Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1988, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1988, Blaðsíða 40
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritsljórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Olía í grunnvatnið: Skipta verður um vatnsból „Okkur finnst besti kosturinn að skipta um vatnsból og ef niðurstaðan verður sú er best að gera það strax,“ sagði Oddur Einarsson, bæjarstjóri í Njarðvík, en nú er orðið ljóst, eins og menn reyndar óttuðust, að grunn- vatn við Keflavík og Njarðvík hefur mengast vegna olíulekans við her- stöðina. Oddur sagði að það heföi mátt vera ljóst nú í langan tíma að skipta þyrfti um vatnsból því þau væru allt of nálægt starfsemi her- stöðvarinnar en þar væri sífellt unnið með viökvæm efni. Oddur taldi að herstöðin ætti að bera þann kostnað sem hlytist af því skipta um vatnsból. Undir þessa skoðun tók Magnús i 4rfjuðjónsson, heilbrigðisfulltrúi Suð- urnesja: „Það er ljóst að þaö þarf ný vatnsból og það þó þetta mál hefði ekki komiö upp. Núverandi vatnsból eru illa staðsett með tilit til þeirrar starfsemi sem fer fram á vellinum. Við Svartsengi eru ein bestu vatna- svæði landsins og nýting þeirra er eina viðunandi lausnin," sagði Magnús. í dag verður áfram fundað um olíulekann með sérfræðingum. -SMJ Niðurgreiðslur á fiski Fjármálaráðuneytið hefur sett reglur um framkvæmd niður- greiðslna á smásöluverði neyslufisks og miða reglurnar aö því að verðið hækki ekki meira en um 10% við það að varan verður söluskattsskyld. Tekur niðurgreiðslan til ýsu, þorsks, ufsa, steinbíts, karfa, löngu, keilu, lúðu, skötu, kola, skötusels, rauðmaga, grásleppu og lifrar og hrogna þessara tegunda. Er hér átt við fisk sem hefur aðeins sætt venju- legri aðgerð, svo sem verið flakaður, ■ ««r siginn, kæstur, bútaður, hakkað- ur, reyktur eða frystur. Ekki tekur niðurgreiðslan til ferskvatnsfisks, hákarls, humars, rækju og smokk- fisks eða annarra fisk- eða krabba- tegunda. -ój Líftiyggingar ih ALÞJÓDA LÍ FTRYGGINGARFÉLAGIÐ HF. ÚCMÍ'LI S -RKYkJAYlR Smii fvSU»44 LOKI En komast ekki fleiri börn í Trabantinn? Sighvatur Bjórgvinsson: • • rannsóknastofhun- ar verði rannsökuð - skoraði á formann sjávarútvegsnefndar að hafa forgöngu I ræðu á Alþingi í gær skoraði Sighvatur Björgvinsson alþingis- maður á Matthías Bjamason, formann sjávarútvegsnefndar neðri deildar Alþingis, að hafa for- göngu um að hefja rannsókn á vinnubrögðum Hafrannsókna- stofhunar með þvi að kalla- fyrir nefndina forsvarsmenn stofnunar- innar. Sighvatur rakti spár Hafrann- sóknastofnunar allt frá því aö „Svarta skýrslan“ kom út áriö 1974 og þar til því var lýst yfir í skýrslu stofhunarinnar árið 1984 að rann- sóknaraðferð sú sem fiskifræðing- ar notuðu til að meta stofnstærð, VP greiningin svokallaða, heföi reynst ónothæf og því marklaus. Þá fjallaði Sighvatur um það sem kallað hefur verið smáfiskadráp. Taldi hann flest benda til þess að svo mikiö væri af smáfiski um þessar mundir, vegna fimasterkra árganga, að ekki væri hjá því kom- ist að smáfiskur veiddist í stórum stH. Hann taldi þá kenningu fiski- fræðinga aö takmarka ætti veiði smáfisks og geyma hann í sjónum þar til hann væri oröinn stærri fjarstæðu og benti á dæmi frá Kanada máli sínu til stuönings. Kanadamenn ætluðu að gera þetta fyrir nokkrum árum og átti áranguriim að skila sér árið 1987. Þá töldu þeir sig geta veitt eina milljón lesta af þorski Raunin varð sú að 40% til 50% vantaöi upp á að það tækist og hefur engin skýring veriö gefin á því. Loks benti hann á dæmi úr nýj- ustu skýrslu Hafrannsóknastofn- unar þar sem tillaga um veiði skarkola er byggð á sagnfræði í stað vísindalegrar rannsóknar og spurði hvers vegna tillaga stofhun- arinnar um þorskveiðar væri ekki byggö á sagnfræði líka. Ef þaö væri gert þyrftu menn ekki að vera að karpa um kvóta. -S.dór Vagninn er óneitanlega fallegur enda oröinn forngripur. En kaupandinn hefði getað keypt giænýjan Trabant fyrir lægra verð. DV-mynd GVA Barna- vagn frá 1930 seldur á hundrað þúsund Bamavagn síðan mn 1930 seldist á 100 þúsund krónur á dögunum í versluninni Bamabrek við Óðins- götu sem selur notaðar bamavör- ur. Þess má geta að algengt verð á nýjum bamavagni eftir tollalækk- unina er um 20 þúsund. Kaupandi vagnsins heföi einnig getað keypt Trabant skutbíl af árgerð 1988 fyrir 85 þúsund og átt 15 þúsund krónur íafgangfyrirbensíni. -JBj Veðrið á morgun: Hvasstog frostlaust Á morgun verður sunnan- og suðaustanátt á landinu, víða nokkuð hvöss. Slydduél verða víða um land, þó líklega úrkomu- lítið norðanlands. Hiti verður á bilinu 1 til 4 stig. Hraðfiystihúsi Patreksfjarðar lokað Hraðfrystihús Patreksfjarðar hef- ur veriö lokað síðan á Þorláksmessu, en þá var lokað fyrir rafmagn til þess vegna vanskila. Hefur engin vinna verið í frystihúsinu síðan þá og er óvíst hvenær eða hvort hún hefst aftur. Jens Valdimarsson framkvæmda- stjóri sagði í samtali við DV að skuldir frystihússins við Orkubú Vestfjarða væm aðeins hluti þess vanda sem við væri að etja. Slæm staða fiskvinnslunnar gerði það að verkum að rekstur fiskvinnsluhúsa væri afar erfiður. Skuldir hraðfrysti- hússins væm verulegar og ekki fyrirsjáanlegt hvemig hægt yrði að reka það áfram. Ekki kvaðst Jens geta nefnt tölur um skuldimar en þess mætti geta að velta frystihúss- ins næmi 230-240 milljónum á ári og mætti fullyrða að tapið heföi numið einni milljón á viku síðustu vikumar sem húsið var í rekstri. í næstu viku er togarinn Sigurey, sem frystuihúsið gerir út, væntan- legur af veiðum. Jens kvaðst alveg eins gera ráð fyrir því aö hann yrði látinn sigla með aflann og væri alls óvíst að vinna hæfist aftur í frysti- húsinu. Að sögn Jens unnu um 5o manns í frystihúsinu meðan það var í rekstri. Sagði hann ennfremur að lögö yrði áhersla á að gera Sigurey og Þrym út áfram, en að öðm leyti væri máhð óráðið. -JSS Seyðisfjörður: Hass fannst viðleft ífimmíbúðum Lögreglan á Seyðisfirði gerði hús- leit í fimm íbúðum á Seyðisfiröi um síðustu helgi. í íbúðunum fundust um 10 grömm af hassi. Lögreglan hefur unnið að rannsókn málsins og hafa tíu manns verið yfirheyröir vegna þess. Játningar um neyslu efnisins liggja fyrir. Þaö eru um tíu aðilar sem hafa játað neyslu á efninu. .Málið verður sent til áframhaldandi meðferðar hjá dómstóli í ávana- og fíkniefnamálum. -sme 39-fóldun hluta- fjáreignar í Dagblaðinu hf. Á aðalfundi Dagblaösins hf. í des- ember síðastliðnum var samþykkt margfóldun hlutaíjáreignar hlut- hafa. Gefin verða út jöfnunarbréf og leyfi ríkisskattstjóra fyrir þvi liggur fyrir. Þetta er hluthöfum að sjálf- sögðu að kostnaðarlausu. Með útgáfu jöfnunarbréfa 38-faldast hlutafjár- eign hluthafa plús stofninnstæðan, svo að alls hefur hlutafjáreign marg- faldast 39-falt. Þetta er í samræmi við verulegan hagnað sem verið hefur á rekstri fyrirtækisins. Hluthafar eiga að færa þessa margfóldun á skatt- skýrslu sína fyrir árið 1987 og kemur hækkunin ekki til teHjuskatts. í stjóm Dagblaðsins hf. vora end- urkjömir: Bjöm Þórhallsson, Sveinn R. Eyjólfsson, Jónas Kristjánsson, Haukur Helgason og Agnar Kristj- ánsson. -HH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.