Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1988, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1988, Blaðsíða 24
.24 FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988. Meiming_____________________________pv Málsvari hentistefnu Furstinn eftir Nicolo Machlavelli. Mál og mennlng 1987, 180 bls. Ásgrimur Albertsson þýddi og ritaði eft- irmála. Þetta rit frá öndverðri sextándu öld er fræðileg umfjöllun um ein- ræðisherra, hvaöa eiginleika þeir þurfi að hafa og hvemig þeir þurfi að haga sér til að standa í stöðu sinni. Þetta var nærtækt íhugunarefni fyrir ítalskan stjórnsýslumann á sextándu öld - og þótt víðar væri leitaö í stað og tíma. En þá skiptist Ítalía í mörg smáríki sem flest lutu einræði, en sum nokkurskonar lýð- ræði sem takmarkaðist þó við fámenna, auðstétt. Ajræmt rit í fiestum tungumálum er til orðið „makíavellískur", dregið af nafni þessa höfundar, og merkir: sam- viskulaus klækjarefur sem fer sínu fram af djöfullegri undirferli og svikum. Og þaö rís af þessu riti, Furstanum, þar sem Machiavelli rekur að einræðisherra henti betur að sýnast orðheldinn en að vera það, að honum geti komið vel að teljast mildur, réttsýnn og góðvilj- aður maður, en ef hann ætli að halda völdum þá verði hann fyrst og fremst að hafa hugann við þau og hika þá ekki við aö beita lævísi, svikum og grimmd ef með þurfi. Þetta sýnir Machiavelli fram á með mörgum sögulegum dæmum. Og það er það sem mest hrífur viö þetta frábæra rit hve fræðilega höfundur tekur á mannkynssög- unni. Hann tekur jöfnum höndum fyrir sögu fomaldar, Persa, Grikkja og Rómveija; sem samtíma sinn og næstliðna öld. Og hann ber saman líkar aðstæður til að draga fram það sem á milli ber til að sýna hvað réð úrslitum hverju sinni. í þessari söguspeki ræður andi Endurreisnarinnar fórinni. í lok miöalda fóru menn að setja mann- kynið í miðju heimsins í stað guðs, það er aö segja, þeir fóru að skýra söguna sem athafnir manna, frem- ur en vilja guðs, og að gera þá kröfu að stofnanir þjóðfélagsins gögnuð- ust mönnum, fóru að segja aö þetta líf væri tilgangur í sjálfu sér en ekki bara undirbúningur undir eil- íft líf. Erindi við samtímann Vitaskuld er þessi lýsing mín mikil einfóldun, þessi hugarfars- breyting hefur enn ekki orðið allstaðar. M.a. þessvegna á Furst- inn fullt erindi við samtíma okkar, Machiavelli er skarpskyggnari en Nicolo Machiavelli. Bólmieimtir Örn Ólafsson margir þeir sem nú fjalla um sögu og þjóðfélag því hann reynir ævin- lega að skilja þetta sem manna verk. Til dæmis er þessi bók mjög gagn- leg þeim mörgu íslendingum sem liggja í Sturlungu. Hér er kominn lykfil til að skilja aðstæður og fram- ferði þeirra fursta sem þá skiptu íslandi milli sín. Gaman er að því hvernig Machia-' velli sýnir fornhelgum hugsunar- hætti sýndarvirðingu en snýr síðan alveg við blaðinu þegar hann ræðir um veraldleg ríki kirkjunnar (bls. 55): „Þar sem þeim er stýrt sam- kvæmt æöri sjónarmiöum, sem mannlegur skilningur nær ekki til, læt ég hjá líða að ræða þar um. Og þar sem veldi þeirra er stofnsett af guði og stendur undir vemd hans væri hroka- fullt og léttúðugt að kveða upp dóma um það. Væri ég samt spurður um hversvegna kirkj- ari hefði hafist til svo mikilla valda og stærðar og hversvegna ítalskir herrar fyrir daga Alex-' anders [Borgia páfa, 1492-1503], - ekki aðeins þeir sem raun- veruleg völd höfðu, heldur sérhver barón eöa greifi, hve lítilsmegandi sem þeir voru, -leyfðu sér að gera litið úr ver- • aldlegum áhrifum kirkjunnar, en sjálfur Frakkakonungur stóð hinsvegar skjálfandi fyrir henni og hún gat rekið hann burt frá Ítalíu og beygt Feney- inga í duftið, þá viröist mér ekki ófyrirsyriju að rifja upp þessa hluti í stórum dráttum, þótt þeir séu reyndar vel kunn- ir.“ . Semsé, í fyrsta lagi væri fráleitt að Machiavelli, vesæll maður, dirfðist aö fjalla um þessi guðsríki á jörðu, en í öðru lagi er alkunna að þau eru ekki eilíf og óumbreyt- anleg heldur með ýmsu móti eftir aðstæöum og það ætlar Machia- velli nú að skýra! Afstaða Machiavellis rangtúlkuð Afstaða Machiavelli hefur mjög verið rangtúlkuð svo að hann rétt- læti blinda valdbeitingu, dýrki einræði. Ekkert er fjær sanni, hann sýnir fram á það með rökum að ríki sé því öraggara sem stjómandi virði meir hagsmuni borgaranna og öraggast þegar almennir borg- arar veria það sjálfir. Enda skipulagði hann her Flór- ensborgar þannig, eftir slæma reynslu af málaliði, sem hann rek- ur í bókinni, það hljóti jafnan að hugsa um að bjarga eigin skinni, en ala þó á ófriði til að tryggja sér atvinnu. M.a.þannig skýrir Mac- hiavelli þá ókyrrð sem ríkti á Ítalíu, til þess þarf alls ekki að vísa til ein- hverrar arfleifðar Langbarða, svo sem þýðandi gerir í eftirmála (bls. 139), hvort sem hann þar á við að þeim hafi verið óró í blóð borin eða að aldrei hafi komist á jafnvægi eftir innrás þeirra. Bókin er þessleg að höfundur hafi borið hana lengi í huga sér og flutt efni hennar í samtölum áður en hann skráði hana. Þá á ég við aö hún er svo ljös og lipurlega skrif- uð aö unun er aö lesa og kemur jafnan beint að aðalatriðunum en tekur þó efnið fyrir rækilega frá ýmsum hliðum, í stuttum köflum. Og kraftur bókarinnar stafar af þvi að höfundUr hefur dregiö álykt- anir af fræðimennsku sinni, segja má að hann fari fram af skaphita og ástríðu, kalli á einræðisherra sem einu raunhæfu lausn Ítalíu undan erlendum heijum. Aðrir telja að hugtakið „Ítalía" eða „ítalir" í nútímaskilningi hafi ekki verið til um 1500 en Machia- velli hafi gjaman viljað sjá öflugt ríki risa umhverfis heimabyggð sína. Góð þýðing Þýðingin virðist mér vel gerð, það sem ég hef borið saman. Eftirmáli þýðanda er fróðlegur og rækilegur og yfirleitt á ljósu máli. Hann rekur sögu Ítalíu næstu aldir á undan ritunartíma, ævi Machiavelli og aðstæöur. Til fyrirmyndar er að 1 lok eftirmála er tímatafla helstu atburða á Ítalíu - og á íslandi, 1450-1550. Þó finnst mér vanta nokkuð í eftirmálann. T.d. segir frá veldi Savonarola í Flórens í lok 15. aldar, hvemig þessi fátæki prestur náði þvílíkum tökum á borgarlýð með prédikunum sínum að hann réð þar öllu sem hann vildi ráða um nokkurra ára skeið. „Með tímanum gerðist hann þó æ ofstæk-. isfyllri og stóð fyrir hreyfingu sem aðhaföist margt sem ofbauð flest- um borgarbúum.“ Hvað var það sem þeim ofbauð? Ríkti ekki einstæð þröngsýni, vora ekki skemmtanir, listir og bók- menntir bannfærö sem djöfuls- skapur? Það skiptir máli að vita slíkt, þó ekki væri nema af því að Machiavelli var svarinn andstæð- ingur Savonarola, þótt báðir væra lýðveldissinnar, og komst til opin- berra starfa í Flórens eftir að Savonarola var þar tekinn af lífi ásamt helstu fylgismönnum sínum. Önnur gloppa er þó stóram verri. Machiavelli segir í upphafi Furst- ans (bls. 10) að hann fjalli þar ekki um stjóm lýðvelda vegna þess að hann hafi gert það ítarlega á öðram stað. Þýðandi hefur-auk eftirmála gert rækilegar skýringar og segir þar að hér vísi Machiavelli til rits síns, Athugasemdir við Rómveria- sögu Lívíusar. Af handbókum sést að þetta er talið hið mesta merkis- rit og annars staöar segir þýðandi (bls. 161) að þar taki Machiavelli eindregna afstöðu meö lýðveldum, gegn einræði því sem hann útlistar í Furstanum hvemig beita eigi. Hér þurfti nú augljóslega nánari útlist- un á stefnu þessa rits, enda er ólíklegt að það birtist á íslensku á næstunni úr því að við máttum bíöa í fjögur hundrað og fimmtíu ár eftir Furstanum. Þótt ég hljóti að gera þessar at- hugasemdir þá.er fyrst og fremst ástæða til að þakka framtakið, aö koma þessu merka riti út á lipurri íslensku og í fallegri útgáfu. Góður fengur ér að kortum og myndum í henni. ÖÓ t 1( í 1t BLAÐ BURÐARFÓLK 1t % REYKJAVlK * Selvogsgrunn Sporðagrunn Brúnaveg Hátún Miðtún 1t Sörlaskjól Faxaskjól Nesveg * Eskihlið Blönduhlíð Hverfisgötu 1-66 Smiðjustíg Eiríksgötu Barónsstíg 49 - út Sæviðarsund Skipasund 1-29 GARÐABÆ Hofslund Grenilund Hörgslund Espilund Efstalund Heiðarlund t KÓPAV0G Álfhólsveg 64-95 Digranesveg 91-125 Lyngheiði Melaheiði Tunguheiði * AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11 it SIMI 27022 Athugið sendið inn alla 10 seðlana í einu umslagi. Skilafrestur til 11. janúar ’88- - dregið um sextán glæsilega vinninga - 1. Technics geislaspilari m/fjarstýringu frá Japis að verðmæti kr. 45.660.- 3. Panasonic ferðaútvarpstæki frá Japis að verðmæti kr. 7.380.- 7-10. Lazer Tag leiktæki frá Radíóbúðinni, að verðmæti kr. 2.980.- 2. Sony Discman ferðageislaspilari frá Japis að verðmæti kr. 27.720.- 4- 6. Bangsi bestaskinn og Gormur vinur hans frá Radíóbúðinni að verðmæti kr. 8.800.- 11-16. Dansandi dúkkur frá Radíóbúðinni að verðmæti kr. 1.980.-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.