaupendur og selj- endur fyrirtækja. Ýmsir fjármögnunarmöguleikar. VIÐSKIPTAÞJONUSTAN Skeifunnl 17 A Sími: 108 Reykjavik^^ (91 >-689299 Viðski ptaf ræði ng ur: Kristinn B. Ragnarsson. Lögmenn: Jónatan Sveinsson hrl. Hróbjartur Jónatansson hdl. ★ Ráðgjöf ★ Bókhald ★ Inn- helmtur ★ Skattaaðstoð ★ Kaup og sala

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.